Dagur - 07.02.1995, Page 10

Dagur - 07.02.1995, Page 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 7. febrúar 1995 ENSKA KNATTSPYRNAN SÆVAR HREIÐARSSON Cole opnaði markareikninginn Manchester United saxaði á for- skot Blackburn á toppi deildar- innar á laugardaginn með góð- um sigri á Aston Villa þar sem dýrgrípurinn Andy Colc skoraði fyrsta mark sitt fyrir United. Liverpool og Forest gerðu jafn- tefli og Leeds náði ekki að skora hjá Wimbledon. Hrakfarir Ar- senal halda áfram og aðeins mu leikmenn liðsins náðu að klára leikinn gegn Wednesday. MAN. UTD.-ASTON VILLA 1:0 Áhorfendur á Old Traf- ford fengu loks að kynnast markavél- inni Andy Cole þeg- ar meistaramir tóku á móti Aston Villa. Snemma í leiknum lenti hann í samstuði við Brian Small, vam- armann Villa, og fékk mikla bólgu í kringum vinstra auga. Hann lét það þó ekki á sig fá og eineygður lagði hann upp fyrsta færi leiksins en Lee Sharpe skaut í stöngina af stuttu færi. Dennis Irwin var einnig ná- lægt því að skora áður en Cole skoraöi eina mark leiksins á 18. mínútu. Eftir homspymu skallaði Gary Pallister boltann inn í mark- teig þar sem Andy Cole tók glæsi- lega við og skoraði meö þmmuskoti. Það setti ljótan svip á leikinn þegar gamli Úrslit Úrvalsdeild Coventry-Cheisea 2:2 Everton-Norwich 2:1 lpswkh-C. Paiace 0:2 Uicester-West Hám 1:2 Man. UtdL-Aston V01a 1:0 N. Forest-Liverpool 1:1 QPR-Newcastle 3:0 Sheft Wed.-Arsenal 3:1 Southampton-Man. City : 2:2 Wimbledon-I^eds 0:0 Tottenham-Blackburn 3:1 1. deild Bolton-Wolves 5:1 Bristol C.-Bamsley 3:2 Burnley-Swindon 1:2 Derby-Shcff,Utd. 2:3 Luton-Oldham 2:1 Middlesbrough-Reading 0:1 Millwall-Grirasby 2:0 Southend-Watford 0:4 Stoke-Portsmouth 0:2 Sunderiand-Port VaJe 1:1 Tranmere-Notts County 3:2 WBA-Charlton 0:1 Staðan Úrvalsdeild Blackburn Man. Utd. Newcastle Uverpool N. Forest Tottenbam Leeds Sheff.Wed. Wimbledon Norwich Arsenal Chelsea Man. City Aston VUla Southampíon C.Palace QPR Everton WestHam Coventry Ipswich Leicester 1. Bolton Tranmere Middlcsbrough Wolvcs Reading Sheff. Utd. Watford Grimsby Barnsley Luton Millwall Derby Oldham Charlton Southend Stoke West Brom Portsmouth Swindon Port Vale Sunderland Bristol City Burnley Notts County 27 18 5 4 58:24 59 27 17 6 4 48:21 57 2713 9 S 45:2948 2613 8 5 45:2147 27 13 7 7 40:2946 26 12 6 8 44:37 42 2610 9 7 34:2839 2710 9 8 36:3339 26 10 6 10 31:40 36 26 9 7 10 25:2934 27 8 9 1030:3133 26 8 8 10 34:37 32 26 8 8 1035:41 32 27 7 10 10 32:3631 26 6 12 8 37:42 30 27 7 9 11 21:2630 25 8 6 1138:44 30 27 7 9 1127:36 30 26 8 4 14 24:33 28 27 6 101125:45 28 27 5 5 1729:5520 26 4 6 16 24:45 18 deild 2914 8 7 49:3150 29 14 7 1046:33 49 2814 7 7 41:2649 28 14 5 9 50:3947 29 13 8 8 34:2747 29 12 9 8 47:3345 291111 7 33:28:44 291011 8 42:4041 27 12 5 1034:3441 2811 7 10 38:3540 28 10 10 8 36:3240 28 10 9 9 35:30 39 2910 8 1139:3838 28 9 9 1042:4536 2910 5 1429:5235 27 9 8 10 28:3335 29 9 7 13 25:3534 29 8 9 1230:4133 27 8 8 1136:43 32 27 8 8 1133:36 32 28 6 14 8 28:2832 29 8 6 15 