Dagur - 04.02.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 04.02.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. febrúar 1995 - DAGUR - 7 A sýningunni í Félagsborg má sjá „þúsund andlit“, þcir sem þekkja þau eru sérstakiega velkomnir á sýninguna. Það hefur sannarlega verið líflegt i Skinnasaumastofú Sambandsverksmiðj- anna þegar þessi mynd var tekin. ingu er meðal annars að gefa fólki, bæði eldra og yngra starfs- fólki á verksmiðjunum og öðrum bæjarbúum kost á ýmist að endur- lifa ævistarfið eða kynnast verk- smiðjunum og því starfi sem þar fór fram. Jafnframt vonumst við til þess að fólk hjálpist að við að nafngreina starfsfólkið á myndun- um og án efa geta margir veitt upplýsingar um vélar og vinnslu þegar öll hjól snérust á Gleráreyr- um,“ sagði Jón. „Við verðum aó gera okkur grein fyrir því að hér á Akureyri var sterkasti ullar- og skinnaiðn- aðurinn, stærsta skipasmíðastöðin og leiðandi matvælaiðnaður og annar iðnaður átt einnig sína full- trúa í bænum. Hér eru þvi til margar vélar og verkfæri sem segja sína sögu og það er engin tilviljun að Akureyri hefur verió kölluð iðnaðarbærinn Akureyri.“ Fjölmennasti vinnustaður þjóðarinnar „Það má ekki gleymast að um tíma unnu hátt í 1000 manns á verksmiðjunum og þær voru lang fjölmennasti vinnustaður þjóðar- innar um langt árabil. Þessi vinnu- staður og fólkið sem þar vann lagói grunninn að vexti og við- gangi bæjarins í áratugi þó svo þessar verksmiðjur hafi áður séð sinn fífil fegri,“ sagði Jón. A sýningunni hefur gamli Gefj- unarkontórinn verió endurreistur meó upprunalegum búnaði frá fjórða áratug aldarinnar og einnig svonefnd Hallgrímsstofa, skrif- stofa Hallgríms Kristinssonar sem var kaupfélagsstjóri KEA árin 1902-1918 og fyrsti forstjóri SÍS. Það eru starfsmannafélög Foldu og Skinnaiðnaðar sem standa að sýningunni en einnig kemur Jón Arnþórsson inn í það verk vegna starfs síns við að halda til haga ýmsum tækjum og búnaði frá verksmiðjunum sem gætu orð- ið vísir að verksmiðjuminjasafni. Sýningin stendur til 12. febrúar og verður sýningargestum boðið upp á Bragakaffi enda hefur mörg gátan verið leyst yfir molasopa. KIJ Byggingar Sambandsverksmiðjanna á Gleráreyrum, í þessum húsum unnu hátt í 1000 manns á 30.000 fm gólffleti um ára bil. elstu myndimar eru frá árinu 1908. Myndimar eru af starfsfólki, vélum og húsum Gefjunar, Iðunn- ar, Skógerðar og Heklu. Margar þeirra eru frá þriója- og fjórða ára- tug aldarinnar en svo fjölgar myndunum jafnt og þétt allt fram til síðustu ára. Myndirnar á þessari síðu gefa hugmynd um það sem verður til sýnis í Félagsborg og er fólk hvatt til að koma á sýninguna til að skoða myndir, vélar og búnað og bera kennsl á það sem fyrir augu ber. Hverjir þekktu til í Silkiiðn- aði SÍS, Hanskagerö Iðunnar, Raf- lampagerð Gefjunar eða Undi- fatagerð Heklu? Auk myndanna verða eldri vél- ar og tæki verksmiðjanna á Gler- áreyrum til sýnis en nú vinnur Jón Amþórsson, fyrrverandi sölustjóri Sambandsverksmiðjanna, að könnun á grundvelli fyrir því að koma upp verksmiðjusafni, lands- safni á Akureyri. A síðasta ári fékk Jón styrk frá Akurcyrarbæ og Iðnaðar- og dómsmálaráðuneytinu til að vinna að þessu verkefni. „Tilgangurinn með þessari sýn- „Icelook“ hátískuvara frá Akureyri. í dag verður opnuó sýningin, Fólk og vélar í 60 ár, í Félagsborg, gamla samkomusal verksmiðjanna á Gleráreyrum á Akureyri. A sýn- ingunni er mikið safn mynda af starfsfólki Sambandsverksmiðj- anna við leik og starf í sextíu ár en Prúðbúið fólk á árshátíð í Félagsborg. vélar í 60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.