Dagur - 18.11.1994, Síða 7
Föstudagur 18. nóvember 1994 - DAGUR - 7
HVAÐ ER AÐ O E RAST?
Basar og kaffisala Kvenfélags
Akureyrarkirkju
Akureyrarkirkja var vígð 17. nóvember
1940. Hefur þess árlega verið minnst með
hátíðarathöfn í kirkjunni á næsta sunnudegi
vió vígsluafmælið og hefur Kvenfélag Akur-
eyrarkirkju þá jafnan haft veitingar á borðum
eftir þá athöfn og fjáröflun til ágóða fyrir
kirkjuna. Að þessu sinni verður kvenfélagið
með basar og kaffisölu í Safnaðarheimilinu
eftir messu nk. sunnudag. Allur ágóði rennur
í orgelsjóó kirkjunnar, en mikil og dýr við-
gerð á orgelinu er framundan. Safnaðarfólk
er hvatt til kirkjugöngu á sunnudaginn og til
að leggja konunum og um leió góóum mál-
stað lið.
Páll Óskar og Milljónamær-
ingarnir á KEA
Páll Oskar og Milljónamæringarnir leika fyr-
ir dansi á Hótel KEA annað kvöld, laugar-
dagskvöld. Rétt er að minna á laugardagstil-
boð hótelsins sem samanstendur af krydd-
leginni hörpuskel, grísalundum í salthnetu-
hjúp og pistasíutertu. Verð kr. 2800.
Vaxtarrækt í Sjallanum
Forkeppni Islandsmótsins í vaxtarrækt verð-
ur í Sjallanum á morgun kl. 14. Annað kvöld
verða úrslit og boðið upp á kvöldverð. Þá
verður sýnd hár- og fatatíska og ennfremur
verður danssýning. Diskótek og Na_mm leik-
ur fyrir dansi. Miðaverð kr. 2900. í Kjallar-
anum spilar Örvænting í kvöld og annað
kvöld og Amar Guðmundsson verður í kvöld
og annað kvöld á Góða dátanum.
Risabingó í Höllinni
Körfuknattleiksdeild Þórs stendur fyrir risa-
fjölskyldubingói í Iþróttahöllinni á Akureyri
nk. sunnudag kl. 16. Urval glæsilegra vinn-
inga frá Radíónausti. Kynnir veróur Karl E.
Pálsson, fréttamaður.
Land míns föður á Dalvík
Leikfélag Dalvíkur verður með þrjár sýning-
ar um helgina á Land míns föður eftir Kjart-
an Ragnarsson. Sýnt verður í kvöld, annað
kvöld og sunnudagskvöld kl. 21 öll kvöldin.
Sýnt er í Ungó. Miðasala kl. 17-19 sýningar-
dagana í Lambhaga í síma 61900 og í Ungó í
sama síma eftir kl. 19 fram að sýningu. Tek-
ió er við pöntunum í símsvara allan sólar-
hringinn.
LA sýnir BarPar
Leikfélag Akureyrar sýnir um helgina Bar-
Par. Sýnt verðuL-í kvöld og annað kvöld kl.
20.30 í Þorpinu við Höfðahlíð. Athygli skal
vakin á því að þetta er næstsíðasta sýningar-
helgi.
Aðalbjörg
María í
Deiglunni
Á morgun, laugardag, kl. 14 vcrður
opnuð í Deiglunni sýning á verkum Aó-
albjargar Maríu Ólafsdóttur - Öddu.
Sýningin cr á vcgum Menningarsamtaka
Norólendinga. Myndir Öddu veróa
cinnig til sýnis á Súlnabergi og Byggða-
stofnun á Akureyri eins og vcrió hcfur
með áðra þátttakendur í listkynningum
samtakanna. Adda sýnir 17 málvcrk.
Sýningin cr opin kl. 14-18 daglcga og
stendur hún til 27. nóv. nk.
Adda nam við Myndlistaskólann á
Akurcyri 1980-1981 og 1982-1985.
Hún var í uppeldis- og kennslufræði í
KHÍ á árunum 1990-1992. Adda tók
þáti í samsýningu norðlenskra kvcnna
árió 1985 og listkynningu Alþýðubank-
ans 1986. Hún hefur starfaó við mynd-
listarkennslu frá 1986.
Spilavist í Hamri
Félagsvist verður í Hamri, félagsheimili Þórs
á Akureyri, næstkomandi sunnudagskvöld
kl. 20. Keppt verður um veglega vinninga og
em allir velkomnir á félagsvistina.
