Dagur - 24.01.1995, Qupperneq 3
FRETTIR
Þriðjudagur 24. janúar 1995 - DAGUR - 3
Úthafsrækjukvótinn er 63.002 tonn á fiskveiðiárinu 1994/1995:
Norðlendingar hafa 34,1% af
heildinni til ráðstöfunnar
ÚTSALA
ÚTSAIA
-10,72% kemur i hlut Akureyrar
Úthlutaður úthafsrækjukvóti á
fiskveiðiárinu 1994/1995 er
63.002 tonn og hefur aldrei verið
meiri, en á fiskveiðiárinu
1993/1994 var hann 51.998 tonn
og 40.000 tonn fiskveiðiárið
1992/1993. Fjórðungur þess afla,
eða 25,15%, kemur í hlut Norð-
urlandskjördæmis eystra en
8,95% í hlut Norðurlandskjör-
dæmis vestra. Næsthæst er
Reykjaneskjördæmi með
16,56%, en önnur kjördæmi eru
Suðurland með 7,84%, Reykja-
vík með 8,84%, Vesturland með
8,26%, Vestfirðir með 14,30% og
Austfirðir með 10,11%.
Af einstaka byggöarlögum á
landinu öllu hafa akureyrskar út-
gerðir og verksmiðjur fengið mest
í sinn hlut, eða 15.847 tonn, sem
er 10,72% af heildarkvótanum en
42% af því magni sem kemur í
hlut Norðurlandskjördæmis
eystra. Onnur byggðarlög á Norð-
urlandi eru Olafsfjörður með
1.236 tonn eða 1,96%, Grímsey
meö 2 tonn eða 0,003%, Hrísey
með 1.086 tonn eða 1,72%, Dal-
vík með 2.106 tonn eða 3,34%,
Árskógssandur með 601 tonn eða
0,95%, Hauganes meó 171 tonn
eða 0,27%, Grenivík með 293
tonn eða 0,47%, Húsavík með
3.002 tonn eða 4,77% og Þórshöfn
með 598 tonn eða 0,95% af heild-
arkvótanum.
Á Norðurlandi vestra kemur
stærstur hlutinn í hlut Siglfirðinga,
2.876 tonn, eða 4,57% af heildar-
kvótanum en 51% af þeim kvóta
sem kemur á Norðurland vestra.
Önnur byggðarlög eru Skaga-
strönd með 806 tonn eða 1,28%
og Blönduós með 1.955 tonn eóa
3,10%.
Það vekur athygli að enginn út-
hafsrækjukvóti er á Kópaskeri.
Fimm milljónir í tilraunaverkefni til tveggja ára:
Fjölskylduþjónusta fyrir
allt Eyjafjarðarsvæðið
Rannveig Guðmundsdóttir fé-
lagsmálaráðherra hefur lagt fyr-
ir Alþingi þingsályktunartillögu
um mótun opinberrar fjöl-
skyldustefnu og að styrkja stöðu
fjölskyldunnar. Meðal þess sem
þar er gert ráð fyrir er að komið
verði á tilraunaverkefni, fjöl-
skylduþjónustu á höfuðborgar-
svæðinu og á vegum héraðs-
nefndar Eyjafjarðar. Gert er ráð
fyrir að sveitarfélögin leggi fram
sömu fjárhæð og ríkið til þessa
verkefnis.
í frumvarpi til laga um breyt-
ingu á lögum um vemd bama og
ungmenna er gert ráð fyrir að
grunnþjónusta, sem feli í sér ráð-
gjöf og aóra félagslega aðstoð;
verði í höndum sveitarfélaga. I
umfjöllun landsnefndar um Ár
fjölskyldunnar 1994 á málefnum
bama og ungmenna komu fram
áhyggjur yfir því að sveitarfélögin
væru ekki reiðubúin aó veita þessa
Atvinnumálanefnd
Húsavíkur:
VIII láta gera
arðsemismat
fyrir loðnu-
verksmiðju
Atvinnumálanefnd Húsavíkur
hefúr fundað stíft að undan-
förnu og rætt um hugsanlega
uppbyggingu Ioðnu- og sfldar-
verksmiðju á Húsavík. Slík upp-
bygging er talin hafa mikla þýð-
ingu fyrir framtíð Húsavíkur
sem fiskvinnslubæjar.
