Dagur - 28.12.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 28.12.1994, Blaðsíða 7
Mióvikudagur 28. desember 1994 - DAGUR - 7 Skoðunarátak Ár Krabbameinsleit á Akureyri s.l. 25 ár. Krabbamcinslcit á Akureyri 1969-1985. Heilsugæslustöðin á Akureyri annaó- ist reksturinn. Fjóröa tímabilið spann- ar einnig þriggja ára tímabil (1986- 1988), en auk skoóana á leitarstöóinni á Akureyri, Dalvík og Olafsfirði, tóku kvensjúkdómalæknar á Akureyri um- talsvert magn sýna. Síóan þá (1989- 1994) hefur leitin verið fastmótuö, beitt hefur verið innköllunarkerfi, þrír kvensjúkdómalæknar hafa aö jafnaði starfað við leitina og boðið hefur ver- ió upp á brjóstaröntgenmyndatöku fyrir konur á aldrinum 40-69 ára, auk leghálsskoóunar og innri þreifingar og brjóstaskoðun fyrir konur á aldrin- um 20-39 ára. I töflu 1 eru tölur yfir þriggja ára mætingu 25-69 ára kvenna í legháls- krabbameinsleit á sl. 12 árum. Miðaó er við lok hvers árs. Mætingin í leghálskrabbameins- leitina hefur aukist jafnt og þétt ár frá ári og megum við því vel við una, þó betur megi gera og markmiðið hlýtur ætíð að vera að auka enn mætinguna og stefna að 85% þriggja ára mæt- ingu. Sérstaka áherslu þarf að leggja á að auka mætingu yngri kvenna. Það þarf að koma til aukin fræósla um gildi leitarinnar fyrir yngri konur, hvemig leitin getur veitt fyrirbyggj- andi greiningu leghálskrabbameins og kennt konum að skoða sjálfar eigin brjóst. Þessa fræðslu þarf að veita á heilsugæslustöðinni og ætti hver heilsugæslulæknir aó hafa þaö sem reglu að fræða ungu konurnar um krabbameinsleitina, eins ætti það aö vera regla í foreldrafræóslu mæðra- verndar að geta krabbameinsleitarinn- ar. I töflu 2 eru tölur yfir þriggja ára mætingu í brjóstaröntgenmyndatöku fyrir sl. 6 ár. Miðað er við konur á aldrinum 40 til 69 ára. Þessar tölur sýna hins vegar því mióur, að mætingin í brjóstaröntgen- myndatöku hefur nokkuð dregist saman hér á Akureyri á sl. ári og er mætingin sýnu verri hér á Akureyri samanborið vió Dalvík og Ólafsfjörð, því verðum við að gera allt, sem hægt er til að bæta mætinguna. Hvað veldur því, að konur hér á Akureyri eru svona tregar að mæta í brjóströntgenmyndatöku? Skoðun leghálskrabbameinsleitar og brjóst- krabbameinsleitar er hér aðskilin. Má ætla að þaó auki ekki aðsókn í leitina. Kemur því vel til greina aó mínu mati, að sameina leghálskrabbameins- leitina og brjóstakrabbameinsleitina á einn og sama staðinn nú þegar þ.e.a.s. á F.S.A. enda má ætla að það stuóli óneitanlega að aukinni hagræðingu við skoðun þeiiTa kvenna, sem í dag þurfa að mæta í leghálsskoðun og innri þreifingu á Heilsugæslustöðina og síðan í brjóstaröntgenmyndatöku á röntgendeild F.S.A. Slíkur aóskilnað- ur þessara skoðana þekkist hvergi á landinu nema hér á Akureyri. Því þarf að breyta. Hver hefur svo árangurinn verió af allri þessari leit? Skilar leitin einhverjum árangri? Því má strax svara játandi. Leitin hefur ótvírætt sannaó sig og skilaó góðum árangri. Því til staófestingar má benda á eftirfarandi staðreyndir: Fyrsta árið (1969) sem krabba- meinsleitin var starfrækt hér á Akur- eyri greindust 5 konur mcð staðbund- ið krabbamein í leghálsi, 5 konur með góðkynja æxli í legi, 5 konur meó æxli í eggjastokkum, 1 kona meó æxli í leggöngum og 10 konur meó stórt legsig. 