Dagur - 19.01.1995, Blaðsíða 1
78. árg.
Akureyri, fimmtudagur 19. janúar 1995
13. tölublað
Venjulegir og demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Ljótsstaðir í Unadal:
Snjóf lóðahætta í gær
Björgunarsveitin á Hofsósi
náði síðdegis í gær í heimil-
isfólk á bænum Ljótsstöðum við
Unadal en talið var óráðlegt að
fólk væri á bænum vegna snjó-
flóðahættu. Snjóflóð féll á bæinn
fyrir 20 árum og tók þá útihús.
„Þetta er snarvitlaust veóur og
búið að vera það í dag,“ sagði Jón
Guðmundsson sveitarstjóri á
Hofsósi í gærkvöldi. Hann sagði
erfitt að meta snjómagnið en ekki
hafi verið talið hættandi á að fólk
væri á Ljótsstöðum á meðan
versta veðrið gangi yfir.
Víóar á Norðurlandi var grannt
fylgst með snjóflóóahættu í gær.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Siglufirði var ástand
kannað ofan bæjarins í gær en
ekki talin ástæða til aðgerða. JÓH
Blönduós og Sauðárkrókur:
Veðurhamur og
lausar þakplötur
Vetrarveður um allt Norðurland
Hið versta veður var um allt Norðurland í gær en óhöpp urðu ekki. Rafmagnstruflanir urðu víða, t.d. varð
rafmagnslaust á Kópaskeri fyrir hádegi og fram eftir degi. Truflana varð einnig vart á Eyjafjaröarsvæðinu
þó þar hafi rafmagn ekki farið. Rafmagn fór þó á tugum bæja í Húnavatnssýslum og Skagafirði enda fárviðri á
þeim slóðum í gærdag. Rafmagn fór einnig af nyröri hluta Eyjafjaröarsvæðisins um kvöldmatarleytið.
Vegir voru víða ófærir, t.d. á Öxnadalsheiði, í Víkurskarði, Ölafsfjarðarmúla og víðar. Þungfært á mörgum
þéttbýlisstöðum, sérstaklega í úthverfum. JÓH
Hér er einfaldlega spænuvit-
laust veður,“ sagði Kristján
Þorbjörnsson, lögreglumaður á
Blönduósi, síðdegis í gær. Þar í
bæ var mikil veðurhæð og björg-
unarsveitarmenn aðstoðuðu fólk
í og úr vinnu. Þakplötur losnuðu
á einu húsi en fljótlega tókst að
festa þær aftur.
Sömu sögu var aö segja á
Sauðárkróki. Þar var björgunar-
sveit kölluð út lögreglunni til að-
stoðar, bæði til að hjálpa fólki og
einnig vegna þakplatna sem losn-
uðu á einu þaki.
Færð var orðin þung á Sauðár-
króki undir kvöld í gær, sér í lagi í
efri hverfunum enda var veður þar
með versta móti. JÓH
Hlutfallslegt atvinnuleysi enn mest á Norðurlandi eystra:
Um 8,1% af áætluðum mann-
afla í kjördæminu án atvinnu
Hlutfallslegt
1
atvinnuleysi á
.landinu í desember sl.
mældist enn mest á Norðurlandi
eystra. Meðalfjöldi atvinnu-
lausra í kjördæminu var um
983, eða um 8,1% af áætluðum
mannaafla á Norðurlandi eystra
en var 5,8% í nóvember sl. Á
Norðurlandi vestra var meðal-
Ijöldi atvinnulausra 331, eða um
6,3% af áætluðum mannafla í
kjördæminu en var 3,5% í nóv-
ember sl.
Atvinnuástand á Noróurlandi
eystra versnaði um 40,4% frá því í
nóvember en að meðaltali fjölgaði
atvinnulausum þar um 280 í des-
embermánuði. Atvinnuleysi
minnkaöi hins vegar um 15,3%
frá desember 1993.
Atvinnuástandió versnaði alls
staðar á svæðinu en þó langmest á
Akureyri, þar sem fjölgaði um 79,
eða um 17% og á Húsavík um 73
að meðaltali og rúmlega tvöfald-
aðist. I Ólafsfirði fjölgaói atvinnu-
lausum um 17 aó meðaltali, um 16
á Dalvík, unt 15 á Raufarhöfn, um
13 á Þórshöfn, um 12 í Hrísey, um
11 í Árskógs- og Skútustaða-
hreppi, um 7 í Aðaldælahreppi og
umj5 á Grenivík.
Á Akureyri voru 543 skráðir
atvinnulausir aö meóaltali í des-
ember sl., 107 á Húsavík, 60 á Ól-
afsfirði, 44 í Skútustaðahreppi, 29
í Eyjafjarðarsveit, 25 á Raufar-
höfn, 24 á Dalvík og 20 í Aðal-
dælahreppi.
Á Akureyri voru um 55% at-
vinnulausra á svæóinu skráðir og
um 11% á Húsavík en minna en
og 6,3% af áætluðum mannafla á Norðurlandi vestra
7% atvinnulausra voru skráðir
einstökum sveitarfélögum.
Norðurland vestra
Atvinnulausum á Norðurlandi
vestra fjölgaði um 148 að meðal-
tali milli mánaðanna nóvember og
desember sl. Atvinnuleysið jókst
um 81,6% frá því í nóvember en
minnkaði hins vegar um 28,3%
frá desember árið 1993.
