Dagur - 04.02.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 04.02.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. febrúar 1995 - DAGUR - 9 UTAN LANOSTEINANNA UMSJÓN: SÆVAR HREIÐARSSON - T' Tcri Hatchcr og ofurmennið Dcan Cain í hlutvcrkum sínum sem Lois & Clark. Stöó tvö hefur tekið til sýningar þætti um hetjuna Superman en þættimir bera nafn aðalsögu- hetjanna, Lois & Clark. Með hlutverk hinnar ægifögru fréttakonu, Lois Lane, fer leikkonan TEXI rlATCHER og hefur hún vakið mikla athygli meó leik sínum. Aður en hún fékk þetta hlutverk var hún óþekkt og hafði ekki úr merkilegum verkefnum að velja. Nú er hún hins vegar farin að fá stærri hlutverk og seinna á þessu ári kemur út myndin Heavens Prisoners, þar sem hún.leikur á móti Alec Baldwin. Fyrir tveimur árum gekk henni illa og sam- þykkti að leika í ódýrri mynd þar sem hún lék léttlynda konu og mikið var um nektarsenur. Myndin, Cool Surface, var mis- heppnuð og þótti það léleg að fram- leióendumir töldu það ekki svara kostnaði að gefa hana út. Nú er Hatcher hins vegar orðin fræg og því þótti framleiðendunum tilvalið að reyna að græða á myndinni og hún hefur nú verið gefin út á myndbandi. Leikkonan er sögð fokill fyrir vikiö en þetta mun vera eina myndin þar sem hún hefur opinberað nekt sína og það svo um munar. Teri mun koma aftur fram nakin í myndinni Heavens Prisoners, þar sem hún afklæðir sig á svölum plantekru- seturs í New Orleans. „Upptökuliði var skipt út og allir hljóðmennimir leystir af með hljóðkonum. Ég fór úr sloppnum og labbaði um svalimar en það eina sem framleiðendumir höfðu ekki hugað að var hópur ferðamanna sem kominn var til að skoða setrið. Þegar ég gekk um svalimar vom um tuttugu 70 ára karlar með myndavélar að taka myndir. Ég vona bara að eng- inn hafi fengið hjartaáfa!l,“ segir Teri. Rowan Atkinson sló í gegn í hlut- verki einfeidningsins Mr. Bcan. Karlmannslaus í 4 ár Enska blómarósin JAME LEEVES, sem heillar marg- an manninn í þáttunum Fraiser, á í erfíðleikum með að næla sér í karlmann. Þrátt fyrir að vera ung, falleg og leika í vin- sælum sjónvarpsþáttum er ástar- líf hennar svo rotió að hún hefur ekki verið með karlmanni í rúm- inu í fjögur ár. „Mér líður eins og nunnu,“ segir Leeves og þykir það nokkuð kaldhæðnislegt að hún fékk hlutverk sem hrein mey í Seinfeld-þátt- unum fyrir tveimur árum. „Ég cr ekki mikil skemmtanafrík. Ég vinn alla vikuna við Frasier og þegar ég kem heim um helgar vil ég slengja fótunum upp í loft og lesa góða bók eða horfa á bíómynd," segir Jane. I Fraiser leikur hún heimilishjálpina Daphne Moon, en áður en hún nældi í það hlut- verk fór hún með smáhlutverk í öðrum vinsælum sjónvarpsþátt- Svona leit Janc út þcgar hún dans- aði fyrir Bcnny Hill. um. Hún lék um langt skeið í þáttum sem sýndir voru hér á landi fyrir nokkrum árum, Murp- hy Brown, en þeir þættir þykja enn mjög vinsælir vestan hafs. Þá vakti hún einnig athygli fyrir leik sinn í Seinfeld og fólk átti þaó til að stoppa hana á götum úti og spyrja hvort hún væri í raun hrein mey. Jane er 32 ára og fluttist til Hollywood fyrir rúmurn tíu árum og hefur verið aó reyna