23 þessara kvenna voru þá lagóar inn á Sjúkrahús Akureyrar í aðgerð eins og segir í ársskýrslu Krabbameinsfélags Akureyrar frá ár- inu 1970. Sé litið á ástandió fyrir landið í heild fyrir árið 1969, þá kemur í ljós, aó 21 kona dó úr leghálskrabbameini það árið. Tæpum 10 árum síðar dóu aðeins 2 konur úr leghálskrabba- meini. Vert er að geta þess, að þær höfðu aldrei mætt í hópskoðun leitar- stöðvanna. Þetta sýnir, aó það hefur oróið marktæk lækkun á dánartíðni kvenna sem fá leghálskrabbamein. Þessi lækkun byggist meðal annars á því, að með tilkomu leitarinnar grein- ast fleiri konur með sjúkdóminn á fyrsta stigi meðan tilfellum á hærra stigi hefur fækkað. Dánartíðni þeirra kvenna sem greinast með legháls- krabbamein og ekki hafa sótt leitina, er tifalt hærri en þeirra, sem mæta í skoðun. Þetta byggist á því, að sjúk- dómurinn er miklu lengra genginn hjá þeim en hinum, þegar hann greinist, og batahorfur því síóri. Af þessu má draga þá ályktun, aó þær konur, sem sjaldan eða aldrei hafa mætt í skoóun, séu í hvað mestri hættu á að greinast með legháls- krabbamein á háu stigi. Þetta kemur raunar fram í skýrslum krabbameins- leitarinnar, því sé litið til þeirra 77 kvenna, sem greindust með legháls- krabbamein á tímabilinu 1980-1984, þá höfóu 2/3 hluti þeirra aldrei mætt eða ekki mætt í skoðun síðustu þrjú árin fyrir greiningu sjúkdómsins. I töflu 3 eru upplýsingar um hvað fundist hefur vió leghálskrabbameins- leitina hér á Akureyri s.l. 5 ár. Það hafa því alls greinst 402 konur meö frumubreytingar s.l. 5 ár, þar af fundust 162 ný tilfelli í almennri leg- hálskrabbameinsleit á leitarstöð, en 240 ný tilfelli greindust í skoðun hjá sérfræðingum. Reiknast það vera 2,54% þeirra sýna, sern tekin voru á leitarstöð og 4,32% þeirra sýna, sem tekin voru hjá sérfræóingum. 1 töflu 4 eru upplýsingar um hvaó fundist hefur í brjóstakrabbameins- leitinni hér á Akureyri s.l. 5 ár. Af töflunni má sjá að langflestar konur greindust meó brjóstakrabba- mein í skoðunarátakinu í byrjun árs- ins 1989, en þá hófst brjóstakrabba- meinsleitin hér á Akureyri. Síðan þá hafa álíka margar konur með brjósta- krabbamein greinst við röntgenrann- sókn ár hvert. Sérstaka athygli vekur, að jafn margar konur greinast utan leitar með brjóstakrabbamein og við hópskoðun og enn fleiri greinast meó brjóstkrabbamein án undangenginnar röntgengreiningar. Er of dýrt að fara í krabba- meinsskoðun? Ég tel það ekki vera svo dýrt að borga 1500 kr. annað hvert ár fyrir jafn nauðsynlega skoóun og krabbameinsleitin er, sér- staklega þegar tekið er tillit til þess, að margar konur geta fengið skoðun- argjaldið endurgreitt úr sjúkrasjóði viðkomandi stéttarfélags. Má geta þess hér, aó eftirtalin stéttarfélög á Akureyri veita þessa fyrirgreióslu: Félag bókagerðarmanna, Félag póst- manna, Félag verslunar- og skrif- stofufólks og Verkalýðsfélagið Ein- ing á Akureyri. Því miður er það þó svo, að þær konur, sem fremur kjósa aó fara í krabbameinsskoðun