Dagur - 28.12.1994, Blaðsíða 9
EN5KA KNATTSPYRNAN
Miðvikudagur 28. desember 1994 - DAGUR - 9
Óvenju dapurt um jólin
Á annan dag jóla var heil umferð
í enska boltanum og sennilega
hefur jólasteikin verið of freist-
andi íyrir sóknarmenn deildar-
innar því þeir voru langt frá sinu
besta og fjögur markalaus jafn-
tefli litu dagsins Ijós. Manchester
United komst á toppinn í nokkra
klukkutíma með því að sigra
Chelsea en Blackburn átti leik
seinna um kvöldið gegn Man-
chester City og tryggði sér þá
toppsætið að nýju. Tottenham er
á mikilli siglingu og sigraði Nor-
wich en Everton tapaði í fyrsta
sinn í langan tíma, fyrir Sheffield
Wednesday.
CHELSEA-
MAN. UTD. 2:3
Leikmenn Manchester United voru
ekki á því að láta ófarir síðasta
tímabils, þar sem þeir töpuðu í tví-
gang fyrir Chelsea, endurtaka sig.
Meistararnir skorðu fyrsta markið á
20. mínútu þegar að Ryan Giggs
spretti úr spori upp vinstri kantinn
og gaf góðan bolta fyrir markið þar
sem Mark Hughes var mættur og
skoraði af markteig. Rétt fyrir leik-
hlé braut einn leikmanna Chelsea,
Craig Burley, illa á Paul Ince,
miðjumanni United, sem meiddist
og lék ekki með liðinu í síðari hálf-
leik. Gary Neville kom inná í hans
stað og Roy Keane var færður á
miðjuna og gaf það góða raun. Á
48. mínútu stakk Keane sér inn í
vítateig Chclsea þar sem hann var
felldur af Frank Sinclair og
vítaspyrna dæmd. Frakkinn Eric
Cantona skoraði af öryggi úr vítinu.
Heimamenn voru ekki á því að gef-
ast upp og varamaðurinn Mark
Stein gerði vel þegar hann „fiskaði“
vítaspyrnu á Gary Pallister á 56.
mínútu. John Spencer tók spyrnuna
og skoraði af ekki minna öryggi.
Eddie Newton hafði ekki skorað í
tvö ár fyrir Chelsea en hann jafnaði
leikinn á 77. mínútu með skalla eft-
ir fyrirgjöf frá Paul Furlong. Leik-
menn og aðdáendur Chelsea voru
enn að fanga markinu og töldu sig
scnnilega vera búnir að tryggja sér
annað stigið þegar að United skor-
aði sigurmarkið. Strax eftir miójuna
geystist Keane fram og kom boltan-
um á Cantona og eftir mikla baráttu
um boltann féll hann fyrir fætur
Brian McClair, sem skoraði með
góðu skoti, 3:2. Stuttu fyrir leikslok
fékk Mark Stein gott færi til að
Andy
Town-
send var
rekinn
útaf gegn
Arscnal.
jafna á nýjan leik fyrir Chelsea en
Gary Waísh sá við honum með fal-
legri markvörslu.
ARSENAL-A. VILLA 0:0
Leikurinn á Highbury var afspyrnu
lélegur og ekki að furða aó áhorf-
endur bauluðu á leikmenn í leiks-
lok. Aston Villa hefur enn ekki
tekist að vinna undir stjórn
Brian Little og virðist
ekki vera líklegt til að
rífa sig upp úr botn-
baráttunni. Arsenal »
var skárri aðilinn í
fyrri hálfleik og
Kevin Campell
komst næst því að
skora en flestar til-
raunir gestanna
komu úr langskotum.
Eina verulega mark-
verða atvikið í leikn-
um kom eftir klukku- f
tíma leik þegar Andy \
Townsend, miðju-
manni Villa, var vikið af
leikvelli fyrir að brjóta á Paul
Dickov. Brotið var ekki gróft en
Townsend hafði fengið gult spjald
fyrr í leiknum.
COVENTRY-N. FOR. 0:0
Nottingham Forest var betri aðilinn
í leiknum en tókst ekki að nýta þau
færi sem liðið skapaði sér. Besta
færi liðsins kom á 20. mínútu þcgar
að Steve Morgan, vamarmaður Co-
ventry, felldi Norðmanninn Lars
Bohinen innan vítateigs og dómar-
inn benti á vítapunktinn. Harðnagl-
inn Stuart Pearce tók spyrnuna af
mikilli ákefð og þrumuskot hans
small í þverslánni. Stan Collymore
náði ekki að nýta sín færi í leiknum
og Steve Ogrizovic varði nokkrum
sinnum vel, sérstaklega einu sinni
frá lan Woan.
