Dagur - 29.11.1994, Side 2

Dagur - 29.11.1994, Side 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 29. nóvember 1994 FRÉTTIR Grenjaöarstaöarprestakall: EinhugUr um aö kalla sr. Sigurö Ægisson Fundur aðal- og varamanna í fjórum sóknum Grenjaðarstað- arprestakalls var einhuga um að kalla sr. Sigurð Ægisson, sem er prestur í Norður-Noregi, til að gegna Grenjaðarstaðarpresta- kalli til næstu Qögurra ára. Fundurinn var haldinn um helgina og þar var samstaða um að óska þess að sr. Magnús G. Gunnarsson á Hálsi yrói settur prestur í Grenjaðarstaðarpresta- kalli þar til í vor er sr. Sigurður getur tekið til starfa. Sr. Magnús hefur þjónað Grenjaóarstaðar- prestakalli og er settur prestur þar till.des. nk. IM Síldaraflinn kominn í 100 þúsund tonn Sfldaraflinn var á fimmtudag kominn í liðlega 100 þúsund tonn en leyfilegur hámarksafli á vertíðinni er 127 þúsund tonn. Samkvæmt rannsóknum Haf- rannsóknastofnunar er aðallega um árgangana 1988 og 1989 að ræða, en einnig má gera ráð fyr- ir að eitthvað af árganginum 1991 sé í veiðinni, en það er mjög sterkur árgangur. Gert var ráð fyrir að árgangurinn 1990 væri lélegur en í úttekt sem gerð var í janúar 1994 kom í ljós að hann er um 700 milljónir tonna, eða allsterkur. Búió er aó salta í 107 þúsund tunnur, þar af í 28 þúsund tunnur af flökum og bitum. Mest hefur verið saltað á Hornafirði, 29 þús- und tunnur, en hjá einstaka stöðv- um hefur verið mest saltað hjá Síldarvinnslunni á Neskaupstaó, eóa 28 þúsund tunnur. Síðan kem- ur Seyðistjörður meö 14 þúsund tunnur og Eskifjörður 12 þúsund tunnur, aðrir staöir vcrulega minna. A sama tíma í fyrra nam síldarsöltun 57 þúsund tunnum, en á allri vertíðinni 96 þúsund tunn- um. Söltunin nú er því orðin um 12% meiri en á allri síðustu vertíð. GG Heilsufar Eyfiröinga um þessar mundir: Dæmigert fyrri hluta vetrar I lok hvers mánaðar taka heilsu- gæslustöðvar á landinu saman skýrslu um tjölda tilfella smit- sjúkdóma o.fl. Að sögn Magnús- ar Ólafssonar, yfirlæknis á Heilsugæslustöðinni á Akureyri, er tíðni þessara sjúkdóma í októ- ber nokkuð dæmigerð fyrir það sem gerist fyrri hluta vetrar. I skýrslunni frá Heilsugæslu- stöðinni á Akureyri fyrir október kemur fram að 647 leituðu til læknis vegna kvels, hálsbólgu og bronkítis, 148 vegna magasjúk- dóma, 20 vegna strcptókokkaháls- bólgu, 17 vegna lungnabólgu, 15 vegna kláðamaurs, 6 vegna hlaupabólu en annaö er minna. Það sem af er þessum máuði sagðist Magnús telja aó tíðnin væri svipuö, þó sennilega væri ástandið heldur skárra. Um það væri þó erfitt að segja fyrr cn búið væri aó taka tölurnar saman. HA Sigurlaun í Bautamóti afhent Sigurlaun í Bautamóti Bridgefélags Akureyrar voru afhent í síðustu viku. Mótið var tvímenningur og stóó yfir í tjögur spilakvöld. Sigur- vegarar urðu þeir Hermann Tómasson og Asgeir Stefánsson og standa þeir fyrir miðri mynd. Til hægri eru Þórarinn B. Jónsson og Páll Pálsson, sem urðu í öðru sæti og til vinstri Ævar Armansson og Sverrir Þórisson, sem urðu í þriója sæti. A innfelldu myndinni er Magnús Magnússon meó bikar, sem hann fékk afhentan við sama tækifæri. Bridgesamband íslands gaf Bridgefélagi Akureyrar þennan glæsilega grip í tilefni 50 ára afmælis BA á árinu og skildi hann af- hentur cfnilegasta spilara félagsins hverju sinni til varðveislu. KK/Myndir: GG Kveikt var á fyrsta aðventukertinu sl. sunnudag. Mynd: Robyn Gerð brimvarnargarðs við Dalvíkurhöfn á undan áætlun: Gijót komið í 150 metra af alls 320 metra löngum garöinum - verktaki áætlar verklok í maí Gerð brimvarnargarðs við Dal- víkurhöfn gengur samkvæmt áætlun sem verkstjórinn, Hall- dór Ingólfsson, gerði