Dagur - 24.01.1995, Side 5

Dagur - 24.01.1995, Side 5
Þriðjudagur 24. janúar 1995 - DAGUR - 5 Álitamál eða hvað? - opið bréf til þingmannanna Steingríms Sigfússonar og Guðmundar Bjarnasonar Fyrir einum átta árum eöa svo var skýrt frá því í blöóum að þáverandi menntamálaráðherra hefði krafið ríkið um full biðlaun sem ráóherra og þingmaður þó svo að hann tæki viö miklu betur launuðu starfi sem bankastjóri Landsbankans. Launin fékk hann. Alþýða manna fylltist heilagri reiöi, leit svo á að líklega væri um löglega gjörð að ræða en algjörlega siðlausa. Líklegt er að hann hafi sjálfur tekið þátt í þeirri lagasetn- ingu er heimilar slíkt en það er önnur saga. Flestir geta verið sam- mála um þaó að biðlaun til þing- manna eru ekki óeðlileg þegar þeir detta út af þingi og hafa ekki að föstu starfi að hverfa og það er nokkuð almenn skoðun að þing- menn séu ekki ofaldir af launum sínum. Hitt hlýtur að orka tvímælis að ein stétt geti sett sjálfri sér lög um sjálftöku launa með frjálslegri túlkun og hafi krókaleiðir til að ganga gegn anda laganna. Launa- mál opinberra starfsmanna hljóta að vera komin í algjört óefni ef fara þarf þessa leið að bættum kjörum. En víkjum nú að því máli sem var tilefni bréfkoms þessa. I Morg- unpóstinum 16. janúar er gerð nokkur úttekt á greiðslum húsa- leigustyrks til þingmanna dreifbýl- Morgunpósturinn gefur í skyn, og er ég honum sam- mála, að það sé sýndarmennska hjá ykkur að hafa lögheimili í kjör- dæmum ykkar, einungis gert í þeim tilgangi að auka tekjur. isins kr. 100.000 á mánuði. Reglur eru um það, eðlilega, að utanbæjar- þingmenn fái húsaleigubætur þann tíma er þeir þurfa að vera fjarri heimili sínu langtímum og halda raunar tvö heimili. Þetta er réttlæt- ismál. Hins vegar hljóta að vakna spumingar þegar farið er í kringum lögin og menn nota klækina til þess að hagnast. í Morgunpóstinum kom fram að þið eigið stórar eignir í Reykjavík og eigið þar heimilis- festi, dveljið þar lungann úr árinu Magnús Aðalbjörnsson. með fjölskyldum ykkar, eðlilega. Allt saman gott og gilt. Morgun- pósturinn gefur í skyn, og er ég honum sammála, að þaö sé sýndar- mennska hjá ykkur að hafa lög- heimili í kjördæmum ykkar, ein- ungis gert í þeim tilgangi að auka tekjur. Þetta hefði Vilmundur heitinn Gylfason kallað „löglegt en sið- laust“. Vafalaust hljóta allir rétt- sýnir menn að viðurkenna það að ríkinu beri að standa straum af tengslum ykkar við kjördæmið þar sem þið búið sannarlega í Reykja- vík. En það er engum sæmandi að nota þá aðferð sem margir þing- menn viðhafa. Sem betur fer eru þeir til sem hafa þá staðfestu aö láta ekki fallast í freistni hvað þetta varóar. Það hlýtur til dæmis að hljóma nokkuð ankannalega þegar vest- firskur höfðingi á þingi er skráður til heimilis hjá Vélbátatryggingu Vestfjarða en býr í glæsihúsi á Am- amesi og gistir á hóteli þá hann sækir Vestfirði heim. Þetta heitir að fara kringum lögin. Þetta er ekki þingmönnum sæmandi. Vel má vera að eitthvað sé rangfært hjá heimildarblaði mínu. Ef svo er tel ég víst að Dagur muni ljá máls á rými fyrir skýringar ykkar og hljóta kjósendur á Norðurlandi eystra aó fara fram á slíkt, sérstaklega þar sem um fyrrverandi ráðherra er að ræóa og varaformenn