25:3930 26 6 9 29 6 6 1428:3827 17 30:4224 Andy Cole er byrjaður að skora fyrir Man. Utd. Wimbledon-maðurinn John Fas- hanu tæklaði Ryan Giggs gróflega í fyrri hálfleik með þeim afleið- ingum að báðir vom bomir útaf meiddir. Aston Villa barðist fyrir jöfnunarmarkinu en var fyrirmun- að aó skora. Dean Saunders var nálægt því að jafna en skot hans fór í þverslána og Peter Schmei- chel varði glæsilega skot frá Steve Staunton sem breytt hafði um stefnu af vamarmanni. Manchest- er United fékk einnig færi til að bæta við mörkum og litlu munaði að það tækist seint í leiknum þeg- ar aó Paul Scholes átti skot í Andy Cole og af honum fór boltinn í þverslána hjá Villa. N. FOREST-LIVERPOOL 1:1 Það var dramatík í lokin á sjón- varpsleiknum á laugardaginn. Robbie Fowler jafnaði fyrir Liver- pool á síðustu mínútunni eftir að lióið hafði verið einum Ieikmanni færri síðustu 37 mínútumar. For- est tók forustu strax á 10. mínútu þegar að Stan Collymore potaði í netið eftir að Bryan Roy hafði komið boltanum framhjá David James, markverði Liverpool. Stuttu síóar fékk Ian Woan færi til að bæta við marki en James sá við honum. Á 53. mínútu var Phil Babb, vamarmanni Liverpool, vikið útaf fyrir að fella Steve Stone, sem var að sleppa einn í gegn. Leikmenn Liverpool vom þó ekki á því að gefast upp og litlu munaði aó Fowler næði að jafna stuttu síðar en Mark Cross- ley sá við skotinu. Ian Woan og Alf Inge Haaland fengu báðir gullin færi til að gera út um vonir gestanna en misnotuðu færin og leikmenn Liverpool refsuðu þeim rækilega. Á síðustu mínútunni spiluðu þeir sig í gegnum vömina og Fowler skoraði með nákvæmu skoti. SOUTHAMPTON-MAN. CITY 2:2 Fyrsta markið kom á 24. mínútu og var það sjálfsmark frá Tony Coton, markverði Man. City. Sim- on Charlton gaf fyrir ffá vinstri og Coton virtist eiga auðvelt með að grípa boltann vió nærstöng en á ótrúlegan hátt missti hann boltann í netið. Sex mínútum síðar jafnaði Alan Kemaghan með skalla úr markteig eftir homspymu. Tony Coton var skipt útaf í leikhléi og Andy Dibble kom inn í hans stað. Það breytti þó litlu og liðið fékk á sig annað klaufamark á 60. mín- útu. Matthew Le Tissier átti þá skot langt utan af kanti eftir stutta homspymu og boltinn smaug á milli stangarinnar og Nicky Summerbee, sem stóð þar staður, og í netió. City náði að bjarga andlitinu með marki tveimur mínútum fyrir leikslok. Garry Flitcroft skoraöi af stuttu færi eftir góðan samleik félaga hans. SHEFF. WED.-ARSENAL 3:1 Það hefur mikið gengið á hjá Arsenal undanfama mánuði og leikurinn gegn Wednesday fellur vel inn ófarir liðsins á þessari leiktíð. Leikurinn byrjaði vel fyrir Arsenal, sem hafði endurheimt Paul Merson og Tony Adams eftir langa fjarveru. Strax á 3. mínútu var liðið komið yfir og markið skoraði Andy Linighan með skalla eftir homspymu. Þeir náöu þó aó- eins að halda forustunni í fimm mínútur og eftir það lá leióin nið- ur á við. Rúmeninn Dan Petrescu jafnaði eftir fallega sókn og á 25. mínútu bætti Svíinn Klas Ingeson öðru marki