Dagur - 15.02.1995, Page 4

Dagur - 15.02.1995, Page 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 15. febrúar 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SfMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUDSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-11585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFÍNGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SlMFAX: 96-27639 LEIÐARI Er það svo að inn í íslenska þjóðarsál sé greypt að erlend vara hljóti að vera hagstæðri kostur peningalega en hliðstæð vara framleidd hér á landi? Þessi spurning er áleitin eftir að Samtök iðnaðarins birtu nú í vikunni niðustöður úr könn- un Gallups þar sem gerður var samanburður innlendra og erlendra vara í íslenskri verslun. í stuttu máli sagt virðast átta af hverjum tíu taka innlenda vöru framyfir en fólk virðist samt sem áður telja verðið á innlendu framleiðslunni lak- ara. Könnun leiddi samt í ljós að 17% munur var á verðinu, innlendu vörunní í hag, þegar verð innlendra og erlendra vara var borið saman. Óhætt er að taka undir með Línu Atladóttur hjá Samtökum iðnaðarins í Degi í gær þar sem hún segir að telji fólk almennt að fjárhagslega sé óhagkvæmt að velja innlenda vöru fremur en er- lenda þá sé verk að vinna í áróðursstríðinu fyrir innlenda framleiðendur. Könnun Gallups segir ótvírætt að innlendar vörur standist verðsam- keppni við erlendar og þannig er ástæðulaust fyrir fólk að bera fyrir sig stuðningi við íslenskt atvinnulíf þegar það er spurt um ástæður fyrir kaupum á íslenskum vörum. Það eru ekki síðri rök að segja að íslenska varan sé ódýrari og það er heimilunum ekki síst mikUvægt á síðustu og verstu tímum. Lengi má velta vöngura yfir skýringum á við- horfum eins og þarna koma fram. Raunar er ekki nýtt af nálinni að í opinberri umræðu sé haldið hátt á lofti atriðum sem eiga sér Utla stoð í raun- veruleikanum. Nægir þar að nefna umræðuna um aukið frelsi í innflutningi matvæla. Þar vill gjarnan falla í skuggann hve hátt hlutfall af neysluvörunum er í raun innflutt. í könnuninni fýrir Samtök iðrxaðarins endur- speglast kannski enn einu sinni hve þjóðfélagið er ungt og í mótun. Viðhorfin hér eru um margt önnur en þekkjast í grónum þjóðfélögum eins og á meginlandi Evrópu þar sem staðið er fast við bak heimaframleiðenda. Þannig getur framtíðin orðið hér því við höfum enga ástæðu til annars en treysta gæðum íslenskrar framleiðslu og vilja íslenskra framleiðenda til að standa sig í verð- samanburði. Endurhæfing Frá fyrstu tíð hefur mannkynið þurft að glíma við fötlun af völd- um slysa og sjúkdóma. Menn reyndu að bjarga sér sem best þeir gátu með frumstæðum hjálpar- tækjum og þeirri samhjálp sem tíókaóist í þjóðfélagi hvers tíma. Það var ekki fyrr en á þessari öld, nánar tiltekið eftir seinni heims- styrjöldina, að verulegar framfarir urðu í endurhæfingu, fyrst og fremst á Vesturlöndum. Kom þar ýmislegt til. I fyrsta lagi varð til mikill fjöldi fatlaðra einstaklinga vegna styrjaldarinnar og síðan brutust út lömunarveikifaraldrar sem skildu eftir sig stóran hóp fatlaðra. Þessi þörf ásamt bættum efnahag og tæknilegri framþróun varó til þess að í Bandaríkjunum voru stofnaðar sérstakar endur- hæfmgardeildir. Vestur-Evrópu- löndin fylgdu þar á eftir, hvert með sínum hætti, en Norðurlöndin hafa verið þar í farabroddi líkt og á öðrum sviðum heilbrigðisþjón- ustu. Til varð sérgrein innan læknis- fræðinnar sem á ensku kallast „Physical medicine and rehabilit- ation“, á sænsku „Rehabiliterings- medicin“ og á íslensku „Orku- og endurhæfmgarlækningar“. Hugtakió endurhæfing hefur víötæka merkingu í íslenskri tungu. Það er þó ungt og kom fyrst á prenti í tímaritinu „Sveita- stjómarmál“ árið 1959. I þessari grein er hugtakið endurhæfing notað um hverskonar þjálfun sem miðar að því að koma einstaklingi í betra líkamlegt og andlegt ástand og auka þannig fæmi hans til sjálfbjargar þ.m.t. atvinnu, heimil- isstarfa og frístunda. Þörfin vex Þörfin fyrir endurhæfingu hefur aukist jafnt og þétt á undanfömum árum. Astæðumar eru margar m.a. eftirfarandi: • Bætt heilbrigðisþjónusta og lífskjör hafa aukið lífslíkur okk- ar og því geta margir vænst langrar ævi þrátt fyrir sjúkdóma og fötlun. Öldruðum hefur fjölgað af þessum sökum. • Framfarir í endurlífgun og gjör- gæslu ásamt bættri læknisfræði- legri meðferð fyrirbura hafa gefið mörgum líf sem ekki var unnt að veita áóur. Ekki sleppa allir heilir úr þeirri baráttu og hefur orðið nokkur fjölgun í hópi mikið fatlaðra einstaklinga af þessum ástæðum. • Fólk óskar oftar en áður að fá að búa á heimili sínu eins lengi og hægt er. Pólítískur vilji er fyrir slíku þar sem dvöl sjúk- linga á eigin heimili með að- stoð er mun ódýrari fyrir sam- félagið en dvöl á stofnun. Slíkt krefst oft umtalsverðrar þjón- ustu af hendi heilsugæslu en einnig viðeigandi endurhæfingu sem miðar að því aö bæta eða viðhalda fæmi einstaklingsins. Endurhæfingardeildir eru að þessu leyti bakhjarl heilsugæsl- unnar. • Reynt er að stytta legutíma á bráðadeildum sjúkrahúsanna. Góður aðgangur að endurhæf- ingu tryggir að sjúklingar liggi ekki á bráðadeildum lengur en þörf krefur. Almenningur er sér betur með- vitaður en áður um endurhæfíng- armöguleika, og leitar því meira eftir slíkri aðstoð en áóur. Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin (WHO) hefur skilgreint endur- hæfingu svo: „Endur- hæfing er safnhugtak íyrir allar hæfnisauk- andi aðgerðir af lækn- isfræðilegum, sálræn- um og félagslegum toga, sem miða að því að hjálpa þeim sem orðið hefur fyrir lík- amlegu og/eða sál- rænu tjóni að ná sem bestri lífsfyllingu.“ (þýð. höf.) Verkefni margra Breið samstaóa er meðal almenn- ings og heilbrigðisstétta um að veita einstaklingum þá endurhæf- ingu sem nauósynleg er og skiln- ingur á því að ekki sé nóg að bæta árum vió lífið heldur þurfi einnig að bæta lífi við árin, með öórum orðum að auka lífsgæði þeirra sem við fötlun búa. Margir aðilar koma aó þessum málum. Auk opinberra aðila eru samtök sjúklinga og félög ýmis konar mjög virk, t.d. SIBS, Nátt- úrulækningafélögin, Sjálfsbjörg, MS félagið og fleiri. Framtak slíkra aðila er ómetanlegt og hefur skilað okkur langt fram á veginn. Ákveðin verkaskipting hefur átt sér stað á undanfömum árum. Þróunin hér á landi er meó svip- uðum hætti og í mörgum ná- grannalanda okkar. Geðdeildir hafa séð um endurhæfingu geð- fatlaðra og SÁÁ ofl. um endur- hæfingu áfengissjúkra. HL-stöðv- amar í Reykjavík og á Akureyri hafa séð um viðhaldsþjálfun hjarta- og lungnasjúklinga. Svæð- isskrifstofur um málefni fatlaðra hafa séð um hæfíngu og umönnun þroskaheftra og hafa í seinni tíð einnig reynt aó sinna þörfum ann- arra sjúklingahópa, t.d fulloróinna sem skaðast hafa á heila, ásamt vinnuendurhæfingu og starfsþjálf- un. Öldrunarlækningadeildir hafa einbeitt sér að vandamálum öldr- unar o.s.frv. Endurhæfingardeildir Endurhæfingardeildir starfa á breiðum grundvelli og sinna þeim verkefnum sem brýnust eru á hverjum tíma. Einkennandi fyrir starfsemi