Dagur - 04.02.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 04.02.1995, Blaðsíða 14
með augum utanbæjarmanna Glöggt er gests augað. Eru Akureyringar lokað- ir, ósjálfstæðir og framtakslausir smáborgarar eða kurteisir, einlægir og hjálpsamir íþrótta- garpar. Þarf að ganga í Levis-gallabuxum, straujuðum bol og eiga flottan bíl sem ekki punkterar til að teljast til Akureyringa. Meira en helmingur nemenda í Háskólanum á Akur- eyri er aðkomufólk og meirihluti þeirra er frá höfuðborgarsvæðinu. Fimm viðmælendur úr þessum hópi auk eins úr Myndlistaskólanum féllust á að segja frá sjálfum sér og reynslu sinni af Akureyringum. Þeir bera bæjarbúum yfir- leitt vel söguna en benda jafnframt á ýmislegt sem betur má fara. Þetta er skemmtileg stærð af bæ Solveig Thoroddsen lætur áföllin ekki buga sig. Hún sér bjarta hlið á öllu, hvort sem er bílslys, bein- brot eða karlmannsleysi. Nú hrjáir hana ekkert slíkt. Solveig er söng- konuefni, kennaranemi og fyrir- sæta. Hún setur svip á Akureyri, rétt eins og hún gerði áður í Reykjavík og á Grundarfirði. „Eftir stúdentspróf fór ég í ís- lensku í Háskóla jslands en flosn- aði upp úr námi. Ég nennti ekki að læra þó að námið hafi verið skemmtilegt. Það var þó enn skemmtilegra á kaffístofunni. Þá fór ég á Grundarfjörð til að vinna í fiski. Þar var stuð og mik- ið af skrýtnu fólki. Ég bjó í ver- búð þar sem var dúndrandi partý um hverja helgi. Einu sinni, stuttu fyrir jól, var farið í fatapóker. Það endaði með því aö allir fóru úr fötunum og hlupu út í snjóinn. Á Grundarfirói er ennþá verið aö tala um þetta. Það er ekkert Ríki á Grundar- firói og þess vegna þurftum við aö fara til Olafsvíkur eftir áfengi. í ágúst var ég einu sinni sem oftar á leiðinni þangað á Lödunni minni. Það tekur 25 mínútur að keyra til Olafsvíkur á venjulegum hraða. Klukkuna vantaði 20 mínútur í sex þegar ég lagði af stað þannig að ég gaf í. Svo mætti ég risastór- um olíubíl, klessti á hann og komst ekki í Ríkið. Ég fótbrotn- aði, úlnliðsbrotnaði, rispaðist öll og skrámaðist. Ég lá lengi á spítala. Það var skemmtilegt á köflurn. Stundum fékk ég til dæntis morfín í rassinn. Það var æðislegt. Ég man að ég hugsaói stundum að ef ódauðleik- inn væri eins og morfínvíma, þá vildi ég vera til að eilífu. Ég sakna þess samt ekki. Það er ágætt að vera vakandi og skýr í kollinum. Eftir að ég jafnaói mig fór ég aftur aó vinna í fiski, fyrst í Reykjavík en sumarið eftir fór ég aftur á Grundarfjörð. I haust kom ég til Akureyrar og byrjaði í kenn- aradeild Háskólans. Ég þekkti engan héma og hafði engin sér- stök tengsl við bæinn, en mig langaði einfaldlega til að reyna eitthvað nýtt. Þetta er skemmtileg stærð af bæ. Ég held að þetta sé svipað og Reykjavík var í gamla daga. Það er líka gott að vera í Háskólanum. Hann minnir mig að sumu leyti á menntaskóla. Á fyrsta ári eru allir nemendur sam- an í tímum og samheldni er meiri en í Háskólanum í Reykjavík. Vió Skílyrði ao eiga bíl og spila fótbolta Ásgeir Ásgeirsson er efnilegur nemandi í Myndlistaskólanum á Akureyri, sem fluttist til Akureyr- ar fyrir rúmu ári. Honum líkar vel við staðinn og skólann. í frístund- um öskrar hann stundum í tómar þvottavélar. Ásgeir ólst upp í Hafnarfirði en hefur búið víóar á höfuóborgar- svæðinu. Hann fluttist til Akureyr- ar fyrir rúmu ári. Fyrst starfaði hann á Sólborg en í haust hóf hann nám á fyrsta ári í málaradeild Myndlistaskólans. Hann hafði áð- ur lokið fomámi í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík og hefur því dálitla reynslu af báóum stöðum. „I málaradeildinni hér er námið fjölbreytilegra en fyrir sunnan,“ segir hann. „I Reykjavík eru fleiri deildir sem sérhæfa sig í einstökum aðferðum en hér lærum við sitt lítið af hverju.“ Ásgeir segir að nemendur séu mismunandi í skólunum tveimur. „í Reykjavík er meira af „hipp- um“, nemendumir á Akureyri eru venjulegri.“ Þeir síðamefndu eru að vísu fæstir Akureyringar. „Það er enginn á fyrsta ári frá Akureyri. Nokkrir eru frá nágrannabyggðun- Ásgeir Ásgeirsson, nemi í Mynd- listaskólanum. um við Eyjafjörð, fáeinir frá Reykjavík og afgangurinn héðan og þaðan.