Dagur - 19.01.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 19.01.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 19. janúar 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 ----LEIÐARI----------------------------------------------------------------- Samhugur í verki Fjölmiðlar í samvinnu við Hjálparstofnun kirkj- Ekki þarf að efast um að viðbrögð íslend- unnar, Rauða krossinn og Póst og síma hafa inga munu ekki láta á sér standa. „Missir eins tekið höndum saman um að efna til landssöfn- er missir okkar allra", sagði frú Vigdís Finn- unar vegna náttúruhamfaranna í Súðavík. bogadóttir, í ávarpi til þjóðarinnar sl. mánu- Söfnunin ber yfirskriftina „Samhugur í verki" dagskvöld. Sorg Súðvíkinga er sorg allrar þjóð- og hefst formlega í kvöld kl. 19.55 með ávarpi arinnar. Á slíkum sorgarstundum stendur frú Vigdísar Finnbogadóttur, samtírais á báð- þjóðin saman sem einn maður, samhugurinn um sjónvarpsrásunum og öllum útvarpsrásum er ríkjandi. Þjóðin réttir hjálparhönd eins og í landsins. hermar valdi stendur. Manntjón verður aldrei Fólk getur hringt í símanúmer landssöfnun- bætt en eignatjón er að hluta unnt að bæta. arinnar og tilgreint fjárupphæð sem er sett á Þess vegna eru íslendingar hvattir til að greiðslukort eða heimsendan gíróseðil. Þá leggja sitt að mörkum svo milda megi áhrif verður hægt að leggja inn á sérstakan banka- þessara hörmungaratburða á líf og afkomu reikning söfnunarinnar hjá öUum bönkum og fjölskyldna og einstaklinga í Súðavík. sparisjóðum. Símanúmer söfnunarinnar er 800-5050 íslendingar hafa oft sýnt það í verki að sam- (grænt númer) en bankareikningurinn er nr. takamátturinn getur gert kraftaverk. Þegar 1117-26 800 í Sparisjóði Súðavíkur. Tekið verð- eftir aðstoð er leitað bregðast landsmenn ur á móti framlögum í símamiðstöðinni kl. 20- skjótt við. Gott dæmi um það er söfnun til 22 í kvöld, á morgun, föstudag, kl. 10-22 og á styrktar sr. Pétri Þórarinssyni og fjölskyldu í sama tíma á laugardag og sunnudag. Auk Laufási. Nú þurfa Súðvíkingar á öllum þeim þess verður tekið við framlögum á bankareikn- stuðningi að halda sem hægt er að veita þeim. ing söfnunarinnar frá 20. janúar til 3. febrúar. Sýmrm samhug í verki. Fjöldi manns samfagnaði Valgerði í Safnaðarheimilinu. Valgerður ásamt uppáhalds frænda sínum, Iljalta Einarssyni í Rcykja- vík. Afmælisbarnið „vopnað“ hcrlcgu höfuðfati. Til hægri er Kristján Magnús- son, sálfræðingur á Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra, og á milli hans og afmælisbarnsins er skemmtileg mynd sem tckin var af Valgerði í æsku. Fimmtugs- afmæli Valgerðar Valgerður Hrólfsdóttir, starfsmað- ur Fræósluskrifstofu Norðurlands eystra á Akureyri og varabæjar- fulltrúi Sjálfstæóisflokksins á Ak- ureyri, fagnaöi 50 ára afmæli sínu sl. sunnudag. Valgerður bauð til herlegrar veislu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju sl. laugardags- kvöld og voru gestirnir sem næst 150 talsins. Meðfylgjandi rnyndir voru teknar í veislunni. óþh Katrín Ragnarsdóttir, samstarfs- kona Valgerðar á Fræðsluskrifstof- unni, fer með gamanmál. Hjónin Valgerður Hrólfsdóttir og Kristinn Eyjólfsson, læknir, ásamt tveim af þremur sonum sínum, Hrólfi