Dagur - 25.03.1995, Síða 7

Dagur - 25.03.1995, Síða 7
Laugardagur 25. mars 1995 - DAGUR - 7 í byrjun þessa mánaðar var haldin árleg keppni hárgreiðslu- fólks, förðunar-, snyrtifræðinga og fatahönnuða á Hótel ís- landi. Keppnin nefnist Tíska og er alþjóðleg frístæl-, tísku- línu-, förðunar-, fatagerðar- og tískuhönnunarkeppni sú lang stærsta og viðamesta sem haldin er hér á landi. Linda Björk Óladóttir, förðunarfræðingur á Akureyri, tók þátt í keppninni og hlaut íslandsmeistaratitil þriðja árið í röð. Því má ætla að hún sé einn fremsti förðunarfræðingur landsins í dag, lítum í myndamöppuna hennar. Þegar Islandsmeistarakeppni í förðun fer fram er keppt í þremur mismunandi greinum, í ljós- myndaförðun, leikhúsförðun og fantasíuförðun. Árið 1993 varð Linda Islandsmeistari í leikhús- förðun og hreppti annað sætið í Ijósmyndaförðun. Árið 1994 keppti hún í fantasíuförðun sigraói og varð Islandsmeistari og endur- tók svo sama leikinn í ár. Hvað er fantasíuförðun? - Já einmitt, Linda, hvað er eigin- lega fantasíuförðun? „Fantasíuförðun má einnig nefna hugmyndaföróun. Galdur- inn er að fá einhverja góða hug- mynd og útfæra hana á mannslík- ama. í íslandsmeistarakeppni er líkaminn málaður frá toppi til táar bæði að framan og aftan. Fyrir- sætan er aðeins í mjög efnislitlum Unnustinn fær förðun - Hvemig undirbýrðu þig fyrir svona keppni, æfír þú þig að farða fyrirsætuna? „Nei, ég farða hana bara þegar til kastanna kemur. Fyrsta þrepið er auðvitað að fá góða hugmynd og þróa hana, það getur kostað andvökunætur. Svo lendir unnust- inn í því aó verða fómarlamb í svona smá tilraunum. Það þarf að finna réttu litina og farðann, teikna mynstrið og útfæra fyrir allan líkamann og svo útbý ég nauðsynlega fylgihluti. Þegar í keppnina er komið þá mála ég eins og brjáluð manneskja í þrjá tíma.“ - Þú hefur sigrað tvö ár í röð. Hver er galdurinn? „Sennilega fyrst og fremst góð hugmynd. Hugmyndin er jú undir- staða alls en svo verður förðunar- fræðingurinn auðvitað að búa yfir íslandsmeistarí / #X / noja ano 1 í förðun röð nærbuxum en að öðru leyti nakin. Verkinu verður föróunarfræð- ingurinn að skila á þremur klukkustundum en fylgihlutir, eins og hatturinn á minni fyrirsætu, mega vera til fyrir fram. Að þess- um þremur tímum loknun er verk- ið dæmt. Tekið er tillit til margra þátta svo sem litasamsetningar, litablöndunar, vandvirkni og heildarútlits fyrirsætunnar svo sýna fyrirsætumar gestunum á Hótel Islandi árangurinn." - Hver munurinn á fantasíu- förðun og leikhúsförðun? „Það er mjög ólíkt. Fantasíu- förðun er ákaflega listræn útfærsla ákveðinnar hugmyndar en í leik- húsförðun er lyrirsætunni breytt til aö takast á við eitthvað hlut- verk sem getur í raun verið hvað sem er allt frá ballerínu í skrímsli. I ljósmyndaföröun er andlit fyrirsætunnar hins vegar farðað fyrir tískumyndatöku. Það gefur því auga leið að það er langmesta málið að keppa í fantasíuförðun enda sannarlega ekki allir sem leggja í það dæmi.“ íslandsmeistari í fantasíuforðun 1995 er... Linda Oladóttir í ljósaskiptunum Vcrkió túlkar náttúruna. Frum- þættina: loft, jörð, vatn og eld. Sameinuö orka náttúrunnar er undirstaóa alls lífs. Hatturinn er úr kembu sem er byggð upp utan um pappa, hann er 100x70 cm og neðan í honum hanga 250 glerperlur sem hafa verið þræddar upp á gimi. Fugl- inn er úr hendi fyrirsætunnar og fjöðrum. Fyrirsætan cr logagyllt að lraman cn skínandi silfrað og himinblá að al'tan, skreytt tungli og stjömum. Linda faraöi hana með blautum farða og púðraði margar dósir af hreinum glimmer ofan í farðann. Fyrirsætan cr Amfríður Amardóttir. Árstíðímar - Islandsmeistara- stykki Lindu 1994 Verkið túlkar baráttu veturs og sumars. Á hægri helmingi fyrirsætunnar túlkar farðinn gróskumikið sumar, og í þeirri hendi heldur fyrirsætan á marglitum rósavendi en hinn helmingur fyrirsætunnar er í klakaböndum og vetrarlit- um í þeirri hendi heldur hún á vænu grýlukerti. faglegri fæmi til að geta útfært hugmyndina á fullnægjandi hátt.“ í París - Þú ert förðunarfræðingur. Hvar lærðir þú þitt fag? „Eftir stúdentspróf fór ég til Parísar í mjög viðurkenndan list- förðunarskóla og var þar við nám í einn vetur, það var veturinn 1991-1992. Þessi skóli sérhæfir sig í listrænni kennslu og tekur mið af frönskum markaði. Lögð er áhersla á föróun fyrir tískuiðnað- inn og leikhúsin. I skólanum era gerðar geysi- legar kröfur um nákvæmni, sér- staklega þegar verið er að læra förðun fyrir tískuljósmyndir, þá mátti sko ekki muna broti úr milli- meter á augnabrúnunum.