Dagur - 15.02.1995, Side 6

Dagur - 15.02.1995, Side 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 15. febrúar 1995 Miklir viðskiptahagsmunir Þá er aö mestu lokió rimmunni um sölumál Utgerðarfélags Akur- eyringa hf. Þó má búast viö einhverjum eftirhreytum og kannski endast þær fram að kjör- degi í alþingiskosningunum 8. apríl. Vegna vinnu minnar fylgdist ég mjög vel meó öliu, sem skrifað var í dagblaðið Dag vegna þessa máls, las allar greinamar frá orði til orðs, ekki einu sinni, heldur tvisvar. Vegna væntumþykju um UA alveg frá því það var stofnað, langar mig að leggja nokkur orð í belg. Viðskiptahagsmunir Eg hef orðið var við það í viótöl- um við fjölmarga Akureyringa, eigendur meirihluta ÚA-hlutabréf- anna, að þeir gera sér ekki grein fyrir því um hvað rimman um sölumál ÚA raunverulega snérist, sem sagt um viðskiptahagsmuni. Þess vegna fínnst mér eólilegt að Akureyringar og aðrir hluthafar í ÚA verði upplýstir um það hvaða upphæðir er þarna um að ræða. Eg treysti engum betur til þess að uppfræða hluthafana um það en Björgólfi, fjármálastjóra ÚA. Hann hefur allar tölumar í reikn- ingum félagsins fyrir árið 1994 og hvaóa fyrirtæki eiga í hlut. Miklir hagsmunir Þessir viðskiptahagsmunir hljóta að vera mjög miklir, þegar Sölu- mióstöð hraðfrystihúsanna er til- búin að flytja talsverðan hluta af sínum rekstri norður til Akureyrar, Eimskip tilbúið að auka umsvif sín verulega á Akureyri, fyrirtæki eru tilbúin að setja hlutafé í Slipp- stöðina, Heimir Ingimarsson, bæj- arfulltrúi, er líka með bréf frá stjómarformanni SH, þar sem hann lýsir stuðningi sínum og þá væntanlega stjómar SH, aó athug- að verói alvarlega hvort ekki sé hagkvæmt aó koma upp fiskrétta- verksmiðju á Akureyri. Þá má ekki gleyma 20 milljónunum, sem alþingismaðurinn Tómas Ingi 01- rich viróist geta útvegaó í nýtt hlutafé í Foldu frá einhverjum fjárfestum, kannski í Reykjavík? I ljósi þeirra staðreynda, sem hér hafa verið nefndar, er ekki óeðlilegt að spurt sé: Hvaó eru þessir viðskiptahagsmunir miklir í krónum og aurum talió? Það virðist ekki langt frá lagi að um 20% af þeim afurðum sem SH sér um sölu á komi frá ÚA og þýska dótturfyrirtækinu Mecklemburger. Um hvað snúast þessir viðskiptahagsmunir? ♦ Þeir snúast auðvitað um sölu á afuróum ÚA. ♦ Þeir snúast um flutninga á af- urðunum. ♦ Þeir snúast um tryggingamál ÚA. ♦ Þeir snúast um kaup á veióar- færum. ♦ Þeir snúast um kaup á olíu. ♦ Þeir snúast um viógerðir og endumýjun á skipum ÚA. ♦ Þeir snúast líka um allar aðrar rckstrarvörur, sem svona stórt fyr- irtæki eins og ÚA og dótturfyrir- tækið þurfa á að halda. Miðvikudagstilboð: Hamborgarar 2x100 gr + brauð 142 kr. Fimmtudagstilboð: Grillsteiktur kjúklingur 594 kr áður 764 kr. Föstudagstilboð: Folaldagúllas 640 kr. kg áður 988 kr. Folaldasnitsel 767 kr. kg áður 1180 kr. Kynningar og tilboð fimmtudag og föstudag: Nýtt frá „Bersdeye" á skyndiréttum. Einnig á „Ritter sport" súkkulaði. Tilboð frá Nýja-Bautabúrinu1.- Hunangslegnar svínakótelettur 1141 kr. Frá Kjarnafæði: Áleggsþrenna 698 kr.kg. Ath. nýtt kortatímabil 16. febrúar. f ljósi þeirra staðreynda, sem hér hafa verið nefndar, er ekki óeðlilegt að spurt sé: Hvað eru þessir hags- munir miklir í krónum og aur- um talið? Umræðan um sölumál ÚA er af hinu góða Ég fagna því vissulega að Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og Svavar Ottesen. skyld fyrirtæki skuli nú vera tilbú- in að létta undir með atvinnulífmu á Akureyri. Þá er ég sannfærður um það að sú umræða, sem staðið hefur undanfarið í þjóðfélaginu um sölumál ÚA, er af hinu góða. Fólkið á landsbyggðinni vaknar nú upp við vondan draum og skil- ur betur en áóur að það er ekki nauðsynlegt að öll stórfyrirtæki á Islandi byggist upp í Reykjavík. Sú tölvuvæóing og tæknibylting, sem átt hefur sér staó í heiminum á síóustu árum, þar sem hægt er að senda símbréf á milli heimsálfa á nokkrum sekúndum og öll ferða- lög milli landa og heimsálfa eru ekkert mál