Dagur - 14.12.1994, Side 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 14. desember 1994
NYJAR BÆKUR
<|^Hrísalundi
Afgreiðslutími:
Mánud.-föstud.kl, 10.00-19.30
laugard.kl. 10.00-18.00
^^Sunnuhlíð
Afgreiðslutími:
Mánud.-laugard.
kl. 10.00-20.00
Skjaldborg:
Hestar og menn 1994
Bókaútgáfan Skjaldborg hefur
gefið út bókina Hestar og menn
1994. Höfundar bókarinnar eru
Guðmundur Jónsson og Þorgeir
Guðlaugsson og segja þeir í henni
frá hestamönnum og hestum
þeirra á ferðalögum og í keppn-
um. Fjallað er um helstu mót
sumarsins og birt er skrá yfrir úr-
slit þeirra. Viðtöl eru við þá knapa
sem sköruðu framúr á árinu.
Einnig er rætt um hrossaræktend-
ur og landsmótshaldara á Hellu.
Bókin er prýdd fjölda ljósmynda
og svarthvítra.
Hestar og menn 1994 er 250
bls. að stærö og í stóru broti. Verð
bókarinnar er 3.980 kr.
Líttu við í kjötdeildinni hjá okkur
Unaðssemdir erótískrar
nuddtækni
Skjaldborg hf. hefur sent frá sér
bókina „Unaðssemdir erótískrar
nuddtækni“ eftir Stephen Russel
og Jurgen Kolb í þýðingu Gissurar
O. Erlingssonar.
Tao erótískrar nuddtækni birtir
í fyrsta skipti kerfi sem borist hef-
ur fram aldirnar eftir duldum leið-
um frá einum kunnáttumanni til
annars. Skýrar leiðbeiningar eru
dregnar fram í dagsljósið með ná-
kvæmum og hugvekjandi ljós-
myndum til þess að þú eigir auð-
velt meó að tileinka þér list ta-
óskrar nuddtækni til kynörvunar.
Bókin er 190 bls. Verð kr.
3380.
Heljarbrúin
- eftir Hammond Innes
Hjá bókaútgál'unni Iðunni er kom-
in út bókin „Heljarbrúin“, ný
skáldsaga eftir spennusagnahöf-
undinn Hammond Innes, sem er
íslenskum lesendum að góðu
kunnur. Þetta er 26. bók hans sem
út kemur á íslensku frá því að hin
fyrsta, Ofsi Atlantshafsins, kom út
hjá Ióunni árið 1967. Heljarbrúin
er viðburðarík spennusaga sem
gerist í lofti, á sjó, á Falklandseyj-
um og suóur í Ishafinu.
Edwin Cruse er fífldjarfur ofur-
hugi sem breski flugherinn getur
ekki hamió og eftir aó hann flýgur
vélinni sinni undir brú í annaö
skiptið á ferlinum neyóist hann til
að hætta störfum. En þá birtist
hinn dularfulli Iain Ward og býður
honum starf við björgun flugvélar
í Suóur-íshafinu. Þar býður Her-
kúles-vél föst á borgarísjaka. Brátt
rennur upp fyrir Cruse að nú hefur
hann fengið erfiðasta verkefni lífs
síns. Hvítar og nákaldar ísbreiður
Suðurskautslandsins eru háska-
legri en nokkur brú sem hann hef-
ur komist í tæri vió og kannski
stafar honum ekki síður ógn af
ævintýramanninum Ward og hinni
fögru en miskunnarlausu Belle,
sem á skelfílega sögu aó baki.
Hvert er raunverulegt erindi þeirra
suður á ísinn? Og hverjir eru það
sem elta þau?
Nanna Rögnvaldardóttir þýddi
bókina sem er 290 bls, prentuð í
Prentbæ hf. Verð kr. 2280.
Skjólstæðingurínn
Iðunn hefur gefió út bókina
„Skjólstæðingurinn“, nýja og æsi-
spennandi sögu el'tir John Gris-
ham, sem orðinn er einn vinsæl-
asti spennusagnahöfundur verald-
ar. Eftir hann hafa komió út hinar
frábæru spennusögur Fyrirtækið
og Pelíkanaskjalið. Kvikmyndin
The Client, sem geró er eftir bók-
VÖRUÚRVAL, GÆÐA FRAMLEIÐSLA
OG GOTT VÖRUVERÐ
ÞÚ FINNUR
ÖRUGGLEGA
EITTHVAÐ VIÐ
ALLRA HÆFI
HJÁ OKKUR!
LEITAÐU EKKI LANGT YFIR SKAMMJ - KOMDU.VIÐ Á HÚSAVÍK
AÐUR EN ÞU FERÐ ANNAÐ!
VERSLUM I HEIMABYGGÐ FYRIR ÞESSI JOL!
in yt
Mattmr ffliðbcerl
KAUPFELAG
ÞINGEYINGA
STOFNAÐ 1882
€
f
«
1
4
1
4