EVERTON-SHEFF. W. 1:4
Everton hafði ekki fengið á sig
mark síðan Joe Royle tók við liðinu
og fáir bjuggust viö þessum skell á
Goodison Park gegn liði Sheffield
Wednesday, sem hafði gengið illa
að finna leiðina í netið fram til
þessa. Duncan Ferguson kom
heimaliðinu yfir á 36. mínútu en
forustan stóð ekki lengi og aðeins
tveimur mínútum síðar hafði Mark
Bright jafnað fyrir gestina. Eftir vel
útfærða aukaspyrnu barst boltinn
fyrir markið þar sem Bright fékk
nægan tíma til að skora. Stuttu fyrir
jól nældi Wednesday í framherjann
Guy Whittingham frá Aston Villa í
skiptum fyrir tengiliðinn Ian Tayl-
or. Whittingham var hetja liðsins á
Goodison og kom gestunum yfir
á 42. mínútu. Tveimur mínút-
um eftir hlé bætti síðan
sænski landsliðmaðurinn
Klas Ingesson þriðja
marki Wednesday við
og var það hans fyrsta
fyrir liðið. Guy Whitt-
ingham innsiglaði síðan
sigurinn tíu mínútum fyrir
leikslok með öðru marki sínu
og ef hann heldur svona áfram
ætti Wednesday að fara í stórum
stökkum upp töfluna.
NORWICH-
TOTTENHAM 0:2
Tottenham er á mikilli siglingu
þcssa dagana og sigur liðsins á
Norwich var auðveldur og verð-
skuldaður. Nicky Barmby skoraði
fyrsta markið á 11. mínútu þegar
hann rcnndi í netið eftir góðan und-
irbúning frá kantmanninum Darren
Anderton. Tottenham geymdi það
fram á 88. mínútu að innsigla sigur-
inn og aftur var það Anderton sem
lagði upp markið. Hann kom bolt-
anuni á Teddy Sheringham sem
HOIST£»
Nicky
Iiarniby
og
félagar
hans í
Totten-
ham
stcfna
á toppinn.
reyndi skot utan teigs. Það fór í Rob
Ullathorne, varnarmann Norwich,
og í háan boga yfir Bryan Gunn í
markinu. Eini leikmaður Norwich
sem eitthvað sýndi var nýliðinn As-
hley Ward, sem var duglegur í
framlínunni.
WEST HAM-IPSWICH 1:1
Leikur West Ham og Ipswich bar
þess glöggt merki að þama voru tvö
af slakari liðum deildarinnar á ferð.
Heimaliöið hafði yfirburói allan
tímann og tók forustuna á 16. mín-
útu þegar að Matthew Rush kom
boltanum innfyrir vörn Ipswich þar
sem Tony Cottee kom á
Guy Whittingham
skoraði tvö mörk í
fyrsta lcik sínum
með Shefficld
Wcdncsday.
fleygiferð og skoraði. Þrátt fyrir
fjölmörg færi náði liðið ekki að
bæta við mörkum og Ipswich nýtti
sér það. Chris Kiwomya gaf fyrir
frá hægri kanti á 73. mínútu og
Daninn Claus Thomsen skallaði
efst í hornið úr miðjum teignum.
Þar með var annað stigið í höfn hjá
Ipswich, sem enn hefur ekki ráðið
framkvæmdastjóra. George Burl-
ey, fyrrum bakvöróur liðsins,
7 þykir nú líklegastur til að taka
f við stöðunni.
LEEDS-NEWCASTLE
0:0
Lítið fjörugur leikur á Elland Ro-
ad, þar sem Newcastle fékk færi
framan af leiknum og Andy Cole
fór illa með gott færi fyrir hlé.
Besta færið fékk þó varnarmaður-
inn Steve Howey sem átti goðan
að marki Leeds en John Luk-
ic sýndi að hann hefur engu gleymt
og varði með miklum tilþrifum.
Hinum megin bjargaði Pavel
Srnicek á síðustu stundu þegar hann
náði að slá skallabolta frá Carlton
Palmer í þverslána.
LEICESTER-
LIVERPOOL 1:2
Það er óhætt að segja að Liverpool
hafi sloppið vel frá Filbert Street í
Leicester þegar liðið fór heim með
öll stigin. Robbie Fowler skoraði
l'yrsta mark leiksins á 67. mínútu úr
mjög umdcildri vítaspyrnu en að-
eins mínútu áður hafði David Jam-
es, markvörður Liverpool, varið
vítaspyrnu frá Steve Thompson. Á
76. mínútu bætti markahrókurinn
Ian Rush örðu marki við og sigur-
inn virtist í höfn. Ekki bætti það
stöðu Leicester þegar að Simon
Grayson var vikið af leikvelli fyrir
gróft brot cn leikmenn liósins voru
þó ekki á því að gefast upp og Iwan
Roberts minnkaði muninn á 87.
mínútu. Síðustu mínúturnar var
mikil spenna og heimamenn gerðu
ákafa tilraun til að jafna metin en
tókst ekki. David James var hetja
Liverpool en hann varði í tvígang
meistaralega utan þess að verja
vítaspymuna.
