Dagur - 28.12.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 28.12.1994, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 28. desember 1994 - DAGUR - 11 Hönnuðir Sægreifans, þeir Bjarni Einarsson og Armann Sverrisson hjá Tölvu- og hugbunaðarþjonustunni, afhenda Jóni Magnússyni hjá Tölvutæki-Bókval, fyrsta eintak tölvuleiksins. Mynd: GG Sægreifinn: Fyrsti íslenski tölvuleikurinn á markaðinn Tölvu- og hugbúnaðarþjónustan á Akureyri hefur sett á markað- inn fyrsta íslenska tölvuleikinn, sem hlotið hefur nafnið Sœgreif- inn. Sægreifinn er hermir sem nær yfir daglegan rekstur út- gerðarfyrirtækis og inn í leikinn blandast svo skammtíma- og langtímaákvarðanir. Skamm- tímaákvarðanir svo sem þær hvernig vinna skuli afla úr síð- ustu veiðiferð, en langtíma- ákvarðanir eins og ástand físki- stofna eða markaðsuppbygging. Sægreifinn er nákvæmur út- gerðarhermir í formi tölvuspils. Jafnt ungir sem aldnir geta gerst þátttakendur og tekist á viö útgeró og fjármál. Tilgangur leiksins er að reka útgerð meó hagnaói, ná að kaupa upp aðrar útgeróir og verða einráður á markaðnum, eða ná sem mestum hagnaði yfír ákveðið tímabil. 50 fallegar litmyndir af helstu aflaskipum landsins eru í leiknum og eru því raunveruleg ís- lensk fyrirtæki þátttakendur í leiknum. Fyrir skömmu var fyrsta eintak af leiknum afhent Tölvutæki-Bók- val, sem m.a. sér um sölu tölvu- leiksins. Sigrún Olsen sýnir í Safii- aðarheimili Akureyrarkirkju Sigrún Olsen sýnir um þessar mundir verk sín í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þetta er fyrsta sýning hennar á Akureyri en hún hefur starfað að myndlist til fjölda ára og sýnt hér á landi, megin- landi Evrópu og Bandaríkjunum. „Sjálf á ég erfitt með að skil- greina mína myndlist. I dag fæ ég myndefnió í draumi og það má orða það svo að ég sæki myndefn- iö inn á við. Ég vonast til þess að þær myndir sem ég sýni í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju hafi já- kvæð og róandi áhrif á fólk.“ Sigrún býr yfir vetrarmánuðina í Portúgal og hún segist hafa unn- ið myndimar á sýningunni í Safn- aðarheimilinu þar í landi. A sumr- in starfrækir Sigrún svokallaða „Heilsubótadaga á Reykhólum“. „Ástæðan fyrir dvöl okkar í Portúgal yfír vetrarmánuðina er fyrst og fremst sú að maðurinn minn, Þór Barðdal, er mynd- Sigrún Olsen við verk sín í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju. Mynd: Robyn. höggvari og hann vinnur í marm- ara og granít sem hann getur auð- veldlega nálgast í Portúgal. Þama er líka ódýrt að lifa og við getum verið með vinnustofuna undir ber- um hirnni." Sigrún lærði myndlist við Aka- demíuna í Stuttgart í Þýskalandi. Hún segir að myndlist sín hafí þróast mikið á undanförnum ár- um. Sigrún sýnir 19 myndir í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju sem hún hefur unnið með vatnslitum og 24 karata gullhimnum. Sýning- in verður opin á opnunartíma Safnaðarheimilisins og stendur hún út janúar. Allar myndirnar eru til sölu og er verð þeirra á bilinu 12-35 þúsund krónur. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sýni á Akureyri og vonandi ekki í þaó síðasta. Mér líst mjög vel á þá miklu grósku sem er í myndlist- inni á Akureyri og salurinn í Safn- aðarheimilinu er frábær, þetta er einstaklega falleg bygging.