Dagur - 21.03.1995, Side 7

Dagur - 21.03.1995, Side 7
Þriójudagur 21. mars 1995-DAGUR-7 Handknattleikur - úrslitakeppni: KA í kunnuglegri stöðu Valur hafði betur gegn KA í fyrsta leik liðanna í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn f handknattleik. Leikurinn var æsispennandi allt frá byrjun, Valur hafði yfir í leikhléi, 11:10, og þegar upp var staðið höfðu þeir rauðklæddu sigur að Hlíð- arenda, 23:21. Liðin mætast öðru sinni í KA-heimilinu í kvöld. „Spiluðum okkar bolta og gerðum það vel. Sóknarleikurinn gekk erfiðlega enda spila þeir mjög sterka vöm. Það er ljóst að við verðum að bæta nokkur atriði til þess að vinna þá. Við erum komnir í kunnuglega stööu og þurfum nauðsynlega að vinna heima. Það kemur ekki til greina að koma suður i þriðja leikinn með tvö töp á bakinu,“ sagði Al- freð Gíslason, þjálfari og leikmað- ur KA. „Eg er fyrst og fremst ánægður með sigurinn en fátt annað. Við vorum engan veginn að spila góð- an bolta, vömin var gloppótt og Gummi fann sig ekki í markinu. Axel átti góða innkomu og það var mjög ánægjulegt. Það kom niður á okkar leik að nú eru níu dagar frá síðasta leik. Miðaó við hvemig KA hefur leikið reikna ég með að leikimir verði fleiri en þrír. Við förum þó auðvitað norð- ur til að vinna,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliói Vals. Bæði lið léku góðan vamarleik framan af en upp úr miðjum hálf- leiknum náóu KA-menn þriggja marka forskoti. Þá léku þeir agað í sókninni og lokuðu algerlega leið- inni að markinu. I stöðunni 7:10, þegar um 6 mínútur vom til leiks- loka, skipti Guðmundur Hrafn- kelsson við Axel Stefánsson í markinu og Valsvörninni var breytt að sama skapi. Það virkaði og þegar flautað var til leikhlés höfðu Valsarar jafnað og komist yfir, 11:10. KA byrjaði betur eftir hlé og Valdimar gerói þrjú mörk í röð fyrir KA. Jón svaraði með tveimur mörkum fyrir Val og síðan komst Valur tveimur mörkum yfir, 16:14. Eftir að KA hafði jafnað, 16:16, hrökk sóknarleikurinn í baklás en Valsmenn sóttu um leið mjög grimmt. A u.þ.b. sex mínút- um gerði Valur fjögur mörk í röð, staðan orðin 20:16 og aðeins rúm- ar fimm mínútur til leiksloka. Alpagreinar: Brynja varö í 42. sæti Brynja Þorsteinsdóttir frá Akur- eyri hafnaði í 42. sæti í svigi á Heimsmeistaramóti unglinga í alpagreinum, sem haldið er í Voss í Noregi. Brynja var eini íslenski kepp- andinn en sigurvegari varó Marli- es Oester frá Sviss og önnur landa hennar Karin Roten. „veröum að vinna heima,“ segir Alfreð Gíslason Valdimar Grímsson fór ó kostum gegn sínum gömlu félögum f Val á laugar- daginn og skoraði 13 mörk. Spurningin er hvað hann gerir í kvöld. Mynd: Robyn. Lokamínútumar voru æsispenn- andi, KA náði tvívegis að minnka muninn í tvö mörk, 20:18 og 21:19, og síðan í eitt mark, 21:20, þegar rúm mínúta var til leiksloka. Olafur Stefánsson skoraði fyrir Val og Alfreð minnkaði muninn fyrir KA þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Ekki var um annað að ræða fyrir KA en að gefa Val skotfæri og freista þess að það færi forgörðum. Sveinn Sigfússon skoraði þó af öryggi og tryggði sigur Vals endanlega, 23:21. Það verður að segjast eins og er að KA tapaði þessum leik fyrst og fremst vegna þess að lióið vantar breidd í sóknarleikinn. Alfreð hef- ur ekki getaó leikið sóknarleikinn eins og nauðsynlegt væri og þegar hans nýtur ekki við vantar ógnun gegn óárennilegri vöm Vals- manna. Valdimar lék mjög vel á laugardaginn og það gerðu Leó Om og Sigmar Þröstur líka. Jón Kristjánsson lék best fyrir Val eft- ir að hann hrökk í gang í síðari hálfleik. Axel Stefánsson stóð sig vel eftir að hann kom inná. Ljóst er að leikurinn í KA- heimilinu í kvöld skiptir gífurlegu máli fyrir KA, ætli liðió sér aó eiga möguleika á því að hampa ís- landsmeistaratitlinum. Valsmenn ætla sér án efa að klára dæmið og það í þremur leikjum. SV Mörk Vals: Ólafur 7/5, Jón 6, Sveinn 4, Geir og Dagur 2 hvor og Sigfús og Júlíus I hvor. Axel varði 8 skot og Guömundur 4. Mörk KA: Valdimar 13/9, Patrekur 3, Erlingur og Valur 2 hvor og Alfreð 1. Sigmar varði 16 skot. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunn- ar Viðarsson. Létu leikinn ganga og höfðu aó því leyti góó tök á honum. Hins vegar orkuðu allt of margir dómar þeirra tvímælis. Innanhússmeistaramót íslands í sundi: Keppendur úr Sundfélaginu Keppendur úr Sundfélaginu Óðni á Akur- eyri, gerðu góða ferð á Innanhúss- meistaramót íslands i sundi í Vestmanna- eyjum um helgina. Ómar Þorsteinn Árnason vann gullverðlaun í 100 m flugsundi og Þorgerður Beneditksdóttir gerði slíkt hið sama í 400 m fjórsundi. Þá varð Þorgerður í 2. sæti í 400 m skriðsundi og í 3. sæti í 200 m skriðsundi. Ómar Þorsteinn hafnaði í 2. sæti í 50 m skriðsundi og þá varð A-sveit Óðins í 3. sæti í 4x100 m skriðsundi karla. Loks varð Baldur Már Helgason í 3. sæti í 200 m baksundi. Alls tóku rúmlega 150 keppendur frá 16 félögum þátt í mótinu. Eydís Konráðsdóttir úr Keflavík var maður mótsins en hún setti 3 Islandsmet, í 200 m baksundi, 100 m baksundi og í undanrásum í 100 m flug- sundi. Á lokahófi mótsins voru veittar viðurkenningar besta og efnileg- asta sundfólkinu í karla- og kvennaflokki. Logi Jes Kristjáns- son ÍBV varð stigahæstur í karlaflokki fyrir 100 m baksund en Eydís Konráðsdóttir Keflavík, varð stigahæst í kvennaflokki fyrir 100 m baksund. Efnilegasta sundfólkið var valið af þjálfur- um þeirra liöa sem kepptu á mótinu og til greina komu þau sem kepptu í fyrsta eða ann- að sinn á IMI. Halldóra Þor- geirsdóttir úr Ægi var valin efni- Iegust í kvennaflokki og Öm Am- arson SH í karlaflokki. Landslið íslands í sundi sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum hefur verió valið og em þau Ómar Þorsteinn Ámason og Þorgerður Benediktsdóttir úr Óðni í lands- liðshópnum. Þjálfarar eru þeir Martin Rademacher, Keflavík, og Auðunn Eiríksson, Oðni. Oðni gerðu góða ferð Ómar. Þorgerður. Jafn lelkur Vals og KA: „Eykur okkur bjartsýni" - segir Eriíngur Kristjánsson, en iiðin mætast aftur í kvöld kl. 20.00 í KA-heimilinu Margir sem telja sig sérlega spámannlega vaxna hafa sagt að Valur myndi vinna úr- slitaviðureignina við KA auð- veldiega, 3:0. Hvernig svo sem þeir spádómar rætast gefur leikurinn á laugardag- inn fyrirheit um spennandi viðureignir. KA-menn voru nokkuð ánægðir og töldu leik sinn Iofa góðu um framhald- ið. Hér á eftir fer umsögn nokkurra leikmanna liðanna um fyrsta leikinn, en annar leikur liðanna fer fram í KA- heimilinu í kvöld og hefst kl. 20.00. Auknar vonir Erlingur Kristjánsson, fyrir- liði KA: „Ég hélt á tímabili að við hefðum þá cn urðunt of bráóir í sókninni. Það jákvæða við leikinn er aó hann gefur okkur auknar vonir varóandi framhaldið. Menn voru hrædd- ir fyrir leikinn en nú sjáum við að þetta er vel hægt. Ég hef enga trú á öðru en þetta hleypi bara sjálfstrausti i mannskap- inn.“ Fyrsti ieikurinn Axel Stefánsson, Val: „Ég fann mig vel þegar ég kom inná. Þetta var fyrsti leikurinn minn í úrslitakeppninni svo ég er nokkuð vcl hvíldur. Það var nauðsynlegt fyrir okkur að byrja vel og vinna hér á heima- velli. Það verður erfitt að fara norður en við verðum bara að vinna þar og klára þetta svo í þriðja leik. Lióin hafa farið flatt á því að tapa fyrir norð- <4 Valsarar heppnari Valdimar Grímsson, KA: „Við töpuðum og það var ekki það sem við ætluóum okkur. Sigurinn gat lent hvorum meg- in sem var en Valsarar voru heppnari í þetta skipti. Vöm- in gekk vel og markvarslan sömuleiðis en við hefðunt mátt láta boltann ganga meira í sókninni. Við náöum að vinna upp forskot þcirra og sýndum hvcrs mcgnugir við erum. Það getur allt gerst í þessu.“ Liðin þekkjast vel Jón Kristjánsson, Val: „Þctta gekk ágætlega hjá mér í síðari hálfleik en var lélegt í þeim fyrri. Við vorum seinir í gang en leikurinn var jafn eins ég átti von á. Þaó er fátt sem á að koma á óvart í svona lcikjum því liðin þekkjast vcl. Ég hugsa að þetta séu tvö ltkam- lega sterkustu lið landsins og leikurinn bar keim af því, var haróur cn um Ició skemmtileg- ur.“ SV

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.