til kvensjúk- dómalæknis njóta ekki ofangreindrar endurgreiðslu og er það mióur. Raun- ar verður krabbameinsleitin þeim nokkuð dýr, því auk viótalsgjalds hjá sérfræðingnum þurfa konurnar að greiða 900 kr. fyrir skoðun sýnisins hjá frumurannsóknarstofu Krabba- meinsfélags íslands og þær konur, sem þar að auki eru sendar af sér- fræóingnum í brjóstaröntgenmynda- töku á röntgendeild FSA, þurfa þar að auki að greiða 1500 kr. fyrir þá skoóun. Þetta hefur því leitt til þess, að sumar þessara kvenna óska eftir því, aó sérfræóingurinn framkvæmi brjóstaþreiFingu þess í stað og fresta því aó fara í brjóstaröntgenmynda- töku til aó spara sér skoðunargjaldið. Má ætla, aö þetta eigi sinn þátt í því, að mætingin í brjóstaröntgenmynda- töku hér á Akureyri er að dragast saman. Þessu þarf aó breyta, og skora ég á Krabbameinsfélag Islands, að lækka ofangreint skoðunargjald fyrir brjóstaröntgenmyndatöku hjá þeim konum, sem sendar eru í skoðun af sérfræðingum. Sanngjamt veró að mínu mati er 600 kr.,J)á borgar konan Krabbameinsfélagi Islands samtals 1500 kr. fyrir skoðunina, hvort sem hún leitar í skoóun til sérfræóings eða fer í skoðun á leitarstöð. Einnig skora ég á ofangreind stéttarfélög aó veita þessum konum endurgreiðslu á fram- angreindu skoðunargjaldi. Af framansögðu vil ég draga þá ályktun, aó ég tel nauðsyn á því, aó sameina leghálskrabbameinsleitina og brjóstakrabbameinsleitina hér á Akur- eyri á einn og sama staðinn, þ.e.a.s. á FSA, svo fljótt sem unnt er, því skora ég á Krabbameinsfélag íslands, að beita sér fyrir því nú þegar, aö sam- eining þessara skoðana verði að veru- leika strax á næsta ári. Með því tel ég, að skapist betra eftirlit, aukin hagræð- ing við leitina og vonandi betri mæt- ing. Þá tel ég nauósynlegt, aó allir leggist á eitt meö að fræða konur um gildi leitarinnar og vil ég sérstaklega hvetja heilsugæslulækna til þess að minna konur á leitina. Einnig ætti Krabbameinsfélag Islands að hafa það sem árvissan þátt í starfi sínu, aó minna á og auglýsa krabbameinsleit- ina hér á Akureyri a.m.k. tvisvar á ári, einnig ætti félagið að halda fræðsluer- indi fyrir almenning eóa birta greinar árlega í blöðum bæjarins um gildi krabbameinsleitarinnar. Unnið úr ársskýrslum Krabbameinsfélags Islands, Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Akureyri 15.desember 1994. Jónas Frankiín. Höfundur er kvensjúkdómalæknir og formadur Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 J I r' — —1 > f ■ J t * í-" A Dalvík Ólafsfjö Akureyi öur —ér~ 1983 1984 1986 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Ár Þriggja ára mæting 25-69 ára kvenna í leghálskrabbameinsleitina si. 10 ár. Akureyringar - Nærsveitamenn Flugeldar í 20 ár Styðjum björgunarstarf í heimahéraði Kaupum flugelda hjá Hjálparsveit skáta Útsölustaðir Stórmarkaður í Lundi v/Skógarlund, Bílasalan Stórholt, söluskúrar v/Hagkaup og Hita. Opið frá kl. 10.00-22.00 27. des. til 30. des. Opið frá 9.00-16.00 31. des. Flugeldasýning 29. des. kl. 20.30 við Lund (austan megin við Möl & sand). Flugeldar eru okkar fjáröflun

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.