Dagur - 23.03.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 23. mars 1995
Verkamenn á ökrunum stinga plönturnar upp en hver haus er 30-60 kíló á þyngd.
Handatl við uppskeruna
Dagur brá sér til Tequila á dögun-
um og kynnti sér framleiðslu á
þessu þekkta víni, í boði mexí-
kanska ferðamálaráðsins. Blaóa-
manni Dags var ekki boóið ekta
mezkal eða maðkaseyði en það var
mjög forvitnilegt að fylgjast með
tequilaframleiðslunni frá upphafi
til enda.
Umhverfis Tequila eru akrar
þar sem eingöngu agave er ræktað
á víðáttumiklum landssvæóum.
Plantan er 6-7 ára þegar hún er
skorin upp og nýtt til framleiðsl-
unnar. Það eru verkamenn sem
vinna á ökrunum og allt er gert
með handaflinu. I miðju plöntunn-
ar er „ananas“ eða haus sem er
nýttur til tequilavinnslunnar. Plant-
an er skorin upp af rótinni meó
skaftlöngum hnífum, blöðin af og
eru þau nýtt til áburóar á akurinn
en afleggjarar af plöntunni gróður-
settir. Hver haus vegur 30-70 kg
og er handaflið enn notað við að
koma þeim á bíla. Verkamennimir
vinna í ákvæðisvinnu og fá um
250 kr. fyrir tonnið af uppskerunni
eða um 1000 krónur íslenskar í
daglaun, sem þykir gott kaup á
þessum slóðum. Unnið er að upp-
skerunni allt árið og það fer eftir
magninu sem framleiða skal á
hverjum tíma hve mikið er sótt á
akrana.
Hver dropi nýttur
Hausunum er ekið til verksmiðj-
unnar og þar tekur handaflió við á
ný. Hver einasti haus er höggvinn
sundur með exi og raðað í ofn þar
sem hann er gerilsneyddur í átta
tíma og síðan soðinn í 30 tíma.
Það eru síóan mannshendur sem
sækja soöna hausana í ofnana.
Sagt var að það væri vegna strangs
gæðaeftirlits að þessi háttur væri á
hafður, en vélbúnaður ekki nýttur
við framleiðsluna. Odýrt vinnuafl í
landinu hlýtur þó að hafa einhver
áhrif á að verksmiðjumar em ekki
Margir íslendingar hafa bragðað
á Tequila, sem þekktastur er
mexikanskra drykkja. En það
hafa ekki eins margir komið til
Tequila eða vitað að bær með því
nafni fyndist skammt frá Gua-
dalajara í Jaliscohéraði. Þar
þykir vaxa besta afbrigði blá-
grænu agaveplöntunnar til
bruggunar á Tequilavíninu og
þar er hið eina sanna Tequila
unnið.
Agave er notað til bruggunar
fleiri þjóðardrykkja. Minni af-
brigði em notuð við framleiðslu á
pulgue, gerjaós safa magueyagava
sem smakkast Ijómandi vel, og
mezkal sem kennt er við mezkal-
safann og er sterkur drykkur, unn-
inn úr villtum agava. Þaó er drykk-
urinn sem upphaflega var bættur
með maðki í flöskuna, samkvæmt
þjóðsögu um aö í hverri plöntu
byggi maðkur er gæfi henni aukið
gildi. Síðar hafa sumir tekið þessa
siði upp við drykkju á tequila.
Tequila sunrise og fleiri blöndur kynntar fyrir íslensku fjölmiðlafólki.
Myndir: IM
Tequilabíilinn mættur.
Ti! að tryggja gæðacftirlit eru hausarnir höggnir sundur með exi og raðað í
ofnana með handafli.
Eftir 30 tíma suðu er maltbragð af kaktusplöntunni, hún er sæt og safamik-
il, svalandi og seðjandi í sólarhitanum.
Kaktussaflnn er látinn gerjast í þrjá daga.
vélvæddari en raun ber vitni.
Það er sérstakt að koma inn af
heitum akrinum og bragða safa úr
nýsoðinni plöntu. Hann er sætur,
en svalandi og seðjandi, og minnir
á aó það er eins og jörðin skili á
hverjum staó þeirri næringu til
mannskepnunnar er henni er holl í
því loftslagi. En soðnar plöntumar
eru ekki ætlaðar til átu á þessum
stað, heldur drifnar í fjórfalda
pressu til að kreista úr þeim hvem
dropa af safanum. Honum er síðan
dælt í tanka til gerjunar í þrjá
daga. Síðan fer eimingin fram og
margar gerðir og verðflokkar af
tequila verða til, bæði úr hreinum
safa og mismunandi mikið blönd-
uðum og einnig er vínið látið
geymast mismunandi lengi. Því
hreinna og eldra, því betra, það
fengu Islendingar í Tequila að
reyna í garði Orendaenverksmiðj-
unnar, þar sem eigendur gerðu vel
við þá í mat og drykk að lokinni
skoðunarferð um akrana og verk-
smiðjuna.
Fjör á ferðamannastöðum
Þjóðardrykkurinn er mikið notaður
á mexíkönskum skemmtunum á
ferðamannastöóum og ýmsar
kúnstir viðhafðar. Stóru snafsa-
glasi af drykknum er barið harka-
lega í borðið nokkrum sinnum og
innihaldinu síðan hellt í sjálfboða-
liða úr ferðamannahópunum og
hlustað hver þeirra gólar skringi-
legast á eftir. Þetta virðist ferða-
mönnum þykja gaman og mexí-
könum ekki síður. Hægt er að
blanda vel drekkandi drykki úr
tequila, s.s. Margarithu og Tequila
Sunrise, en mesta sportið þykir þó
að sturta því í sig með salti og sí-
trónu eða lime. Fjör færist í mann-
skapinn ef sá sem drekkur fær að
sleikja saltið sitt einhversstaðar af
skrokknum á bardömunni, þjónin-
um, góðum vini eða vinkonu. IM