Dagur - 15.02.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR
Miðvikudagur 15. febrúar 1995 - DAGUR - 3
Klingjandi vinátta í grunnskólum á Norðurlandi
Klingjandi vinátta, er heiti dagskrár sem afrískir listamenn fluttu á tónleikum fyrir grunnskólaböm á Akureyri
á mánudag. Afrísku listamennimir héldu síðan tónleika í Borgarhólsskóla á Húsavík og Hafralækjarskóla í Að-
aldal í gær. Þessi mynd var tekin í Oddeyrarskólanum og eins og sést voru bömin vel með á nótunum.
Mynd: Robyn
Samband veitinga- og gistihúsa:
Hár virðisaukaskattur á veitingahús
meðan svarti markaðurinn þrífst vel
Samband veitinga- og gistihúsa
gagnrýnir harðlega mismunun
sem það telur felast í virðisauka-
skattskerfinu. Á sama tíma og
matvöruverslanir og kjötvinnsl-
ur komist upp með að selja út
mat, t.d. á þorrablót og árshátíð-
ir, með 14% virðisaukaskatti
hafx veitingahús þurft að greiða
24,5% virðisaukaskatt. Aðstöðu-
munurinn sé mikill, jafnvel þó
barátta veitingamanna hafi skil-
að þeim endurgreiðslu á hluta
irmskatts.
Að mati Sambands veitinga- og
gistihúsa eru árshátíðir, þorrblót
og fleiri skemmtisamkomur í sí-
auknum mæli haldnar í félags-
heimilum, einkasölum og jafnvel
íþróttahúsum. í flestum tilfellum
séu veitingar aðkeyptar og svarti
markaðurinn blómstri í kringum
þessa starfsemi. Enginn viróis-
aukaskattur sé greiddur, laun
starfsfólks á staðnum ekki gefin
upp og oft ekki sótt um lögboóin
leyfi.
„Þeir sem standa fyrir slíkum
samkomum og greiða ekki út-
skattinn sitja uppi með innskatt-
inn. Með því að lækka virðisauka-
skattinn á tilbúinn mat út úr versl-
unum var verið að stórlækka
kostnað skattsvikaranna. Sömu
sögu er að segja af samkeppni
skyndibitóstaðanna við sjoppum-
ar. Á meðan veitingastaðurinn
þarf að innheimta 24,5%, þarf
sjoppan aðeins að innheimta 14%
þótt bæði fyrirtækin selji ham-
borgara út um lúgu. Hver ætlar að
stöðva þessa vitleysu?,“ segir í
gögnum Sambands veitinga- og
gistihúsa um þetta mál.
Veitingamenn telja einu færu
leiðina þá að færa veitingahúsin
niður í 14% virðisaukaskatt. Til
að vega upp tekjumissi vegna
áfengissölu hafi ríkið í hendi sér
að hækka áfengisskattinn en meó
lækkun virðisaukaskattsins geti
veitingastaðir boðið viðskiptavin-
um sínum lægra matarverð sem
ekki síst sé mikilvægt gagnvart
ferðaþjónustunni. Samkeppnis-
staða veitingahúsanna verði með
þessu mun betri og um leið sé
stuðlað að því að fleiri fyrirtæki
fari að lögum í landinu, ríkissjóði
ekki síst til hagsbóta. JÓH
Vegleg Davíðsdagskrá í
grunnskólanum á Kópaskeri:
Afar dýrmætt starf
- segir Iðunn Antonsdóttir, skólastjóri
Það var þröngt setinn bekkurinn
í grunnskólanum á Kópaskeri sl.
mánudagskvöld þegar nemend-
ur skólans fluttu dagskrá til-
einkaða þjóðskáldinu Davíð
Stefánssyni frá Fagraskógi. Öll
böm í skólanum komu við sögu
og í samvinnu við kennara sína
tókst þeim að skapa sýningu
sem vakti athygli og aðdáun
þeirra sem á horfðu, jafnt
heimamanna sem aðkomufólks.
