Dagur - 25.03.1995, Side 13

Dagur - 25.03.1995, Side 13
Laugardagur 25. mars 1995 - DAGUR - 13 Það hefur ekki verið til siðs hér á Poppsíðunni aó vera með sífelldar afmælisupptalningar á báðar hendur með öllu sem þeim fylgir, eins og sumstaðar tíðkast og þá sérstaklega í ljósvakafjölmiðlum, en nú er hins vegar ekki hægt að stilla sig um að gera smá undan- íslensk útgáfa Nokkur hreyfing er nú að kom- ast á íslenska útgáfu og er þar danstónlistin áberandi líkt og var á síðasta ári. Þar ber fyrst að telja enn eina Reifplötuna, Reif í kroppinn frá Spor, sem inniheldur 19 lög. Þar á meðal er eitt með hinni akureyrskætt- uðu hljómsveit Fantasíu. Skífan er einnig aö senda frá sér dans- efni og það á tveimur plötum, annars vegar Party zone, sem inniheldur harða klúbbadans- tónlist, en hins vegar Transdans 4 meó allskyns efni. Frá Skíf- unni kemur svo einnig safn- plata með Björgvin Halldórs- syni, sem geymir öll lögin sem hann hefur sungið í undan- keppnum fyrir Eurovision. Endabk? Doningtonrokkhátíðin, sem hundruó Islendinga hafa sótt reglulega gegnum árin, þ. á m. fjölmargir Norðlendingar, virð- ist nú endanlega vera að syngja sitt síðasta eftir brösótt gengi fram og til baka á síðustu árum. Vegna aukins kostnaðar, strangari reglna og þeirrar stað- reyndar að samkeppnin í tón- listarhátíðum á Bretlandi á sumrin hefur sífellt harönað, hefur reynst æ erfíðara að halda hátíðina og íhuga forráðamenn hennar nú aö hætta henni alveg. Hún virtist reyndar vera komin á réttan kjöl í fyrra, eftir að hafa verið lengd og hljómsveit- um fjölgað með ágætis útkomu, en nú er semsé framtíóin í óvissu. Loksins loksins Eftir langa mæðu og nokkra óvissu um framvinduna, er nú bandaríska rokksveitin frá New Jersey, sem heimsótti klakann við góðar undirtektir fyrir um þremur árum, Skid row, loksins aó koma með þriðju plötuna sína. Ber hún heitið Subhuman race og kemur á markaöinn nú eftir helgina. Hafa menn beðið spenntir eftir þessari nýju plötu í ljósi þess að önnur platan, Slave to the grind, gerði það al- deilis gott og fór m.a. á toppinn og það beinustu leið í Banda- ríkjunum þegar hún kom út árið 1991. Ætla Sebastian Bach söngvari og félagar hans sér áreiðanlega aó leika þann leik aftur. Skid row með nýja plötu eftir fjögurra ára hlé. tekningu frá því. Næstkomandi fimmtudag, 30. mars, verður nefnilega ein helsta gítarhetja hvíta kynstofnsins og einn virtasti tónlistarmaður samtímans, Eric Clapton, fímmtugur. Það væri aö bera í bakkafullan lækinn að ætla að fara aó rekja feril Claptons hér. Hefur þaö aö nokkru í meira eða minna mæli veriö gert áður, en samt er ekki úr vegi að stikla á stóru um afrek kappans af þessu merka tilefni. Úr glerlist í gítarleik Eric Clapton fæddist í Ripley í Surreyhéraði á Englandi og var al- inn þar upp af fósturforeldrum. Hann var orðinn sautján ára og búinn að stunda nám í glerlist- hönnun um hríð, þegar hann ákvað að söðla um og freista gæf- unnar sem gítarleikari í London. Hafði hann þá nokkru áður heill- ast af blústónlistinni og blökkum boðberum hennar á borð við Mud- dy Waters, Robert Johnson, Big Bill Bronnzy, auk rokkara á borð við Buddy Holly og Chuck Berry. Þetta var árið 1963 og það sama ár var Clapton kominn í sína fyrstu hljómsveit, Rooters. Þar beið frægðin hins vegar ekki, en ásamt öðrum síðar þekktum tónlistar- manni, Tom McGuinnes (með Manfred Mann’s Earth band og The blues band) var hann í þessari sveit um hálfs árs skeið og síðan Eric Clapton. Fimmtugur foringi. líka í Casey Jones and the engine- ers. Þar entust þeir þó aóeins í um tvær vikur. Þrátt fyrir það hafói Clapton nú náð að vekja á sér það mikla athygli, að honum var boóið að ganga í þá ört vaxandi blús- rokksveit, Yardbirds. Þar innan- borðs var hann fram á árið 1965, en hætti þegar honum fannst sveit- in vera að poppast upp með aukn- um vinsældum. Tók þá önnur gít- arhetja, Jeff Beck, við af honum. Frá veru Claptons í Yardbirds er einna helst að minnast plötunnar sem sveitin gerði með blúsmunn- hörpumeistaranum Sonny Boy Williamson. Telst sú plata til ger- sema. Nánast um leið og Yard- birds sleppti var Clapton kominn á mála hjá einum helsta fóstra og forkólfi bresku blúsbylgjunnar, John Mayall, í hljómsveit hans Bluesbreakers. Og þá tók líka frægðarsól hans að rísa fyrir al- vöru og til varð frasinn