Dagur - 19.01.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 19.01.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. janúar 1995 - DAGUR - 7 Aðalstcinn Bcrgdal í hlutverki sínu. Stuðst var við gamlar ljósmyndir af Davíð Stefánssyni í karlgcrvunum í sýning- unni. mannsson, Rósa Guðný Þórsdótt- ir, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Þórey Aóalsteins- dóttir. Tónlistin spilar stórt hlutverk í sýningunni enda eru mörg þeirra laga sem gerð hafa verið við ljóð Davíðs Stefánssonar vel þekkt. Tónlistarflutningurinn er í hönd- um leikhúskvartetts sem Atli Guð- laugsson, tónlistarstjóri, setti sam- an vegna uppfærslunnar. Auk Atla skipa kvartettinn þau Jóhannes Gíslason, Jónasína Arnbjörnsdótt- ir og Þuríður Baldursdóttir. Undir- lcikari þeirra er Birgir Karlsson. Tvö verk samhliða hjá LA „A svörtum fjöðrum“ er tveggja tíma löng sýning og verður frum- sýningin kl. 20.30 á laugardags- kvöld. A sunnudag verða svo tvær sýningar, þ.e. kl. 16 og 20.30. Jafnframt þessari nýju sýningu heldur Leikfélag Akureyrar áfrarn að sýna „Ovænta heimsókn", jóla- sýningu félagsins sem fengið hef- ur góða aðsókn. Loks má geta þess að meðan á sýningum „A svörtum fjöðrum“ stendur hjá LA verður sýning á ljóðum Davíðs Stefánssonar á veggjum samkomuhússins. JÓH Stuðst við Davíð sjálfan í karlgervunum - segir Olöf Kristín Siguröardóttir, búningahönnuður Ólöf Kristín Siguróardóttir, hann- aði búninga fyrir leikverkið „A svörtum fjöðrum“. Hún hefur áður komið lítillega við sögu í búninga- hönnun í leikhúsi en þetta er hennar fyrsta búningaverkefni fyr- ir Leikfélag Akureyrar. Ólöf Kristín segir textann aðalatriðið í sýningunni en lcikarar og búning- arnir hjálpi til að mynda heild- stæðar myndir í atriðunum. „Það er ekki mjög flókin svið- setning í sýningunni þannig aö hreyfingar leikaranna og búning- arnir gera textann áhrifaríkari fyrir áhorfandann,“ segir Ólöf. Búningana segir hún í raun og veru klassíska. Gengió var út frá árunum um og fyrir 1930, þegar Davíð Stefánsson frá Fagraskógi var maóur á besta aldri. Ljóðabók- in „Svartar fjaðrir“ kom út árið 1919 þannig aó segja má að það sé tímabilið frá 1919 til 1930 sem byggt var á þegar búningarnir voru hannaðir. „Það er síóan stuðst vió hann sjálfan í karlgervunum, þeir eru allir eins klæddir og endurspegla einn mann sem samt sem áður er að segja frá sammannlegum upp- lifunum. Við erum samt sem áður ekki að reyna að búa til Davíð Stefánsson á sviðinu en styójumst viö útlit hans eins og við höfum séð hann á Ijósmyndum frá þess- um tíma,“ segir Ólöf. Umgerðin um sýninguna segir hún mjög einfalda, bæði leikmynd og búninga enda er það orðið sjáft, ljóóatextinn sem skiptir mestu máli. „En það er mjög dramatískur andi í sýningunni og djúpar tilfmningar. Þetta er spenn- andi sýning scm ég vona að nái til fólks,“ sagði Ólöf. JÓH Ólöf Kristín Sigurðardóttir, búningahönnuður, scgir búningana byggða á timabilinu milli 1919 og 1930, eða árunum eftir að Ijóðabókin „Svartar fjaðrir“ kom út. Dagskrá í Möðruvalla- kirkju á aldaraímæli Davíðs Stefánssonar í tilefni af aldarafmæli Davíðs Stef- ánssonar skálds frá Fagraskógi á laugardag gangast íbúar Arnames- hrepps fyrir klukkutíma dagskrá um skáldið í kirkjunni á Möðru- völlum í Hörgárdal á afmælisdag- inn, en Davíð er jarðsettur þar. Allir eru velkomnir á samkom- una, sem hefst kl. 14 nk. laugar- dag, 21. janúar. Þar mun Gunnar Stefánsson, dagskrárfulltrúi, flytja crindi um skáldið og tengsl hans við heimahagana. Einn af kunn- ingjum Davíös mun í stuttu rnáli segja frá kynnum sínum af hon- um. Þá mun Tjarnarkvartettinn syngja nokkur lög við ljóð Davíðs og leikararnir Arnar Jónsson og Rósa Guðný Þórsdóttir lesa úr verkum hans. Dagskránni lýkur með því að blómsveigur verður lagður á leiði skáldsins. YVA HITA- OG VATNSVEITA AKUREYRAR Gjaldskrá Hita- og vatnsveitu Akureyrar fyrir kalt vatn 1. gr.: Vatnsgjald. Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Akureyrar, sem liggja við vegi eða opin svæði, þar sem vatnsæðar liggja, skal greiða árlega vatnsgjald. Sama er og um aðrar fasteignir utan lögsagnarumdæmisins sem fá vatn úr veitukerfi kaldavatnskerfi HVA. 2. gr.: Álagningarstofn vatnsgjalds. Álagningarstofn vatnsgjalds skal vera afskrifað endurstofnverð húsa og mannvirkja, margfaldað með markaðsstuðli fasteigna í Reykjavík, samkvæmt matsreglum Fasteignamats ríkisins, sbr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 90/1990. Stofn til álagningar vatnsgjalds á lóðir og lönd skal vera fasteignamat. 