endurhæfmgardeilda er samstarf margra fagaðila sem sameiginlega aðstoða sjúklinginn við að ná settum markmiðum. Samstarf þessara aðila nefnist teymisvinna. Auk lækna starfa þar hjúkrunarfólk, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar ásamt aðstoðarmönn- um. Aógangur að félagsráðgjafa, sálfræðingi og talmeinafræðingi er nauðsynlegur. Svo fjölbreytt starf- semi þarf mikið húsrými bæði á legudeildum og á þjálfunardeild- um. Sjúklingar á endurhæfingar- deildum hafa margvíslega sjúk- dóma og fatlanir. Flestir hafa skerðingu á hreyfifæmi og vinnu- getu. Orsakimar eru margar: Heilablóófall, hjarta- og æðasjúk- dómar, gigt, taugasjúkdómar, meðfædd fötlun eða slys. Mark- mið með þjálfun hvers og eins þarf að skilgreina, sem og heppi- legar leiðir að því marki. Vegna þess hve fötlun og þarfir einstak- linga í endurhæfingu eru mismun- andi þarf að leita úrræöa víða. Ytri tengsl endurhæfingadeilda eru því mjög mikilvæg. Má þar nefna fjölskyldu sjúklings og vinnuveit- anda hans, stoótækjafræðinga, ökukennara, starfsmenn Trygg- ingastofnunar ríkisins og skóla- kerfið. Framtíðin Bregöast þarf við aukinni endur- hæfingarþörf með því að auka Frá endurhæfingardeild Kristnesspítala. þjónustuna í hlutfalli við þá þörf sem augljós er á hverjum tíma. Horfa þarf á landfræðilega dreif- ingu þjónustunnar, þjónustustig og sérhæfingu. Á tímum fjárhags- vanda er enn brýnna en áður að leitað sé hagkvæmra leiða í slíkri uppbyggingu. Fimm daga deildir og sjúkrahótel eru lausnir sem henta hluta sjúklinganna. Jafn- framt þarf að huga að því að mönnun og húsrými starfseminnar sé í jafnvægi við þörfina þannig að ekki myndist flöskuhálsar. Á Norðurlandi hefur átt sér stað ánægjuleg þróun í málefnum endurhæfingar á síðustu árum. Vil ég nefna HL-stöðina á Akureyri, bætta sjúkraþjálfunaraðstöðu við margar heilsugæslustöðvar, átak í stofnun sambýla og starfsþjálfun fatlaðra. Efst í huga mínum er þó stofn- un endurhæfingardeildar á Krist- nesspítala 1991, en sú starfsemi heyrir nú undir Fjórðungssjúkra- húsiö á Akureyri. Með tilkomu deildarinnar var stigið stórt skref í þá átt að íbúar Noróur- og Austur- lands ættu þess kost að geta sótt sérhæfóa þjónustu endurhæfingar- deildar nær sinni heimabyggð. Uppbygging aðstöðu miðar áfram og undirtektir við söfnun fyrir þjálfunarsundlaug í Kristnesi hafa verið mjög góðar, en um 4,5 millj- ónir hafa safnast frá því í haust. Deildimar í Kristnesi munu hafa alla burói til aó verða endurhæf- ingarmiðstöð Noróurlands ef fram heldur sem horfir. Aðstaða til sjúkraþjálfunar og iðjuþjálfunar á Fjórðungssjúkra- húsinu hefur fram að þessu verið mjög ófullkomin en með tilkomu nýrrar álmu á FSA er gert ráð fyrir 250 fermetrum fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun. Stofnun öldrunar- lækningadeildar við FSA á þessu ári markar tímamót í endurhæf- ingu og þjónustu aldraðra á Norð- urlandi. Að lokum Fagna ber þeirri þróun sem nú á sér stað í uppbyggingu endurhæf- ingarþjónustu. Ber hún vott um skilning stjórnvalda á mikilvægi þessarar starfsemi. Stuðningur al- mennings er einnig afdráttarlaus. Margt er þó enn ógert. Hlutverk starfsmanna heilbrigðisþjónust- unnar verður áfram að benda á þá þætti sem nauðsynlegt er að styðja sérstaklega á hverjum tíma og leita hagkvæmra leiða í rekstri þeirra. Stefán Yngvason. Höfundur er sérfræðingur í orku- og endurhæf- ingarlækningum, og er yfirlæknir endurhæfing- ardeildar FSA í Kristnesi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.