Dagur - 13.04.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 13.04.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 13. apríl 1995 ÍÞRÓTTIR SÆVAR HREIÐARSSON Skíðaganga: Haukur Akureyrarmeistari 1995 Haukur Eiríksson, Þór, hafði tals- verða yfirburði í karlaflokki á Ak- ureyrarmótinu í skíðagöngu sem fram fór síðla dags á þriðjudag. Gengnir voru 10 km í flokki 17-34 ára og Haukur kom í mark tveim- ur mínútum á undan næsta manni. í kvennaflokki sigraði Helga Margrét Malmquist, Þór, en skemmtilegasta keppnin var hjá 15-16 ára drengjum þar sem Þór- oddur Ingvarsson, KA, sigraði Helga H. Jóhannesson, Þór, eftir hnífjafna göngu en Þóroddur hafði átta sekúndna forskot í markið. „Eg var ekki búinn aó vinna Helga á Akureyr- armóti í fjögur ár þannig aó ég varð aö vinna þetta. Það tókst en með naumindum þó. Þetta var frekar erfitt, það var ro- salega hart færi og Þóroddur Ingvarsson. miklar ýtingar. Maður varð að ýta sér upp brekkumar ef maður fékk ekki spymuna en á móti kom að þetta voru bara 5 kílómetrar," sagði Þóroddur Ingvarsson eftir mótið. Gengið var með hefðbundinni aðferð í blíðunni á Akureyri á þriöjudag. Eins og viö var búist hafði Haukur yfirburði í karlaflokki, 17-34 ára og kom í mark á 27,19 mínútum en baráttan um annað sæt- ið var nokkuó hörð. Kári Jóhannes- son kom nokkuð á óvart meó því að sigra Gísla Harðarson en Kári virðist vera í góðu formi þessa dagana eftir að hafa gengið 30 km á landsmótinu á ísafirði sl. sunnudag. Kári kom í mark á 29,15 mínútum en Gísli á 29,48 mínútum. Annars urðu úrslit sem hér segir: Drengir 8 ára og yngri (1 km): 1. Guðni Guómundsson Þór 5.57 2. Jóhann F. Egilsson KA 6.06 3. Sindri Guómundsson KA 6.27 Þolfimi: Stórmót á Akureyri - Magnús og Anna mæta Laugardaginn 22. apríl verður stórt þolfimimót í Iþróttahöllinni á Akureyri. Þetta verður mjög fjöl- mennt mót og reiknað er með flestum sterkustu þolfimimönnum landsins. Þar á meðal verða Magnús Scheving og Anna Sig- urðardóttir, Islandsmeistarar í þol- fimi. Auk þess er gríóarleg þátt- taka í unglingaflokkum. Nánar veróur fjallaó um mótið í næstu viku. Drengir 9-10 ára (1,5 km): 1. Andri Steindórsson KA 2. Páll Þór Ingvarsson KA 3. Jóhan Rolfsson KA Drengir 11-12 ára (2,5 km): 1. Bjöm Biöndal KA 2. Einar P. Egilsson KA 3. Jón Þór Guómundsson í>ór Stúlkur 12 ára og yngri (1 km): 1. Brynja Guömundsdóttir KA 2. Katrín Ámadóttir KA 3. Lára Björgvinsdóttir Þór Drengir 13-14 ára (5 km): 1. Baldur Ingvarsson KA 2. Grétar Orri Kristinsson KA 3. Geir R. Egilsson KA Drengir 15-16 ára (5 km): 1. Þóroddur Ingvarsson KA 2. Helgi Jóhannesson Þór 3. Jóhann B. Skúlason Þór 17.51 5.23 Karlar 17-34 ára (10 km): 5.41 1. Haukur Eiríksson Þór 27.19 7.02 2. Kári Jóhannesson KA 29.15 3. Gísli Harðarson KA 29.48 10.20 Kariar 35-49 ára (10 km): 11.12 1. Ámi F. Antonson KA 32.55 11.21 2. Pálmi Einarsson KA 33.37 3. Konráð Gunnarsson Þór 34.28 5.00 Karlar 50 ára og eidri (10 km): 5.30 1. Þorlákur Sigurðsson KA 35.03 5.44 2. Stefán Jónasson KA Konur 13 ára og eidri (5 km): 35.33 15,24 1. Helga M. Malmquist Þór 18.04 17.44 2. Svanhildur Jónasdóttir KA 19.24 18,52 3. Þórhildur Kristjánsdóttir Þór 19.36 13.37 Nóg að gerast um helgina 13.45 Fjórða almenningsganga