við af stuttu færi. I upphafi síðari hálfleiks var Tony Adams vikið af leikvelli fyrir að gefa Mark Bright olnbogaskot og ekki leið á löngu þar til búið var að vísa framherjanum unga John Hartson einnig af velli fyrir gróft brot. Níu leikmenn Arsenal börð- ust vel og reyndu að koma í veg fyrir að fá á sig fleiri mörk en múrinn gaf sig á síðustu mínút- unni þegar að Mark Bright potaði inn af stuttu færi. WIMBLEDON-LEEDS 0:0 Áhangendur Leeds þurfa enn að bíða eftir að sjá Anthony Yeboah í byrjunarliði. Heimamenn byrjuóu leikinn betur og Efan Ekoku var nálægt því að skora í tvígang í fyrri hálfleik og Nigel Worthing- ton bjargaði því að Leeds lenti undir með því að spyma frá á marklínu. í síðari hálfleik átti Leeds betri færi en Hans Segers sá við öllum tilraunum gestanna. QPR-NEWCASTLE 3:0 Newcastle átti aldrei möguleika gegn spræku liði QPR og senni- lega hafði það mikið að segja að í leikmannahóp Newcastle vantaði átta leikmeiin vegna veikinda, meiðsla og leikbanna. Les Ferd- inand kom aftur inn í lið QPR eft- ir meiðsli og hann var hetja heimamanna. Strax á 4. mínútu slapp hann einn í gegn eftir send- Les Ferdinand sökkti Ncwcastle á fyrstu sjö mínútunum. ingu frá Kevin Gallen og skoraói af öryggi. Þremur mínútum síðar léku þeir sama leikinn og aftur skoraði Ferdinand, hans 16. mark í deildinni. QPR gerði endanlega út um leikinn á 18. mínútu þegar að Simon Barker skallaði í netið eftir fyrirgjöf frá Andy Impey. Eftir það var bara spuming hversu stór sigurinn yrði og Ferdinand var mjög nálægt því aó fullkomna þrennu sína í síðari hálfleik þegar glæsilegt skot hans small í þver- slánni. Kevin Gallen fékk senni- lega besta færi leiksins undir lokin en skallaði yfir fyrir opnu marki og Newcastle náði að forðast frek- ari niðurlæginu. COVENTRY-CHELSEA 2:2 Mark Stein skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu af stuttu færi eftir að Steve Ogrizovic hafði misst boltann klaufalega frá sér. Tólf mínútum síðar jafnaði Sean Flynn með skalla fyrir Coventry. Á 33. mínútu var dæmd víta- spyma á Steve Pressley, vamar- mann Coventry, fyrir að fella Steve Clarke í teignum. Þetta kom fáum á óvart því þetta er fjóróa vítaspyman sem dæmd hefur ver- ið á Pressley í þeim 14 leikjum sem hann hefur leikið með Coventry. John Spencer skoraði af öryggi úr vítaspymunni en fögn- uður liðsins stóð ekki lengi. Þrem- ur mínútum síðar skallaði Craig Burley í eigið net og jafnaði leik- inn, 2:2. Roy Wegerle fékk tvö ágæt færi í síðari hálfleik til að tryggja heimamönnum sigur en eins og svo oft aður þá brást hon- um bogalistin. EVERTON-NORWICH 2:1 Graham Stuart spilaði í fremstu víglínu hjá Everton í þessum leik og á 42. mínútu skoraði hann fyrsta mark leiksins eftir góða sendingu frá Andy Hinchcliffe. Vinny Samways hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar hjá Everton en hann sýndi í þessum leik að honum er margt til lista lagt. I síð- ari hálfleik lenti hann í miklum slagsmálum vió Rob Ullathome, vamarmann Norwich, en af