Dagur - 23.03.1995, Síða 7
MANNLIF
Fimmtudagur 23. mars 1995 - DAGUR - 7
/ /
Vetraríþróttamiðstöð Islands á Akureyri var formlega stofnuð sl. laugardag. Fjöldi fólks mætti í Iþróttahöllina til að fagna
þessum merku tímmótum og þá voru þessar myndir teknar. HA
Bæjarfulltrúar í alvarlegum samræðum. Gísli Bragi Hjartarson, oddviti al-
þýðuflokksmanna, milli sjálfstæðismannanna Björns Jóseps Arnviðarsonar
og Þórarins B. Jónsonar.
Benedikt Geirsson, formaður Skíðasambands íslands, er hér fyrir miðri
mynd og honum sitt til hvorrar handar alþingismennirnir Tómas Ingi Ol-
rich og Valgerður Sverrisdóttir.
A Óðinn Árnason og skiðaíþrótt-
in á Akureyri eru í raun eitt
og hið sama og hann er hér lengst tii
hægri á myndinni. Eiginkona hans,
Gunnþóra Árnadóttir, situr honum
á vinstri hönd og Rebekka Guð-
mann honum á hægri hönd. Þá
koma Ingvar Þóroddsson læknir og
Hörður Blöndal framkvæmdastjóri,
báðir kunnir skiðagöngumenn, þá
Gísli Kr. Lórenzson, formaður
Andrésar andar nefndarinnar, og
Sigfríður Þorsteinsdóttir, forseti
bæjarstjórnar, er lengst til vinstri á
myndinni. Bak við þau má sjá Har-
aid Sigurðsson, Halidór Blöndal,
landbúnaðar- og samgönguráð-
herra og son hans Pétur Blöndai. Ef
vel er að gáð má greina Gunnar
Níclsson í baksýn. Myndir: Halldór.
Dóttirin, Bóndinn og Slag-
hörpuleikarmn í Deíglunni
- sýningar í kvöld og á laugardag
Á heitum fimmtudegi í Deiglunni
á Akureyri í kvöld, fímmtudaginn
23. mars kl. 20.30, veröa sýndir
þrír einleikir eftir Ingibjörgu
Hjartardóttur; Dóttirin, Bóndinn
og Slaghörpuleikarinn. Leikstjóri
er Sigríöur Margrét Guðmunds-
dóttir og leikendur Guölaug María
Bjamadóttir, Guöbjörg Thorodd-
sen og Ingrid Jónsdóttir. Sýning
veröur einnig í Deiglunni nk.
laugardag, 25. mars, kl. 16.
Þættimir segja sögu þriggja
kvenna sem eiga að baki mismun-
andi lífsferil. Dóttirin fjallar um
konu sem er beðin að segja frá lífi
móður sinnar, en segir kannski
meira um sjálfa sig þegar upp er
staöið. Bóndinn lýsir konu sem
hefur orðið fyrir átakanlegum
missi. Hún staldrar við og veltir
fyrir sér lífi sínu, orsökum og af-
leiðingum. Slaghörpuleikarinn
sýnir okkur eldhressa, kaldhæðna
konu sem geymir inn í sér gamlan
harmleik úr æsku. Leikþættirnir
hafa verið sýndir í Kaffileikhúsinu
og í Listaklúbbi Þjóðleikhússkjall-
arans viö mjög góðar undirtektir.
Eins og áður segir verða sýn-
ingamar tvær, í kvöld kl. 20.30 og
á laugardag kl. 16. Miðaverð er
kr. 1000. Hægt er að panta miða í
síma 96-12609 frá kl. 13 til 17
virka daga.
Bæklingar um gæðamat á kjöti
Gefnir hafa verið út fjórir bækl-
ingar um gæðamat á nauta-, svína-
, hrossa- og lambakjöti í heilum
skrokkum. I bæklingunum eru
greinargóðar lýsingar í máli og
myndum á gæðaflokkum hverrar
kjöttegundar.
Eins og flestir vita er verulegur
verðmunur á milli gæðaflokka
innan hverrar kjöttegundar, sem
hefur afgerandi áhrif á afkomu
bænda og skilar sér í mismunandi
verði á kjöti til neytenda. Meðal
þess sem tekið er tillit til við
gæðaflokkun á heilum skrokkum
má nefna; þyngd, holdfyllingu,
fitu, aldur, kyn, gæði verkunar og
heilbrigói.
Til fróðleiks, fyrir þá sem ekki
þekkja til, má geta þess að á ís-
landi er hver einstakur kjötskrokk-
ur skoðaður og metinn eftir slátr-
un í sláturhúsi, bæói af dýralækni
og kjötmatsmanni. Þessir aðilar
annast gæðaflokkun og heilbrigð-
isskoðun og tryggja að hver ein-
stakur skrokkur sé auðkenndur
með tilliti til ofangreindra atriða.
í bæklingunum eru fjölmargar
litmyndir og skýringartextar, sem
útskýra muninn á milli gæða-
flokka, ásamt töflum sem sýna
mismunandi þyngd einstakra kjöt-
hluta úr mismunandi gæðaflokk-
um. Bæklingamir eru seldir á
kostnaðarverói (4 saman í pakka)
og kosta samtals kr. 500.-. Þeir
fást hjá Yfirkjötmati ríkisins í
landbúnaðarráðuneytinu, pöntun-
arsími 91-609750. Úr fréttatilkynningu.
KA-heimiliö
v/Dalsbraut, sími 23482
Nýjar perur • Nýjar perur
Komið í nýja og
betrumbætta Ijósastofu
KA-heimilið, sími 23482
Samvera eldri borgara
verður í Glerárkirkju í dag, fimmtudag 23. mars kl. 15-17.
Samveran hefst með stuttri helgistund í kirkjunni.
Síðan er gengið í safnaðarsalinn þar sem gefst
tækifæri til að hlýða á söng, spjalla saman ofl.
Boðið verður upp á veitingar gegn vægu verói.
Ath. takið með ykkur spil.
Allir velkomnir.
GLERÁRKIRKJA.