Dagur - 19.01.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 19.01.1995, Blaðsíða 2
> - DAGUR - Fimmtudagur 19. janúar 1995 MOON BOOTS Aukasokkar í stígvélin ávallt til. KULDAGALLAR frá kr. 8.490.- FLÍSFATNAÐUR (SS) NESTIN FRÉTTIR Þjónustustörf aukast hlutfallslega á Húsavík - samkvæmt nýjustu atvinnumálakönnuninni Það unnu 58,04% Húsvíkinga við þjónustustörf 1. október sl. en 41,96% við framleiðslu og úr- vinnslustörf. Árið áður unnu 57,07% við þjónustustörf og virðist þróunin sú að þeim störf- um fjölgi stöðugt hlutfallslega. Þetta kemur fram í atvinnu- málakönnun Húsavíkurkaup- staðar fyrir 1994. Starfsfólk bæj- arskrifstofu vann könnunina og segir í inngangi að svör atvinnu- rekenda berist stöðugt verr og rýri það gildi hennar, þar sem of víða þurfí að geta í eyðurnar. Samkvæmt könnuninni eru at- vinnurekendur á Húsavík 181 og hefur fjölgað frá árinu áður þegar þeir voru 169. Ný fyrirtæki í könnuninni eru 12, en 4 detta út af skrá. Smábátar eru taldir fjórum fleiri en árið áður. Heildarfjöldi starfa er 1167 en var 1075 árið áð- ur. Þessum tölum mun þó þurfa að taka með fyrirvara þar sem ein- hvers ruglings gætir hjá sumum atvinnurekendum í könnuninni hvort um hlutastarf eða fullt starf er að ræða. Fækkun verður milli ára í öðr- um iðnaði um 8 störf og í samgöngum um 6 störf. Fjölgun varð í öllum öðrum greinum nema byggingariðnaði, sem stóö í stað. Mest fjölgun varð í opinberri þjónustu, 61 starf og fiskvinnslu um 32 störf. Samkvæmt könnuninni hefur atvinnuleysisdögum fjölgað um 699 milli áranna, og munar þar mest um verkföllin í janúar. Frá júní og til loka ársins dró aftur á móti úr atvinnuleysinu, miðað við árið á undan. Nýju fyrirtækin 12 eru samtals með 35 starfsmenn. Stærst þeirra er sambýli fyrir fatlaða með 11 starfsmenn, einnig er um að ræða fyrirtæki í veitingarekstri, bif- reiðaviðgerðum, trésmíði, verslun, nuddi, meindýraeyðingu, fótaað- gerðum og sólbaðsstofu. Fyrirtækin fjögur sem hættu starfsemi voru með 16,5 starfs- menn. Stærst þeirra var í skipavið- gerðum og með 10 starfsmenn. IM Dalvík: Glæsilegur, nýr snjótroðari HESTHÚS TIL SÖLU! Til sölu 8-10 hesta hús í Breiðholtshverfi. í hesthúsinu erársgömul innrétting, hnakkageymsla, kaffistofa, geymsla og hlaða fyrir allt hey. Úti er perlumöl í gerði, kassi fyrir tað og gott bílastæði. Upplýsingar í vinnusíma 22700 og heimasíma 22220. borbergur. • •• Þorramatiír í miklu úrvali Kynning föstudag lelgartilboð Hangiframpartar með beini í bitum kr. 598 kg Kjúklingur og franskar kr. 995 Hamborgarar 2 stk. með brauði kr. 195 Kynnum Aquarius föstudag frá kl. 19 Útsala í fatadeild Dæmi: Dúnúlpur, dömu, kr. 4.990 Herra' og barnasokkar kr. 79 Jogginggallar, dömu, kr. 1.590 HRÍSALUNDUR har sem gæði og lágt verð fara saman í Böggvisstaðafjall Dalvíkingum hefur áskotnast nýr snjótroðari af Leitnergerð, en þeir eru framleiddir á Ítalíu. Snjótroðarinn er nánast nýr, að- eins verið keyrður um 300 tíma, var upphaflega seldur til Japan og segja má því að hann hafi ferðast um heimsbyggðina þvera og endilanga. Kaupverð er 7,6 milljónir króna en nýr snjótroð- ari sömu gerðar kostar um 12 milljónir króna. Kaupverðið er fjármagnað að mestu með láni sem Skíðafélag Dalvíkur tekur og greiðist upp á næstu þremur árum en bæjarsjóður Dalvíkur tryggir að staðið sé í skilum með afborganir og er framlag hans í ár 2 milljónir króna. Fyrir átti Skíðafélag Dalvíkur annan troðara frá sama framleiö- anda sem kominn er til ára sinna, en miklar tækninýjungar hafa átt sér stað síðan sem eru í nýja troö- aranum auk þess sem yfirbygging er nokkuó breytt. Gamli troðarinn er til sölu, en hann verður nú tek- inn í hús og nauðsynleg endurnýj- un og lagfæringar framkvæmdar. Það er grundvallaratriði hverju skíöasvæói að hafa góðan troðara enda er þá ekki tryggt að svæðið sé í því standi sem skíðafólk leitar eftir. Sumir hafa jafnvel gengió svo langt aó segja aó troðarar eigi að koma á undan skíðalyftum, en forsvarsmenn skíðasvæðisins á Dalvík segja að það hafi verið meiri bylting þegar troðarinn kom en þegar fyrsta skíðalyftan var tekin í notkun. Á svæðinu er snjó- vél sem framleiðandinn á, en með henni hefur verið framleiddur snjór í neðsta hluta svæðisins, upp að þriója mastri, sem tryggt hefur lengri notkunartíma. Fyrirhugað er bikarmót í Böggvisstaðafjalli í marsmánuði. GG Jón Halldórsson, starfsmaður skíðasvæðisins í Böggvisstaðafjalli, og Þorsteinn Skaptason, sem sæti á í svæðisstjórn, við nýja snjótroðarann. í baksýn er skíðaskálinn, sem auk miðasölu hýsir m.a. vcitingasölu sem boðin er út, en svæð- ið er að hluta til rckið í sjálfboðavinnu. Mynd: GG Bætt þjónusta Samskipa Vegna breytinga á strandsigling- um Samskipa verður breyting á viðkomum fyrir Norðurlandi. Samkvæmt nýrri áætlun verður Mælifellið á Dalvík/Hrísey/Ak- ureyri á sunnudögum og fram á aðfaranótt mánudags. Þetta hefur þau áhrif aó vöru- móttaka í þessum höfnum færist að öllu leyti yfir á föstudaga. Breytingarnar taka gildi í ferð frá Reykjavík í dag, 19. janúar, þann- ig að vörumóttöku í áðurnefndum höfnum á Norðurlandi, lýkur á morgun föstudag. Þessar breytingar hafa í för meó sér að innflutningsvara eða vara flutt sjóleiðina austurfyrir frá Reykjavík, er komin til afgreiðslu á mánudegi í staó þriðjudags áóur. Á þennan hátt getur vara sem fer t.d. frá Varberg í Svíþjóð á föstu- degi verið komin til móttakanda á Akureyri, Dalvík og Hrísey sex virkum dögum síðar. Hér er því um að ræða enn eitt skrefið í bættri þjónustu Samskipa, cins og segir í fréttatilkynningu frá Flutn- ingamiðstöð Norðurlandis hf. KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.