Styrktarsamkoma Lions-
manna í Laugarborg
I tengslum vió 20 ára starfsafmæli Lions-
klúbbsins Vitaðsgjafa í Eyjafirði verður
haldin styrktarsamkoma í félagsheimilinu
Laugarborg næstkomandi laugardagskvöld
og hefst hún kl. 22. Samkoman er haldin til
stuðnings söfnun Lionsmanna fyrir þjálfun-
arlaug vió endurhæfingardeild FSA á Krist-
nesi. A skemmtuninni syngur Leikhúskvar-
tettinn lög úr væntanlegri sýningu Leikfélags
Akureyrar á „Svörtum fjöðrum", Freyvangs-
leikhúsió bregóur upp nokkrum Kabarettat-
riðum og Einar Georg Einarsson, Lionsmað-
ur og pistlahöfundur úr Hrísey flytur orð
kvöldsins. Einnig spilar harmoníkuhljóm-
sveit Þuríðar og hásetanna og henni til að-
stoðar verður hljómsveitin „Fimmtán % fé-
lagsmannaafsláttur". Miðaverð á skemmtun-
inaerkr. 1500.
Hagar hendur með
sölusýningu
Samstarfshópurinn Hagar hendur verður
með sölusýningu í Blómaskálanum Vín í
Eyjafjarðarsveit um helgina, á morgun og
sunnudag kl. 12-19 báða dagana. í boði
verður fjölbreytt úrval af gjafa- og nytjavör-
um, t.d. skartgripir úr homi, beini og silfri,
auk úrvals af sokkum, vettlingum og húfum.
Þá verður margt annað á boðstólum. Allt er
þetta handverk unnið í Eyjafjarðarsveit.
Tríó í Deiglunni
Næstkomandi sunnudag, 20. nóvember,
leika þrír kcnnarar úr Tónlistarskólanum á
Akureyri, þau Eileen Silcocks, Jacqueline
Simm og Richard Simm, barokktónlist fyrir
blokkflautu, óbó og sembal eftir Telemann,
Totteterre, Scarlatti, Chédeville og Vivaldi í
Deiglunni á Akureyri kl. 17.
Þrír í Þingi
A morgun, laugardag, kl. 15 verð- arfélaginu en Myndsmiðjan var
ur opnuð í Listhúsinu Þingi á Ak- forveri Myndlistaskólans á Akur-
ureyri myndlistarsýning þciira Jó- eyri. Óli starfar nú scm sjómaður
hanns Nóa Ingimarssonar, Óla G. og rifstjóri Ölduróts auk þess að
Jóhannssonar og sonar hans Arnar stunda málverkið.
Ólasonar. Jóhann Óli Ingimarsson er
Öm Ólason er fæddur 1971. fæddur 1926. Hann hefur starfaó
Hann stundar nú nám við Emely sem framkvæmdastjóri og hús-
Carr listaskólann í Kanada. A gagnahönnuður. Hann var um ára-
þessari fyrstu sýningu Amar sýnir bil framkvæmdastjóri og rak
hann 17 teikningar. ásamt eiginkonu sinni húsgagna-
Óli G. Jóhannsson cr fæddur vcrslunina Örkin hans Nóa og cr
1945. Hann sýnir að þessu sinni nú einn eigenda Öndvegs, sem er
19 málverk, það elsta frá 1992. ný húsgagnaverslun við Dals-
Óli hcfur haldið fjölda sýninga frá braut. Jóhann hefur lagt gjörfa
árinu 1972. Hann hefur haldið hönd á máiverk og höggmyndir
einkasýningar á Norðurlandi, og tekið þátt í sýningum. Á sýn-
cinnig hcfur hann sýnt á Kjarvals- ingunni í Þingi sýnir hann 5 ný
stöðum, í Norrætw húsinu og þrívíddarverk.
Listasafni alþýðu. Óli var einn Málverk Óla G. og teikningar
stofncnda Myndlistarfélags Akur- Amar cru til sölu. Verð málverk-
eyrar og fyrsti formaður þess. anna er á bilinu 50-180 þúsund en
Eigandi Gallerýs Háhóls á Akur- tcikningamar kosta 15-20 þúsund.
cyri ásamt eiginkonu, cn Háhóll Sýningin er opin laugardaga
var lyrsta gallerýið á íslandi. Óli og sunnudaga kl. 15-20 og virka
vann að stofnun Myndsmiðjunnar daga kl. 17-20. Sýningunni lýkur
í formannstíð sinni hjá Myndlist- 27. nóvcmbcr.
komnir. Klukkan 23 verður salurinn rýmdur
og tónlistin rokkuð upp. Aldurstakmark árg.
1980. Miðaverð kr. 300.
Tónleikar og jólabasar
Haldnir veróa tónleikar og jólabasar í Tón-
menntaskólanum í Lóni v/Hrísalund nk.
sunnudag kl. 14. Nemendur flytja fjölbreytta
efnisskrá og verður aógangur ókeypis. Allir
eru velkomnir. Á basarnuni verður margt
fallegra og eigulegra muna. Ágóóinn rennur
í hljóófærasjóó Tónmenntaskólans.
