Dagur - 03.12.1994, Qupperneq 7
Laugardagur 3. desember 1994 - DAGUR - 7
Þemadagar í Glerárskóla:
50 ára afmæli íslenska lýðveldisins
í Glerárskóla á Akureyri var
hefóbundin stundaskrá lögó
til hliðar síðustu dagana í
nóvember og nemendur og
kennarar skólans unnu aö
þemaverkefninu, lýðveldis-
árið, 50 ára afmæli íslenska
lýöveldisins. Nemendur
Glerárskóla eru 475 talsins í
1.-10. bekk og verkefnin
voru mörg og mismunandi.
Blaðamaður Dags fékk að
skyggnast inn í kennslustof-
umar í síöustu viku og það
ríkti svo sannarlega vinnu-
gleði í hverju skoti. KLJ
Myndlistarmenn Síðuskóla voru að
vinna með vcrk Scptcm-hópsins en
hópurinn sýndi fyrst saman árið
1947 og hafði mikil áhrif á ísicnska
myndlist. Hér er einn máiaranna að
fást við stórt verk í anda Scpt-^
cm-hópsins. ^
Blaðamenn skóiablaðs Glcrárskóla, Ólafur, Tinna, Hrafnhiidur Ritstjórar 1. dcs. blaðsins, Hildur og Guðiaugur,
og Rannveig að skipuleggja daginn. sem bæði cru í 10. bekk, voru önnum kafnir við
að lesa prófarkir og raða niður efni í blaðið.
Þennan kór mynda krakkar í öðrum bckk, þau voru að æfa lagið um lonní-
etturnar fyrir 1. des. sýninguna.
Skyldu allar dýratcgundirnar sem eiga heima á íslandi hafa búið hér frá ör-
ófi alda? Þessi hópur komst að því að stari, stormmáfur, minkar og geitung-
ar eru nýir Iandncmar á íslandi. Myndir: KLJ
Hestar í Norðri:
Kleinur, alveg kjörið að bjóða gcstum upp á kleinur á þjóðhátíðarári. Bak-
arar skólans tylla sér niður ánægðir með afrakstur dagsins.
Gísli á Hofi gefur út
bækur um hrossaræktendur
á Islandi
Fyrir tveimur árum gaf bókaút-
gáfa Gísla Pálssonar á Hofi í
Vatnsdal út bók, sem ber nafnið
Hestar í norðri, hrossabú og
ræktendur í Skagafirði og
Húnaþingi. Nú tveimur árum
síðar eru Hestar í norðri orðinn
fjögurra binda bókaflokkur, sem
fjallar um hrossabú og ræktend-
ur um allt Iand.
Bækurnar fjórar eru gefnar út á
þremur tungumálum, íslensku,
ensku og þýsku og nú er unnið að
þýðingu fyrstu bókarinnar í ritröð-
inni á norska tungu. Onnur bókin í
ritröðinni, Hestar í norðri, fjallar
um hrossabú og ræktendur í Eyja-
firði, Þingeyjarsýslum og Múla-
sýslum en hún kom út árið 1993.
A þessu ári komu svo út tvö bindi
Hestar í norðri, hrossabú og rækt-
endur í Skaftafellssýslum, Rang-
árvallasýslum og Arnessýslum og
Hestar í norðri, hrossabú og rækt-
endur á Vesturlandi, ásamt nokkr-
um ræktendum í Húnaþingi og
Skagafirði.
I þessari hringferð um landið,
þar sem hrossaræktendur eru sóttir
heim og kynntir, koma við sögu
340 ræktendur íslenska hestsins
Hcstar í norðrí, fjórar litrikar bæk-
ur frá Bókaútgáfunni á Hofi í
Vatnsdal um hrossabú og ræktcnd-
ur á Islandi.
og bækurnar prýða um eitt þúsund
myndir, þar af yfir þriðjungur í lit.
Bækurnar eru í senn upplýs-
inga- og kynningairit og heimild
sem ekki lyrnist. I bókunum er
ítarleg nafnaskrá yfir menn, hesta
og ræktunarbú og kort af þeim
landssvæóum sem bækumar fjalla
um. A bókarkápu segir. „Bækurn-
ar eru sígild fræðirit sem falla
ekki úr gildi þó frægðarsól ein:
stakra hrossa eða manna hnigi. í
þeim eru ekki aðeins kynntir þeir
sem þekktastir eru heldur sá stóri
hópur íslendinga sem fæst viö
hrossarækt."
Bækumar eru prentaðar á
vandaðan pappír hjá POB á Akur-
eyri og eru eins og áður sagði
ríkulega myndskreyttar, mynd í
hverri opnu og nánast á hverri
síðu.
Að sögn útgefanda eru bækurn-
ar vinsælar meðal hestamanna er-
lendis og hafa verið seldar bæói
austan hafs og vestan en mest er
eftirspumin í Þýskalandi enda
fjöldi íslenskar hesta til heimilis
þar.
Þrátt fyrir að Gísli hafi lokaö
hringnum kringum landið lætur
hann ekki deigan síga því nú þeg-
ar er unnið að ritun næstu bókar
fyrir íslenska og erlenda hesta-
menn. Sú bók kemur út á næsta
ári og mun meðal annars fjalla um
hestanöfn, merkingu þeirra og
sögu. KLJ
Saga sýslunefndar
Eyjafjarðarsýslu
1874-1989
í tveim bindum
Höfundur þessa verks, Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn í
Svarfaðardal, er ekki með öllu ókunnugur ritun sögulegs
efnis á borð við það, sem hér lítur dagsins Ijós.
Ungmennasamband Eyjafjarðar hefur tekið að sér að
bjóða Eyfirðingum verkið til sölu og getur fólk hvort sem
er sent pöntun til UMSE í pósthólf 136, 602 Akureyri
eða hringt í síma 96-24011.
Verði ritverksins er stillt í hóf því bæði bindin, samtals
1104 bls. með á sjötta hundrað mynda, kosta aðeins
8.000 kr.