Dagur - 03.12.1994, Page 20
- segir Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, um frumvarp til fjárhagsáætlunar fyrir 1995
Jakob Björnsson, bæjarstjóri
og oddviti Framsóknarflokks
í bæjarstjórn Akureyrar, segir að
fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir
árið 1995 sé aðhaldsáætlun. Út
frá því sé gengið að ekki verði
aukið við skuldir bæjarsjóðs og
það kalli á strangt aðhald á öll-
um sviðum.
Jakob sagði að menn hafí stað-
ið frammi fyrir vandasömu verk-
efni þegar vinna við gerð fjárhags-
áætlunar hófst. Útkoman á yfír-
standandi ári sé mun verri en áætl-
anir hafi gert ráð fyrir og skeiki
þar um 70-100 milljónir króna.
Margt komi þar til, t.d. haíi rekst-
ur farið fram úr áætlunum og bæj-
arsjóður verið dæmdur til að
greiða íbúum við Grenilund 35
milljóna króna bætur vegna vatns-
tjóns. „Að öllu samanlögðu höf-
um við ekki nema um 300 millj-
ónir til eignabreytinga, í eignfærð-
an og gjaldfærðan stofnkostnað.
Þaó er mun lægri upphæð en
þriggja ára áætlun gerði ráó fyrir.
I henni er gert ráð fyrir 400 millj-
ónum króna á næsta ári til eigna-
breytinga. Við höfum því um 100
milljónum króna minna fé til
framkvæmda á næsta ári en gert
var ráð fyrir.“
Jakob sagði að ein megin-
ákvörðun viö gerð fjárhagsáætlun-
arinnar hafi verið að auka ekki
skuldir og þaó setji mönnum
þröngan ramma. „Það er þónokkur
ákvöróun að hækka ekki skuldir
miðað vió þessa þröngu stöóu og
hún setur okkur meiri skorður en
við hefðum kosið. A undanfömum
árum hefur átt sér stað skuldasöfn-
un en viö teljum ekki forsvaran-
legt að halda áfram á þeirri braut.
Eg hefði gjaman kosiö aö svig-
rúmið hefði verið meira. Verkefnin
eru sannarlega næg. En við leggj-
um áherslu á að skerða ekki þjón-
ustu við bæjarbúa,“ sagói Jakob.
Eins og kom fram í Degi í gær
samþykkti meirihluti bæjarráös aö
hækka álagningu útsvars á næsta
ári um 0,2%, úr 9,0% í 9,2%.
Þessi hækkun gefur bæjarsjóði um
24 milljónir króna í auknar út-
svarstekjur. Hins vegar er sem
fyrr lagt til að fasteignaskattar
verði lækkaðir af eigin íbúð fólks
sem verður 70 ára eóa eldra á
næsta ári. Ekki er gert ráð fyrir
Iækkun fasteignaskatts að öðru
leyti á næsta ári.
Þá verður sorpgjald hækkað á
næsta ári um helming, en það var
fyrst lagt á í fjárhagsáætlun yfir-
standandi árs, úr 1000 krónum í
2000 krónur. Jakob sagði að gert
væri ráð fyrir að auknar tekjur af
sorpgjaldi, sem eru 5,2 milljónir
króna, rynnu til þess að bæta með-
feró sorps.
Auknar álögur á bæjarbúa,
hækkun útsvars og hækkun á
sorpgjaldi, miðað við yfir-
standándi ár, eru því tæpar 30
milljónir króna, sem er um 2% af
heildartekjum bæjarsjóðs.
Framkvæmdir ræddar við
síðari umræðu
Á bæjarstjómarfundi nk. þriðju-
dag veróur fjárhagsáætlunin lögð
fram til fyrri umræðu, en við síð-
ari umræðu, sem er ráðgeró 20.
desember, kemur fram hversu
miklum peningum verði varið til
einstakra framkvæmdaliöa. Jakob
sagðist ekki vilja á þessu stigi
upplýsa hvaða framkvæmdir væru
efst á baugi. Hann sagði hins veg-
ar aðspurður aó áfram yrói haldið
meó nýjan leikskóla í Giljahverfi
og gert væri ráö fyrir að halda
áfram með framkvæmdir við
■ **
■ *
rnfi
Húsnæðisnefnd Akureýrú^
býður bæjarbúum að skoða nýjar íbúðir í
Snægili 5
sunnudaginn 4. desember
milli kl. 13.00 og 17.00
Arkiickt: Fanncy 1 lauksdóltii
Aftnlvciktnki: P;in hf.
Kynntu þér kosti félagslegra íbúða.
HUSNÆÐÍSSKRIFSTOFAN
Á AKUkEYRl
Skipagötu 12 • Sími 25311
Sundlaug Akureyrar. Þá sagði
bæjarstjóri að gera mætti ráð fyrir
töluverðum fjármunum til þess aó
unnt yrói að halda áfram mark-
visst vió einsetningu grunnskóla
bæjarins. Jakob bætti við að ekki
mætti gleyma fjárfestingu hafnar-
sjóðs Akureyrar í nýrri flotkví,
sem miklar vonir væru bundnar
við. óþh
Práfkðu
Kr svolitla
í matargerðina
AKRA
FLJÓTANDI
mnsmrnm
Nýr og spennandi
möguíeiki í alla matargerð
•
Inniheldur
hollustuolíuna, rabsolíu
Þœgilegt beint úr
kælis
diskápnum
mts
SMJÖRLÍKISGERÐ
AKUREYRI
■s
g
i
i