aó slá í gegn æ síðan. í Englandi hafði hún unnið fyrir Jane Leeves j sér sem létt- dag. klædd dansmær í gamanþáttum grínistans sáluga, Benny Hill, en vildi ekki fækka fötum það sem eftir var ferilsins og fluttist því vestur um haf. Með leik sínum í Fraiser hefur hún vakið mikla athygli kvik- myndaframleiðenda og má búast við að hún færi sig yfir á hvíta tjaldið áður en langt um líður. Ferí fmtáavmsáv* 1iC&UEi^^€aX luU áfólki reski grínistinn ROVVÁM ATKINSON hefur kitlað hláturtaugar margra með fíflalátum sínum á skjánum og mörgum er eflaust í fersku minni þættir hans um hinn seinheppna og treggáfaða Mr. Bean. Atkin- son komst í fréttimar fyrir skömmu fyrir að kitla ann- ars konar taugar í nokkr- um ólánssömum löndum sínum. Spéfuglinn er hald- inn mikilli bíladellu og er í hópi nokkurra útvaldra sem var boðið að leika sér á hraðakstursbraut nálægt hverfi ríkisbubba í London. Atkinson mætti á Lancia Int- ergrale bílnum sínum sem greinilega var ekki í topp- standi. Hávaóinn og mengun- in aftan úr bílnum var gífurleg þar sem þessi fertugi milljóna- mæringur þeysti um brautina í fjóra og hálfan tíma samfleytt. Allt hverfið var í uppnámi vegna ófriðarins og skömmu síðar var kall- að til fundar meðal íbúa, sem sættu sig ekki við slíkan hávaða. Talsmaður íbúa sagði fréttamönnum alla söguna og sagði að af þeirn fimm bílum sem keyrt hafi verið í hringi hafi einn auðheyranlega farið langt upp fyrir öll hávaðamörk. Þar mun hafa verið bíll grínistans, sem hætti ekki fyrr en hann missti stjóm á bifreiðinni og þeyttist út af brautinni. „Því miður hlaust enginn verulegur skaði af,“ sagði Roger Gould, talsmaður íbúa. I hlutverki sínu sem Mr. Bean er Atkinson afar klaufskur bak við stýrið og ræður illa við ein- földustu gerð af Austin Mini en í daglegu lífi þykir hann öllu ákafari og hefur oft verið tekinn fyrir of hraðan akstur. Ný undragella tekur við Tékkneska fyrirsætan EVA HERZIGOVÁ hefur rakað inn milljónum síðan hún fór að auglýsa undrabrjóstahaldarana „Wonderbra" og herma fregnir að hún hafi fengið rúmar 100 milljónir króna fyrir vikið. Stór auglýsingaskilti með myndum af henni hafa verið afar vinsæl og þarf engan að undra. Nú finnst framleiðendunum þó nóg komið og hafa fundið arftaka hennar en toppfyrirsætumar börðust um hlutverkið. Sú sem varð fyrir valinu er ameríska þokkadísin Nicole Beach, sem er 22 ára og þykir ein sú föngulegasta í faginu. „Ég taldi ekki líklegt að þetta verkefni mundi gera mig fræga þar sem það er aðeins hluti af mér til sýnis. Ég er að vonum ánægð með að næla í svona eftirsótt starf og vona að fólki líki vel við myndimar af mér,“ segir Nicole. Það verður þó erfitt fyrir hana að leika eftir það sem Herzigova gerði, þar sem auglýsingar með henni vom valdar þær bestu í Bretlandi á síðasta ári og sala á undratækinu jókst um 41%. Herzigova hefur nú ákveðið að reyna fyrir sér í kvikmyndaleik og ljóst að það þarf digur tilboð til að fá hana til að leika. ◄ Nicole Beach í sínu nýja hlutverki. Eva He”i,g“va 1 ”.þÚ. sncmma" sfelluiizunni sn kemur of sncmma“ stcliingunni sinni. ^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.