“ óþh Guðný Sigríður Elísdóttír Ul Fædd 18. ágúst 1940 - Dáin 12. desember 1994 Bregða Ijóma á lífsins strönd Ijóssins gjafir bestar. Sömu blómum sama hönd sáir á grafir fiestar. Káinn. Mig langar til að minnast henn- ar Guðnýjar móðursystur minnar með nokkrum orðum í þakklætis- skyni fyrir alla umhyggjuna sem hún veitti mér í gegnum tíðina. Það var áfall þegar þær fréttir bár- ust í ágúst síðastliðnum að Guðný væri herfang ólæknandi krabba- meins. Enginn vissi hversu lengi vió fengjum að hafa hana hjá okk- ur. Vonin um aó lyfin sem hún fékk myndu slá á meinið bjó í brjóstum okkar sem aó henni stóðum. Sú von reyndist haldlítil og í byrjun desember varð ljóst að hverju stefndi. Ósjálfrátt rifjast upp allar góðu minningarnar úr æsku þegar ég dvaldist hjá henni á Hömrum. Guðný var alltaf boðin og búin að taka mig til sín þegar mamma þurfti á því að halda. Ég kom þangað oft og iðulega og alltal' var það sjálfsagt mál að ég fengi aó gista þar eins og reyndar allir aðrir sem þar komu. Ég fékk að fylgja henni og krökkunum eftir við verkin og þar uróu margar ánægjustundirnar til. Hús Guðnýjar og fjölskyldu hennar stóð öllum opið og ættingj- arnir að austan og sunnan gátu alltaf treyst á hlýjar móttökur. Það var alveg sama hversu margir voru þar fyrir, það var alltaf rúm fyrir einn í viðbót og stofan á Hömrum var oft þéttskipuð. Eftir að Guðný flutti í bæinn og ég var búin að stofna mitt eigið heimili þá minnkaði samgangur okkar. Það var eins og það þyrfti eitthvert tilefni til að hittast. Helst einhverja veislu eða heimboö. Þetta er hálfgert þjóðarmein hjá Islendingum. Þeir eru svo upp- teknir af allskyns vinnu og áhuga- málurn að þeir átta sig ekki á mik- ilvægi þess aó treysta fjölskyldu- böndin og vináttuna fyrr en of seint. Maður ætlar að gera eitt- hvaó í því á nrorgun eða hinn en svo dregst þaó alltaf á langinn. Það er sárt að þurfa slíka lexíu sem dauöinn er til að átta sig á því fornkveðna, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Kristín Kolbeinsdóttir. Kirkjumiðstöðin á Vestmannsvatni: Kyrrðardagar í febrúar Dagana 3.-5. febrúar næstkomandi verða haldnir kyrrðardagar að Kirkjumiðstöðinni við Vest- nrannsvatn í Aðaldal. Eru þessir dagar ætlaðir l'yrir hverja þá er vilja hverfa frá amstri og erli dag- anna og helga tíma sinn samfélag- inu við Guð og annað fólk sem er í sörnu erindagjöróum. Einkenni kyrrðardaga er aó þar skiptast á bænahald og íhugun og er þögnin ekki rofin nenra til þeirrar iðju. Gott er aó koma tímanlega á stað- inn og vera búinn að rabba við aðra þátttakendur og anda aó sér kyrrð og friði staðarins áður en dagskráin hefst. Litskyggnu- sýníng í mat- sal ÚA í kvöld Þorgeir Baldursson, skipverji á Árbak EA, einu af skipum Ut- gerðarfélags Akureyringa, stendur fyrir sýningu á litskyggnum í mat- sal Utgerðarfélags Akureyringa hf. í kvöld, miðvikudaginn 28. desember, kl. 20. Sýndar verða lit- skyggnur utan af sjó. Allir er vel- konrnir á sýningu Þorgeirs. Dagskráin endar með því að þögnin verður rofin meó kvöld- verði sunnudaginn 5. febrúar. Æskilegt cr að þátttakendur dvelji allan tínrann en þeir sem eiga þess ckki kost geta engu aö síður tekið þátt í kyrrðardögunum. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, rektor í Skálholti, hefur umsjón með þessum kyrrðardögum en kyrrðardagar með þessu sniði hafa verið haldnir í Skálholti síðan 1989. Dagskráin verður kynnt nánar síóar en nánari upplýsingar um hana veitir sr. Jón Helgi Þórar- ÍnSSOn á Dalvík. (Tilkynning) Þorgeir Baldursson. Happdrættisnúmer Bókatíðinda í byrjun desember var Bókatíðind- um Félags íslenskra bókaútgef- enda dreift í öll hús á landinu. Bókatíðindin voru númeruð og giltu jafnframt sem happdrættis- miði. Á hverjum degi í desember og fram að jólum var eitt númer dregið út og fá hinir heppnu veró- laun. Eftirfarandi númer voru dregin út: 30475, 11500, 79904, 70297, 19437, 49051, 19512, 13693, 3324, 29509, 33241, 79864, 28742, 59141, 38807, 62927, 72332, 46092, 52266, 52184, 54121, 82698, 76678 og 69409. óþh BYGGiNGAVÖRUR LÓNSBAKKA • 601 AKUREYRI rr- 96-30321, 96-30326, 96-30323 FAX 96-27813 Vulskiptavimr athugið! Verslunin verður lokuð mánudaginn 2. janúar LÓNSBAKKA•601 AKUREYRI -zs- 96-30321, 96-30326, 96-30323 FAX 96-27813

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.