Dagur - 22.10.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 22.10.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. október 1994 - DAGUR - 9 í gamla húsmæðraskólanum að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit hefur um nokkurt skeið verið rekið þróunarsetur sem hefur það hlutverk að vera handverksfólki til ráðgjafar við þróun handverks frá hugmynd til söluvöru. Þróunar- setrið var stofnað af Ataksverkefninu Vaka og þjónustusvæði j)ess náði yfir fjóra hreppa í ná- grenninu. I vor tók Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar við ábyrgð á þróunarsetrinu og við þær breytingar stækkaði þjónustusvæði set- ursins. Nú er þróunarsetrið ætlað öllum þeim sem búa á svæðinu frá og með Olafsfirði og allt austur að Stórutjarnaskóla í Ljósavatns- skarði. Handverksfólk af öllu þessu svæði er velkomið í Laugaland og þar taka þær Bryndís Símonardóttir verkefnisstjóri þróunarseturs- ins og Lydía Helgadóttir á móti gestum og er boðnar og búnar að veita hvers kyns aðstoð. - Hvers konar aðstoð getur handverksfólk fengið í þró- unarsetrinu, Bryndís? „I fyrsta lagi er hér í húsinu vinnuaöstaða fyrir handverksfólk, gullkorn. Þó þaó verði ekki nema einn af hundrað handverksmönn- urn sem getur skapað sér fulla at- vinnu af handverki í kjölfar þess- arar bylgju þá er það gott út af fyrir sig. Það er hins vegar ljóst að ◄ „Það voru einmitt svona lopa- peysur með þessu mynstri sem voru prjónaðar fyrir ístex,“ segja Bryndís og Lydía. Núna í sumar gerðist þróunar- setrið svo tengiliöur milli Istex og handprjónakvenna í Eyjafirði Konumar tóku að sér að prjóna 9 peysu úr íslenskum lopa. Peysum ar, sem allar voru eins, verða sýn ingareintök í Bandaríkjunum ei þar er verið aó setja á markai pakka með munstri af peysunni og iopanum í hana. Ef til vill verður um meira samstarf af þessu tagi að ræða í vetur. Þróunarsetrið hefur einnig kornið einstaklingum sem hafa at- vinnu af handverki til hjálpar á ýmsan hátt.“ - Hvers konar aðstoð hafa einstaklingar sótt hingað? „Vió höfum til dæmis getað að- stoða handverksfólk í samskiptum við útlönd. Pantað verkfæri og varning frá útlöndum, sent pantan- ir út og séó um samskipti við er- lend fyrirtæki. Einnig höfum við séð um styrkumsóknir, bókhald, samband vió hönnuói og öflun hráefnis fyrir handverksfólk." - Getið þið aöstoðað hand- verksfólk í sambandi við hönnun? „Við erum ekki hönnuðir hvorki ég né Lýdía en við getum haft milligöngu um hönnun og út- vegaó hönnunaraðstoó eða starfs- Þróunarsetur á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit: Handverk - atvinna eða áhugamál? hér er vefnaðarstofa, prjónastofa og aðstaða til sauma. Hér hefur einnig verið smíðastofa en hún hefur nú um tíma vikið fyrir vefn- aðarverkefni. I öðru lagi býður setrió upp á námskeið fyrir fólk sem vill auka við þekkingu sína í ákveónu hand- verki til að geta þróaö verkið áfram og síðar skapaö sér atvinnu af því. I vetur hefur verið ákveðið að halda námskeið fyrir vant prjóna- fólk í prjónatækni, saumanám- skeió, vefnaðarnámskeið og fleira. Hér eru einkum haldin framhalds- námskeið fyrir handverksfólk fremur en byrjendanámskeiö í handverki. I þriðja lagi er hér vísir að handverksbókasafni og ég vil sér- staklega benda þeim sem hafa áhuga á handverki að koma og líta á bókasafnið og skoða aðstöðuna hér um leið. - Eru það cinkum konur, sem nýta sér þessa aðstöðu? „Já, meirihlutinn eru konur en ég vil taka það fram að þróunar- setrið er svo sannarlega ætlað bæði konum og körlum. Ég vil líka hvetja ungt fólk og unglinga til að koma hingað til okkar. Ungt fólk hefur oft áhuga á handverki en vantar herslumuninn til að hefja handverksvinnu. Ef til vill getur heimsókn hingað orðið upp- hafió að handverki sem síðar verður atvinna. Það er ekkert síður ungt fólk sem á í erfiðleikum meö aö fá vinnu en cldra fólk þannig að þörfin fyrir nýja atvinnusköpun er allstaðar fyrir hendi.“ - Nú hefur verið mikill vöxtur í handverki á síðustu árum, sérstaklega meðal kvenna. Teljið þið raunhæft að ætla að handverk þróist sem atvinna eða verður það fyrst og fremst áhugamál? „Ég tel að úr þessari miklu handverksbylgju, sem fór af stað á árunum 1991-1992, séu að detta það verða ekki allir. Það verður ekki nema lítið brot handverks- fólks sem getur haft sitt lifibrauö af handverki. Stór hópur mun hafa handverk sem nokkurskonar auka- búgrein og hjá öðrum verður handverkið fyrst og fremst áhuga- mál.