Dagur - 19.01.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR
Fimmtudagur 19. janúar 1995 - DAGUR - 3
Flytur Jökull hf. og Fiskiðja Raufarhafnar hf. viðskiptin frá SH til ÍS?
Við erum fýsilegur viðskiptakostur en
markmiðið er að afla aukins hlutafjár
- segir Gunnlaugur A. Júlíusson, stjórnarformaður Jökuls hf.
Gunnlaugur A. Júlíusson, sveit-
arstjóri á Raufarhöfn og stjórn-
arformaður Jökuls hf. á Raufar-
höfn, segir að allir þættir rekstr-
ar fyrirtækjanna Jökuls hf. og
Fiskiðju Raufarhafnar hf. séu í
ákveðinni endurskoðun, þ.m.t.
útgerðin, vinnslan og sölumálin
en á árunum 1992 og 1993 voru
þessi fyrirtæki rekin með tapi.
Stjórnarformaður Fiskiðjunnar
hf. er Björg Eiríksdóttir. Nauð-
synlegt er orðið að íjárfesta í
auknum aflaheimildum til að
nýta hús og skapa atvinnu. Nýtt
hlutafé muni gera þessa end-
urskoðun og hugsanlega endur-
nýjun bæði fljótvirkari og örugg-
Veiðar í Barentshafi 1994:
Afli Islendinga liðlega
35 þúsund tonn
- Baldvin Þorsteinsson EA með mestan afla í einni veiðiferð
íslenskir togarar sóttu 35.350
tonn af þorski í Barentshafið á
árinu 1994, sem er álíka afli og
þorskkvóti allra íslenskra ísfisk-
togara á íslandsmiðum á sl. ári,
en flestir af þeim 62 togurum
sem sóttu í Barentshafið voru
frystitogarar. Auk þessa lönduðu
togarar í eigu íslenskra útgerða
en sigla undir hentifána tæpum
3.000 tonnum hér á landi.
Afii Baldvins Þorsteinssonar
EA-10 var mestur eftir eina veiði-
ferð, eða 1.159 tonn en litlu minna
færði Örvar HU-21 að landi, eða
1.108 tonn. Mestan heildarafia
fékk Snæfugl SU-20, 1.168 tonn í
tveimur veiðiferðum.
Flestar veiðiferðir fór Drangey
SK-1, eða 6, og var afiinn 800
tonn, sem var saltaður um borö,
en síðan umsaltaður og pakkaður í
landi. Nokkrir togarar fóru fimm
veiðiferðir, Bliki EA-12 með
1.087 tonn, Hegranes SK-2 meó
928 tonn, Múlaberg ÓF-32 með
725 tonn og Rauðinúpur ÞH-160
með 556 tonn.
Afia annarra togara í eigu norð-
lenskra útgeróa var mjög misjafn
eftir mismargar veiðiferóir. Akur-
eyrin EA-110 var með 1.128 tonn,
Amar HU-1 með 296 tonn, Arnar
II HU101 með 871 tonn, Björgúlf-
ur EA-312 með 203 tonn, Drangur
SH-511 með 130 tonn, Frosti ÞH-
Baldvin Þorstcinsson EA við veiðar í Smugunni í septcmbcr sl.
Mynd: KP
229 með 227 tonn, Harðbakur
EA-303 með 494 tonn, Klakkur
SH-510 meó 143 tonn, Margrét
EA-710 með 530 tonn, Mánaberg
ÓF-42 meó 1.136 tonn, Siglfirð-
ingur SI-150 með 1.125 tonn, Sig-
urbjörg ÓF-1 með 727 tonn, Sjóli
HF-1 með 983 tonn, Skagfirðing-
ur SK-4 með 384 tonn, Sléttbakur
EA-304 með 137 tonn, Sólbakur
EA-307 meó 544 tonn, Sólberg
ÓF-12 með 747 tonn, Stakfell ÞH-
360 með 924 tonn, Stálvík SI-1
með 210 tonn, Svalbakur EA-302
með 840 tonn og Víðir EA-910
með 883 tonn.
Það er því ljóst að norólenskir
togarar og togarar í eigu norð-
lenskra útgerða hafa veitt mikinn
meirihluta þess afia sem fékkst í
Barentshafi, enda eru frumkvöðlar
þessara veiða, eins og t.d. Jóhann
A. Jónsson á Þórshöfn, búsettir á
Norðurlandi. GG
ari en uppi á borði stjórnar
munu hafa verið ræddir mögu-
leikar á því að færa viðskipti
fyrirtækjanna frá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna til íslenskra
sjávarafurða.