“ Þeir sem koma seint koma að læstum dyrum - Það hefur þá ríkt agi og metnað- ur í skólanum? „Já, það er vís óhætt aó segja það. Kröfumar eru slíkar að um 60% nemenda tekst ekki að ljúka prófum. Aginn var líka mikill. Eg get nefnt sem dæmi að ef nemandi var ekki mættur 15 mínútum eftir að fyrsta kennslustund hófst kom hann að læstum dyrum og missti af allri kennslu þann dag. Skólan- um var einfaldlega læst, það leiðst engin traflun. Annað hvort mættir þú á réttum tíma eða alls ekki. „ - Vora flestir nemendanna franskir? „Skólasystkini mín voru alls- staðar að, til dæmis vora margir frá Japan og Kóreu en þetta er einkaskóli og nemendur eru um það bil 50 á hverri önn.“ - Hvemig fór námið fram? „Suma daga var sýnikennsla en aðra daga unnum vió undir leið- sögn kennara. Við fengum mikla verklega kennslu og æfingu í ◄ Linda á vinnustað í Vöruhúsi KEA. Fyrsta ár ævinnar bjó hún á Sauðárkróki en fluttist síðan til Akureyrar með foreldrum sínum Óla Ólafssyni bakara og Sesselju Einarsdóttur, sem rekur nú versl- unina Ynju í Sunnuhlíð. Unnusti Lindu er Akureyringurinn Heimir Kristinsson, hann er smiður. skólanum, sem ég tel mjög nauð- synlegt.“ Icelandic Models - Fékkstu vinnu vió þitt fag þegar heim kom? „Já, ég fór að vinna hjá Línu Rut, föróunarfræðingi í Reykja- vík. Hún var þá með umboð fyrir Make up for ever snyrtivörumar, verslun og förðunarskóla. Eg starfaði hjá henni í nokkra mánuði en svo tók ég ákvöróun um að hætta. Eg keypti þá hlut í fyrirsætu- umboðinu Icelandic Models og er einn fjögurra eigenda. Hjá umboð- inu eru margar fyrirsætur á skrá og töluvert um að vera. Þegar ég bjó í Reykjavík hafói ég því nóg að gera við förðun í tengslum vió myndatökur á vegum Icelandic Models. Eg kom svo hingað norður í heimahagana á ný síðasta sumar og fór að starfa hér í snyrtivöru- deild KEA.“ - Nýtist námið þér í núverandi starfi? „Já, að sjálfsögðu. Eg get leið- beint viðskiptavinunum um litaval og förðun og þaó er aó mínu mati mikilvægt fyrir fólk að geta fengið bitastæðar leiðbeiningar þegar það kaupir sér augnskugga, varalit eða farða. Eg hef komist aó því að margir eiga bunka af augnskugg- um og varalitum inni í skáp sem þeir nota aldrei en vonandi geta réttar leióbeiningar orðið til þess að nýi varaliturinn eða augn- skugginn lendi ekki í bunkanum.“ Að draga fram það besta - Hefur þú eitthvað unnið við förðun aó undanfömu? „Eg hef verið að farða leikar- ana í Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri, krakkana í Locos, en þau sýndu leikritið Draum í dós. Svo tek ég aó mér aö farða fólk ef það vill setja upp spariandlitið, til dæmis vegna myndatöku eða sam- kvæmis. Það hefur aukist mjög að fólk fari í förðun áður en það fer á árshátíðir eða önnur samkvæmi. Eg held líka förðunamámskeið í heimahúsum sem hafa átt vin- sældum að fagna. Um eins kvölds eða hálfsdags námskeió er að ræða þar sem hverjum og einum er leiðbeint persónulega um förð- un og litaval." Brúnn er litur öldrunar - Getur þú gefið okkur einhver einföld ráð? „Förðun á aö draga fram það besta í andliti hverrar konu en ekki að eltast um of við tísku- sveiflur þó þær hafi alltaf einhver áhrif. Brúnir litir eru mjög í tísku um þessar mundir en fyrir eldri konur er gott aö hafa í huga að brúnt er sá litur sem förðunarfræð- ingar nota til að ná fram elli og þreytu í andlitum til dæmis fyrir leikhús. Mosagrænn litur er í uppáhaldi hjá mér. Hann er dæmi um lit sem hentar mjög mörgum í augnmálningu og hann dregur úr roða í andliti og rauóum, þreytu- legum augum. Það setur líka veru- legan svip á hvert andlit að augna- brúnimar séu vel lagaðar og hæfi- lega dökkar,“ sagói förðunarfræð- ingurinn og Islandsmeistarinn Linda Óladóttir. Hún sagði að því væri ekki að neita að hún vildi gjaman nýta þekkingu sína enn frekar í starfi, til dæmis innan veggja leikhússins, en tækifærin yxu ekki á trjánum. „Það era samt ýmis spennandi verkefni framund- an í mínu lífi, sem ég hlakka til að takast á við,“ sagói þessi bros- mildi Islandsmeistari. KU

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.