flokka sinna. Þegar alþýða manna býr við kröpp kjör og hefur tekiö á sig byrðar krefst hún þess að landsfeð- ur gangi á undan með góðu for- dæmi. Virðingarfyllst. Magnús Aðalbjörnsson. Höfundur er áhugamaður um bætt siðferði stjómmálamanna og réttlátara og betra mannlíf á íslandi. Svar við „Opnu bréfi“ til Rafveitu Akureyrar í Degi 18. janúar 1995 I Degi 18. janúar er birt „opið bréf‘ til Rafveitu Akureyrar frá Birgi Eiríkssyni, Snægili 5, Akur- eyri, þar sem hann kvartar yfir of mikilli lýsingu vió gangstíg í ná- munda við hús sitt. Þetta er í fyrsta skipti sem kvörtun hefur verið komið á fram- færi við Rafveituna, um að lýsing sé of mikil. Hitt er algengara, þ.e.a.s. aö lýsing þyki of lítil, en það er þó einnig mjög sjaldan að slíkar kvartanir berist. Lýsing við umræddan gangstíg er mjög hefðbundin og samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru um lýsingu við slíka gangstíga hér á landi og víða um heim. Ljóskerin eru framleidd í Svíþjóð og hönnuð með lýsingu íbúðahverfa í huga, bæði fyrir götur og göngustíga. Ljósgjafmn er háþrýst natríum í stað kvikasilfursgufu sem áður var notuð og er enn víða í bænum. Ljósið frá natríumperunni gefur gula birtu sem talið er að hafi mun Opið bréf ...þegar ég er bú- inn aS hitta mig á kvBlJin og atend k gdlflnu k brókinnl einni fata Ii8ur m<r einf og gllmu- manni rem atendur I flóitlýsingu og biður eftir aó bjóðsönginn meiri ljósgæöi en birtan frá kvika- silfurslömpunum og þykir veru- lega mikið betri, bæði fyrir augu manna og gróður, auk þcss að vera hagkvæmari fjárhagslega séð. Þar sem þetta er eina tilfellið sem við vitum um í bænum, þar sem lýsing þykir of mikil, eigum við erfitt meó að koma til móts við bréfritara. Hann er í það afgerandi minnihluta. Svanbjörn Sigurðsson, rafveitustjóri Rafveitu Akureyrar. Skólamál Það hefur ekki farið framhjá foreldr- um að komið er verkfallshljóð í kennara. Þeir segjast langþreyttir á láglaunastefnu ríkisins og skilnings- leysi yfirvalda á aðstæóum í skólum og krefjast leiðréttinga á launum og endurskoðunar á vinnutíma. Ef ekki verður samið skellur á verkfall í grunn- og framhaldsskólum 17. febrúar nk. Við foreldrar getum alls ekki sætt okkur viö að bömin okkar verði bitbein í kjaradeilu kennara og ríkis enda sýna mörg dæmi að slík röskun í skólastarfi getur valdió óbætanlegu tjóni. Mörgum er enn í fersku minni það vonleysi og rót- leysi sem skapaðist hjá framhalds- skólanemendum, sem lentu í verk- föllum fyrir nokkrum árum. Góður skóli - góðir kennarar Við viljum auðvitað góðan skóla fyrir bömin okkar og góður skóli byggist fyrst og fremst á góðum kennurum sem geta sinnt starfi sínu vió viðunandi skilyrði. Peningar eru ekki allt, það er auðveldara að vera góður kennari í sumum skólum en öðmm. Þar ræður t.d. miklu fagleg forysta skólastjómenda og hæfileiki þeirra til að skipuleggja skólastarfið. Ahugasamir og duglegir skólastjóm- endur og kennarar sem leggja á sig ómælda vinnu við undirbúning kennslu og samstarf jafnvel á kvöld- in og um helgar fá harla lágt tíma- kaup en þeir upplifa væntanlega meiri gleöi og árangur í starfi. Sú gleði dugar að vísu lítt til framfærslu fjölskyldunnar fremur en lág laun annarra stétta. Skemmd