lengur, heldur áfram á næstu árum og áratugum. Þessi tæknibylting mun færa lands- byggóarfólki á Islandi heim sann- inn um það að það getur sjálft í meira mæli en áður stjómað sín- um málum úr sinni heimabyggð. Svavar Ottesen. Höfundur er einlægur stuðningsmaður Ú4 frá stofnun félagsins. Borgarbíó sýnir Ógnarfljótið Borgarbíó á Akureyri tekur til sýninga í kvöld kl. 21 spennu- myndina Ógnarfljótið (The River Wild). Myndin fjallar um hjónin Gail og Tom sem fara með ungum syni sínum í ævintýrasiglingu og niður fljót í miðjum óbyggðum. I mestu makindum sigla þau á gúmmíbát og njóta fagurrar náttúrunnar þar til þau rekast á hóp manna sem í fyrstu virðast vera venjulegir ferðamenn. Annaó kemur á dag- inn því eftir nokkur óhöpp fer sá grunur að læðast að hjónakomun- um að ekki sé allt með felldu. Fjölskyldan er í höndum harðsvír- aðra glæpamanna sem svífast einskis og rennur upp fyrir fjöl- skyldunni að viö leiðarlok séu þau orðin að vitnum sem geta borið kennsl á glæpamennina. Þau eru í bráðri lífshættu því ef fljótið gengur ekki frá þeim munu glæpa- mennimir örugglega gera það. Meryl Streep var nú á dögun- um tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni. í öðrum aðalhlutverk- um em Kevin Bacon (Flatliners, JFK) og Joseph Mazzello (Juras- sic Park). Allir velkomnir?? Það vildi svo til á dögunum, nánar tiltekið laugardaginn 11. febrúar 1995, að HÍMA, félag hægri- manna í Menntaskólanum á Akur- eyri, og Vörður, félag ungra sjálf- stæðismanna í ákafri atkvæðaleit, slógu upp heljarinnar veislu. Voru þar kynstrin öll af góðgerðum á borð borin og allir voru velkomn- ir. Var hvorutveggja skýrt tekið fram á veggspjöldum sem höfðu þann starfa að útbreiða um víðan völl fregnir um áðumefndan mannfagnað. Ég, sem hafði í bamslegri ein- feldni minni talió að málefnalegar umræður yrðu þar hafðar á tak- teinum, lagði leið mína í húsnæði það við Glerárgötu þar sem veisl- an fór fram. Hugðist ég kynna mér „undralausnir“ þeirra sjálf- stæðismanna sem bjarga eiga þjóðarskútunni frá strandi. En er ég mætti glaðbeittur á brún og brá í veislu þeirra íhalds- manna, brá mér heldur en ekki í brún. Þó aö mismunun sé ekki á yfirlýstri stefnuskrá Sjálfstæóis- flokksins var ég heldur betur fljót- lega var við það að allrækilega er farið í manngreinaálit þar á bæ. Mér var fljótlega gert allljóst að nærveru minnar væri ekki óskað. Ég var dreginn afsíðis og vinsam- lega beðinn um að taka saman Hallur Gunnarsson. föggur mínar og hverfa á braut. Er ég spurði um ástæður varð fátt um svör, loks var mér tjáð að svo lengi sem ég væri á svæðinu „þyrði fólk ekki að anda“. Nú er best að taka það fram áð- ur en lengra er haldió að fram- koma mín var á engan hátt ósæmi- leg en hitt tel ég hafa vegið þyngra að ég er formaður VÍMA, sem er félag vinstri manna í Menntaskólanum á Akureyri og gjaldkeri Verðandi, en það er fé- lag ungra Alþýðubandalagsmanna og óflokksbundinna félagshyggju- manna. Er óneitanlega freistandi að álykta að eitthvað hafi farið fram innan veggja þessarar sam- kundu sem mér var ekki ætlað að berja augum. Hafi Sjálfstæðis- flokkurinn ekki haft neitt fyrir mér að fela verða þessi viðbrögð að teljast í hæsta máta móðursýkis- leg. Það eitt að ég sé ekki í hjörð hinna mislitu sjálfstæóismanna ætti ekki að koma í veg fyrir að ég fái að hlýða á boðskap þeirra, hver veit? Máski kemur sá dagur að þeir hafi eitthvað almennilegt fram aó færa, svo bregðast kross- tré... Ég trúi því ekki að blátt bindi og Armani jakkaföt að ógleymdu flokksskírteini eða þegnhollusta viö Sjálfstæðisflokkinn sé skilyrói þess að menn fái að hlýða á boó- skap þeirra sérstaklega þegar hann er auglýstur öllum velkominn. Ég vil enda á fleygri setningu Orwells „öll dýrin eru jöfn, en sum eru jafnari en önnur.“ Takk fyrir mig og með ósk um gott samstarf vió flokk auóvalds- ins. Hallur Gunnarsson. Höfundur er nemi viö Menntaskólann á Akur- eyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.