Atvinnuþróunarfélagið hefur
látió gera forkönnun á möguleik-
um á að koma upp loðnu- og síld-
arverksmiðju og nefndin hefur
fengið Bjama Aóalgeirsson út-
geröarmann á fund, nefndinni til
ráðuneytis, en meginforsenda til
byggingar verksmiðju er að hægt
sé að tryggja henni hráefni.
Nefndin hefur óskað eftir því
við Stefán Jónsson, atvinnufull-
trúa, aö hann leiti eftir styrkveit-
ingu til Atvinnuþróunarfélagsins
til að láta gera arðsemismat fyrir
síldar- og loðnuverksmiðju sem
framleiði gæðaafurðir. IM
þjónustu við núverandi aðstæður.
Göngudeildarþjónusta við Ung-
lingaheimili ríkisins verður lögð
nióur og til þess að tryggja að sú
þjónusta sem þar var veitt leggist
ekki nióur hefur verið ákveðið að
hvetja sveitarfélögin að sameinast
um að efla fjölskylduþjónustuna.
Verja á 18 milljónum króna til
þess að setja á stofn tilraunaverk-
efni um göngudeildarþjón-
ustu/fjölskylduráðgjöf til handa
fjölskyldum þar sem böm 0-18 ára
eru innanborðs. Annars vegar var
sveitarfélögunum á höfuðborgar-
svæóinu boðin þátttaka og skyldi
13 milljónum varió til þcirrar
framkvæmdar. Hins vegar er gert
ráð fyrir 5 milljónum til þess að
efla sameiginlega bama- og fjöl-
skylduráðgjöf á öllu Eyjafjarðar-
svæðinu. Skilyrði er að sveitarfé-
lögin leggi fram sömu fjárhæð og
ríkið. SV
Fann dauðan fálka á Akureyri
Ungur Akureyringur, Guðjón Unnar Hjálmarsson, fann dauðan fálka á
Bárufelli á Akureyri sl. sunnudag. Talið er sennilcgt að fálkinn hafi drepist í
óveðrinu í síðustu viku. Guðjón Unnar ætlaði að ræða við Ævar Petersen,
fuglafræðing, um fund sinn og i framhaldinu verður fálkinn líklega sendur
til Reykjavíkur, til rannsóknar. Á myndinni er Guðjón Unnar með fálkann.
Mynd: KK
Þar er fyrst og fremst unnin inn-
fjarðarrækja veidd á Öxarfirði en
einnig er eitthvað keypt af úthafs-
rækju til vinnslu. Þaö sama má
segja um Hvammstanga, Sauðár-
krók og Hofsós, enginn úthafs-
rækjukvóti kemur í hlut þessara
byggðarlaga, en nokkuó stór
rækjuverksmiðja, Dögun hf., er
starfrækt á Sauðárkróki. GG
• •
Gránufélagsgötu 49,
(Laufásgötu megin)
sími 27743.
VISA
4. Rammaáætlun ESB
Rannsókna- og tækniáætlanir
KYNNING Á AKUREYRI
Efni: Kynning á starfsemi Evrópusambands-
ins varðandi rannsóknir og tækniþróun
á sviði iðnaðar og matvælaframleiðslu.
Markhópur: Stjórnendur fyrirtækja og rannsóknar-
stofnana á Norðurlandi.
Staður: Hótel KEA, Akureyri.
Dagur: Þriðjudaginn 24. janúar 1995.
Tími: 13.00-15.30.
Fundarstjóri: Dr. Þorsteinn Gunnarsson.
DAGSKRÁ:
1. Kynning á 4. Rammaáætlun ESB.
Dr. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á
Akureyri.
2. Rannsókna- og þróunarstarfsemi:
• Rannsóknasamstarf (CRAFT)
Hörður Jónsson, Rannsóknarráði íslands.
• Tækniyfirfærsla og nýting á rannsóknaniður-
Stöðum (VALUE, SPRINT).
Emil B. Karlsson, Iðntæknistofnun íslands.
• Fiskveiðar og landbúnaður (AIR).
Dr. Hjörleifur Einarsson, Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins.
3. Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna (KER)
Emil B. Karlsson, lóntæknistofnun íslands.
4. Ferli umsókna.
Hörður Jónsson, Rannsóknarráði íslands.
Iðntæknistofnun Islands - Akureyri.
Skrifstofa Atvinnulífsins á Norðurlandi.
Háskólinn á Akureyri.
Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna.