Dagur - 14.12.1994, Qupperneq 1
Siglir með 130 tonn
af frystum afurðum
úr Smugunni
Skandia
ÆÉk Lifandi samkeppni
W - lœgri iðgjöld
Geislagötu 12 • Sími 12222
- fer væntanlega á loönufrystingu eftir
áramót og mun þá brenna svartolíu
Jólaösin byrjuð ápósthúsinu
Þcgar aðeins 10 dagar cru til jóla er vissara að fara að huga að því hvenær þarf að vera búið að skila því á pósthúsið,
sem komast á til viðtakenda fyrir jól. Jólaösin hjá póstfólki er þegar hafin og það var svo sannarlcga handagangur á
bögglapóststofunni á Akureyri í gær. Mynd: Robyn.
Togari Siglfirðings hf. á Siglu-
firði, sem skráður er í Belize,
kom til Sigluíjarðar um hádegis-
bilið á mánudag eftir 63 daga túr
í Smuguna með 130 tonn af
frystum afurðum, mest þorski,
og er aflaverðmæti um 34 millj-
ónir króna. Auk Siglis hafa Há-
gangur I og II frá Vopnafirði,
Arnar II frá Skagaströnd og Ott-
ar Birting frá Fáskrúðsftrði verið
við veiðar í Smugunni. Togarinn
heldur ekki aftur til veiða fyrr en
í febrúarmánuði, og á þeim tíma
verður unnið að því að togarinn
brenni svartolíu í stað gasolíu.
Að því loknu er hugmyndin að
halda á loðnumiöin ef loðnan
Atvinnuastandið a Norðurlandi i
nóvember verra en í fyrra
- eina landssvæðið þar sem ekki er um bata að ræða milli ára
Norðurland eystra sker sig
nokkuð úr þegar tölur um
atvinnuleysi á landinu í síðasta
mánuði eru skoðaðar. Frá því í
október jókst atvinnuleysið um-
talsvert á Norðurlandi vestra en
mest íjölgun atvinnulausra var á
höfuðborgarsvæðinu og Norður-
landi eystra. Atvinnuástandið á
landinu var betra á öllum lands-
svæðum í nóvember nú en í nóv-
ember í fyrra, nema á Norður-
landi eystra. Þar versnar ástand-
ið. Þá mældist hlutfallslegt at-
vinnuleysi sem fyrr mest á Norð-
urlandi eystra, 5,8%.
Meðalfjöldi atvinnulausra á
Norðurlandi vestra var 183 í nóv-
ember, eða um 3,5% af áætluðum
mannafla kjördæmisins, en var
2,2% í október. Atvinnulausum
fjölgaði um 64 aö meðaltali milli
mánaða. Atvinnuleysiö eykst um
52,6% því frá því í október en
minnkar hins vegar um 23,5% frá
nóvembcr í fyrra.
Atvinnuástandið breyttist mest
nrilli mánaða á Sauðárkróki og ná-
grenni en það fjölgaði um 21 að
meðaltali eða um 70%. Annars-
staðar fjölgaöi um 5 eða færri. Lít-
ilsháttar fækkun var á Siglufirði
og Drangsnesi. 51 var skráður at-
vinnulaus á Sauðárkróki og ná-
grenni, 31 á Blönduósi og 13 í
Önnur umræða fjárlaga á Alþingi:
Ekki gert ráð fyrir
fjárveitingu til kaupa
á flotkví til Akureyrar
Ekki er gert ráð fyrir fjárveit-
ingu frá ríkinu í kaup á flot-
kví til Akureyrar í fjárlögum
fyrir árið 1995 en önnur umræða
fjárlaganna fór fram á Alþingi í
gær.
Einar Sveinn Ólafsson, for-
maöur hafnarstjórnar Akureyrar,
hafði ekki séð þau gögn sem lögð
voru fyrir Alþingi í gær, þegar
Dagur hafði samband við hann.
Einar Sveinn sagði það þó ekkert
nýtt að fjárveitingar frá ríkinu
kæmu eftir að framkvæmdir væru
hafnar og hann vonast því eftir
tjárveitingu á fjárlögum að ári.
„Eg held að það hafí enginn
reiknaö með fjárveitingu vegna
kaupanna á fjárlögum nú. Við
höfum hins vegar bréf í höndun-
um um að upptökumannvirki séu
styrkhæf samkvæmt hafnalögun-
um,“ segir Einar Sveinn.
Akureyrarhöfn fær 42 milljónir
á fjárlögum nú og er þar um ræða
skuld ríkissjóðs, vegna frarn-
kvæmda sem þegar er lokió. KK
Lýtingsstaðahreppi og einnig á
Siglufirði. Atvinnuleysi karla
mældist 4,1% í nóvember en var
1,6% í október. Atvinnuleysi
kvenna mældist 5,5% en var 3,2%
í október.