epli I öllum eplatunnum leynast örfá skemmd epli, í öllum stéttum leynast vanhæfir einstaklingar. Þótt launin séu hækkuð er það eitt og sér engin trygging fyrir gæðum kennslu. Innan kennarastéttarinnar eru aðilar sem vinna varla fyrir laununum sínum t.d. þeir sem telja sig hafna yfir sam- ráð við samkennara eða þeir sækja aldrei endurmenntun og fræðslu. Faglegt metnaðarleysi er afleitt en skaðlegra er þó að til em kennarar sem alls ekki ættu að fá að koma nærri bömunt vegna skapgerðar- bresta s.s. hroka, harðneskju og ónærgætni. Margir foreldrar segjast veigra sér við að kvarta yfir þessum kennurum af ótta við að það bitni á bömum þeirra. Æviráðningar sem enn tíðkast í grunnskólum gera stjómvöldum óhægt um vik að segja upp fólki sem betur væri komið við önnur störf. Þetta fyrirkomulag er ólíkt al- mennum vinnumarkaði, þar sem hæfni í starfi t.d. í hárgreiðslu eða bílasprautun skilar sér í fleiri kúnn- um og auknum tekjum. Starfsmaóur í verslun eóa á verkstæði nýtur ekki vemdar æviráðningarinnar ef hann sinnir starfi sínu illa og óskiljanlegt að sama gildi ekki í svo mikilvægu starfi sem kennsla er. Einsetinn skóli- nýr vinnutími Einsetinn skóli og fjölgun kennslu- stunda er grundvallarforsenda þess að eitthvaó rofi til í skólamálum á Islandi. Þá er átt við skóla þar sem hver kennari hefur umsjón með ein- um bekk, öll böm byrja skóladaginn sinn að morgni og kennarar vinna saman að undirbúningi skólastarfs- ins í skólanum þegar bömin eru far- in heim. Hingað til hefur þessi sjálf- sagða skipulagsbreyting strandað á tvennu, húsnæðisskorti og skilgrein- ingu á vinnutíma kennara. Nú em sveitarfélögin sem óðast aö byggja skólahúsnæði til að geta einsett skól- ana en sú fjárfesting skilar litlum arði ef ekkert breytist í skólahaldi. Það hlýtur að eiga að teljast fullt starf að kenna einum bekk í bama- skóla en svo er ekki í dag. Kennar- inn þarf að sinna fleiru en beinni kennslu, s.s. skipulagningu og undir- búningi, samstarfi við aðra kennara, sálfræðinga, sérkennara að ógleymdu samstarfi vió foreldra. Með lengri daglegri viðveru kennara í skólanum eftir að kennslu lýkur má konia þessum verkefnum fyrir og þá ættu hinir óvinsælu starfsdagar kennara að heyra sögunni til að mestu a.m.k. Allir vilja breytingar, því þarf verkfall? Æ fleiri kennarar hafa áttað sig á því að núverandi vinnutími er hrein og klár hindmn í samstarfi og faglegum vinnubrögðum í skóla. Nefnd um mótun menntastefnu komst aó sömu niðurstöðu í skýrslu sinni, sem birt var á síðasta ári. Foreldrar og at- vinnurekendur vilja sjá starfsdagana hverfa í núverandi mynd. Hvers vegna þarf verkfall lil aö þrýsta á eftir sjálfsögðum breyting- um á vinnutíma kennara, breyting- um sem flestir em sammála um að séu stórt framfaraskref í skólamálum á Islandi? Unnur Halldórsdóttir, formaður Heimilis og skóla. LANDSSAMTÖKIN HEIMILI OG SKÓLI 44IKAUPÞING NORÐURLANDS HF FÉSÝSLA Vikuna 15.