„Við höfum jafnan lagt metnað
okkar í það hér að böm lærðu að
koma fram og það skilaói sér al-
veg geysilega vel. Það er ekki síst
að þakka frábærri leikstjóm Mar-
grétar Óskarsdóttur, kennara hér
við skólann, sem var hugmynda-
smiðurinn á bak vió þetta og valdi
efni. Við emm Hka svo heppin að
hafa hér öflugan tónlistarskóla þar
sem nánst hvert bam gmnnskól-
ans er við nám og sum að læra á
fleiri hljóðfæri en eitt. Það er því
svo fjölbreytt sem hægt er að láta
krakkana gera,“ sagði Iðunn
Antonsdóttir, skólastjóri grunn-
skólans á Kópaskeri.
I upphafi dagskrárinnar lék
hluti af Iúðrasveit Öxarfjarðarhér-
aðs, síðan var kórsöngur þar sem
sungið var eitt þekktasta ljóð Dav-
íós, Komdu inn í kofann minn. Þá
voru flutt og leiklesin mörg ljóða
Davíðs og þótti aðdáunarvert
hversu mikinn texta bömin gátu
lært og flutt blaðalaust og jafn-
framt komið efninu til skila.
Einnig var leikið á tréspil og
blokkflautur. Elstu nemendumir
fluttu hluta úr Gullna hliðinu og
gerðu það afar vel. Margrét Ósk-
arsdóttir sá um leikstjóm sem fyrr
segir, Elísabet Hauge æfði söng-
inn auk þess sem kehnarar tónlist-
arskólans lögðu hönd á plóginn.
Iðunn sagði að um 80 manns
hefðu séð dagskrána og var þröngt
setið. Viðburður af þessu tagi er
árviss í grunnskólanum á Kópa-
skeri. „Það em sannkölluð stór-
virki sem unnin hafa verið á þessu
sviði undanfarin tvö ár, sem má
þakka því að við höfum kennara
hér við skólann sem jafnframt er
leikstjóri. Með slíku fólki er hægt
að vinna þrekvirki. Sem betur fer
er það víða í skólum sem unnið er
markvisst að skapandi starfi. List
og verkgreinar virðast því miður
alltaf eiga undir högg að sækja
þrátt fyrir fögur orð þannig að
svona starf er ekki minnst dýr-
mætast í skólastarfinu og þeim
tíma sem í þetta fer ákaflega vel
varið að mínu mati,“ sagði Iðunn
að lokum. HA
ÓTBÚLEOT ÚRVAL!
Patnaður, óveðursgrímur,
yeti moon boots, aukasokk-
ar, hanskar, lúffur, hjálmar,
aukagler, reimar og oliur,
speglar, áttavitar, íshakar,
vatnsheldir pokar fyrir far-
angur, kortaljós, kortatðsk-
ur, bensinbrúsar 10 og 20
litra, trektar, brúsahaldar-
ar, álskóflur, vólsleðagallar,
lóranstrikuö plasthúðuö blöö
af afmörkuöum svæöum,
svefnpokar -28 (gráöur) og
hitatæki, regnfatnaöur, flis-
fatnaður frá 66 (gráöur
noröur) og Regatta.
Komið og skoðið xirvalið,
sjáið gsmls ferðsmátsnn.
Evenrude Bob ost og öku-
manninn i gömlu Hekluúlp-
unni með lambhúshettuna
Sjón er sögu riksri
(Tryggvsbraut 18).
ÚTILÍFSMABKAÐUEINN
[£sso) stööinni
Leiruvegi
Tryggvabraut 12
Gefum afslátt af stórum úttektum.
JsSEsí
orrahlafiborö öll föstudags- og laugardagskoöld
Fjölskyldur, félagasamtök, vinnufélagar!
Þorramatur afgreiddur alla aðra daga í okkar glæsilega sal
Borðapantanir
ísíma 21440
Lindin
við Leiruveg