vetrarins, Skíðastaðatrimm, fer fram á laugar- dag og hefst gangan kl. 14.00 við Strýtu en þetta er jafnframt liður í íslandsgöngunni 1995. Velja má milli tveggja vegalengda, 8 eða 20 km. Þátttakendur verða fluttir með lyftum upp í Strýtu án endurgjalds. Að göngunni lokinni verða veitingar og viðurkenningar í gönguhúsinu og þar fer fram verðlaunafhending. Á sunnudag verður síðan fimmta og síðasta almenningsgangan, Flug- leiðatrimmið. Gangan hefst við gönguhúsið í Hlíðarfjalli og þátttak- endur geta valið um tvær vegalengd- ir. Knattspyrna: f gær var gengið frá félaga- skiptum Hlyns Birgissonar úr Þór í sænska félagið örebro. Hlynur verður þvt löglegur með sínu nýja félagi í 2. umferð sænska boltans nk. mánudag. Hlynur var að vonum ánægð- ur meó að félögin höföu náð samningum. „Það var tími til kominn. Þetta er búið aó vera mjög erfitt mál og leiöinlcgt en þeir náðu loks sáttum og þaó er fyrir öllu,“ sagði Hlynur í samtali við Dag og bætti við að það hafi verið slæmt aó missa af fyrsta leiknum. Hlynur kann vel við sig í Sví- þjóð og sagði aðstæðumar meiri- háttar og liðið sterkt. Örebro leikur á heimavelli gegn Hamm- Hlynur Birgisson. arby annan í páskum og Hlynur var ekki viss um hvort hann kæmist í liðið.“Ég reikna ekki mcð að ég l'ari beint inn í liðið núna en ég vonast til að ég fari allavega í hópinn þá. Ég reikna með að koma inn í bakvörðinn ef ég fer inn. Þaó er veikasta staðan í liðinu og þeir voru að leitast eftir bakverði," sagói Hlynur, leikmaður Örebro. Árni á heimleið Lið Þórsara styrkist á næstunni þegar Ámi Þór Ámason snýr heim frá Kanada. Ámi hefur ver- ið lykilmaður í Þórsliðinu undan- farin ár en óvíst var hvort hann myndi leika meö liðinu næsta sumar. Það er nú frágengið að Ámi vcrður áfram með Þór. Heppnir í HM-getraun Sem fyrr er mikil þátttaka í HM- getraun Dags og HM ’95 miða- sölu, en hún hófst í blaðinu laug- ardaginn 18. mars sl., þegar 50 dagar voru fram að keppninni. I gær var í þriðja skipti dregið úr réttum innsendum lausnum í get- rauninni. Fyrst voru dregnir út fjórir seðlar úr innsendum réttum lausnarseðlum fyrir hvem dag dagana 4., 5., 6., og 7. apríl. Eftirtalin nöfn vom dregin út og fá viðkomandi að launum HM-bol og minjagripi tengda heimsmeistarakeppninni: Sigrún Ragnarsdótíir Einholti 2b, Akureyri Dagmar Halldórsdóttir Lækjarstíg 3, Dalvík Viðar Valdimarsson Helgamagrastræti 40, Akureyri Páll Baldursson Grenivöllum 32, Akureyri Að því búnu vom allir seðlar með réttum lausnum fyrir áður- nefnda fjóra daga settir í einn pott og úr honum dregnir tveir lausnar- seðlar. Sendendur þeirra fá hvor um sig að launum tvo aðgöngumiða einn leikdag (þrjá leiki) í D-riðli heimsmeistaramótsins á Akureyri. Hinir heppnu em: Asdís Gunnlaugsdóttir Noröurbyggð 15, Akureyri Guðmundur Þór Sœmundsson Túngata 17, Grenivík Réttar lausnir Á þriðjudag í síðustu viku var spurt HM-getraun Dags og HM '95 miðasölu 25 dagar fram að HM i Hver eftírtalinnq landsliðsmanna í handknattleilc hefur einnig verið landsliðsmaður Islands í bæði knattspyrnu og blaki? ( ) Gunnar Gíslason. ( ) Asgeir Elíasson. ( ) Janus Guðlaugsson. Krossið við rétt svar og sendið seðilinn til: Dagur - HM-getraun, Strandgata 31, 600 Akureyrí. Miðvikudaginn 19. april verður