Atvinnuástandið breyttist mest
á Siglufirði en þar meira en fjór-
faldaðist atvinnuleysið og at-
vinnulausum fjölgaði að meðaltali
um 41. Á Skagaströnd fimmfald-
aðist atvinnuleysið en þar fjölgaði
atvinnulausum um 29. Á Blöndu-
ósi fjölgaði um 18, um 11 á Sauð-
árkóki og nágrenni, um 9 á
Hvammstanga, um 8 í Þorkels-
hólshreppi, um 6 á Hólmavík, um
5 á Drangsnesi og um 4 í Ámes-
og Lýtingsstaðahreppi
en minna
Atvinnulausum
Bæjarhreppi og
annars staðar.
fækkar aðeins
Seyluhreppi.
Um 62 eða 22% atvinnulausra
á svæðinu voru skráðir á Sauðár-
króki og nágrenni, um 55 eða 17%
á Blönduósi og nágrenni, um 54
eða 17% á Siglufirði og 32 eóa
10% á Skagaströnd. KK
Dögun hf. Sauðárkróki:
Vinnsla stoðvast ef ekki
geftir fljótlega á sjó
Rækjuverksmiðjan Dögun hf.
á Sauðárkróki hefúr auglýst
eftir bátum í viðskipti og býður
þeim tonn á móti tonni, en Tóm-
as Ástvaldsson verksmiðjustjóri
segir að með þessu sé verið að
tryggja stöðuga framleiðslu fyrri
hluta árs meðan verð á rækjunni
er sæmilega gott. Dögun hf. hef-
ur alltaf verið með báta í við-
skiptum, en misjafnt hvort þeim
hefur verið boðin viðskipti upp á
að veiða tonn á móti tonni.
Tómas segist bjartsýnn á að fá
báta í viðskipti.
Vinna er nýlega hafin í verk-
smiðjunni á þessu ári og hefur
hráefni m.a. komið frá rækjuverk-
smiðjunni Særúnu hf. á Blönduósi
en þessa dagana er eðilega enginn
á sjó vegna veðurs. Verksmiðjan á
lítið af frosinni rækju til að grípa
til ef ferskt hráefni bregst. Af-
kastageta verksmiðjunnar er um 8
tonn á 8 stunda vinnudegi en
vinnslan stöðvast eftir þrjá daga ef
bátarnir komast ekki fljótlega á
sjó.
Rækjuvinnsla er ekki hafin enn
hjá Hólanesi hf. á Skagaströnd en
þar hafa staðið yfir lagfæringar og
breytingar á vinnslusalnum.
Vinnsla hefst ekki þar fyrr en fyr-
irsjáanlegt er að vinnslan getur
oröið samfelld, en stefnt er að því
í næstu viku. Verksmiðjunni
bauðst hráefni frá Hvammstanga í
lok sl. viku en það fór til vinnslu á
Blönduósi, þar sem magnið var
ekki talið nógu mikið til að hefja
vinnslu með. GG
Sjómannafélag Eyjafjaröar:
Viðræður í gangi
um fiskverð
Sjó-
íslands
Formannafundur
mannasambands
verður haldinn í dag og þar
verður fiskverðsdeila sjó-
manna og útgerðar togaranna
Hólmaness og Hólmatinds til
umræðu auk þess sem samn-
ingamál verða á dagskrá en
ekkert hefur þokast í þá átt
enn sem komið er.
Konráó Alfreðsson, formað-
ur Sjómannafélags Eyjafjarðar,
segir að viðræður séu í gangi
við Útgerðarfélag Akurcyringa
hf., en þegar togarar útgerðar-
innar vom í landi milli jóla og
nýárs var skipuö viðræðunefnd
sem í eiga sæti tveir af hverju
„Það var samið við Utgcrð-
arfélagið vorið 1991 um fisk-
verð en 22. febrúar 1994 breytti
Útgerðarfélagið einhliða verði
á karfa, en þrátt fyrir að í land-
inu sé frjálst fiskveró á það lög-
um samkvæmt að ákveóast
með samninguni milli kaup-
enda og seljenda. í þessu tilfelli
em sjómennimir seljendumir,"
segir Konráð Alfreðsson.
A formannafundi Sjómanna-
sambandsins verður reynt að
samræma kröfur aðildarfélag-
anna og sameiginleg krölúgerð
mótuð, skipuð samninganefnd
og framhaldið skipulagt. GG
Eyjafjarðarsveit:
Sex hross í fönn
Ióveðrinu á mánudagsnóttina
og mánudaginn fennti sex
hross við bæinn Villingadal í
Eyjafjarðarsveit. Eitt hrossanna
er dautt og annað ófundið, auk
þess sem það þriðja er mjög
máttfarið.
Hrossin, sem voru folar á öðru
ári og tvö fullorðin, voru á túninu
skammt frá bænum, en hafa að
öllum líkindum hrakist undan
veðrinu og undir hall þar sem þau
fennti í kaf. Hjálparsveitin Dal-
björg í Eyjafjarðarsveit kom og
hjálpaði til við að grafa hrossin
upp. Auk þessa er eins hross sakn-
að frá bænum Torfufelli. Óhemju
hvasst var á þessum slóóum, eins
og raunar víðar, iðulaus stórhríð
og í óveðrinu rak snjóinn í harða
skafla. HA