Dagur - 23.03.1995, Page 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 23. mars 1995
FRÉTTIR
íslenska Útvarpsfélagið hf. - Stöð 2:
Nýir sendar settir upp í Þing-
eyjarsýslu í næsta mánuði
- dreifikerfið stórbætt á Norðurlandi á næstunni
íslenska Útvarpsfélagið hf. er nú
að fara í að stækka dreifkerfi
sitt fyrir Stöð 2 á Norðurlandi.
Að sögn Jafets Ólafssonar, sjón-
varpsstjóra, vonast hann til að
um miðjan næsta mánuð verði
komnir upp tveir nýir sendar í
Þingeyjarsýslu, auk þess sem
settur verður stærri sendir á
Húsavíkurfjall.
„Annar nýju sendanna verður
staðsettur við Goðafoss og nær til
flestra íbúa í Bárðardal, Kinn og
Ljósavatnshreppi en hinn verður
staðsettur á Skollahnjúk við Syðra
Fjall í Aóaldal og nær til íbúa í
Aðaldal og stærstum hluta
Reykjadals. Þá mun nýr og stærri
sendir á Húsavíkurfjalli m.a.
koma íbúum Grímseyjar til góða,“
sagði Jafet.
Framhaldsstofnfundur ferða-
málasamtaka fyrir Norður-
Þingeyjarsýslu, Bakkafjörð og
Vopnafjörð verður haldinn að
Miðgarði í Vopnafirði nk. laug-
ardag. Fyrr í vetur var haldinn
undirbúningsstofnfundur og
kjörin stjórn til að semja drög að
samþykktum og undirbúa stofn-
fúnd. Formaður hennar er
Gunnlaugur Júlíusson, sveitar-
stjóri á Raufarhöfn.
Á fundinum verða Þórður
Höskuldsson, ferðmálafulltrúi í
Þingeyjarsýslu, og Kristófer
Ragnarsson, ferðamálafulltrúi
Austurlands, meó framsöguerindi,
samþykktir félagsins veróa bomar
upp og stjóm kjörin. Einnig verða
almennar umræður um feróamál.
Gunnlaugur segir það markmið
samtakanna að samræma aðgerðir
í feróaþjónustu í Norður-Þingeyj-
arsýslu og tveim nyrstu hreppum
Múlasýslu. Fyrirhugað er aó
markaðsetja svæðið sem „Mið-
nætursólarhring“, að sögn Gunn-
laugs. Hann sagði aó það hefói
margt aó bjóóa sem farið hafí
framhjá mörgum. Á þessari leið
séu skemmtilegir staðir sem vakió
hafi minni athygli en ástæða sé til.
Unnið verður að kynningu og
markvissu starfi með samræmdum
aógerðum á vegum félagsins.
Pijona- og saumastofan Vaka á
Sauðárkróki efnir í kvöld til
kynningar á, Collection 1995-
1996, nýju framleiðslulínunni
sem fyrirtækið hefur sett á
markað.