3. gr.: Hundraðshluti vatnsgjalds af álagningarstofni. Af öllum fasteignum, sem eru vatnsgjaldsskyldar samkvæmt 1. gr., skal greiða vatnsgjald, sem nemur 0,16% af álagningarstofni sam- kvæmt 2. gr. Vatnsgjald skv. 1. mgr. skal hlíta eftirfarandi ákvæðum um minnsta og mesta gjald á rúmmetra í byggingum á viðkomandi lóð, að við- bættum 0,16% af álagningarstofni lóðar. Af jörðum skal þó minnsta og mesta gjald á rúmmetra miðast við íbúðarsvæði á jörðum, að við- bættum 0,16% af álagningarstofni útihúsa og landa jarða: Vörugeymslur og annað ótilgreint húsnæði I minnst 13,85 kr/m3 en mest 16,64 kr/m3. Iðnaðarhúsnæði II minnst 16,64 kr/m3 en mest 19,95 kr/m3. Verslunar,- skrifstofu- og annað sérstætt húsnæði III minnst 19,95 kr/m3 en mest 23,94 kr/m3. íbúðarhúsnæði og bílskúrar IV minnst 25,30 kr/m3 en mest 30,36 kr/m3. Lágmarks- og hámarksgjöld á rúmmetra, samkæmt þessari grein, breytast árlega í hlutfalli við ákvörðun yfirfasteignamatsnefndar um framreikningsstuðul á fasteignamati. Vatnsgjald samkvæmt þessari grein má hæst nema allt að 0,3 hundraðshlutum af álagningarstofni. 4. gr.: Aukavatnsgjald. Auk vatnsgjalds samkvæmt 1. gr., skulu fyrirtæki og aðrir, er nota vatn til annars en heimilisþarfa, greiða aukavatnsgjald. Aukavatnsgjald skal að jafnaði innheimta samkvæmt mældri notkun og lætur vatnsveitan greiðendum aukavatnsgjalds í té vatnsmæla. Aukavatnsgjald skal vera kr. 10.00 fyrir hvern rúmmetra vatns, mið- að við vísitölu byggingarkostnaðar í des. 1994, 199,1 stig. Aukavatnsgjald breytist í samræmi við ákvarðanir stjórnar veitustofn- ana. 5. gr.: Vatnssala til Akureyrarhafnar. Endurgjald hafnarsjóðs til vatnsveitunnar, vegna endursölu vatns til skipa og báta í Akureyrarhöfn, skal vera kr. 20.00 fyrir hvern rúm- metra vatns, miðað við vísitölu byggingarkostnaðar í des. 1994, 199,1 stig. Verð á vatni til hafnarinnar breytist í samræmi við verðbreytingar sem verða á aukavatnsgjaldi. 6. gr.: Heimæðargjald. Heimæðargjald, vegna lagningar heimæðar frá götuæð vatnsveit- unnar í stofnkrana húss, skal reiknast 8 hundraðshlutar af gatna- gerðargjaldi sem álagningarstofni, samkvæmt reglugerð um gatna- gerðargjöld á Akureyri. Heimæðargjald skal þó aldrei vera lægra en sem svarar til heimæð- argjalds af 400 rúmmetra íbúðarhúsi. (Þetta gildir t.d. um hús með bráðabirgðarleyfi, hesthúsog önnur „smáhýsi") í heimæðargjaldi er innifalin ein heimæð allt að 30 m að lengd frá götuæð í stofnkrana húss. Húseigandi skal greiða kostnað við heimæð umfram 30 m sam- kvæmt ákvörðun Hita- og vatnsveitu. Þurfi að bora eða brjóta fyrir inntaksvinkli skal húseigandi greiða þann kostnað er af því hlýst. Minnt skal á reglur HVA um inntök og 21. gr. reglugerðar fyrir vatns- veitur sveitarfélaga, nr. 421/1992, um ídráttarrör. 7. gr.: Um gjalddaga. Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og bæjarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu vatnsgjalds hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts. Aukavatnsgjald og endurgjald hafnar- sjóðs til vatnsveitu, vegna vatns til endursölu skipa og báta í Akur- eyrarhöfn, skal innheimta eftir á eftir nánari ákvörðun Hita-og vatn- sveitu Akureyrar. Heimæðargjald skal innheimt samkvæmt starfsreglum um greiðslu heimæðargjalda Hita- og vatnsveitu Akureyrar. Greiðslustaður er hjá bæjargjaldkera eða HVA. 8. gr.: Ábyrgð á greiðslu gjalda. Skráður eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslum gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari. Vatnsgjald og heimæðargjald samkvæmt gjaldskrá þessari eru tryggð, ásamt vöxtum og áföllnum kostnaði, með lögveðsrétti í fast- eign eiganda næstu 2 ár eftir gjalddaga, með forgangsrétti tyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði. Aukavatnsgjald má taka fjárnámi. Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Akureyrar er sett samkvæmt lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 81/1991, 6. og 9. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 og reglugerð fyrir vatns- veitur sveitarfélaga nr. 421/1992 og gildir frá 1. janúar 1995. Jafn- framt fellur úr gildi gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Akureyrar, sem sam- þykkt var í bæjarstjórn Akureyrar, 21. janúar, 1992, og síðari breyt- ingar á minnsta og mesta gjaldi á rúmmetra (Flokkar I, II, III og IV). Samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar, 10. janúar 1995. Hita- og vatnsveitustjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.