Dagur - 04.02.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 04.02.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 4. febrúar 1995 - DAGUR - 15 Nafn: Jóhann Ófeigsson. Árgerð: 1971. Uppalinn: í Reykjavík. Hjúskaparstaða: Er í sambúö og á þriggja mánaóa dóttur. Nám: Er á fyrsta ári í sjávarútvegsfræói í HA. Nafn: Haukur Ófeigsson. Árgerð: 1973. Uppalinn: í Reykjavík. Hjúskaparstaða: Er í sambúð. Nám: Er á fyrsta ári í rekstrarfræöi í HA. Hljóðið í bíóinu er allt of hátt! Jóhann og Haukur Ófeigssynir eru nýfluttir til Akureyrar. Þeir hófu báðir nám við Háskólann á Akur- eyri sl. haust og búa á stúdenta- garði úti í Þorpi. Jóhann og Hauk- ur fluttust hingaó með unnustum sínum. Unnusta Jóhanns stundaði nám í Háskóla Islands en tók sér árs frí frá námi til að annast unga dóttur þeirra. Unnusta Hauks kom með honum til Akureyrar og er á fyrsta ári í kennaradeild. Það má teijast fremur óvenju- legt að bræður flytji úr sinni heimabyggð og hefji nám í sama skólanum úti á lándi. Jóhann kvaðst hafa stundað nám í lög- fræði í HI, en ekki fundið sig þar. Jörgen Wolfram Gunnarsson, for- maður Félags stúdenta við Háskól- ann á Akureyri. nær ávallt blíða, þó hér geti verið nokkur kuldi. Tækifæri til útiveru séu því ekki nægilega kynnt fyrir fólki sem hingað komi. Jörgen telur að Akureyringar ættu að búa hér til kjörinn stað fyrir stressaða Reykvíkinga, sem þyldu ekki lengur hringióu borg- arlífsins. Þeir ættu að öðlast meira sjálfsöryggi til að hefja verkfram- kvæmdir í stað þess að vera aó nöldra um ástandið. Haukur sagði honum frá náminu í sjávarútvegsfræði á Akureyri og var þá sjálfur að hugsa um aó hefja nám í rekstrarfræði hér fyrir norðan. Því æxlaðist það að þeir komu hingað á sama tíma. Þegar Haukur kom til Akureyr- ar sl. sumar til að líta á íbúðina sem honum stóð til boða fannst honum eftirtektarvert hvað allir voru fúsir að veita honum hjálpar- hönd. „Fólk sýnir svo mikla hjálp- semi hér á Akureyri, það er eins og það hafi meiri tíma til að sinna manni,“ segir hann. Hann sagði ennfremur að þegar hann fluttist hingað nokkru síðar hafi hann komist að því að allt sé miklu ró- legra á Akureyri og afslappaðra en fyrir sunnan. Hér er samt alltaf nóg að gera, alltaf einhverjar uppákomur, hljómsveitir koma í bæinn og mikið félagslíf í skólan- um. Jóhann segist ekki taka mikinn þátt í félagslífínu og helst umgangast þá sem eru með hon- um í skóla. Nær engir Akureyr- ingar eru með honum í bekk og segist hann þekkja fáa hinna. Honum líkar samt vel í bænum og segir þetta vera fjölskylduvænan bæ. Jóhann er einnig ntjög ánægð- ur með alla aðstöðu í skólanum og segir mikinn mun vera á kennsl- unni í háskólunum á Akureyri og í Reykjavík. Hér sé bekkurinn minni sem þýði að hópurinn nái betur saman. Það er ýmislegt sem þeir bræð- ur eru sammála um að sé öðruvísi hér en í Reykjavík. „Já, Akur- eyri... hér stöðvar fólk bílana sína við gangbrautir og hleypir fólki yfir. Hér þarf fólk aó fara úr skón- um í opinberum byggingum. Bensínkostnaður er lítill þar sem hér eru svo stuttar vegalengdir. Hér er ekki keyrt eins hratt og í Reykjavík. Hér er hitaveitureikn- ingurinn hár. Hljóðió í bíóinu er stillt allt of hátt.“ Höfundur þessarar greinar eru Helgi Þorsteinsson og Elfa Ýr Gylfa- dóttir, nemendur í hagnýtri fjöl- miðlun við Háskóla íslands. Helgi er fæddur 1970. Hann lauk BA-prófi í sagnfræði og sænsku árið 1994. Elfa Ýr er með BA-próf í almennri bók- menntafræði frá Háskóla íslands. Hún á ættir sínar að rekja til Akur- eyrar. EIIABROT Umsjón: GT 19. þáttur Lausnir á bls. 16 Hver stór hluti landsmanna var búsettur á Stór-Reykjavíkursvaeðinu hinn I. desember 19941 D 58,77. Qj 62.2% Q 67,7% Við hvað er maður hraeddastur ef hann þjáist af þvi sem á ensku er kallað Anuptaphopia? | Að vera einhleypur Fljj Einmanaleika Q Þungun Hverju eftirtalinna ráðherraembætta helúr kona aldrei gegnt á Islandi? 11 Dómsmálaráðherra BfH Menntamálaráðherra Viðskiptaráðherra Hvenaer var uppreisnin gegn kommúnistastjórninni f Austur-Berifn? II 1953 K9 1956 1968 Hvers lensk var prinsessan sem varð drottnlng Grlkklands er hún giftist Konstantin II 1964? Bresk Dönsk ■t_M Sænsk © i hverri eftirtalinna borga búa flestir? I Helsinki R| Kaupmannahöfn Osló Hvað heitir ráðgjafinn sem gerði aðra skýrsluna fyrlr bæjarstjórn Akureyrar um sölumál Utgerðarfélags Akureyringa? I Andri Teitsson Gisli Konráðsson ■>■ Hörður Blöndal Hvorum keppinautanna var niðurstaða þessa ráðgjafa um sölumál UA í hag? I Hvorugum Wi íslenskum sjávarafurðum hf. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna © 7 ár 9ár 11 ár 10 Hver gagnrýndl tvo þingmenn Norðurlandskjördasmls eystra fyrir búsetumál þeirra i Degi i lok janúar? Aðalbjöm Friðjónsson Q| Magnús Aðalbjörnsson BrH Friðjón Halldórsson , Hvað helta samtök félagshyggjufólks i Háskóla Íslands? ' HH Röskva Vaka B Verðandi Hvert er kaupgengi á bandarískum dollara? 8 Rúmar 66 krónur Rúmar 68 krónur Rúmar 70 krónur ®Hver rseður þvi að sðgn fræðlmanna hvort lagafrumvarp sem Atþfngt hefur samþykkt er staðfest? | Forseti íslands Q| Viðkomandi ráðherra Q| Það er umdeilt GAMLA MYNDIN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.