„Við erum að skoða þá mögu-
leika sem eru uppi á boróinu með
tilliti til aukins hlutafjár en á þess-
ari stundu er ekki hægt að skýra
frá því hvaða fyrirtæki það eru
scm eru tilbúin til að koma inn
með nýtt hlutafé gegn því að fá
viðskipti í staðinn. Við höfum
einnig rætt við aðila innan Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna um
markvissara samstarf eftir að þetta
mál kom upp á borðið, en viö
skoðum þetta fyrst og fremst út
frá rekstrarlegu sjónarmiði fyrir-
tækjanna," sagði Gunnlaugur A.
Júlíusson.
Hefur komið til greina að sam-
eina þessi tvö fyrirtæki á Raufar-
höfn og Geflu hf. á Kópaskeri?
„Það hefur verið rætt, en það
mundi einfalda stjómun og rekstur
og slíkt fyrirtæki fengi meiri slag-
kraft, bæði inn á við og út á vió,
Þetta yrði fjölþættari rekstur,
stærri eining og markvissari teng-
ing milli byggðarlaganna Kópa-
skers og Raufarhafnar, báðum til
hagsbóta.“
Nú eru sjávarútvegsfyrirtæki
allt í kringum ykkur, eins og á
Þórshöfn, Vopnafirði, Húsavík og
Sauðárkróki í viðskiptum við Is-
lenskar sjávarafurðir. Strandar
samstarf og samvinna ykkar við
þessi fyrirtæki á því að þið á
Raufarhöfn eruð í öórum sölusam-
tökum en þessi fyrirtæki, þ.e. í
SH?
„Það hefur ekki verið neinn
þrýstingur frá þcim, og við höfum
ágætt samstarf viö útgerðir og
fiskvinnslurnar á Þórshöfn og
Vopnafirði. Staða okkar er sú í
dag að á Raufarhöfn er rekið eina
SH-húsið frá Akureyri til Seyðis-
fjaróar svo það er ekki óeðlilegt
að hugsanlegum flutningi sé velt
fyrir sér með tilliti til landfræði-
legrar stöðu okkar, sölumála, við-
skipta, reksturs og þjónustu.
Við höfum orðiö varir við að
vió erum fýsilegur viðskiptakostur
en markmiðið er aó afla aukins
hlutafjár.
Við erum einnig að skoða þá
valkosti sem bjóóast vegna sölu á
togaranum Rauðanúpi og kaup á
nýju skipi í stað hans en sótt var
um úreldingu á honum og við höf-
um tíma fram í mars til ákvörðun-
artöku í því máli,“ sagði Gunn-
Iaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri
og stjórnarformaður Jökuls hf. á
Raufarhöfn. GG
Prófkjör framsóknar:
Talningu enn frestað
að hefjast. Snarvitlaust veður var
hins vegar í gær og var talningu
því frestað. Að sögn Þorsteins As-
grímssonar, formanns kjörstjórn-
ar, hcfst talning um leið og veóur
gengur niður, vonandi strax í dag.
HA
Veðurguðirnir hafa gert það að
verkum að dregist hefur að fá
fram úrslit í opnu prófkjöri
Framsóknarflokksins á Norður-
landi vestra.
Prófkjörinu lauk í fyrradag og
um miðjan dag í gær átti talning
Fjórtán létu lífið í Súðavík
Snjóflóðið í Súðavík er það mannskæðasta hér á landi í 75 ár.
Fjórtán manns létu lífíð í þessum náttúruhamförum.
Nöfn hinna látnu eru:
Aðalsteinn Rafn Hafsteinsson f. 29. september 1992, Túngötu 5.
Kristján Númi Hafsteinsson f. 7. október 1990, Túngötu 5.
Hrefna Björg Hafsteinsdóttir f. 10. ágúst 1987, Túngötu 5.
Hafsteinn Björnsson f. 9. júlí 1954, Túngötu 6.
Júlianna Bergsteinsdóttir f. 21. mars 1982, Túngötu 6.
Bella Aðalheiður Vestfjörð f. 15. mars 1955, Túngötu 7.