Mána (t.v.) og Grétari Orra. Stcfán Snær Kristinsson, sonur Valgerðar og Kristins Eyjólfssonar, og kennari hans, Guðrún Þórarinsdóttir. Myndir: HMK. Spillingar - hvað? - opið bréf til Vilhjálms Inga Arnasonar Ágætur Vilhjálmur Ingi! í Degi frá því í gær gefur að líta grein þína, cr þú kýst að nefna „íslensk spilling“. Nokkuð löng grein en fljótlesin. Það er ekki ætl- unin að fjölyrða um efnismeðferð og innihald, en hafa skal í huga, að ekki fer nauðsynlega saman greinarlengd og gæði. Siðblinda mín er sennilega slík, að mér reynist nokkuó erfitt aö njörva hugtakið „spilling" niður þannig að úr verði heilsteypt mynd. Orðsifjabókin, þessi ís- lenska, nefnir hugtök eins og „glötun, vont siðferði, skemmd...“ Afstæð hugtök en al- menn. Hvað ákvarðar sióferói? Þú höfðar til ákveðins staðals sem við, sem samfélag, þó öllu heldur sem kristið samfélag, leitumst við að virða. Þér sárnar að einhver slúbertinn laug aö þér. Eflaust reiði hins réttsýna manns, eða er ekki svo? Það sem fyrir mér vakir er þetta: Þú tilgreinir ýmsar stéttir samfélagsins sem fulltrúa þeirra afla, sem grafa undan samfélag- inu, lögfræðinga, lækna, útgerðar- menn.o.fl. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þú, Vilhjálmur Ingi Árnason, sért í raun hótinu skárri. Lítum nánar á þetta. Að starfsþjálfun til ert þú sjúkranuddari. Samkvæmt skil- greiningu fellur starfsvettvangur þinn ekki undir heilbrigðiskerfið. Þú starfar utan þess. Á venjulegu mannamáli þýðir þetta að þú nuddar og nuddþeginn greiðir fyr- ir þjónustuna. Engir millilióir. Tryggingastofnun ríkisins kemur þar hvergi nærri. Sjúkraþjálfun er skilgreind af hálfu þessa (spillta) kerfis á nokkuó annan hátt. Tryggingastofnun ríkisins er milli- liður, greióir ýmist allan meðferð- arkostnað eða 60% miðað við sjúkdómsgreiningu. Ég kom hér til starfa ’87. Ljóst var strax í upphafi, að sumir skjól- stæðinga minna höfðu verið hjá þér í nuddi á árum áður. Er það í sjálfu sér gott og blessað. Hitt er svo öllu athyglisverðara, að þeir hinir sömu voru í flestum tilvikum á spjaldskrá Tryggingastofnunar ríkisins fyrir sama tímabil. Þetta þýðir, að Tryggingastofnun ríkis- ins var látin borga brúsann, þ.e. þessi 60%. Það sem á vantaði, þessi 40%, greiddi viðkomandi úr eigin vasa. Það er því nokkuð ljóst, svona út frá venjulegri lógikk, aó einhver fer ekki með Ómar Torfason. rétt mál, þú annars vegar eða Tryggingastofnun ríkisins og skjólstæðingar hins vegar. Það eru, held ég, tölfræðileg ólíkindi að Tryggingastofnun ríkisins og skjólstæðingar nái aö ljúga í kór. Sennilegra er, og reyndar staðfest, að þú hafir logið þig inn í Trygg- ingastofnun ríkisins og krafið þá stofnun þóknunar fyrir þína eigin vinnu, sem þeirri stofnun bar á Hvað ákvarðar siðferði? Þú höfðar til ákveð- ins staðals sem við, sem samfé- lag, þó öllu heldur sem kristið samfélag, leitumst við að virða. engan hátt að greiða. Sennilega dágóð summa gegnum tíðina. Mér sýnist, þú útvörður ís- lensks siðgæóis, málið snúast síst um hvort þú sért spilltur heldur hversu djúpt títtnefnd spilling rist- ir. Með virðingu miðað við að- stæður. Ómar Torfason. Höfundur er sjúkraþjálfari á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.