óskilj- anlegum ástæðum sýndi dómarinn honum einungis gula spjaldið og Ullathome slapp með tiltal. Sam- ways átti síðan heiðurinn að öðru marki Everton á 65. mínútu þegar fyrirgjöf hans rataói beint á koll- inn á Paul Rideout sem skallaói í netið. Norwich minnkaði muninn tíu mínútum fyrir leikslok og það gerði Mike Milligan, fyrrum leik- maður Everton, með lúmsku og lausu skoti. LEICESTER-WEST HAM 1:2 Sannkallaður botnslagur og sex stiga leikur. West Ham tók fomstu á 28. mínútu þegar að Tony Cottee skoraði 100. mark sitt fyrir West Ham, eftir undirbúning frá Julian Dicks. Þeir skiptu síðan um hlutverk á 43. mínútu þegar að Cottee var felldur innan vítateigs og Dicks sá um að hamra boltann í netið úr vítinu. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks minnkaði Mark Robins muninn fyrir heimamenn með skalla eftir homspymu en Leicester átti þó aldrei möguleika á að jafna leikinn. West Ham sótti ákaft og Kevin Poole varði oft frá- bærlega í marki Leicester. IPSWICH-C. PALACE 0:2 Annar sex stiga leikur þar sem Ipswich var óheppið að ná ekki að skora nokkur mörk snemma í leiknum. Neil Thompson og Stuart Slater áttu báðir hörkuskot í þverslá og Tony Ward skallaði í sömu þverslá fyrir hlé. En lukkan var með Palace og á 53. mínútu skoraði Iain Dowie í autt markið eftir að Craig Forrest, markverði Ipswich, hafði mistekist að hreinsa frá marki sínu. Ricky Newman, leikmaður Palace, var rekinn útaf á 75. mínútu en liðið hélt áfram að sækja og á 86. mín- útu fékk liðið vítaspymu sem Dean Gordon skoraði úr. TOTTENHAM-BLACKBURN 3:1: Spurs lagði efsta 11535 Blackburn náði ekki að auka forskot sitt á toppi úrvalsdeild- arinnar að nýju á sunnudaginn. Þá mætti liðið ofjörlum sínum á White Hart Lane og Tottenham vann verðskuldaðan sigur, 3:1. Blackbum byrjaói af miklum krafti en Tottenham varðist vel en var stórhættulegt í skyndisóknum. Á 18. mínútu kom ein slík og Nick Barmby renndi í gegnum vöm Blackbum þar sem Jurgen Klins- mann kláraði dæmið af miklu ör- yggi, 1:0. Darren Anderton bætti öðm marki við eftir glæsilegt sam- spil vió Klinsmann en Anderton hafði þó heppnina með sér þegar boltinn breytti um stefnu af Colin Hendry, miðverði Blackbum, og rúllaði í bláhomið. Blackbum var meira með boltann í fyrri hálfleik en kraftmikill sóknarleikur Spurs skilaði góðum árangri. Strax á 2. mínútu síðari hálfleiks minnkaði Tim Sherwood, fyrirliði Blackbum, muninn eftir að hafa fengið boltann einn og yfirgefinn á markteig. Tottenham var þó ávallt líklegra til að bæta við mörkum og Klinsmann komst nærri því með glæsilegri hjólhestaspymu sem sleikti þverslána. Það var síðan besti maður vallarins, Nicky Barm- by, sem gerði út um leikinn á 79. mínútu með glæsilegu skallamarki utarlega úr teignum. Blackbum gerði örvæntingafulla tilraun til að bjarga sér í lokin og Alan Shearer var nálægt því að skora en skot hans small í stönginni. Nicky Barmby átti stórleik og skor- aði síðasta markið fyrir Tottenham.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.