CRYSTAL PAL.-QPR 0:0
Leikmenn Crystal Palace eiga við
vandamál að stríða. Þeim tekst ekki
að koma tuðrunni í netið. Liðiö
hafði yfirburði gegn QPR en þegar
þeir komu upp að markinu voru
þcir heillum horfnir. Þeir hafa nú
leikið í níu klukkutíma án þess að
skora í deildinni og Gareth South-
gate fékk bestu færin en skot hans
fóru bæði í þverslá og stöng. Gest-
irnir áttu fá tækifæri en besta þeirra
fékk táningurinn Kevin Gallenn og
klúðraði hann því.
Dean Holdsworth virðist búinn
ná sér af mciðslunum og er farinn
að skora á ný.
SOUTHAMPTON-
WIMBLEDON 2:3
Það var mikið um kunnuglega takta
í þessum leik. Jason Dodd skoraði
fyrsta mark leiksins á 11. mínútu en
skot hans fór beint á Hans Segers,
markvörð Wimbledon, sem missti
boltann klaufalega framhjá sér og í
netið. Tíu mínútum síðar jafnaði
Dean Holdsworth af stuttu færi eftir
að Bruce Grobbelaar hafði misst frá
sér fyrirgjöf. Á 38. mínútu gerði
Grobbelaar aftur svipuð mistök en
að þessu sinni náði hann ekki fyrir-
gjöfinni og Mick Harford skallaöi í
netið. Tveimur mínútum fyrir leik-
hlé tók Matthew Le Tissier upp
galdrasprotann og skoraði með
glæsilegu skoti og staöan var jöfn í
hléi. Síðari hálfleikur var ekki eins
ljörugur en það hitnaði þó í kolun-
urn um miðjan hállleikinn þegar
Andy Thorn, miðverði Wimbledon,
var vísað útaf fyrir tvö gróf brot á
sömu mínútunni. Einum færri náðu
gestimir þó að tryggja sér sigurinn
á 76. mínútu þegar að Efan Ekoku
féll um Neil Heaney og vítaspyma
dæmd. Holdsworth tók spyrnuna og
tryggði sigurinn.
1. DEILD
Middlesbrough náði ekki að sigra
Sheffield United þrátt fyrir að leika
einum leikmanni fleiri allan síðari
hálfleik. Á 40. mínútu var Paul
Beesley, varnarmanni Sheffield,
vikið útaf en efsta lióinu tókst illa
að nýta sér liðsmuninn. Glyn Hod-
ges skoraði fyrst fyrir Sheffield en
Craig Hignett náði að bjarga andliti
leikmanna Middlesbrough þegar
hann jafnaði seint í leiknum. Ulf-
arnir töpuðu fyrir Oldham og enn
var það gamla kempan Andy
Rithcie sem var á skotskónum.
Hann skoraói þrennu í 4:1 sigri og
er þetta í annað sinn sem hann leik-
ur þann leik í vetur.
MANCHESTER CITY-BLACKBURN 1:3
Aftur á toppinn
Leikur Manchester City og
Blackburn á Maine Road hófst
síðar en aðrir leikir í ensku úr-
valsdeildinni á annan í jólum.
Blackburn nældi aftur í topp-
sætið sem Manchester United
hafði náð fyrr um daginn.
Blackbum byrjaði af krafti og
skoraði fyrsta markið í leiknum
á 10. mínútu. Graeme Lc Saux
gaf fyrir markiö frá vinstri og
Chris Sutton stökk manna hæst
og skallaöi að markinu. Boltinn
hafnaði í þverslánni en beint fyr-
ir fætur Álan Shcarer scm klár-
aði dæmið. Blackburn var kom-
iö á skrió og Mark Atkins bætti
öðru marki við meó smá aóstoó
frá vamarnianni, sem breytti
stefnu boltans framhjá mark-
vcróinum. Heimamcnn börðust
eins og ljón það sem eftir var
fyrri hálfleiks og Niall Quinn
kom þeim aftur inn í leikinn
með góðu skallamarki fyrir hlé.
En á 66. mínútu gerði Le Saux
vonir þcirra að engu þcgar hann
skoraói glæsilegt mark beint úr
aukaspymu. Mikil bleyta var t
Manchester og hasar á vellinum.
Le Saux var heppinn aö fá ekki
rauða spjaldið í leiknum þegar
honurn lenti saman við Þjóðverj-
ann Uwc Rösler cn báðir sluppu
með skrekkinn.