Dagur - 19.01.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 19. janúar 1995
Átt þú Suzuki?
Láttu fagmenn með áratuga reynslu
sjá um viðhaldið
Uarahlutir - uerkstaeði
Rétting - Sprautun
Laufásgötu, Akureyri, sími 96-26300.
Kvennalistinn
á Norðurlandi eystra
opnar kosningaskrifstofu í Gamla Lundi á
bóndadag, 20. janúar.
Ávörp og söngur, kaffi og kærleikshnoðrar.
Verið öll velkomin.
KVENNA LISTINN.
Iþróttaskóli
barnanna
hefst 21. janúar
Við verðum á sama stað og undanfarin ár í íþrótta-
húsi Glerárskóla.
3-4 ára kl. 9.30.
5-6 ára kl. 10.30.
Markmiðið er að auka bæði hreyfigetu, hreyfiþroska
og öryggiskennd barnanna.
Allar upplýsingar og skráning í Hamri
sími 12080.
Aðalfundur
Sjálfstæðisfélags
Akureyrar
verður haldinn í Kaupangi v/Mýrarveg fimmtudaginn
26. janúar 1995 kl. 20.00.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Samqöngu- og landbúnaðarráðherra Halldór Blöndal
mætir á fundinn.
Stjórnin.
Aðalfundur
fulltrúaráðs Sjálfstæðis-
félaganna á Akureyri
verður haldinn í Kaupangi v/Mýrarveg fimmtudaginn
26. janúar 1995 kl. 21.00.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Samgöngu- og landbúnaðarráðherra Halldór Blöndal
mætir á fundinn.
Stjórnin.
Leikfélag Akureyrar minnist aldarafmælis Davíðs Stefánssonar:
Á svörtum fjöðrum
- leikverk byggt á ljóðum skáldsins frumsýnt á laugardagskvöld
Næstkomandi laugardagskvöld
frumsýnir Leikfélag Akureyrar
nýtt leikverk eftir Erling Sigurðar-
son, sem unnið er upp úr ljóðum
Davíðs Stefánssonar, skálds frá
Fagraskógi. Frumsýningin verður
á aldarafmælisdegi Davíðs, 21.
janúar.
Verkið nefnist „A svörtum
tjöðrum - úr Ijóðum Davíós Stef-
ánssonar“. Erlingur Sigurðarson,
íslenskufræðingur og kennari við
Menntaskólann á Akureyri, skrif-
aói verkió aó beiðni Leikfélags
Akureyrar í tilefni af aldarafmæl-
inu. Óhætt er að segja að sýningin
beri hæst af þeim viðburðum sem
efnt verður til vegna afmælis
skáldsins.
Leikstjóri og leikmyndahöf-
undur er Þráinn Karlsson en bún-
ingahönnuður er Ólöf Kristín Sig-
uróardóttir. Um tónlistarstjórn sér
Atli Guðlaugsson en hann hefur
útsett tónlistina í sýningunni. Lýs-
ing er í höndum ljósameistara LA,
Ingvars Björnssonar.
Um verkið segir m.a. í kynn-
ingu Leikfélags Akureyrar að þar
tjái skáldið hug sinn á ýmsum
tímum og leiti á vit minninganna
þar sem persónur stígi fram úr
hugskoti hans og fjölbreytilegar
myndir lifni. A sviðinu gæðist
táknmyndir og talsmenn ðlíkra
viðhorfa lífi, þar sem ástin sé í að-
alhlutverki.
Leiksýning í orðsins fyllstu
merkingu
Þráinn Karlsson, leikstjóri, segir
verkið eingöngu byggt á Ijóðum
Davíðs Stefánssonar en ekki á
Þráinn Karlsson við lcikstjórn „Á
svörtum fjöðrum“. Hann segir að
leikverki upp úr ljóðum Davíðs
Stefánssonar mcgi líkja við púslu-
spil af stærstu gerð.
leikverkum hans eða skáldsögum.
„Eg hef stundum sagt um þetta
verk að það sé eins og að hafa tíu
þúsund kubba púsluspil fyrir
framan sig og eiga að raða því.