en mun hraðar en verkáætlun Vita- og hafnamálastofnunar gerði ráð fyrir. Verktíminn er til 15. októ- ber 1995 en ef áætlun Halldórs Ingólfssonar gengur eftir verða verklok í maímánuði 1995. Hall- dór segir að ekkert bendi til ann- ars en sú áætlun muni standast, svo framarlega sem vetrarveður trufli ekki akstur frá Hálshöfða, sunnan Dalvíkur, með grjót í uppfyllinguna. Gert var ráð fyrir að afköst á úthaldi, sem er 11 dagar, þ.e. frá mánudegi til fimmtudags í vik- unni þar á eftir, yrðu um 9 þúsund rúmmetrar, og það hefur náðst. Farnar eru um 130 ferðir á dag en um aksturinn sjá 9 bílar, fjórir vagnar og fintm vörubílar en hringurinn sem þarf að aka er um 17,3 km. Þrír bílanna eru frá verk- takanum, fimm frá Dalvík og einn frá Ólafsfirói. I lok hvers úthalds cr tekið þriggja daga frí. Lokió er við að dæla grús undir brimvarnargarðinn, alls 30 þúsund rúmmetrum, og lokið er við að aka um 30 þúsund rúmmetrum af grjóti af 105 þúsund rúmmetrum sem áætlað er að l'ari í brimvarn- argaróinn. Halldór segir að efnið sem tekið sé á Hálshöfða sé „and- skotanum harðara“ og því mjög heppilegt í garðinn. Lokið er vió að aka grjóti í beina kaflann á brimvarnargarðinum sem er 150 metrar, og er verið að aka grjóti í beygjuna, en alls veróur garðurinn 320 metra langur. Þessi nýi brim- varnargarður mun kyrra mjög út- hafsölduna í Dalvíkurhöfn og gcra alla viðlegu og landanir öruggari í verstu vetrarvcðrum. GG Betra að vera tíman- lega með jólapóstinn Nú þegar jólamánuðurinn geng- ur senn í garð, er vert að fara að huga að síðustu skiladögum á jólapóstinum til vina og ættingja erlendis. Póstur og sínii gefur upp ákveðnar dagsetningar á pósti til útlanda og sé farið eftir þeim á að vera tryggt að sendingin skilar sér til viðtakanda fyrir jól. Sem kunn- ugt er hægt að velja um A- eða B- póst og er A-pósturinn fljótari í förum. Norðurlönd: Síðasti skiladagur á A-pósti er 19. des og 7. des á B-pósti og böggl- um sem fara í fiug þarf að skila 7. des. Evrópa utan Norðurlanda: A-pósti þarf að skila í síðasta lagi 16. des. og B-pósti 2. des. Bögglum í fiug þarf að skila 5. des. Austurfylki Bandaríkjanna: A-pósti þarf að skila 13. des. en síðasti skiladagur B-pósts var 28. nóv. Bögglum í fiug þarf að skila í síðasta lagi 5. des. Vesturfylki Bandarikjanna og Kanada: A-pósti þarf að skila í síðasta lagi 9. des., skildagur B-pósts var 28. nóv. og fiugpósti þarf að skila 5. des. Önnur lönd: A-pósti þarf að skila 13. des. og bögglapósti í síaðsta lagi 2. des. Skiladagur B- pósts er liðinn. Varðandi póst innanlands þá eru ekki gefnar upp lokadagsetning- ar, en reynt er að koma öllu út fyrir jól sem nokkur möguleiki er á. HA Husavik: Mærudagar i vor Mærudagar nefnist mennigar- og listahátíð, sem haldin var í sumarbyrjun á Húsavík og ákveðið að gera að árlegum við- burði í bæjarlífinu. Fyrstu Mærudagamir þóttu tak- ast afburða vel og var aösókn góð á dagskrárliði þeirra. Mærudags- nefnd hélt fund sl. fimmtudags- kvöld og skilaði af sér til næstu mærudagsnefndar, en í hana hafa verið tilnelndar þær Elín Jónas- dóttir og Hallfríður Jónasdóttir. Mærudagar munu hefjast að kvöldi síðasta vetrardags í vor, eins og í fyrra. A lund nefndarinnar komu Aó- alsteinn Baldursson og Olafur Júlíusson, sem að undanförnu hafa viðrað hugmyndir atvinnumála- nefndar frá því á lyrra ári um að halda sumarhátíó á Húsavík. Óska þeir félagar eftir viðbrögðum fólks og fyrirtækja við hugmynd- inni, sem ekkert er til fyrirstöðu meó að hrinda í framkvæmd ef nægur áhugi er fyrir hendi og heimamcnn tilbúnir að leggja hönd á plóginn. IM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.