-21. jan. voru viöskipti með hlutabréf 45,5 milljónir króna. Mest voru viðskipti með hlutabréf i eftirtöldum fé- lögum: íslandsbanka hf., fyrir 24,9 millj- ónir króna á genginu 1,18-1,20, Olíu- félaginu hf., fyrir 11,8 milljónir króna á genginu 5,85-6,0 og Vinnslustöðinni hf., fyrir 2,4 milljón króna á genginu 1,00- 1,05. Viðskipti með Húsbréf voru engin, Spari- skírteini rfkissjóðs 41 milljón, Ríkisvíxla 1.747 milljónir og Ríkisbréf 11 milljónir. Ávöxtunarkrafa Húsbréfa var ( vikunni 5,83-5,87%. SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS Tegund K gengi Káv.kr. 91/1D5 1,4635 4,75% 92/1D5 1,2944 4,89% 93/1D5 1,2023 5,01% 93/2D5 1,1343 5,04% 94/1D5 1,0380 5,05% HÚSBRÉF Flokkur K gengi K áv.kr. 94/2 0,9380 5,90% 94/3 0,9183 5,90% 94/4 0,9131 5,90% 95/1 0,8927 5,90% VERÐBRÉFASJÓÐIR Ávðitun 1. jan. umlr. verðbólgu siðustu: pk) Kaupg. Sðlug. 6mán. 12 mán. Fjárlestingarlélagid Skandia hl. Kjarabrél 5,500 5,555 7,3 8,0 Tekjubrél 1,561 1,578 7,3 11,1 Markbréf 2,974 3,004 5,9 8,6 Skyndibréf 2,168 2,168 3,9 4,5 Fjölþjódasjóður Kaupþing hf. 1,212 1,250 Emgabréft 7,330 7,465 3,8 3,3 Einingabréf 2 4,188 4,209 0,3 0,3 Einingabrél 3 4,692 4,778 -1,3 0,7 Skammtímabréf 2,588 2,588 2,4 3,7 Einingabréf 6 1,129 1,163 2,0 •7,3 Verðbréfam. Islandsbanka hf. Sj. 1 Vaxtarsj. 3,655 3,673 4,4 5,3 Sj. 2 Tekjusj. 2,025 2,025 62 8,1 Sj. 3 Skammt. 2,518 4,4 5,3 Sj. 4 langtsj. 1,731 4,4 5,3 Sj. 5 Eignask.frj. 1,648 1,648 -1,7 9,3 Sj. 6 island Sj. 7 Þýsk hlbr. Sj. 10 Evr.hlbr. 1,027 1,058 46,1 21,6 Vaxtarbr. 2,5756 4,4 5,3 Valbr. Landsbréf hf. 2,4142 4,4 5,3 islandsbréf 1,620 1,650 3,0 5,7 Fjórðungsbréf 1,185 1,202 4,3 8,6 Þingbréf 1,888 1,912 32 8,1 Öndvegisbréf 1,718 1,740 1,7 5,6 Sýslubrél 1,618 1,639 7,7 20,4 Reiðubréf 1,551 1,551 1,7 3,5 Launabréf 1,053 1,069 1,6 5,8 Heimsbréf 1,419 1,462 2,5 -9,8 HLUTABREF Sölu- og kaupgengi á Verðbréfaþingi islands: Hagst tilboð Lokaverð Kaup Sala Auðlindarbréf 120 1,16 120 Eimskip 4,70 4,68 4,93 Flugleidir 1,52 1,53 1,58 Grandi hf. 1,99 1,93 2,08 Hampiðjan 1,75 1,76 1,85 Haraldur Bödv. 1,65 1,60 1,61 Hlutabréfasjóðurinn 1,40 1,30 1,39 Hlutabréfasj. Norðurl. 1,26 1,22 126 Hlutabréfasj. VlB 1,23 1,17 123 Islandsbanki hf. 1,19 1,20 122 l'sl. hlutabréfasj. 1,30 1,25 1,30 Jarðboranir hf. 1,79 1,70 1,80 Kaupfélag Eyf. 2,20 220 2,40 Marel hf. 2,70 2,54 2,66 Olís 2,75 2,51 2,85 Olíufélagið hf. 5,85 5,95 6,00 Síldarvinnslan hf. 2,70 2,55 2,70 Skagstrendingurhf. 2,50 2,15 2,60 Skeljungur hl. 4,40 4,11 4,48 Sæplast 2,80 2,83 2,95 Útgerðarfélag Ak. 2,60 2,75 3,40 Vinnslustöðin 1,00 1,00 1,05 Þormóður rammi hf. 2,05 2,05 2,15 Sðlu- og kaupgengi á Opna tilboðsmarkaðinum: Alm. hlutabr.sj. hf. 1,00 0,95 1,00 Ármannsfell hf. 0,97 0,75 1,00 Ámes hf. 1,85 Bifreiðaskoðun ísl. 2,15 1,00 Eignfél. Alþýðub. 1.11 1,00 Hraðfrystihús Eskiljarðar 1,70 jsl. sjávarafurðir 1,24 1,08 125 ísl. útvarpslél. 3,00 2,80 Pharmaco 8,20 4,00 8,90 Samein. verktakar hl. 6,98 6,85 Samskip hf. 1,12 0,90 Sjóvá-Almennar hf. 6,60 5,50 11,90 Softfs hf. 6,00 0,50 5,00 Sölusamb. Isl. fisklraml. 1,20 1,18 125 Tangi Tollvörug. hl. 1,00 1,05 120 Tryggingarmiðst. hl. 4,80 Tæknival hl. 1,19 1,00 1,30 Tðlvusamskípli hf. 3,60 3,25 3,75 Þróunartélag íslands hl. 1,10 DRATTARVEXTIR Desember 14,00% Janúar 14,00% MEÐALVEXTIR Alm. skuktabr. lán desember 10,90% Alm. skuldabr. lán janúar 10,90% Verdtryggð lán desember 8,30% Verdtryggð lán janúar 8,30% lAnskjaravísitala Januar 3385 Febrúar 3396

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.