Dagur - 03.12.1994, Side 8
8 - DAGUR - Laugardagur 3. desember 1994
Fjólan - Áfangaheimili SÁÁ á Norðurlandi:
Á stóra heimilið í Fjólugötunni
vantar sófa, skápa og stóla
Við Fjólugötu á Akureyri stendur reisulegt einbýlishús,
heimili sem er ætlað ellefu karlmönnum sem eiga það sam-
eiginlegt að vera óvirkir alkóhólistar. Nú búa þar tíu manns
og tveir til viðbótar eru væntanlegir.
Áfangaheimilið er rekið af Norðurlandsdeild SÁÁ en
daglegur rekstur er flármagnaður með daggjöldum vist-
manna og styrkjum frá opinberum aðilum. Fjólan er eina
áfangaheimilið fyrri alkóhólista á Norðurlandi en þar dvelja
menn allsstaðar að af landinu. Flestir íbúar Fjólunnar koma
þangað að lokinni áfengismeðferð en þó er það ekki algild
regla. Heimilið tók til starfa í júlí árið 1991 og forstöðumað-
ur þess er Sæmundur Pálsson.
Sæmundur er fyrrverandi sjó-
maóur sem þekkir baráttuna
við Bakkus af eigin raun en
hann var fyrsti vistmaðurinn sem
lauk hefóbundinni dvöl á Fjól-
unni.
Á Fjólunni rofaði til
„Mér þykir mjög vænt um þetta
heimili. Þegar ég kom hingað árið
1991 var ég eins langt leiddur
alkóhólisti og mögulegt er að
veröa og átti að baki langa og
raunalega sögu og margar áfengis-
meðferðir. Það var svo hér í þessu
húsi sem fór aó rofa til og Fjólan
skipti sköpum í lífi mínu. Nú hef-
ur mér tekist aö höndla það aó láta
mér líða vel frá degi til dags og
það er stórkostlegt.
Fjólan hefur breytt líFi margra
annarra á þessum árum og það er
ævintýri að fá að fylgjst með því
hvernig menn rísa úr öskustónni
þegar þeir skilja við Bakkus og
ganga út í lífið nýir menn.
Enginn skyldi láta sér detta það
í hug að ég óski nokkrum manni
þess að lenda í þeim sporum sem
ég var í. Það er meðal annars þess
vegna sem ég reyni aó leggja mitt
af mörkum til dæmis meó því að
starfa í áfengisvarnaráði,“ sagði
Sæmundur, forstöðumaður Fjól-
unnar.
Eftirtektarverður árangur
Að sögn Sæmundar ríkir mikil
ánægja með þann árangur sem
náðst hefur á áfangaheimilinu en
heimilismenn, á þessum árum sem
Fjólan hefur starfað, hafa verið á
aldrinum frá 17 ára og upp í 63
ára. Árangurinn hefur verið sér-
staklega eftirtektarverður í þeim
tilvikum þegar langt leiddir vímu-
efnaneytendur, sem hræróust í
heimi harðrar neyslu á höfðuborg-
arsvæðinu, koma í Fjóluna að lok-
inni meðferð og kveöja staðinn
sem fullnýtir þjóðfélagsþegnar.
Flestum íbúum Fjólunnar tekst
að veróa sér úti um vinnu eða
stunda nám á meðan á dvölinni á
áfangheimilinu stendur. Fjólan er
því eins og hvert annað heimili
þar sem heimilismenn búa saman
en sækja sín daglegu störf út fyrir
heimilið. Það gilda ákveðnar hús-
reglur sem unnið er eftir og að
sögn Sæmundar gengur heimilis-
haldið árekstralaust þó mun fleiri
séu í heimili en hefðbundið er. Ef
til vill ættu önnur heimili að taka
sér „Fjólumenn“ til fyrirmyndar
og setja skýrar vinnu- og um-
gengnisreglur til að komast hjá
árekstrum?
Út í lífið án vímu
Æskilegur dvalartími á áfanga-
heimili eins og Fjólunni er hálft ár
en persónulegar aóstæður hvers
og eins eru ávallt hafðar í huga og
því getur dvalartíminn verió bæöi
styttri og lengri. Þegar að því
kemur aó heimilismenn flytji að
heiman, af áfangaheimilinu, taka
þeir sér góðan tíma til að íhuga
næsta skref í eigin lífi. I vetur eru
Borgarbíó:
Krafta-
verkájól-
um
Sambíóin í Reykjavík og Borg-
arbíó á Akureyri hafa tekið til
sýninga jólamyndina „Miracle
on 34th Street“ eða Kraftaverk á
jólum, eins og hún nefnist á ís-
lensku.