Að sögn Þorbjargar Morgan,
framkvæmdastjóra Vöku, er þessi
nýja lína byggð á íslenskum og þá
Nýju sendamir eru komnir til
landsins og sagöi Jafet að það
væri undir Pósti og síma komið
hvað þeir kæmust fljótt upp. „í
sumar ætlum við svo að setja upp
sendi nálægt Reykjahlíðarhverfi í
Mývatnssveit, nánar tiltekið í
Námaskarði og þá náum vió yfir
alla Mývatnssveitina. Þá verður
settur upp í sumar, sendir á Hvíta-
bjamarhól, milli Hvammstanga og
Hrútafjarðar og eftir þaö næst út-
sending Stöðvar 2 í Hrútafirði, á
Hólmavík og Drangsnesi. Þá erum
við að athuga með útsendingarmál
í sveitinni í kringum Blönduós.“
Jafet sagði að þegar þessum
verkefnum lyki, yrði Stöð 2 kom-
in mjög víða um Norðurland og
aðeins einstaka staðir eftir, sem
erfitt yrði að sinna með góðu
Gunnlaugur sagði mikinn mun á
að vinna að slíkum málum í sam-
einingu frekar en að hver væri að
bagsa í sínu horni. Staðið yrði
sameiginlega að fræóslu- og
kynningarstarfsemi og það skap-
aði skemmtilega möguleika á
svæðinu að það tengdist í báðar
áttir. Hann sagói að ferðaþjónustu
væri sinnt af vaxandi alúð víóa
um land og sú vinna skilaói góð-
um árangri, þó í sýslunni væru
staðir sem drægju að ferðamanna-
straum dygði það út af fyrir sig
ekki til og vinna yrði markvisst að
markaðssetningu. IM
Stjórn Sjálfsbjargar á Akureyri
hefur sent bæjaryfirvöldum á
Akureyri bréf þar sem þess er
eindregið óskað að tryggt verði
að öll orlofshús í væntanlegri
Kjarnabyggð, við Kjarnaskóg
sunnan Akureyrar, verði að-
gengileg fötluðu fólki.
einkum skagfirskum mynstrum en
Vaka framleióir eingöngu úr ís-
lenskri ull. Tískusýningin verður í
Tunglinu en það er sýningarfólk
frá Icelandic Models sem sýnir
fötin. Nánar verður fjallað um
þessa nýju framleiðslulínu skag-
firsku prjóna- og saumastofunnar
Vöku síðar í Degi. KLJ
móti. Hann sagði að fjölmargir
Norðlendingar hefðu haft sam-
band við Islenska Útvarpsfélagið
og óskað eftir því að félagið kæmi
í bréfinu kemur fram að stjóm
Sjálfsbjargar styóur þær hugmynd-
ir sem fram hafa komið um að sér-
stök áhersla verði lögð á uppbygg-
ingu sumarleyfismiðstöðvar fyrir
fatlað fólk. „Orlofsumhverfi fatl-
aóra þarf að bjóða upp á meiri
fjölbreytni en fyrir ófatlaða og
viróist að með Kjamabyggð skap-
ist einstakar aðstæður er ekki eigi
sinn líka hér á landi til orlofsdval-
ar og sumarleyfa fatlaðra bæði
innlendra og erlendra gesta. Þeim
tilmælum er hér meó komið á
framfæri að þegar verði unnið að
könnun á möguleikum á fram-
kvæmd slíkra hugmynda og hefur
stjóm Sjálfsbjargar á Akureyri og
nágrenni mikinn áhuga á því að
taka þátt í umræóu um þetta
áhugaverða mál,“ segir orðrétt í
bréfi stjómar Sjálfsbjargar á Akur-
eyri til bæjarstjómar Akureyrar.
Jón Hlöðver Áskelsson, ritari
stjómar Sjálfsbjargar, segir að
með þessu bréfi vilji Sjálfsbjörg
vekja athygli á því að aógengi um
með Stöð 2 til þeirra. Það hafi
hins vegar alltaf verið í áætlun fé-
lagsins að bæta við dreifingarkerf-
ió.
hús sé jafnréttismál.
„Varðandi uppbyggingu
Kjamabyggðar þá teljum við að
þar sé um að ræða einstakt tæki-
færi til að byggja upp orlofsað-
stöðu fyrir fatlaða. Við viljum
benda á að þama er um ræða frá-
bæra staðsetningu, stutt er í alla
þjónustu og afþreyingu. Það er
mikilvægt atriði. Þá viljum við
leggja áherslu á að fatlaðir verði
ekki einangraðir frá öðrum, þvert
á móti að þeir séu innan um aóra,“
sagði Jón Hlöðver.
