Dagur - 03.12.1994, Síða 10

Dagur - 03.12.1994, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 3. desember 1994 Spáð í stjörnur helgarinnar eftir B. Kr. Peningamálin taka UNDAR- LEGA stefnu. Þú finnur bólgið peningaveski í Þetta er gamalt trix hjá rannsóknarlögreglunni eftir rólegan nóvember. Þú færð sekt til að sleppa við kæru. garðinum. Þú ákveður að hætta að drekka á sunnu- daginn eftir að lögreglan stoppar þig við að setja UPP gardínur í flug- turninum. Þú lendir í úr- taki hjá Hag- stofu íslands MJÖG bráð- lega. Spurt verður mjög nærgöngulla spurninga um kynferðismál. Æfðu ÞIG! Helgin verður ósköp dauf. SVO dauf að páfagaukurinn heldur að hann sé dauður og vængbrotnar þegar hann dettur úr rólunni. Þú lítur miklu betur út þessa dagana, VERST hvað hlaupaból- an stendur stutt yfir. Ekki orð um það sem sést stjörnunum þínum, ef kvik- myndaeftirlitið hefði séð það hefðu þau ÖLL sagt upp. Gakktu HÆGT um gleðinnar dyr. Stjörnurnar segja að þú kaupir 400 BAGGA af heyi um helgina, njóttu vel! % Þú verður fyrir slökkvibíl, miss- meðvitund ir og færð heila- hristing. Þegar þú vaknar verður þú komin/n með framsóknarheila. Þú veist ekkert hvert þú ert að FARA eða hvað snýr upp og hvað NIÐUR. Hættu að ganga í hægðum þin- um og ÞU eign- ast nýja vini. Þú girnist bók- staflega ALLT um þessar mundir, láttu það eftir þér, þessum stundum fækkar. FÍN helgi. Vinnufélagarnir eru orðnir leið- ir á að þurfa alltaf að vera að sleikja þig UPP. Bjóddu þeim að sleikja þig niður, ÞÁ lagast allt. EKKI fara út að skemmta þér um helgina, ekki gifta þig, ekki láta Ijúga upp á þig, ekki aka of hratt, ekki borða góðan mat. VERTU heima og safnaðu skeggi. STUTT5ACA HOFUNDUR: SNÆFRIDUR INGADOTTIR Þessi grænu augu Hún hafði græn augu í vasanum. Dökkgræn augu. Þau skoppuðu um í takt viö hraðan hjartaslátt hennar á hlaupunum. Blautur vasinn nudd- aðist við sveitt læri hennar. Það var gott. Það var gott vegna þess að þessi blauti vasi sem eitthvaó skoppaði í var það eina sem gaf henni fullkomna vissu um það að hún hefði í rauninni gert það. Að hún væri í rauninni að hlaupa í gegnum skóginn, gegnum kyrrðina, ein. Hún hljóp áfram, framhjá göt- unni sem lá upp að húsinu. Húsinu hans. Hún vissi að hann svæfi bak við heklaðar gardínumar. Hann svæfi fast. Hana langaði ekki heim til hans, ekki strax. Fyrst ætlaði hún að njóta þess að hafa loksins sigrað. Loksins. Hún vissi það. Hún hafði þessi grænu augu í vas- anum. Loksins átti hún hann ein, alein. Enginn gæti tekið hann frá henni. Engin græn augu gætu horft á hann daðurslega framar, aldrei, hún réð yfir þeim núna, þau lágu í vasanum. Klístruð. Þessi augu höfðu alltaf haft ágimd á honum, manninum hennar. Þau höfðu horft, þau höfðu glápt, hlegið, slefað. I hvert skipti í ná- lægð hans. Hvemig átti hún aö geta þolað það? Þau litu ekki af honum, þau reyndu að tæla hann, tæla hann burt frá henni. Hún sá það, sá það með sínum bláu augum. Hún vildi ekki vera nálægt þeim, hún vildi ekki aó hann væri þaö. Fyrst hélt hún þetta vera