“ Éæstir nemendanna ætla sér að dvelja á Akureyri aó námi loknu og ætla ekki allir að Ijúka því hér. „Það er algengt að menn klári námið í Reykjavík. Þeir halda að það sé betra. Svo er stefnt á útlönd i framhaldsnám.“ Ásgeir kann vel við sig á Akur- eyri. „Hvert sem ég sný mér er einhver sem ég kannast við. Það er líka rólegra. Akureyringar eru líka hjálpsamir og vingjamlegir. Bílamir stoppa til dæmis alltaf þegar maöur ætlar yfir gangbraut. I fyrsta skipti sem þetta kom fyrir mig dauðbrá mér. Ég hélt að ég hefði gert einhverjum eitthvað.“ En það eru líka ókostir. „Héma er enginn maður með ntönnum nema hann sé nákvæmlega eins og næsti maður. Það er skilyrði að eiga bíl og spila fótbolta. Mér líð- ur samt ágætlega þó hvorugt gildi um mig.“ Ásgeir er með það í bígerð að stofna félag. „Ég ætla að sameina alla þá sem hafa gaman af því að öskra í tómar þvottavélar. Það er ekki til betri leið til að fá útrás þegar eitthvað er að.“ Ásgeir hef- ur sennilega ekki haft mikla ástæðu til að öskra í þvottvélar. Hann þykir efni í góðan málara og kannski á þessi Hafnfiróingur eftir að halda nafni Akureyrar á lofti í framtíðinni. í kennaradeildinni förum oft sam- an út að skemmta okkur. Ég er líka að læra söng í tónlistarskóla. Söngdeildin héma er mjög góð. Ég vinn þriðju hverja viku á Hótel Hörpu og fæ að launum húsnæði og morgunmat. Stundum sit ég líka fyrir í Myndlistaskólan- um. Það er skemmtilegt en rcynir stundum á hláturtaugamar, sér- staklega ef ég lendi í augnsam- bandi við einhvem nemandann. Þá fer ég alltaf að hlæja. I fyrsta tím- anum hló ég reyndar stanslaust allan tímann. Mitt lífsmottó er að skemmta mér eins og ég get án þess aó traöka á öórum. Eg þarf nú samt aó fara að hægja á mér í skemmt- Solveig Thoroddsen, kennaranemi ununum svo námið komist að. Það og fyrirsæta. er gaman að því Iíka.“ Niður með nei- kvæða hugsun Hann er ungur. Hann er opinn. Hann er félagslyndur. Hann er málglaður. Hann hefur skoðanir. Hann er gagnrýninn. Hann er skemmtanaglaður. Hann er náms- maður. Hann er utanbæjarmaður. Hann er Hafnfirðingur. Hann heit- ir Jörgen Wolfram Gunnarsson og er formaður Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri. Jörgen er nemandi á öðru ári í sjávarútvegsfræði og líkar afskap- lega vel í skólanum. Hann hefur þó sínar skoðanir á bænum. Hann telur að í fjórtán þúsund manna bæ ætti að vera mikið líf og nóg að gera. Jörgen ber saman Hafnar- fjörð og Akureyri og segir bæina vera álíka stóra. Það kom honum því á óvart að ekki skyldi vera meira um að vera hér. Jörgen fannst einnig furðulegt þegar hann hóf nám í Háskólanum að flestir sem taka þátt í félagslífinu þar eru utanbæjarfólk, þó að margir Akur- eyringar séu einnig virkir. Jörgen telur Akureyringa oft á tíðum vera lokaðri en þeir sem búa fyrir sunnan. Hann segist þó hafa kynnst mörgum hér og telur Akur- eyringa taka utanbæjarfólki vel. Jörgen finnst öll samskipti vera persónulegri en í Reykjavík. Hann nefnir skemmtanalífið í bænum þessu til stuðnings. Hér verða allir félagar manns þegar maður kemst inn undir skrápinn. Jörgen kveðst þó vera orðinn fullsaddur af því að heyra eymdar- og volæðistalið í Akureyringum. Hann segir bæinn bjóða upp á mörg tækifæri sem Akureyringar nýti sér ekki. Þeir séu of uppteknir af slæmu atvinnuástandi til að rífa sig upp úr því. Jörgen talar um vinahóp sinn og segir hann stundum fjalla um það hvað hægt væri að gera. Hon- um finnst leióinlegt aó sjá allt grotna niður, vegna þess hugsun- arháttar sem er við lýði. Jörgen er hugsjónamaður. Hann segir að það þurfi að mark- aóssetja Akureyri betur. Akureyri sé rólegur og fallegur bær sem utanbæjarfólk gæti notið í vetrar- fríum. Jörgcn segir vetrartímann vera verstan í ferðamannaþjónustu, en á sumrin sé allt krökkt af fólki. Það þyrfti að búa til betri ferðir fyrir Sunnlendinga sérstaklega, því það væru einna helst þeir sem þyrftu að komast úr ys og þys borgarlífsins. Jörgen telur að á Akureyri sé allt fyrir hendi sem fólk vilji njóta í vetrarfríum. Það sé blómlegt menningarlíf, skemmtistaðir fyrir þá sem það vilji, skíðaaðstaða og andrúmsloft sem fólk þurfi til að getað slappað af. Bærinn standi fallega og gott sé að njóta útiveru hér. Hann nefnir sem dæmi að á Akureyri sé

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.