Dagur - 04.02.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 04.02.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 4. febrúar 1995 - DAGUR - 3 Kópasker: Grunnskólanum sagt upp leikfimiaðstöðu - ekkert framlag úr Jöfnunarsjóði til íþróttahússframkvæmda á árinu Grunnskólanum á Kópaskeri var um sl. áramót sagt upp hús- næði því sem skólinn hefur ieigt af Fjallalambi hf. undir leik- fímikennslu, en um er að ræða Fyrsti vinningur í laugardags- lottóinu er fjórfaldur í kvöld og er reiknað með að hann verði um 15 milljónir króna. Það er því til mikils að vinna fyrir áhugasama lottóspilara. Fyrsti vinningur, sem var þre- faldur sl. laugardag, gekk ekki út Stjórn Landssamtaka heilsu- gæslustöðva telur rétt, faglega og stjórnsýslulega, að tilvísun frá heilsugæslulækni sé gerð að skil- yrði fyrir þátttöku skattgreiðenda í kostnaði við þjónustu sérfræð- inga í læknisfræði, eins og segir í ályktun stjórnarinnar. Mikilvægt er aö í hverri heilsu- gæslustöð sé tæmandi gagnabanki matsal fyrirtækisins. Ástæða þess er að í bígerð er útflutning- ur á framleiðsluvörum frá Fjallalambi hf., aðallega lamba- kjöti, og eru gerðar þær kröfur en hann var rúmar 8,4 milljónir króna. Fyrsti vinningur var síðast fjórfaldur í byrjun desember sl. og var þá rúmar 15,4 milljónir króna. Það er ekki oft sem fyrsti vinning- ur er fjórfaldur og það er því nokkuó óvenjulegt að svo stutt skuli vera á milli fjórfalds fyrsta vinnings og raun ber vitni nú. KK fyrir heilsufar íbúa umdæmisins. Allar aðgerðir til að stuóla að „heil- brigði allra árið 2000“ hljóta að byggja á ömggum upplýsingum frá heilsugæslustöðvunum. Því miður hefur stjómin ekki séð fyrirliggj- andi drög að reglugerð um þessi efni og getur því ekki tekið afstöðu til þeirra sérstaklega, segir ennfrem- ur í ályktuninni. KK að búningsaðstaða sé bætt og einnig er umferð annarra en starfsfólks Fjallalambs hf. um húsið bönnuð. Til þess að uppfylla þarfir skól- ans um leikfimisal hefúr verið rætt um að innrétta helming þeirrar skemmu sem hýsir starfsemi tré- smíðaverkstæðisins Trémáls hf., en ljóst er þó að með því næst ekki löglegur keppnisvöllur. Ing- unn Svavarsdóttir, sveitarstjóri Oxarfjarðarhrepps, sagði aö það húsnæði verði að duga fyrir þessa starfsemi, hreppurinn verði að sníða sér stakk eftir vexti, og ekki séu möguleikar á neinum flottheit- um. í gær var fundað um rnálið á Kópaskeri og segir sveitarstjóri að ekki sé hægt að ljúka gerð fjár- hagsáætlunar fyrr en íþróttahús- málið sé frágengið. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur lýst yfir að ekki komi til neinna fjárframlaga til verksins á yfirstandandi ári, en vonir standa til að á árinu 1996 fáist framlag til verksins. Hlutur Jöfnunarsjóðs getur orðið allt að 50% af heildar- kostnaði. Glæsilegur grunnskóli var byggður á Kópaskeri fyrir nokkr- um árum síðan en leikfimiaóstöðu slegið á frest, ekki síst vegna þess aó sú aðstaða fékkst sem skólan- um hefur nú verið sagt upp. Því þarf að hefja framkvæmdir nú til að uppfylla skyldur skólans varð- Fjórfaldur lottópottur: Fer fyrsti vinningur yfir 15 milljónir? Stjórn Landssamtaka heilsugæslustöðva: Tilvísun verði skilyrði Halldór Blöndal, um tilboð SH um atvinnuuppbyggingu: Störfin geta að hluta til komið í stað þeirra sem glöt- uðust við gjaldþrot Sambandsins Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra, sagði á fundi á miðvikudagskvöld, það miklu máli skipta fyrir Ákur- eyrarbæ hvers eðlis þau 80 störf eru sem SH vill beita sér fyrir að flytjist í bæinn. Störfín sem hér um ræðir geti að hluta til komið í stað þeirra starfa sem glatast hafa við gjaldþrot Sam- bandsins sáluga og því sé nú von til þess að hægt sé að minnka at- vinnuleysi töluvert. Sjálfstæóisflokkurinn stóð fyrir fundinum, sem fram fór á Fiðlar- anum og sóttu hann um 130 manns. Framsögu héldu fjórir efstu menn á lista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, þau Halldór Blöndal, Tómas Ingi Ol- rich, Svanhildur Ámadóttir og Jón Helgi Bjömsson. Mjög jákvæður tónn var í fundarmönnum og mátti vel heyra að menn vom bjartsýnir fyrir komandi Alþingiskosningar. Tómas Ingi og Jón Helgi töldu þær almennu aðgerðir sem núver- andi ríkisstjóm hefði gripið til ætti stóran þátt í því hversu vel fyrir- tækjum hefur gengið að rétta úr kútnum. Tómas sagði einnig að ef stjómmálamenn