Dagur - 04.02.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 04.02.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 4. febrúar 1995 Vetraráætlun 3. janúar til 14. júní 1995 Akureyri - Dalvlk - Ólafsfjörður Su. Mán. Þrið. Mið. Flm. Fös. Frá Ólafefirði 19.30 08.30 08.30 0&30 08.30 Frá Dalvík 20.00 09.00 09.00 09.00 09.00 Frá Litla-Árskógssandi 09.15 09.15 09.15 Frá Akureyri 21.00 12.30 12.30 12.30 16.00 Sérleyfishafi. Verkefna- og námsstyrkjasjódur Kennarasambands íslands Auglýsing um styrkl til rannsókna og þróunarverkefna Stjórn Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Kennarasam- bands íslands auglýsir styrki til félagsmanna sem vinna að rannsóknum, þróunarverkefnum eða öðrum umfangsmiklum verkefnum í skólum skólaárið 1995- 1996. Umsóknareyðublöó fást á skrifstofu Kennarasam- bandsins, fræðsluskrifstofum og hjá trúnaðarmönnum í skólum. Umsóknir sendist Verkefna- og námsstyrkjasjóði KÍ, Kennarahúsinu, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík, í síð- asta lagi 1. mars 1995. Tilboð óskast! Vátryggingafélag íslands hf. Akureyri, óskar eftir tilboð- um í eftirtaldar bifreiðar, sem lent hafa í umferðaró- höppum. 1. Lada Sport...............árg. 1989 2. Daihatsu Charade TX .....árg. 1988 3. Daihatsu Charade TS .....árg. 1988 4. MMCColtEXE ..............árg. 1987 5. Citroén BX 16 TRS .......árg. 1985 6. Subaru 1800 st...........árg. 1989 7. Toyota Carina ...........árg. 1981 Bifreiðarnar veróa til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS að Furuvöllum 11, mánudaginn 6. febrúar nk. frá kl. 9.00- 16.00. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama dag. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF Auglýsing hjá okkur nær um allt Norðurland ®24222 Fax 27039 Hlíðarfjall: Fjölskyldu- dagurá morgun Á morgun, sunnudaginn 5. febrú- ar, verður svokallaður fjölskyldu- dagur í Hlíóarfjalli ofan Akureyr- ar. Það eru Skíðastaóir, Skíðaráð Akureyrar og Sérleyfisbílar Akur- eyrar sem standa að fjölskyldu- deginum og bjóöa öllum að bregða sér á skíði án endurgjalds. Sérleyfisbílar aka fólki á skíða- svæðið án gjaldtöku, frítt veróur í allar lyftur og þjálfarar Skíðaráðs Akureyrar munu bjóða upp á ókeypis skíðakennslu. Á svæðinu verður sett upp bamaleikbraut, leikgarður og svigbraut, einnig verður efnt til hópgöngu. Nú er lag fyrir alla þá sem stunda eða vilja kynna sér skíða- íþróttina aö fara í Hlíðarfjall og njóta hollrar útivistar. Lyftumar á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli eru opnar um helgar frá því klukkan tíu árdegis til klukkan fímm síðdegis. Á virkum dögum er opið frá því klukkan eitt eftir hádegi til klukkan 18,45, en að sjálfsögðu er öll starfsemin á skíðasvæðinu háó veðri og vind- um. Hægt er að leigja sér skíða- búnað, bæði til þess aö æfa svig og bmn í brekkunum og göngu- skíðabúnað, á Skíðastöðum. KLJ Nýútkomin ljóðabók eftir Akureyring Nýútkomin er ljóðabókin Ljós og skuggar. Höfundur er Akureyring- ur, Þórarinn Guðmundsson. Bókin er 84 bls. og í henni eru 53 ljóð. I ljóðunum er víða horft á mannlífið, t.d. er gengið um Kjamaskóg og Olafsfjörð, litið inn í Líbanon, reikaó um Regent Park, Rússland og Súdan. Kápumynd er gerð af Þórami Má