Jón Hlöðver sagði að Akureyr-
arbær væri eftirlitsaðili varðandi
allar framkvæmdir innan bæjar-
markanna, þar á meðal væntanleg
orlofshús í Kjamabyggð. „Við
viljum að bærinn tryggi það að
ekki verði heimilað aö byggja
þama orlofshús nema þau verði
aógengileg öllum. Þess vegna snú-
um við okkur með þessum form-
lega hætti til bæjarstjómar Akur-
eyrar,“ sagði Jón Hlöðver Áskels-
son. óþh
íslenska Útvarpsfélagið hefur
unnió aö því að endumýja alla
myndlykla fyrir Stöð 2 og á því
verkefni að ljúka þann 10. apríl
nk. og þá verður búió að dreifa
samtals 50 þúsund myndlyklum
um landið.
„Myndlykladreifingin hefur
gengið mjög vel og viðtökumar
hafa farið fram úr björtustu von-
um. Við höfum verið aö fjölga
áskrifendum og í desember sl. fór
fjöldinn í fyrsta skipti yfir 44 þús-
und áskrifendur. Hins vegar er
áskrifendafjöldinn nokkuð árstíða-
bundin og t.d. eru áskrifendur
færri á sumrin,“ sagði Jafet Olafs-
son. KK
Húsavík:
Hververk-
fallsdagur
dýrkeyptur
- seglr Foreldrafélag
Borgarhólsskóla
„Við krefjumst þess að það
verði gerðir samingar við
kennara í þá átt að hagsmun-
ir nemcnda séu hafðir að
leiðarljósi. Hver dagur sem
líður í verkfalli er nemendum
og framtíð þjóðarinnar allrar
dýrkeyptur,“ segir Foreldra-
félag Borgarhólsskóla á
Húsavík.
Félagið hélt fund sl. mánu-
dag þar sem þess var krafist aö
samninganefndir kennara og
ríkisins nái samkomulagi nú
þegar um laun kennara svo
ekki verói meiri skaði unninn á
skólastarfinu. Fundurinn tók
eindregið undir kröfur foreldra
sem fram kom á fundi á Hótél
Sögu 16. mars sl. þar sem seg-
ir m.a.: „Fundurinn leggur
þunga áherslu á aö tími sé
kominn til að endurskoða allt
skipulag kennslu og skólahalds
í takt við nýja tíma. Megin-
markmið brcytinga s.s. ein-
setning skóla og cndurskoöun
á vinnutíma kennara hlýtur að
vcra að auka gæði í skólastarfi.
Til aó það markmið náist þairf
vönduð vinnubrögö og vinnu-
friö.“ IM
Þrotabú Varar hf.
á Akureyri:
Kröfur nema
38 milljónum
króna
Heildarkröfur í þrotabú Var-
ar hf. á Akureyri eru um 38
milljónir króna. Fyrsti
skiptafundur verður nk.
fóstudag.
Af þessum 38 milljónum
eru forgangskröfur, launakröf-
ur, tæpar 6 milljónir og um 32
milljónir króna almennar krðf-
ur. Ekkert fæst upp í almennar
kröfur, þrotabúið er eignalaust,
að sögn Ólafs Birgis Amason-
ar, skiptastjóra. óþh
Ferðamálasamtök á norðausturhorninu:
Stofnfundur
á laugardag
Vaka á Sauðárkróki
sýnir í Tunglinu
- byggir tískulínu á skagfirskum mynstrum
Dælt úr kjallaranum
Vatnselgurinn á Akureyri var mikill í gær enda asahláka. Eigendur húsa
voru að vonum áhyggjufullir, ekki síst þeir sem sem búa á Oddeyrinni.
Raunin varð líka sú að víða þurfti að dæla út, eins og hér sést. Mynd: Robyn
Stjórn Sjálfsbjargar á Akureyri sendir bæjaryfirvöldum bréf:
Vill að orlofshús í Kjarnabyggð
vetði aðgengileg fötluðum