Dagur - 22.10.1994, Page 20
Akureyri, Iaugardagur 22. október 1994
Norðurland eystra:
Þjóðarflokkurinn og
Jóhanna í eina sæng?
Undanfarið hafa þær sögur
gengið ijöllunum hærra að
Þjóðarflokkurinn í Norðurlands-
kjördæmi eystra íhugi að bjóða
fram með væntanlegu framboði
Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir
Alþingiskosningarnar á næsta
ári. Arni Steinar Jóhannsson,
oddviti Þjóðarflokksins á Norð-
urlandi eystra í síðustu kosning-
um, vildi þó ekki staðfesta þetta
í gær.
í dag fundar stjóm og kjör-
dæmisráö Þjóóarflokksins á Akur-
eyri. Þar vcrða komandi Alþingis-
kosningar örugglega til umræðu
og sagði Arni Steinar að væntan-
lega yrði eitthvað aó frétta eftir
þann fund. „Menn ræða margt í
pólitík og þaö hafa komið fram
hugmyndir um samstarf bæði við
Jóhönnu og aðra,“ sagði Árni
Steinar.
I síðustu Alþingiskosningum
buðu Þjóðarflokkurinn og Flokkur
mannsins fram saman á Noröur-
landi eystra með Árna Steinar í
efsta sæti. Þá fékk framboðið
1067 atkvæði eða 6,7%. Mióað
við það er ekki ósennilegt að
hugsanleg samfylking með stjórn-
málaafli Jóhönnu Sigurðardóttur
gæti átt góðu gengi að fagna, en
skoðanakannanir undanfarið hafa
gefið til kynna mikinn stuðning
við framboö Jóhönnu. HA
Loðskinn hf. á Sauðárkróki:
Gærur fluttar inn
frá Ástralíu
Þegar Skinnaiðnaður hf. á
Akureyri keypti hlut Slátur-
félags Suðurlands í Loðskinni
hf. á Sauðárkróki fyrr í haust
fylgdi með að Skinnaiðnaður
fær allar gærur sem til falla hjá
SS næstu 6 ár. Loðskinn hf.
hafði áður fengið helming sinna
gæra frá SS og missti með þessu
helming hráefnis síns til Skinna-
iðnaðar á Akureyri. Síðan þá
hafa stjórnendur Loðskinns hf.
leitað allra leiða til öflunar
meira hráefnis og eru nú að
flytja inn gærur frá Ástralíu.
Aó sögn Birgis Bjarnasonar,
framkvæmdastjóra Loóskinns hf„
er magnið ekki mikið aó þessu
sinni eða um 4000 gærur. Þær eru
aö hans sögn ólíkar þcim íslensku
og því verður í raun um aóra
framleiðsluvöru að ræða þó með-
höndlunin sé eins.
Birgir sagði menn enn vera aö
svipast um eftir meira hráefni og
væru allir möguleikar skoðaóir í
því sambandi. Einnig hafa verið í
gangi viðræður milli Loðskinns
og Skinnaiðnaóar um hugsanlega
sameiningu eöa samvinnu en ekk-
ert nýtt er aö frétta af þeim vett-
vangi að svo stöddu. Stjórn Loð-
skinns hf. hafnaói sem kunnugt er
sameiningartilboði frá Skinnaiðn-
aði á dögunum. HA
Þetta reisulega hús fyrir starfsemi cldri borgara í Ólafsfirði cr á flatanum
vestan við Hótel Ólafsfjörð. Mynd: Óþh
Olafsfjörður:
Tiéver byggir hús
fyrir Félag aldraðra
NNANHÚSS-
MÁLNINC
10 lítrar
frá
kr. 3.990,-
Qkaupland hf.
Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565
Tréversmenn í Olafsfirði
vinna kappsamlega þessa
dagana að byggingu húss fyrir
HELGARVEÐRIÐ
dag er sem kunnugt er fyrsti
vetrardagur. Veðurguðirnir hafa
af því tilefni ákveðið að koma
með norðanátt um helgina og eft-
ir spánni aó dæma ættu rjúpna-
skyttur að fara sér hægt. Norðan
strekkingur verður í dag. Á
sunnudag og mánudag verður
áfram norðanátt, nokkuð hvöss
austan til, meó éljagangi um
norðanvert landið og allt að 6
stiga frosti.
Félag aldraðra í Ólafsfirði. Hús-
ið er á flatanum vestan Hótels
Ólafsfjarðar.
Félag aldraóra í Ólafsfirði
byggir húsið en Ólafsfjaróarbær er
í ábyrgð gagnvart framkvæmd-
inni.
Tréver hf. í Ólafsfirói er verk-
taki við húsió og var tilboðsupp-
hæð nálægt 14 milljónum króna í
alútboði, samkvæmt upplýsingum
sem fengust á bæjarskrifstofunni í
Ólafsfirði. Áfram verður unnið í
húsinu í vetur og er gert ráð fyrir
að afhenda það fullbúið síðla vetr-
ar.
Þetta hús mun gjörbreyta allri
aðstöðu fyrir starf eldri borgara í
Ólafsfirði, en þeir hafa haft að-
stöðu í safnaðarheimilinu. óþh
RAFTÆKI
[ MIKLU ÚRVALI
Vöfflujárn frá 4.880,-
Straujárn frá 2.455,-
0KAUPLAND HF.
Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565