Dagur


Dagur - 15.02.1995, Qupperneq 16

Dagur - 15.02.1995, Qupperneq 16
II111111 # nl.l ■ ■■ RECNBOGA FRAMKOLLUN Akureyri, tniðvikudagur 15. febrúar 1995 Hafnarstræti 106 • Sími 27422 «r Atvinnulausir missa bætur í verkfaili Eg fæ ekki betur séð en að þetta sé alveg skýrt í lög- um,“ sagði Guðjón Jónsson hjá Verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri, þegar hann var inntur Akureyri: Ungmenni handtekin - grunuö um innbrot og fíkniefnaneyslu I^fyrrinótt voru framin nokkur innbrot á Akureyri og eitt á Árskógsströnd. í kjölfar innbrotanna voru fjögur ungmenni á aldrinum 16-20 ára handtekin, tveir piltar og tvær stúlkur. Tvö þeirra eru búsett á Ak- ureyri en hin tvö á höfuðborg- arsvæðinu. Brotist var inn í veitinga- húsió Fiðlarann í Alþýðuhús- inu við Skipagötu. Þar var, að sögn lögreglunnar á Akureyri, allstór peningaskápur sprengd- ur upp. Einnig var gerð tilraun til að brjótast inn í húsnæði verkalýðsfélaganna í Alþýðu- húsinu. Brotist var inn í Við Poll- inn, Bing Dao og Trygginga- miöstöóina, en öll eru þessi fyrirtæki í Gránufélagshúsinu við Strandgötu á Akurcyri. Einnig var brotist inn í KEA hiettó og í verslunina Sólrúnu á Árskógsströnd. Aó sögn rannsóknarlögregl- unnar á Akureyri höfðu ung- mennin töluvert upp úr krafs- inu og er áætlað lausafé sem stolið var um tvöhundruð þús- und krónur. Einnig var stolið tóbaki og sígarettum. I bíl ungmennanna sem voru handtekin fundust tæki til fíkniefnaneyslu og óverulegt magn af hassi. Aó sögn lög- reglunnar leikur grunur á að innbrotin hafi verið framin undir áhrifum fíkniefna og jafnvel til að fjármagna fíkni- efnakaup. Grunur leikur á aó tengsl séu á milli þessara innbrota og þeirra sem framin voru í versl- unamiðstöðina Krónuna við Hafnarstræti á Akureyri að- faranótt mánudags, en eins og komið hefur fram voru þar unnin umtalsveró spjöll. Rannsóknarlögreglan á Ak- ureyri krafðist í gær gæslu- varðhaldsúrskurðar yfir þrem- ur ungmennanna. KLJ VEÐRIÐ Veðurfræðingar Veðurstofunnar spá vaxandi austan og norð- austan átt í dag. Á Norðurlandi eystra verður kaldi og éljagang- ur. Á Noróurlandi vestra verður norðaustan stormur og élja- gangur eða snjókoma og lítils- háttar frost. Á morgun er spáð norðaustan strekkingi og slyddu eóa rigningu og um helgina er spáð éljagangi á Norðurlandi. eftir því hvort atvinnulaust fólk myndi missa atvinnuleysisbætur komi til verkfalls hjá þeim stétt- arfélögum sem viðkomandi eiga aðild að. Ritstjórn Dags hafa borist fyrir- spumir um þetta atriði og Guðjón sagðist sömuleiðis hafa fengið margar fyrirspumir. Guðjón sagði að í 21. grein laga um atvinnuleysistryggingar frá 1993 væri ákvæði þess efnis aó þeir sem taki þátt í verkfalli eða verkbann taki til hafi ekki rétt til atvinnuleysisbóta. Hann sagói að ekki væri hægt að skilja það öðruvísi en að þetta ákvæði taki einnig til fólks sem eigi aðild að viðkomandi stéttarfélagi en sé á atvinnuleysisbótum. Hins vegar sagði Guðjón aó fólk á atvinnuleysisbótum hljóti að hafa sama rétt til framlaga úr verkfallssjóðum og kollegar þess innan viðkomandi stéttarfélaga. óþh Blásiö til orrustu á baráttufundi Síðdegis í gær héldu kennarar á Norðurlandi baráttufund á Hótel KGA. Sveinbjörn Markús Njálsson, formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, setti fundinn. Fundurinn var fjölsóttur en hátt í tvö hundruð fundargestir voru á KEA og kennarar úr Norður-Þingeyjarsýslu, sem ekki komust vegna ófærðar, sendu fundarmönnum bar- áttukvcðjur. Mynd: Robyn Hafnarstjórn Akureyrar: Framkvæmt fyrir 317 milljónir - flotkvíin kemur til landsins um miðjan maí Hafnarstjórn Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum ný- lega framkvæmdaáætlun ársins 1995, með fyrirvara um að fjár- magn fáist til þeirra verkefna sem fyrir liggja og hljóðar hún upp á rúmar 317 milljónir króna. Til framkvæmda í Krossanesi, fara rúmar 86 milljónir kr., til að ljúka við grjótgarð og reka niður 80 m stálþilskant. Til kaupa á flot- kví fara rúmar 110 milljónir kr. á árinu en