Baldurssyni. Offsetstofan á Akureyri sá um prentun og frá- gang. Bókin er gefin út í litlu upp- lagi; Á aftari kápusíðu er eftirfar- andi brot úr einu ljóðanna: ...er lífgjafinn að gráta sorgum mannanna yfirþá sjálfa til að sanna eilífa hringrás vona sem rísa og falla eins og aldan í brjósti sorgarfuglsins er hann líður yfir höf vœntinganna? Það var líf og fjör á fjölskyldudegi í Hlíðafjalli þegar þessi mynd var tekin og ef veður leyfir verður án efa ekki síður skemmtilegt í fjallinu á morgun. Jafnréttisnefnd Akureyrar - starfið á „vorönn“: Sjálfsstyrkingar námskeið fyrir konur og karla I mars n.k. stendur jafnréttis- nefndin að venju fyrir sjálfsstyrk- ingamámskeiði fyrir konur, Lífs- vefnum, í samvinnu vió fjöl- skylduráðgjafa Heilsugæslustöðv- arinnar. Búast má við að þetta verði síðasta Lífsvefsnámskeiðið að sinni, en auk þess verður í ár boðið upp á sjálfsstyrkingamám- skeið fyrir karla. Námskeiðið verðurhaldið helgina 18.-19. mars og eru það sálfræóingarnir Ásþór Ragnarsson og Ingþór Bjarnason sem leiðbeina. Bæði námskeiðin mióa að því að bæta líðan og sam- skipti og auka öryggi og hæfni í einkalífi og starfi. Ekki er það hvað síst markmió jafnréttisnefnd- arinnar að þessi námskeið megi verða til þess að bæta samskipti og jafna stöðu kynjanna. Opinn fundur um stöðu og sjálfsmynd karla I jafnréttisstarfi undanfarinna ára- tuga hefur meiri áhersla verið lögó á stöðu og sjálfsmynd kvenna en karlkynsins. Nú hefur áhugi karla hins vegar vaknað fyrir mikilvægi þess að skoða eigin stöðu, enda er það nauðsynlegur þáttur í starfinu aó bættum samskiptum og aukn- um jöfnuði kynjanna. Jafnréttis- nefndin stendur fyrir opnu húsi um stöðu og sjálfsmynd karla, þar sem sjálfsstyrkingamámskeiðið verður m.a. kynnt. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA, þriðjudaginn 21. febrúar kl. 20:30. Styrkir til jafnréttisverkefna Undanfarin ár hefur jafnréttis- nefnd veitt styrki til ótal verkefna á sviói jafnréttismála. Flestir styrkimir hafa runnið til skóla- verkefna, en einnig hafa kvenna- íþróttir verið styrktar, sjálfsstyrk- ing kvennahópa, athugun á stöðu karla í sjúkraliðastétt, þróun mæðravemdar o.fl. Nú lýsir nefndin eftir umsóknum fyrir þetta ár, en eins og áður eru há- marksstyrkir kr. 100.000,- og alls er hálf milljón til úthlutunar á þessu ári. Skrifstofa jafnréttisfulltrúa er að Geislagötu 9, 4. hæð, sími 21000. (Fréttatilkynning) Handknattleikur: Þór-BI á sunnudag Það verða fleiri akureyrskir hand- boltamenn en KA-menn í eldlín- unni um helgina. Þórsarar leika mikilvægan leik í 2. deildinni á sunnudaginn þegar að BI kemur í heimsókn. ísftrðingar hafa ekki staðió sig vel í vetur og liðió tapar oftast stórt. Þórsurum ætti því að gefast kostur á aó bæta stöðu sína með góðum sigri eftir slaka frammi- stöðu um síðustu helgi. Þeir ætla eflaust að reyna aó bæta markatöl- una í leiðinni og áhorfendur fá væntanlega að sjá hraðan og skemmtilegan leik. Leikurinn hefst kl. 13.30 á sunnudag. Febrúar- sýning Ullu Allan febrúarmánuö mun standa yfir í Grófinni á Akureyri sýnjng á vatnslitamyndum sem Ulla Árdal hefur málað. Um er að ræða lands- lagsmyndir, málaðar utandyra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.