ætluðu að ná ár- angri í stjómmálum væri lykillinn að slíkum árangri að hlusta á rödd fólksins. Svanhildur sagði að brýnt væri að skila launafólki því sem áunn- ist hefði með þjóðarsáttarsamn- ingunum og sagði hún að sá ávinningur sem af samningunum hefði hlotist væri það olnboga- rými sem menn hefóu í komandi kjarasamningum. Fundur þessi var boðaður klukkustundarlangur og stóð fund- arstjóri, Valgerður Hrólfsdóttir, við þau tímamörk. Kunnu fundar- menn vel að meta slíkt fundarform og eftir hann var fundargestum boðið upp á kaffi og sátu flestir áfram og notuðu tækifærið til þess að taka frambjóðendur og hverja aðra tali. KK Sýslumaðurinn Húsavík Útgarði 1,640 Húsavík sími 41300. Uppboð Framhald uppboðs á eftlrtöldum eignum verður háð á þelm sjálfum sem hér segir: Ásgata 25, Raufarhöfn, þingl. eig. Ársæll Snorrason, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyr- issjóður sjómanna, 8. febrúar 1995 kl. 13.00. Klifagata 2, Kópaskeri, hluti, þingl. eig. Pétur Valtýsson, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Samband ísl. samvinnufélaga, Samvinnusjóður Islands hf. og Vá- tryggingafélag (slands hf., 8. febrú- ar 1995 kl. 11.30._______________ Skógahlíð, Reykjahreppi, þingl. eig. Björn Ó. Jónsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn Húsavík, 9. febrúar 1995 kl. 13.30. Sýslumaðurinn Húsavík 2. febrúar 1995. Fundur Sjálfstæðiflokksins á Fiðlaranuni á miðvikudagskvöld var vel sóttur en þar fluttu framsögu fjórir efstu menn á lista flokksins í Norðurlandskjör- dæmi cystra. andi hreyfiþroska bamanna. Að- staða til stærri mannfagnaða er ekki fyrir hendi á Kópaskeri, og m.a. var nýafstöðnu þorrablóti fundinn staður í félagsheimilinu Skúlagarði í Kelduhverfi. Góður leikfimisalur eða íþróttahús gæti væntanlega þjónað að einhverju leyti félagsþörf Kópaskersbúa í nánustu framtíð. GG FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Umsókn um styrki til atvinnumála kvenna 1995 Á árinu 1995 hefur félagsmálaráðuneytið til ráðstöfun- ar 20 milljónir króna sem eru ætlaðar til atvinnuátaks meðal kvenna. Vió ráðstöfun ríkisins er einkum tekið mið af þróunarverkefnum og námskeiðum, sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna á viðkom- andi atvinnusvæði. Þau atvinnusvæði þar sem at- vinnuleysi kvenna hefur farið vaxandi eða er varanlegt koma sérstaklega til álita við ráóstöfun fjárveitinga. Vió skiptingu fjárins munu eftirfarandi atriði höfð til hlið- sjónar: 1. Ekki verða veittir beinir stofn- eða rekstrarstyrkir til einstakra fyrirtækja nema sérstakar ástæður mæli með því. 2. Verkefnin skulu vera vel skilgreind og fyrir liggja framkvæmda- og kostnaðaráætlun. 3. Tekið er mió af framlagi heimamanna til þess verk- efnis sem sótt er um. 4. Verkefnið skal koma sem flestum konum að notum. 5. Að öðru jöfnu skal fjármögnun af hálfu ríkisins ekki nema meir en 50% af kostnaði við verkefnió. Umsóknareyðublöð fást í félagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, sími 5609100 og hjá at- vinnu- og iðnráðgjöfum á landsbyggðinni. Umsóknarfrestur er til 20. mars nk. og áskilur ráðu- neytið sér rétt til að hafna öllum umsóknum sem ber- ast eftir þann tíma. Félagsmálaráðuneytið. KIPULAG R í K I S I N S MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM SAMKVÆMT LÖGUM NR. 63/1993 VEGNA URÐUNARSTAÐAR FYRIR FÖRGUN ÚRGANGS Á GLERÁRDAL, AKUREYRI NIÐURSTÖÐUR FRUMATHUGUNAR OG ÚRSKURÐUR SKIPULAGSSTJÓRA RÍKISINS Niðurstaða skipulagsstjóra er að fallist er á stækkun urðunarstaóar á Glerárdal, Akureyri svo sem henni er lýst í matsskýrslu verkfræði og jarðfræðiþjónustunnar Stuðuls, dagsett í september 1994, með eftirfarandi skilyrðum: 1. Að unnið sé deiliskipulag sem nær yfir alla þá starf- semi sem fram fer [ og við sorphaugana, þar sem aðgreina skal starfsemi sem tengist sorpurðuninni og umferð útivistarfólks og að aðalskipulagi verði breytt, samanber 4. kafla úrskurðarins. 2. Að gengið sé frá urðunarstaðnum og sandnámum neðan hans, þegar urðun lýkur, í samræmi við kafla 4.1 Hönnun og 19. mynd í frummatsskýrslu. Úrskurðurinn í heild sinni fæst hjá embætti skipulags- stjóra ríkisins, Laugavegi 166,150 Reykjavík. Úrskurðinn má kæra til umhverfisráðherra og rennur kærufrestur út þann 3. mars næstkomandi. Skipulagsstjóri ríkisins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.