Dagur - 22.10.1994, Síða 15

Dagur - 22.10.1994, Síða 15
! UTAN LANPSTEINANNA Laugardagur 22. október 1994 - DAGUR - 15 UMSJÓN: SÆVAR HREIÐARSSON Þær urðu ríkar með því að sýna tískuföt en fyrir ofurfyrirsætur er það ekki nóg. Þær verða ávallt gráðugri í frægó og frama og einfaldasta leiðin til þess að komast í sviðsljósið er að hncyksla fólk. Sam- keppnin er mikil og nú er svo komið að þær sýna gjarnan naflann við hvert tækifæri og flagga „óvart“ berum aftur- enda framan í ljósmyndara. Sú sem hefur gengið einna lengst í þessum efnum er að sjálfsögðu Naomi Campbell sem gjam- an mætir í gleðskap í mjög efnislitl um klæðum og reynir að hafa sig mikið í frammi. Hún á þó í óvæntri samkeppni um athygli vió móður sína, VALEKIE CAMí*tlELL- Sú er 43 ára en lítur út fyrir að vera helm- ingi yngri og er ófeimin við að sýna á sér líkam- ann, ekki síðut en dóttirin. Allt síðan Naomi komst á forsíður tískublaðanna hefur Valerie verið óstöðvandi við að vekja athygli á sjálfri sér og ótal viðtöl og myndir hafa birst af henni í blöðum. Fyrir skömmu var haldin veisla til heiðurs Naomi þar sem hún var að gefa út sína fyrstu skáldsögu og þar náði Valerie að stela sen- unni. Hún mætti of seint í veisl- una og skartaði styttra pilsi en dóttirin og ljósmyndarar höfðu mun meiri áhuga á að taka mynd- ir af henni heldur en tísku- drottningunni. Valerie Campbell þykir hafa haidið sér vei við og ber þess ckki merki að hún sé komin á fimmtugsaldurinn. ehiiii til VHNOimw ■ ^að kom til slagsmála á krá einni í Brighton ;^á Englandi fyrir skömmu. Rokkarinn Van A Morrison og lcikarinn RICHAkD GERE voru eitthvað ósáttir og voru hnefarnir látnir ráöa. Þeir voru að skemmta sér saman og Gere fór fögrum orðum um gjafvaxta líkama kærustu rokkarans. Morrison sætti sig illa við þaó enda skapstór meö eindæmum og eftir að hafa skipst á fúkyrðum reyndu þeir með sér í hnefaleikum. Gere er búddatrúar og trúir ekki á ofbeldi enda er hann sagður hafa verið undir i slagsmálunum og hvarf hann hljóður af vettvangi eftir nokkur högg. Umboðsmaður hans hefur neitað að at- burðurinn hafi átt sér stað en vitni voru að slags- málunum og voru nteira en fús til að lýsa atburð- arrásinni fyrir fréttamönnum. Hðtín blómötrar þjá 9lv 00 Hndreu \Töðvafjallið SLY STALLONE hefur verið illa svikinn af f kvenmönnum undanfarin ár og farið úr einu ástarsam- bandinu í annað. Hann hefur ekki verið feiminn við að segja fjölmiðlum frá hrakförum sínum í þessu efni og lýsti því yfir fyrr á þessu ári að hann hefði ckkert með nýja konu að gera. Eitthvað hefur breyst í honum tónn- inn eftir að hann hitti austurríska fyrirsætu í London fyrir skömmu. Hún heitir Andrea Wieser og er meira en helmingi yngri en hann. Þau hittust á frumsýningu myndarinnar True Lies í Bretlandi en hann býr þar þessa dagana meðan verið er að taka myndina Judge Dredd. Hann segist hafa fundið ástina að nýju og geti nú treyst konum á nýjan leik. Hugsanlega mun ég aldrei giftast aftur en það þýðir ekki aö ég geti ekki verið ástfanginn af einhverri. Eg vil ást í líf mitt. Eg vil gjarnan eignast fleiri böm og mig langar að eignast þau með einhverri sem vill deila lífi sínu með mér. Eg veit ekki hvert þetta samband stefnir en ég veit þó aó ég skemmti mér konunglega og finnst ég vera unglingur á ný, sagði Stallone við blaðamenn um samband sitt við hina 22 ára fegurðardís. Ciadys og Jean- Claude Van Dammc á meðan alit lék i lyndi. ínni /TTJ elgíski kraftakarlinn JEAM- «#< CLAUDE VAN DAMME er JLM vanur að berja illilega á mönnum á hvíta tjaldinu en sjálfur segist hann vera mikill ljúflingur í daglegu lífí. Eitthvað gengur hon- um þó erfiðlega að halda í eigin- konurnar og þær eru nú orðnar tjór- ar sem hafa sagt skilið við hann. Honum finnst þaö þó ekki neitt til- tökumál og segir að allt sé í góðu milli hans og fyrrverandi eiginkvenna og enn sé hann mikill vinur þeirra allra. Þriðja eiginkonan hans heitir Gladys Port- ugues og áttu þau sarnan tvö börn. Þat skildu á síðasta ári eftir aó hún komst að ‘ ástarsambandi kappans við næstu eigin- konu hans, Darcy LaPier. Van Damme var með mikið samviskubit yfir því hvernig hann hafði leikið Gladys og j ' réð handa henni dýran og virtan skilnaðarlögfræðing til að hún fengi sem mest út úr skilnaðnum. „Nú óska ég þess eins að hún finni sér aftur finan eiginmann,“ sagði Van Damrne urn þessa góð- mennsku sína. Jane March og Bruce Willis reyndu ýmislegt í myndinni The Color Of Night. IIJOM- \mm- MIDL- j mm H örkutóliö 3RUCE WILLIS lék fyrr á ár- inu í myndinni The Color Of Night ásamt leikkonunni ungu Jane March þar sem funheitar ástarsenur eru notaðar til aö kveikja áhuga áhorfenda. March óttaðist mjög að sögur um ást- arsamband þeirra færu af stað í fjölmiðlum og sendi eiginkonu meðleikarans, Demi Moore, bréf löngu áður en tökur hófust þar sem hún sagði að allar slíkar sögur væru uppspuni og hún heföi ekki áhuga á að stela frá henni karlinum. Þeg- ar nokkuð var liðið á gerð myndarinnar varð March síðan ástfangin en ekki af mótleikaranum. Hún tók saman við framleióenda myndarinnar, Carmine Zozz- ora, og þremur mánuðum síóar voru þau gift. Hún þakkar Bruce og Demi fyrir hversu fljótt þau náðu saman. „Þau höfðu mikinn áhuga á að við giftum okkur sem fyrst,“ sagði hún eftir að hafa gengið í það heilaga. „Þetta var mjög heill- andi, miklu rómantískara en það sem geróist í myndinni," sagði Willis, sem er góðvinur framleiðandans, um samband meðleikara síns. Sögur herma að Demi Moore hafi ekki viljað taka neina áhættu og viljað gifta stúlkuna sem fyrst til aó hún nældi ekki í hennar karl. Ljúflingur innst

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.