marg- frægi, „Clapton er guð“, sem tíók- aðist að krota á veggi um alla Lundúnaborg. Eitt af öðru Þannig er í stórum dráttum upp- hafíð af ferli Erics Clapton, sem enn þann dag í dag, rúmum þrjátíu árum síðar, er dáður og dýrkaður af milljónum tónlistaraðdáenda. Kom eitt af öðru hjá honum þaóan í frá. Eftir veruna í Bluesbreakers stofnaði hann Cream meó Jack Bruce og Ginger Baker 1966. Kom sá síðamefndi með honum úr Bluesbreakers. Cream hefur jafnan verið kölluð fyrsta „súper- grúppan“ og það er víst aó undir því stóð hún fyllilega meðan hún var og hét. Með henni náði líka Clapton heimsfrægðinni fyrst fyrir alvöru og á líftíma sveitarinnar, 1966-68, varð tónlistarlegt viðhorf hans víðsýnna. Eftir Cream var það síðan önnur stórsveit, en Blind faithe, sem tók við hjá Clap- ton og eftir að hún dó drottni sín- um tók hann að leika með öðrum bæði inn á plötur og á tónleikum. (Spilaði m.a. inn á „Hvíta albúm- ið“ hjá Bítlunum.) 1970 kom svo fyrsta samnefnda platan hans út og sama ár, Layla and other as- sorted love songs með dered and the Domins, þar sem Duane All- man var m.a. innanborðs. Heróín- neysla og önnur persónuleg vandamál, vinamissir o.fl., urðu til þess að næsta almennilega plata Claptons kom ekki fyrr en 1974, 461 ocean boulevard, en þaó var líka plata í lagi og fór hún m.a. á toppinn í Bandaríkjunum. Síðan hafa vissulega skipst á skin og skúrir hjá honum, en á þessum tímamótum stendur hann þó nokk- uð keikur og hefur örugglega ekki sagt sitt síðasta. Síðastliðið sunnudagskvöld voru íslensku tón- listarverðlaunin afhent í annað sinn og fór at- höfnin fram með pompi og prakt á Hótel ís- landi i Reykjavtk. Voru það sem fyrr FÍH, Fé- lag íslenskra hljómlistarmanna, Samtök hljómplötuframleiðenda og DV, sem stóðu fyrir herlegheitunum. í upphafi var sérstök dóm- nefnd skipuð til að tilnefna fulltrúa í hina ýmsu flokka, en úrskurðarvald um verðiaunahafa hafði síðan önnur sérstök dómnefnd annars vegar en atkvæði lesenda DV hins vegar. Fara hclstu verðlaunahafarnir hér á eftir. söngvari ársins var valinn Páll Rósenkrans. Jet black Joe varð fyrir valinu sem hljómsveit ársins 1994. Kemur það ekki á óvart, en ein- hvem veginn finnst manni að Unun, sem reyndar varð í öðra sæti, hefði átt þcssa nafnbót meira skilið. Hafnfirsku dreng- imir fengu siðan tvenn önnur verðlaun, fyrir að ciga bcsta lag ársins, Higher and higher og n l Nýliðamir í Spoon hömpuðu líka þrennum verðlaunum eins og Jet Black Joe. Hljómsveitin var útnefnd Bjartasta vonin og Emiliana Torrini hlotnuðust þau sömu verðlaun sem einstakling- ur auk þess sem hún var útnefhd Söngkona ársins. Það síöast- talda verður aó teljast mjög svo sanngjamt, sömuleiðis sem framtíðin er óneitanlega björt hjá Emiliönu. Það má hins veg- ar alveg deila um hvort hljóm- sveitin sé endilega sú efnileg- asta, en sú varð samt niðurstað- an í kjörinu. arsins Unun, sem bæði hefði borið sæmdarheitin Bjartasta vonin og hljómsveit ársins mcð sóma, en náði hvoragu, hlaut þó viður- kenninguna fyrir bestu plötu ársins, Æ. Var þaó í samræmi við flest önnur sambærileg kjör sem fram hafa farið, þannig að það er engin spuming að nafn- bótin Plata ársins fór á réttan stað. Plata Jet black Joe hafnaði í öðra sæti. Guðmunduraftur Sá góði og hægláti drengur, Guðmundur Pétursson gítar- snillingur, hlaut nafnbótina git- arleikari ársins í annað sinn. Guðmundur Pétursson, gífarlelk- ari ársins. Þarf ekki að tíunda fyrir þeim sem til þekkja hæfileika Guð- mundar, sem getið hefur sér frægðarorð langt út fyrir land- steinana með Vinum Dóra, auk þess að hafa vera innanborðs í Tregasveitinni og víðar. Hann er því meira en verðugur sem áframhaldandi handhaii nafn- bótarinnar Gítarleikari ársins. Nú er Guðmundur svo að sögn kominn í hljómsveit með Bimi Jörandi Friðbjömssyni og Birgi Baldurssyni trommara m.a., sem heitir Poppland, eða eitt- hvað í þá áttina. Aðrir verðlaunahafar Spoon verðlaunuð í bak og fyrir. Aðrir verðlaunahafar voru m.a. Eiður Amarsson, sem reyndar sat í undirbúningsnefndinni, en vék síðan vegna tilnefningar sinnar, bassaleikari ársins, Jón Ólafsson úr Ný dönsk, hljóm- borðslcikari ársins og síðast en ckki síst Ragnar Bjamason, sem var heiðraður sérstaklega af tón- listarmönnum fyrir ffamlag siit til íslenskrar dægurlagasögu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.