stefnt er að því aó hún komi til landsins um miðjan maí. Þá hefur verið samið um smíði dráttarbáts fyrir höfnina og er kostnaöur hafnarinnar vegna þeirra framkvæmda tæpar 13 milljónir kr. á árinu. Báturinn, sem hlotið hefur nafnið Sleipnir, var smíöaður í Hollandi en sam- setningin fer fram í Slippstöðinni- Odda á Akureyri og verður hann tilbúinn til afhendingar um mán- aöamótin mars/apríl. Til að bæta aðstöðu vegna auk- inna umsvifa í vöruhöfninni, verð- ur varið tæpum 8 milljónum kr. og þá fara um 2 milljónir kr. í bætta aðstöðu fyrir trillubáta í Sand- gerðisbót. Þar verður komið fyrir rafmagnstenglum og lagt bundið slitlag að hafnarkrananum. I aðrar smærri framkvæmdir fara um 11,5 milljónir kr. KK Bæjarráð Húsavíkur: Sölumál fiskafuröa rædd Tillaga frá Sigurjóni Bene- diktssyni bæjarfulltrúa (D) var lögð fyrir bæjarráð Húsavík- ur í síðustu viku. Tillagan kvað á um að: fulltrú- ar bæjarins í stjómum Fiskiðju- samlags Húsavíkur, Ishafs og Höfða beiti sér fyrir athugun og úttekt á söluntálum fyrirtækjanna, þannig að besti kostur í slíkum málum liggi fyrir. Kanni áhuga og vilja aðila sem starfa að sölumál- um fiskafurða á því að koma til Húsavíkur og leggja fram hlutafé og koma inn í nýsköpun og færa ný atvinnutækifæri inn á okkar at- vinnusvæði. Komi meó tillögur um að auka áhuga fjárfesta á að fjárfesta í þeim útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjum sem hér um ræóir, og komi með tillögur í Súðavíkursöfnunin: Mæðgur gáfu 50 lopapeysur Eg vona að þctta hafi komið að góðum notum,“ sagði Hólmfríður Stefánsdóttir á Kálfaströnd í Mývatnssveit, en hún og dóttir hennar, Elín Ein- arsdóttir, gáfu Súðvíkingum 50 Iopapeysur eftir snjóflóðin. Þær mæðgur prjóna iopapeysur til að selja á markað í Mývatns- sveit. „Við áttum peysumar í köss- um og mér leið illa að eiga þetta héma þegar fólkið hafði svona lítið. Mig langaði því óskaplega að koma þessu til þeirra,“ sagði Elín, er Dagur innti hana eftir þcssari hlýlegu stórgjöf. Elín hafði samband við Rauða kross Islands, sem spurðist fyrir og komst að því að peysumar yrðu þcgnar með þökkum. Sniðill í Mývatnssveit gaf flutning á þeim til Húsavíkur, þaóan scm átti að senda þær vestur. Elín segist vona aó fólkiö geti haft not af peysununt. Bara efhið í peysumar kostar um 50 þúsund krónur. Aðspurð sagóist Elín prjóna peysuna á 3-4 dögum, með öðrum verkum. Þær mæðgur hafa því gefið 150-200 daga vinnu við prjónaskap, ásamt efni og fleiru. „Þetta þykir ekki mikið, eigin- lega gæludýrabúskapur. Það em 53 hausar I fjárhúsunum," sagði Elín, aöspurð um búskapinn hjá þeim mæðgum. Þær búa tvær á Kálfaströnd ásamt Auði ísfeld, föðursystur Elínar. Hún prjónar líka, en aðallcga á krakkana í ná- grenninu. Elín og Hólmfríður vinna einnig við heimilishjálpina í Mývatnssveit. Varðandi prjónaskapinn segir Elín aó sér líói illa ef hún hafi ekki eitthvað á prjónunum með- an hún horfi á sjónvarpió. „Okk- ur fmnst ágætt að hvíla okkur á lopapeysunum og prjóna leista sem vió seljum t.d. sjómönnum. Þetta em grófir ullarleistar úr lopa og bandi sem við vindum með til að gera þá stcrkari. Svo þæfum við þá í þvottavél til að gera þá hlýja og góða,“ sagði El- ín, á bænum þar sem konumar hugsa svo mikið um aó öðru fólki sé hlýtt. IM stjómum fyrirtækjanna um gerð framtíðaráætlunar fyrir sameinað fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu, og kynni tillögur og niðurstöður athugunar og úttektar fyrir bæjar- ráði eins fljótt og mögulegt er. Tillögunni fylgdi greinargerð. Meirihluti bæjarráðs var sammála um að ekki verði hafnar viðræður við fleiri söluaðila fiskafuróa en þann sem nú er rætt við af stjóm- um fyrirtækjanna þriggja, fyrr en þær niðurstöður liggja fyrir og ef þá þykir ástæða til. Sigurjón var ósammála niðurstöóu meirihlut- ans. IM C-634 XT þvottavél r/ • 18 þvottakerfi | 5 kg þvottur IHitabreytiroti 600 snúninga | Rústfrír pottur I I Frábært verð 42.595 stgr. I ira kaupland Kaupangi • Sími 23565

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.