Laufabrauðs- og kökubasar
Jafnaðarmannafélag Akureyrar verður með
árlegan laufabrauðs- og kökubasar í Laxa-
götu 5 á morgun, laugardag, kl. 14.
Kynningarfundur FAASAN
Félag aðstandenda Alzheimer sjúklinga á
Akureyri og nágrenni heldur fund í Dvalar-
heimilinu Hlíð á morgun, laugardag, kl. 13.
Kynnt verður starfsemi sambýla í Reykjavík
fyrir Alzheimer sjúklinga. Allt áhugafólk er
velkomið.
SSSól á Húsavík
SSSól veróur með tónleika í Heiðarbæ á
Húsavík í kvöld og annað kvöld verður
sveitin á Eskifirói og á Vopnafirði á sunnu-
dagskvöldið. A þessum tónieikum kynnir
SSSól efni af nýútkomnum geisladiski.
Heimir með tónleika
Karlakórinn Heimir í Skagafirði heldur tón-
leika í Akureyrarkirkju á morgun, laugardag,
kl. 17 og í Freyvangi annað kvöld kl. 21.
Söngstjóri Heimis er Stefán R. Gíslason.
Söngskráin er fjölbreytt eftir innlenda og er-
lenda höfunda. Einsöng með kórnum syngja
Einar Halldórsson og Pétur Pétursson, þrí-
söng syngja Bjöm Sveinsson, Pétur Péturs-
son og Sigfús Pétursson og einnig Gísli Pét-
ursson, Hjalti Jóhannsson og Jón St. Gísla-
son. Söngvarar í Karlakómum Heimi eru 60.
íslands-
Sambíóin og Borgarbíó á Akureyri
frumsýna í kvöld, föstudag, spennu-
tnyndina The Specialist eó:t Sérfræðing-
urinn eins og hún hefur verió nefnd á ís-
lensku. Mcð aðalhlutvcrkin fara Syl-
vester Stallone og Sharon Stone en með
önnur hlutverk fara m.a. Eric Roberts,
James Woods og Rod Stciger.
Myndin segir frá sprengjusérfræð-
ingnum Ray Quick (Stallone) sem hittir
fyrir hina undurfögru May Munro
(Stone) og heillast umsvifalaust upp úr
skónum. Hún sækist eftir hefnd á niorð-
ingjum forcldra sinna og hefur árum
saman skipulagt andsvar sitt og finnst
nú vcra kominn tími á aðgerðir.
Myndin cr ekta spennuntynd og hún
hefur gengið ntjög vel vestur í Banda-
rikjunum. En sjón er sögu ríkari. Mynd-
incr bönnuðinnan 16ára.
Baldursbrá með jólabasar
Kvenfélagið Baldursbrá hcldur sinn árlega
jólabasar nk. sunnudag í anddyri Glerár-
kirkju. Konurnar hafa komið saman einu
sinni í viku til að búa til fallega jólamuni.
Þar má finna marga eigulega muni, hvort
heldur til gjafa eða til að skreyta með fyrir
jólin. Auk þess verða kökur og ýmislegt ann-
aó nytsamlegt og spennandi til sölu.
Sjö stelpur á Húsavík
Leikklúbbur Framhaldsskólans á Húsavík,
Piramus og Þispa, sýnir verkið Sjö stelpur
eftir Erik Thorstenson í Samkomuhúsinu í
kvöld, föstudag, kl. 20.30 og á morgun,
laugardag, kl. 16. Leikstjóri er Sigurður
Hallmarsson.
Haustmót Skákfélagsins
Haustmót Skákfélags Akureyrar fyrir 12 ára
og yngri og 13-15 ára hefst á morgun, laug-
ardag, kl. 13.30.
Kaffíhúsastemmning
í Dynheimum
í kvöld, föstudag, veróur kaffihúsastemmn-
ing í Dynheimum kl. 21-23. Hægt veróur að
sitja og hlusta á rólega tónlist 1 flutningi
hljómsveitarinnar Asks Yggdrasils við kerta-
ljós og njóta léttra veitinga. Foreldar eru vel-
V
AKUREYRARBÆR
Hundaeigendur
Akureyri
Aukadagur verður í hundahreinsun föstudaginn
18. nóvember kl. 16-19 í Gróðrarstöðinni v/Krók-
eyri.
Framvísa ber kvittunum fyrir greiðslu leyfisgjalds og
ábyrgðartryggingar hundsins.
Áríðandi er að hundaeigendur mæti með hunda
sína svo komist verði hjá óþarfa óþægindum og
kostnaði.
Akureyrarbær — Heilbrigðiseftirlit.
J
í bamadeild
aukaafsláttur við kassa
Aðeins
föstudag, laugardag og sunnudag
HAGKAUP
gceöi úrval þjónusta