Petrea Vestfjörð Valsdóttir f. 21. mars 1982, Túngötu 7.
Hjördís Björnsdóttir f. 15. október 1957, Túngötu 8.
Birna Dís Jónasdóttir f. 23. ágúst 1980, Túngötu 8.
Helga Björk Jónasdóttir f. 17. maí 1984, Túngötu 8.
Sigurborg Guðmundsdóttir f. 14. ágúst 1928, Njarðarbraut 10.
Sveinn G. Salómonsson f. 29. október 1946, Nesvegi 7.
Ilrafnhildur Þorsteinsdóttir f. 2. júlí 1945, Nesvegi 7.
Hrafnhildur Þorsteinsdóttir f. 8. september 1993, Aðalgötu 2.
Auglýsing um upplýsingaskyldu einstaklinga
og lögaðila vegna gjaldeyrisviðskipta og milligöngu
um slík viðskipti í atvinnuskyni.
Hinn 1. janúar 1995 var aflétt flestum höml-
um á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagns-
hreyfingum milli landa í samræmi við lög
um gjaldeyrismál nr. 87/1992 og reglugerð
um sama efni nr. 679/1994. Eftir standa
vissar takmarkanir á fjárfestingu erlendra
aðila í atvinnurekstri á íslandi, sbr. lög nr.
34/1991 með síðari breytingum, og einnig
eru takmarkanir á kaupum og afnotarétti
erlendra aðila á fasteignum hér á landi, sbr.
lögnr. 19/1966.
Upplýsingaskylda
Samkvæmt gildandi lögum er eftir sem áður
skylt að veita Seðlabanka íslands upplýsing-
ar um gjaldeyrisviðskipti og annað er varðar
greiðslujöfnuð og stöðu þjóðarinnar við út-
lönd, til þess að bankinn geti sinnt nauðsyn-
legu eftirliti og hagskýrslugerð, sbr. 10. og
11. gr. laga um gjaldeyrismál og 22. og 24.
gr. laga nr. 36/1986 um Seðlabanka fslands.
Seðlabankinn hefur sett nánari reglur dags.
16. janúar 1995 um upplýsingaskyldu vegna
gjaldeyrisviðskipta og fjármagnshreyfinga
milli landa. Þar segir m.a. að aðilum, sem
hafa heimild til milligöngu og verslunar nteð
erlendan gjaldeyri, sé skylt að skrá gjald-
eyrisviðskipti og fiokka þau eftir eðli þeirra í
samræmi við flokkunarlykla Seðlabankans.
Viðskiptavinir fyrmefndra aðila þurfa því að
greina frá tilefni gjaldeyrisviðskipta sinna.
Sambærileg upplýsingaskylda hvílir á þeim
sem eiga viðskipti við erlenda aðila án milli-
göngu innlánsstofnana eða annarra sem hafa
heimild í lögum eða leyfi Seðlabankans til að
versla með erlendan gjaldeyri. í fyrrnefndum
reglum Seðlabankans, sem birst hafa í B-deild
Stjómartíðinda, em jafnframt tilgreindar þær
fjármagnshreyfingar við útlönd sem einstakl-
ingurn og lögaðilum ber að tilkynna Seðla-
banka íslands.
Starfsleyfi til milligöngu um
gjaldeyrisviðskipti í atvinnuskyni
í l.gr. reglugerðar nr. 679/1994 er eftirfarandi
talið felast í milligöngu um gjaldeyrisviðskipti
og verslun með erlendan gjaldeyri:
1. að stunda gjaldeyrisviðskipti í atvinnuskyni
fyrir eigin reikning eða gegn endurgjaldi;
2. að koma á gjaldeyrisviðskiptum milli aðila
gegn endurgjaldi.
Samkvæmt 9. gr. sömu reglugerðar skulu þeir
aðilar sem hyggjast hafa milligöngu um gjald-
eyrisviðskipti og versla með erlendan gjaldeyri,
aðrir en þeir sem hafa til þess heimild í lögum
eða alþjóðasamningum sem ísland er aðili að,
hafa til þess starfsleyfi frá Seðlabankanum.
Sækja skal um slíkt leyfi til Seðlabankans.
Seðlabankanum er heimilt við veitingu slíkra
leyfa að afmarka þau við tiltekna þætti gjald-
eyrisviðskipta.
Reykjavík 16. janúar 1995
SEÐLABANKIÍSLANDS