Dagur - 19.01.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 19.01.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. janúar 1995 - DAGUR - 5 Styrktartónleikar á Grenivík Tónleikar til styrktar séra Pétri Þórarinssyni voru haldnir í íþróttahúsinu á Grenivík sunnudaginn 15. janúar. Fram komu margir listamenn, sem sýna viidu séra Pétri og fjölskyldu hans samhug í því mótlæti og veikindum, sem á hann hafa herj- að undanfarna mánuði og ár. Fyrstir á efnisskrá tóneikanna voru félagar í Passíukórnum. Stjórnandi hans er Roar Kvam en undirleikari með kórnum Richard Simm. Næst lék Richard Simm Sónötu í G dúr eftir D. Scarlatti. Mánakórinn undir stjórn Michaels Jóns Clarke var næstur á efnisskrá en undirleikari hans er Guðný Erla Guðmundsdóttir. Kvartett skipaður Eileen K. Silcocks, blokkflautuleikara, Grétu Baldurs- dóttur, fiðluleikara, Jacqueline Simm, óbóleikara, og Richard Simm, semballeikara, lék tvo þætti úr kvartett eftir G. Th. Tele- mann. Síðan kom fram Karlakór Akureyrar Geysir undir stjórn Ro- ars Kvam og með Richard Simm TÓNLI5T HAUKUR ÁCÚSTSSON SKRIFAR sem undirieikara á píanó. Tónleik- unum lauk með samsöng allra flytjenda. Stjórnendur samsöngs- ins voru Roar Kvam og Michael Jón Clarke. Svo sem sjá má, var hér um af- ar fjölbreytta tónlistarefnisskrá að ræða. Hún var vel flutt og öllum þeim til sóma, sem að stóóu. Aheyrendur voru margir og gerðu góðan róm aö flutningi, svo sem vert var. Það ágæta tónlistarfólk, sem hér kom við sögu, lét ekki staðar numið við tónleikana á Grenivík. Þeir voru endurteknir á Svalbarðs- strönd sama dag og síðar í Hlíðar- bæ. Slíkt lýsir mikilli fómarlund og ekki síður stórfelldum hlýhug í garð þeirra, sem styrkja á með þessum tónleikum. Stundin í Iþróttahúsinu á Grenivík var líka áhrifamikil. Hámarki náði hún í lokasamsöngnum og ekki síst í laginu Þakkargjörð, sem er eftir óþekktan höfund. Hinn marg- menni sameinaði kór söng lagið af innileika og góðri samhæfmgu. Það reis erindi af erindi og náði eðlilegum og hrífandi hápunkti í lokaversinu. Þaó vekur hlýju í sál að verða vitni af fórnfúsu starfi, þar sem lögð er fram vinna af óeigingirni fyrir gott og þarft málefni. Sú til- finning fyllti hugann í Iþróttahús- inu á Grenivík á styrktartónleik- unum sunnudaginn 15. janúar. Hún er góð og hún er mannbæt- andi fyrir hvern þann sem reynir, og væntanlega hefur hún verið allra reynsla jafnt Uytjenda sem áheyrenda á þessari svifhröóu en gjöfulu samverustund. ^ V—/ kJ Sendum í póstkröfu. Þ. Björgúlfsson hf., Hafnarstræli 19, 600 Akureyri. Sími 96-25411. Fax 96-12099. Alþýðubandalagid Norðurlandi eystra Kjördæmisþing Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í Norðuriands- kjördæmi eystra er boðað til fundar í Lárusarhúsi, Akureyri, sunnudaginn 22. janúar nk. kl. 11. Dagskrá: 1. Skipan framboðslista Alþýðubandalagsins fyrir kom- andi alþingiskosningar, tillaga uppstillingarnefndar. Umræður og afgreiðsla. 2. Kosningaundirbúningur. 3. Málefnaáherslur Alþýóubandalagsins og stjórnmála- viðhorfið. 4. Umræður og afgreiðsla mála. 5. Önnur mál. Stjórn Kjördæmisráðs. Hljómsveitin Rafael á Húsavík: Fara hvert á land sem er - að leika fyrir dansi Hljómsveitin Rafael á Húsavík hefur starfað í fjögur ár. Að vísu var einn hljómsveitarmeðlima sendur í skóla og annar seldur, en menn hafa komið í manna stað. Hljómsveitina skipa nú: Þórarinn Jónsson, sem lemur trommur, Jón Ingólfsson á hljómborð, Hjálmar Ingimarsson á bassa og Elvar Bragason á gítar. Dagur leit við á æfíngu hjá Rafael, en hljómsveitina skipa hressir náungar sem eru til með að fara hvert á land sem er til að leika fyrir dansi, og þeir leika músík eftir óskum viðskiptavin- anna hverju sinni. Þeir hafa leikið á svæðinu frá Þórshöfn til Siglu- fjarðar, og ferðirnar til að spila ýmist verið farnar í grenjandi stór- hríóum eða öskrandi blíðviðrum. Þeir félagar segja að mikið hafi verið að gera í fyrravetur en í vet- ur séu óvenju margar hljómsveitir starfandi á svæðinu og því geti þeir bætt vió sig verkefnum. Þeir segja að peningarnir fyrir spila- mennskuna séu ekki aðalmálið, heldur sé alveg nauðsynlegur þátt- ur tilverunnar að æfa og starfa með hljómsveit. IM Dansstudioið á Akureyri: Innritun stendur yfir Um þessar mundir er verið að inn- rita á námskcið hjá dansskólanum Dansstudioinu á Akureyri. Það eru danskennararnir Sigurbjörg Sig- fúsdóttir og Anna Breiðfjörð Sig- urðardóttir, sem báðar eru búsettar á Akureyri, sem eiga og reka Dansstudioið. Kennslustaður er Oseyri 6, efri hæð. Fjölbreytt þjónusta er í boði lyrir fólk allt frá fjögurra ára aldri. Hver kennslustund fyrir börn er 50 mínútur og er hluti tímans nýtt- ur til skemmtilegra og áhugavekj- andi leikja og leikdansa en hinn hlutinn í beina kennslu í dansi. Tímarnir fyrir fullorðna hjá Dansstudioinu eru ein og hálf klukkustund í senn. Kennslan stendur yfir í tíu vikur og l'er fram. einu sinni í viku. Boðið er upp á sérnámskeið fyrir félagasamtök og hópa Og einkatíma. Fréttatilkynning. Laimagreiáendur! Lau nam iðuni ber að skila í síðasta lagi 21. janúar Allir sem greitt hafa laun á árinu 1994 eiga að skila launamiðum ásamt launaframtali á þartil gerðum eyðublöðum til skattstjóra. % RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Skilafrestur rennur út 21. janúar —..

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.