ímynd- un, óstjómlega afbrýðisemi, en svo vissi hún það. Það var ekki þannig. Hún sá það. Auðvitað reyndi hún, hún reyndi og reyndi. I fjögur ár reyndi hún að sannfæra sjálfan sig, ljúga að sér, reyndi að þola þetta augnaráð sem þau sendu honum. Þessi grænu augu gamallar æsku- vinkonu hans. Núna lágu þau hreyfingarlaus í vasa hennar. Blaut. Það var gott. Hún var stoppuð. Sveitt og móð stóð hún á bakkanum. Hún var komin niður að fljótinu. Það var grátt og Ijótt í morgunkuld- anum. Hún stakk hendinni í vas- ann. Jú, þau voru þama enn. Þessi grænu augu. Hún tók þau varlega upp og velti þeim fram og aftur í lófanum. Hún hafði slitið þau upp, eins og blóm, það hafði ekki verið erfiðara en það. Hún hafði bara gripið fast um stilkinn og rifið í. Hún horfðist í augu við þau örlitla stund, lokaði síöan lófanum hægt, en fast og ákveðið. Vökvinn seytlaði út á milli fingra hennar. Volgur. Það var gott. Svo stakk hún höndunum í ískalt fljótið, opnaði lófann, skolaði klístrið burt af höndunum og þurrk- aði bleytuna í gallabuxumar. Þar flutu þau. Þessi krömdu dökkgrænu augu flutu á fljótinu. Þau horfðu á hana í síðasta sinn þar sem hún gekk svo syngjandi léttstíg í gegnum skóginn heim á leið. Heim á leið á móti nýjum og betri degi. Heim til hans sem hún átti nú ein, alveg ein, alein. H fl ELGARJUL EILARROT Umsjón: GT 12. þáttur Lausnir á bls. I4 Hvaða menntun hefur Fidel Castro? I Hann er læknir Hann er lögfræðingur Hann ver verkfræðingur í hverju eftirtalinna rikja eru faestir íbúar? ■ ■ íslandi BSfl Lúxembúrg Möltu Hvaða áhrif hefur hækkun markaðsvaxta á verð skuldabréfa með föstum vöxtum? Verðið hækkar Verðið lækkar Engin áhrif Hvaða ár var Marco Polo fæddur? D 1254 1299 1347 Hvaða norrsent rfld flutti tugi þúsunda tonna af járni og kúlulegur til Þýskalands í selnni heimsstyrjöldlnni? Danmörk Noregur Svíþjóð 6 Fyrir hvaða tölu stendur rómverska talan MDCXLVII? 1447 1647 1667 Hvemig nefnlr maður þýska stjúmlagadómstólinn á frummálinu? Bundesverfassungsgerecht Oberstgerichtshof Konstitubonshof Hvað eru margir taktar í tölti? Hver eftirtalinna baeja hefur hlutfallslega flestar götur steyptar? Akranes Kópavogur Reykjavík Hvað heitir málgagn Samtaka herstöðvaandstæðinga? Dagfari Gjallarhorn Úlfljótur u Hvaða merki var skjaldarmerki íslands frá 1904-1919? Krýndur þorskur á rauðum grunni Islenskur falki á bláum grunni Krýndur íslenskur fáni 12 Hver er stundum nefndur faðir tilvistarstefnunnar (I existentiallsme)? Sigmund Freud Ronald Reagan Jean-Paul Sartre 13 Er þlngraeði í Bandarfkjunum? D Þ Nei Það er deilt um það GAMLA MYNDIN M3-1502 Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/ Minjasafnið á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags þekkja ein- hvern á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlegast beónir að snúa sér til Minja- safnsins, annað hvort með því aö senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri eða hringja í síma 24162 eða 12562 (símsvari).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.