Norðurland eystra
Atvinnuástand á Norðurlandi
eystra versnaði um 35,4% í nóv-
ember miðað við mánuðinn á und-
an og um 1% frá sama mánuði í
fyrra. Atvinnulausir voru 703 eða
5,8% og fjölgaði um 183 í nóvem-
ber. Atvinnuástandió breyttist
langmest milli niánaða á Akur-
eyri, þar sem fjölgar um 114 eóa
33%. Atvinnuleysið töfaldaðist á
Ólafsfirði, þar fjölgaði um 22 að
meðaltali, í Skútustaðhrcppi fjölg-
aói um 11, um 8 í Eyjafjarðar-
sveit, 7 í Aðaldælahreppi en litlar
breytingar voru annarsstaðar. A
Akureyri voru 464 skráóir at-
vinnulausir aó meðaltali í nóvem-
ber eða 66% af þeim sem atvinnu-
lausir eru á svæðinu. A Ólafsfirði
voru 44 skráðir atvinnulausir, 34 á
Húsavík, 33 í Skútustðahreppi, 27
í Eyjafjarðarsveit, 13 í Aóaldal og
10 á Raufarhöfn, en fáir annars-
staðar.
Atvinnulausum körlum fjölgaöi
að meðaltali um 129 og voru 5,1%
þeirra án vinnu í nóvcmber. Var
það hlutfall hvergi hærra á land-
inu. Atvinnulausum konum fjölg-
aói urn 54 og var hlutfallslegt at-
vínnuleysi þeirra 6,8% í nóvem-
ber.
Aó lokum er vert að bera sam-
an hlutfallslegt atvinnuleysi eftir
landssvæðum í nóvember. A Vest-
urlandi var það 3,8%, á Vestfjörð-
um 1,5%, á Nl. vestra 3,5%, á Nl.
eystra 5,8%, á Austurlandi 2,9% á
Suðurlandi 4,6%, á Suðurnesjum
4,7% og í Reykjavík 4,3%. HA
verður þá farin að gefa sig og
verður loðnan þá fryst um boró,
ýmist heil eða flökuð og verður
þaó sem ekki nýtist brætt í mjöl-
verksmiðju skipsins. Nýtingin
verður því 100%. Sótt verður um
aó fá að taka við loðnunni úti á sjó
innan íslensku landhelginnar, og
munu loönubátar þá landa við
skipshlið. Til þess að fá þetta leyfí
þarf aó breyta skráningu skipsins
og verður þaó þá skráð B-skrán-
ingu samkvæmt íslenskum lögum
um skipaskráningar.
Hinn togari útgerðarinnar, Sigl-
firðingur SI-150, hefur síðustu 18
daga verið fyrir austan land á
karfa- og grálúðuveiðum, en aflinn
hefur verið ntjög tregur auk þess
sem veður hefur verið mjög rysj-
ótt.
„Það er allt fullt af þorski
kringum landið, en sáralítió af
karfa og grálúðu fyrir austan að
undanfömu. Siglfiróingur kemur
inn til löndunar fyrir jól.
Utgeróin á Sigli hefur gengið
ágætlega síðan hann kom til lands-
ins frá Kanada snemma í vor og
byrjunarerfiðleikar sem vió lentum
í vegna trollsins eru nú að baki,“
sagði Ragnar Ólafsson, skipstjóri á
Sigli, og einn eigenda Siglfirðings
hf. GG
Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi:
Nýtt embætti héraðsprests
- samkvæmt tillögu fjárlaganefndar
Nái tillaga íjárlaganefndar
Alþingis fram að ganga
verður á næsta ári stofnað til
nýs embættis héraðsprests í
Eyjafjarðar- og Þingeyjarpró-
fastsdæmi og segir Þorbjörn
Hlynur Árnason, biskupsritari,
að staðan verði þá auglýst laus
til umsóknar strax eftir áramót.
„Nái þessi tillaga fram að
ganga má segja að Norðlendingar
séu að fá til baka enrbætti sem
hvarf við prestakallabreytinguna
1990. Þá voru sameinuð Háls-
prestakall og Staðarfellsprestakall
í eitt prestakall. Við höfum ítrekað
á hverju ári síðan að nýtt embætti
yrði tekið upp í stað Staðarfells-
embættisins og það hefur loksins
gengið eftir núna,“ sagði Þorbjörn
Hlynur. Hann sagði ekki liggja
fyrir hvar héraðspresturinn verði
staðsettur, en honum sé ætlað að
þjóna bæói Eyjafjarðar- og Þing-
eyjarprófastsdæmi.
- Hvaða hlutverk hefur héraós-
prestur?
„Hann hefur með hendi lögum
samkvæmt ýmisleg sameiginleg
verkefni í prófastsdæmum, eins og
t.d. barna- og æskulýósstarf,
fræðslustarf og e.t.v. starf meó
öldruðum. Einnig tekur hann að
sér tímabundnar afleysingar og
aóstoð í einstökum prestaköllum.“
Þorbjörn Hlynur segir að áður
en lögin árið 1990 tóku gildi hafi
verið farprestar á landsvísu sem
þjónuðu í afleysingum, veikindum
og fríu'm sóknarpresta. „Síðan
hafa veriö tekin upp tvö farprests-
embætti í Reykjavík og eitt á
Kjalarnesi og nú bætist væntan-
lega íjóróa cmbættið við þarna
fyrir noróan,“ sagði Þorbjörn
Hlynur Árnason. óþh
dagar
77, árg. Akureyri, miðvikudagur 14. desember 1994 240. tölublað