Með aðalhlutverkin fara þau
Richard Attenboroug (Jurassic
Park), Mara Wilson (Mrs. Doubt-
fire) og Elizabeth Perkins (The
Flintstones). Mynd þessi er endur-
gerð klassískrar myndar frá 1947,
þar sem segir frá hinni sex ára
gömlu Susan Walker sem hefur
glatað trúnni á jólasveininn.
Mamma hennar hefur fyrir löngu
sagt henni frá „leyndarmálinu“
um sveinka og svo virðist sem
jólaóskir Susan muni aldrei rætast.
En þessi jól eiga eftir aö koma á
óvart. Susan mun fá allra dýrmæt-
Sjóðfélagar
í Lífeyrissjóði KEA
Fundur verður í Starfsmannasal KEA Sunnu-
hiíð sunnudaginn 4. desember 1994 kl. 13.30.
Á fundinum verða bornar upp til samþykktar breytingar
á reglugerð lífeyrissjóðsins.
Sjóðfélagar!
Mætum allir og gætum okkar hagsmuna, þetta
eru okkar laun í framtíðinni.
Stjórn SKE 1994.
Akureyringar -
Eyfirðingar
Sorpurðunarstaður á Glerárdal verður frá og
með 1. des. opinn sem hér segir:
Mánudaga-föstudaga kl. 8.-18.
Laugardaga kl. 10-16.
Utan ofangreinds tíma er öll sorplosun á
Glerárdal stranglega bönnuð.
Sorpeyðing Eyjafjarðar b.s.
Hcimilismenn á Fjólunni iáta fara vel um sig í gömiu sófunum í stofunni.
Sæmundur Páisson forstöðumaður Fjólunnar.
fjórir þeirra vistmanna sem dvalið
hafa á Fjólunni á árinu á skóla-
bekk, ýmist í framhaldsskólum
eða á háskólastigi.
Göt í stólum, sófum
og teppum
Ibúar Fjólunnar hafa ekkert fjár-
magn til kaupa á húsgögnum, hús-
búnaði eða til endurnýjunar á hús-
næðinu aó Fjólugötu 10. Nú þegar
heimilið hefur verið rekið á fjórða
ár eru húsgögnin, sem gefin voru
heimilinu þegar þaó tók til starfa,
Þessi stóll er sannarlega búinn að
skila sínu hlutvcrki en er þó enn í
fuilri notkun.
oróin slitin svo ekki sé meira sagt.
Ibúar Fjólunnar hafa ákveðió
aö nota dagana fram að jólum til
aó vinna aó endumýjun og lagfær-
ingum innanhúss. Áf því tilefni
vilja þeir beina þeim óskum, fyrst
og fremst til almennings, en
einnig verslana svo sem, hús-
gagna-, húsbúnaðar-, byggingar-
vöru-, og vefnaðarvöruverslana og
fyrirtækja hvort einhver eigi í fór-
um sínum húsbúnað sem íbúar
Fjólunnar gætu notið góðs af.
Að skapa notalegra heimili
„Hér eru öll húsgögn orðin slitin
og úr sér gengin en auk þess væri
mjög gaman að fá ýmiskonar hús-
búnað sem skapar heimilislegan
blæ. Við erum einfaldlega að óska
eftir því sem til þarf til að skapa
notalegt heimili.
Hugsanlega eru einhverjir að
breyta til hjá sér núna fyrir jólin
og þá yrðum'vió mjög ánægðir ef
viðkomandi vildi leyfa okkur að
nýta húsgögn eða muni sem teknir
hafa verið úr notkun. Hér vantar
fyrst og fremst fataskápa, sófa,
sófasett, stóla, rúm, hillusamstæðu
og hillur. En einnig muni eins og
ljós, lampa, myndir og íleira til að
Fjólan verói enn heimilislegri en
hún er í dag,“ sagði Sæmundur.
Þeim sem geta liðsinnt heimil-
ismönnum Fjólunnar er bent á að
hafa samband við Sæmund í síma
11575 eða Lilju í síma 26558.
KLJ
1 his is Uit*
new lioliddv elaííic
tíiat Americaliaí
Wn waiting' fuv.
I loveíl il!
★ ★ ★ ★’
-MuLcl NUvcl,
SMEAK t'KliMWí
ustu gjöf sem hægt er að hljóta ...
eitthvaó til að trúa á. Mamma
hennar, sem rekur verslun, ræður
til sín eldri mann til aó leika jóla-
svein og áður en varir segist hann
í raun vera alvöru jólasveinn. Til
að sanna mál sitt verður sveinki
að mæta fyrir rétt og færa fram
sannanir fyrir því að hann sé hinn
eini sanni jólasveinn.
Leikstjóri myndarinnar er Les
Mayfield (California Man) en
frantleiðandi er enginn annar en
John Huges, sá hinn sami og gcrði
Aleinn heima eða „Home Alone".