Mér fínnst að vandi höfundarins
hafi ekki verið ósvipaður því. En
síðan kemur að því að gera þetta
aó leikverki og þá er enginn leið-
arvísir fyrir hendi, ekkert annað
en þessi texti. I rauninni er því
verið að semja leiksýningu í orðs-
ins fyllstu merkingu. Verkið er
ekki byggt upp eins og leikrit með
upphafi, miðkafla og endi eins og
venja er til heldur er þetta frá
mínum bæjardyrum séð öðruvísi
uppsetning en um leið dálítið
skemmtileg vinna,“ segir Þráinn.
Textinn þungamiðjan
Þungamiðjuna í leikverkinu segir
Þráinn vera orðið, textann sjálfan.
Hlutverk leikstjórans og leikar-
anna hafi verið að finna viðhlít-
andi myndmál við textann, færa
ljóðabrotin upp í heildstæðar
myndir. I textanum er vísað í
fjöldamörg ljóða Davíðs þannig
að sýningin kemur eflaust til með
að vekja forvitni hjá leikhúsgest-
um um ljóðin í heild sinni. Þráinn
segir að í leikskrá verði komið til
móts við áhorfendur hvað þetta
varðar því vísaö verði á ljóðin
þannig að fólk geti sjálft fundið
þau og lesió. A þann hátt má segja
að sýningin komi til með að lifa
lengi og Ijóöin veröa áhrifaríkari
fyrir áhorfandann og lesandann.
Og Þráinn er ekki í vafa um að
þessi uppfærsia er áhugaverð.
„Þetta er mjög spennandi sýn-
ing, ljóð Davíðs færast í myndir
með algerlega nýrri aóferð. Skáld-
um hefur oft verið gert til góðs í
ljóðadagskrám þar sem eingöngu
er lesið úr verkunum en ég veit
ekki til aö neinu ljóóskáldi hafi
áður verið gerð viðhlítandi skil í
Ieikverki, að minnsta kosti ekki
hér á Iandi,“ sagði Þráinn.
Sjö leikarar og kvartett
Sjö leikarar koma fram í sýning-
unni, þ.e. þau Aðalsteinn Bergdal,
Bergljót Arnalds, Dofri Her-
Alls koma sjö Icikarar frain í sýningu Leikfélags Akurcyrar. Hér má sjá
Rósu Guðnýju Þórsdóttur, Dofra Hermannsson og Bergljótu Arnalds í iilut-
verkum sínum.
Leikverk með ríkulegu
tónlistarívafi
- segir Atli Guðlaugsson, tónlistarstjóri
Atli Guðlaugsson er tónlistarstjóri
sýningarinnar „A svörtum fjöðr-
um“ og syngur jafnframt í kvartett
sýningarinnar. Eitt lag í sýningunni
er eftir Atla en önnur lög útsetti
hann upp á nýtt fyrir kvartettinn.
„Það er til ógrynni af lögum
viö ljóð Davíðs en flest þeirra að-
eins útsett fyrir einsöng og píanó.
Lögin eru því í svipuðum búningi
eins og áður. Viö gættum þess að
halda okkur við þau lög sem til
voru en breyta sern minnst frá því
sem til er,“ sagði Atli.
Leikhúskvartettinn er á sviðinu
allan tímann og tekur raunar þátt í
tveimur atriðum í leiksýningunni.
Atli segir gaman aó fást við tón-
listarvinnu í leikhúsi og þar komi
tvennt til.
„Bæði er það andrúmsloftið og
svo þarf náttúrlega aö flétta tón-
listina inn í sýninguna. Tónlistin
fléttast þannig inn í verkið allan
tímann og er þannig einn hluti af
heildinnisagði Atli.
Aðspurður segist Atli vel geta
hugsað sér að vinna meira fyrir
leikhús og ekki síður að semja
meira af lögum og ljóðum.
Æfingatíminn á verkinu hefur
verið stuttur en snarpur, að sögn
Atla. „En þetta er allt að smella og
veröur gott þegar að sýningu kem-
ur. Alls eru 18 lög sem flutt eru í
sýningunni þannig að þetta er
leikverk sem er með ríkulegu tón-
listarívafi,“ sagði Atli. JÓH
Leikhúskvartcttinn kcmur mikið við sögu enda eru 18 lög flutt í sýningunni.
Fyrir miðju má hér sjá Atla Guðlaugsson, tónlistarstjóra sýningarinnar.