“ - Þróunarsetrið þjónar fyrst og fremst handverks- mönnum, sem ætla sér að hafa atvinnu af handverki er ekki svo? „Jú, það er rétt, en ég vil taka það fram að allir þessir hópar eiga jafnan rétt á sér. Það er jafn mikil- vægt að vinna að handverki sem sínu áhugamáli og taka þátt í starfi handverksfólks af félagslegum ástæðum eins og að vinna að handverki sem atvinnu. Starfsemi þróunarsetursins miðar hinsvegar að stuðningi við atvinnuskapandi handverk.“ - Hverjir eru það sem ná að skapa sér atvinnu af hand- verki? „Þegar handverksbylgjan fór af stað kom á markaðinn mikið af ýmiskonar handverki. Allt þótti gott og mikil jákvæðni var ríkj- andi. En núna hafa kröfur neyt- enda aukist. Almenningur hefur scð svo mikið handverk á síðustu árum að nú er farið að flokka handverk; er um góða muni aó ræða eóa ekki? Þetta er einfaldlega eðlileg þró- un og á þennan hátt verður lögmál markaðarins til þess að hæfasta handverksfólkið fær tækifæri til að vinna vió að framleiða vöruna sína.“ - Það eru þá þeir hæfustu sem fá eitthvað í aðra hönd? „Það gildir vissulega sama lög- málió í handverki eins og öðrum störfum. Þeir sem eru áhugasamir, þrautseigir, hugmyndaríkir og hæfir ná árangri. En þetta er líka afstætt, það getur verið ómöguleg- ur handverksmaður sem fær ein- mitt snjalla hugmynd sem virki- lega á erindi á markaöinn. Hann þarf þá að komast í samband við gott handverksfólk, til dæmis með aðstoð okkar í þróunarsetrinu. Til aó árangur náist þurfa bæði hugmyndirnar að mununum og handverkið að vera gott. Það þarf líka feikna góða sjálfsmynd til að keyra í gegnum þessa handverks- bylgju og ná árangri. Það háir mörgum handverksmönnum að handverkið er eitthvað sem þeir sinna fyrst þegar öðrum störfum er lokió. Þeir eru handverksmenn svona hálft í hálft enda er viss áhætta að fara út í handverk af fullum krafti. Þá þarf að fóma einhverju ööru og gefa sér virki- legan tíma.“ - Nú eru handverkshópar að störfum víða um sveitir. Telur þú það vænlegt form til árangurs í handverki? „Já, handverkshópamir eru mjög mikilvægir, jafnvel þó það séu ekki nema tvcir, þrír í tíu manna hópi sem vinna handverk sem selst þá eru allir handverks- mennirnir í hópnum mikilvægir. Það er þetta félagslega sem er svo mikilvægt. Það er mikilvægt fyrir alla sem hafa áhuga á handverki að koma saman hvort sem er verió að vinna söluvöru eða ekki. I hóp- unum verða oft til hugmyndir og uppbygging á sér stað sem ckki yrði ef hver handverksmaður sæti í sínu horni. Þaö er hinsvegar þróunarseturs- ins að styrkja þá einstaklinga cða hópa sem eru með verkefni sem eru líkleg til að verða atvinnu- skapandi." - Getur þú nefnt mér dæmi um slík verkefni sem þróun- arsetrið hefur unnið að? „Eftir að vefnaðamámskeiði lauk í vor ákváðu nokkrar konur úr þeim hópi að hefja framleiðslu á handofnum svuntum vió ís- lenska þjóðbúninginn. En til þessa hefur verið erfitt að fá ofnar svuntur keyptar við íslenska bún- inginn. Hópurinn er nú að hefja framleióslu og hcfur aðsetur í þró- unarsetrinu. Þuríöur Kristjánsdótt- ir frá Ytri- Tjörnum í Éyjafirði, fyrrverandi vefnaðarkennari í Húsmæðraskólanum hér, kenndi á námskeiðinu ásamt Sveinu Björgu Jóhannesdóttur. Þekking Þuríðar varð til þess að okkur tókst fljót- lega að vefa nokkuð vandaðar svuntur. Þuríöur ætlar að vera vefnaðarhópnum til leiðbciningar og það skiptir sköpum, hún verður faglegur ráðgjafi hópsins. þjálfun í viókomandi handverki." - Hvað kostar það fyrir handverksfólk að nýta sér þjónustuna hér? „Þróunarsetrið er ríkisstyrkt og þjónustan hér kostar handverks- menn ekki neitt. Hér er opið alla virka daga frá klukkan tíu til tvö og ég vil nota tækifærið til að hvetja handverksfólk til að sækja okkur heim og nýta sér þá þjón- ustu sem viö getum boðió hér á Laugalandi,“ sagói Bryndís. KLJ Samstarfshópiirinn HAGAR HENDUR verður með sölusýningu í Blómaskálanum Vín á laugardag og sunnudag (opið kl. 12-19) og síðan allar helgar til jóla. Verið velkomin. * Blómaskálinn minnir á haustlaukana, blóm- in, kaffið að ógleymdum ísnum vinsæla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.