Dagur - 21.03.1995, Page 14

Dagur - 21.03.1995, Page 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 21. mars 1995 -------------- MANNLÍF X-D fyrir kjördæmid þitt Michael Jón Clarke í ham á gólfinu. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107,600 Akureyri sími 96-26900 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 24. mars 1995 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Brálundur 1, Akureyri, þingl. eig. Aðalgeir Stefánsson, gerðarbeið- endur Akureyrarbær, Búnaðarbanki íslands, Lífeyrissjóðurinn Samein- ing, Sturla Snorrason og íslands- banki h.f. Heiðarlundur 2L, Akureyri, þingl. eig. Gyða Guðmundsdóttir, gerðar- beiðendur Helga Rósantsson Pét- ursdóttir, og Pétur Pétursson. Víðilundur 24, íb. 301, Akureyri, þingl. eig. Guðrún Árnadóttir, gerð- arbeiðandi Veróbréfasjóðurinn h.f. Þverá II, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Ari B. Hilmarsson, gerðarbeiðendur Olíuverslun íslands, Stofnlánadeild landbúnaðarins og Sýslumaðurinn á Akureyri. Ægisgata 13, Litla-Árskógssandi, þingl. eig. Gylfi Baldvinsson, gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður rfkis- ins, Féfang-fjármögnun h.f. og Lind h.f. Sýslumaðurinn á Akureyri 20. mars1995 Líf og íjör hjá starfsmönnum LA Það var mikið um dýrðir á árshátíð starfsmanna Leik- félags Akureyrar fyrir skömmu. Skemmtidagskráin var viðamikil og kunnugleg verk á fjölum leikfélagsins komu víða við sögu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á hátíðinni. Skemmtincfndin hafði staðið í ströngu við undirbúning hátíð- arinnar. Hér vctja þau gleðskapinn, skemmtinefndarmcðiimirnir Rósa Guðný Þórsdóttir, Þráinn Karisson og Elsa Björnsdóttir. Sunna Borg flytur minni karla. Eins og sjá má var ræðan ckki í k styttri kantinum. V Eitt af stóru „númerunum" á árshátíðinni var þegar þau Rósa Guðný Þórs- dóttir og Örn Viðar Erlendsson frumfluttu tónverkið Grosse Sonatino op. 8, nr. 12 við stef úr konscrt fyrir mandolín og orchestra eftir Hektar Sillílóbos. Verkið sögðu þau skrifað fyrir mandólín og hljómsveit en þar sem engin hljómsveit var á Akureyri sem treysti sér til að taka þátt í þessum frum- flutningi lék Rósa Guðný hljómsvcitarpartinn! Mun það vera einsdæmi að „gítaristi“ spili allar hljómsveitarraddirnar - enda hljómaði verkið cinstak- lega! Bœndajundir með Halldóri Blöndal Ýdalir, þriðjudaginn 21. mars kl. 20.30. Laugarborg, Eyjafirði miðvikudaginn 22. mars kl. 20.30. Kristjönu N. Jónsdóttur og Hreini Skagfjörð er hér skemmt yfir því sem fram fer á sviðinu. Þær Brynja Norquist og Kolbrún Halldórsdóttir fá sér hér á diskana á veisluborði Valmundar Arnasonar, matreiðslumeistara. QOOOOOQOOO o Dagblaðið Dagur og menningarsamtök Norðlendinga hafa ákveðið að efna til samkeppni í Ijóðlist o| ol Höfundur Ijóðsins, sem dómnefnd metur best,fær að launum tvö meistaraverk íslenskrar bókmenntasögu; Ritsafn Þorsteins Erlingssonar og Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Höfundur Ijóðsins, sem dómnefnd metur næstbest, hlýtur að launum Kvæði og laust mál eftir jónas Hallgrímsson. Þau Ijóð, sem hljóta verðlaun eða viðurkenningu, verða birt í Degi og eftil vill einnig í riti á vegum MENOR. Aðstandendur keppninnar áskilja sér rétt til að birta önnur Ijóð sem send verða. Rilverk Þorsteins Erlingssonai erglæsilegt snfn í þrem bindum og veglcgri öskju, aUs um 950 blaðsíður að stærð. I. bindið ber lieitið Ljóðmæli I, II. bindið Ljóðmxli II og 111 bindið Sögur og ritgerðir. Þessi útgáfa Máls og menningar er endurútgáfa verksins, cn ísafoldarprentsmiðja gafþað út árið 1958 og þá sá Tómas Cuðmundsson um útgáfuna. Engin mörk eru sett um lengd Ijóðanna og pau mega vera hvort sem er hefðbundin eða óbundin. Ljóðin skal senda undir dulnefni en með skal fylgja rétt nafn, heimilisfang og símanúmer í lokuðu umslagi, auðkenndu dulnefninu. Skilafrestur Ijóða er til 10. apríl nk. síðasti póstlagningardagur. sem er Heimskringla Snorra Sturlusonarer í þrem bindum og öskju. Um er að ræða fyrra og síðara bindi og þriðja bókin er Lykilbók, alls tæplega 1400 blaðsíður að stærð. í ritstjórn eru Bcrgljót S. Kristjánsdóttir, Bragi HaHdórsson, jón Torfason og Örnólfur Tliorsson. Útgefandi er Mál og menning. Utanáskriftin er: Ljóðasamkeppni Dags og MENOR blt Bolla Gústavssonar, formanns dómnefndar Hólum íHjaltadal 551 Sauðárkrókur Menningarsamtök Norðlendinga

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.