dregið úr réttum lausnum fyrir dagana 10., 11., 12. og 13 apríl og nöfn vinnings- hafa birt í bloðinu á sumardaginn fyrsta, 20. apríl. Vinningshafi hvers dags faer að launum HM-bol og minja- gripi vegna HM '95. Auk þess verða lausnarmiðar 10., 11., 12. og 13. apríl settir í pott og úr honum dregnir S5 i Símanúmer HM '95 miðasölu: 96-12999 Sendandi: tveir miðar. Hinir heppnu fá hvor um sig aðgöngumiða einn leikdag (þrjá leikij í D- riðli HM '95 á Akureyri. Þátttakendur geta sent lausnarseðla í umslagi fyrir hvern dag en einnig er heimilt að senda lausnarseðla fyrir þessa fjóra daga í einu umslagi. Það skal ítrekað að fjórði útdráttur verður miðvikudaginn 19. april. Sími: I I I I I I .J um meö hvaða félagsliðum Þor- bergur Aðalsteinsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, hafi leikið með hér á ámm áður. Rétt svar er Víkingur og Saab í Svíþjóð. Á miðvikudag var spurt um manninn á bak við gælunafnið „Faxi“ og þar var að sjálfsögðu átt við hinn hárprúða Staffan Olsson í sænska landsliðinu, sem eins og kunnugt er spilar í D-riðli á Akur- eyri. Síðastliðinn fimmtudag var spurt um hver af eftirtöldum íþróttafrétta- mönnum; Amar Bjömsson, Guðjón Guðmundsson eða Heimir Karls- son, hafi leikið landsleik í hand- knattleik. Rétt svar er Heimir Karls- son, fyrrv. deildarstjóri íþróttadeild- ar Stöðvar 2 og núverandi íþrótta- fréttamaður á Ríkissjónvarpinu. Á föstudaginn var síðan spurt um hvaða Afríkuþjóð spili í D-riðli heimsmeistaramótsins á Akureyri og rétt svar er Egyptaland. Næsti útdráttur Fjórði útdráttur verður miðvikudag- inn 19. apríl og þá verður dregið úr réttum lausnum innsendra getrauna- seðla sem birtast á íþróttasíðu Dags þessa viku, 10., 11., 12. og 13. apr- íl. Sem fyrr fær vinningshafi hvers dags að launum HM-bol og minja- gripi tengda heimsmeistarakeppn- inni. Síðan verða dregnir tveir mið- ar úr pottinum og fá hinir heppnu hvor um sig tvo miða einn leikdag (þrjá leiki) í D-riðli heimsmeistara- mótsins á Akureyri. Þátttakendur geta sent lausnar- seðla fyrir hvem dag en einnig er heimilt að senda lausnarseðla fyrir þessa fjóra daga í einu umslagi. Það skal ítrekað að næsti útdráttur verð- ur 19. apríl nk. og nöfn vinnings- hafa verða birt í blaðinu á sumar- daginn fyrsta, 20. apríl. óþh Hafnarfjöröur: Akureyringurinn Birgir Snæbjörn Birgisson opnar sýningu Næstkomandi laugardag kl. 16 opnar Akureyringurinn Birgir Snæbjörn Birgisson sýningu á málverkum í sýningarsalnum „Við Hamarinn“ í Hafnarfirði. Birgir stundaói nám við Mynd- listarskólann á Akureyri 1985- 1986, Myndlista- og Handíða- skóla íslands 1986-1989 auk náms í Strasburg í Frakklandi 1991- 1993. Verk Birgis em óður til sak- leysislegrar heimsmyndar bama. Verk hans lýsa þó miklu sakleysi og alvöru í senn, því lífið er nú þannig gert að á endanum hrynur þessi sakleysislega heimsmynd og alvaran tekur við. I sérhverju verki hefst frásögn sem áhorfand- inn er krafinn um að klára. Upp koma móralskar spumingar en svörin við þeim velta á innræti áhorfandans sjálfs. Þetta er fimmta einkasýning Birgis en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýning Birgis stendur til 30. apríl og er opin alla daga frá klukkan 14-18. Opið verður um páskana. Páskaganga Blómaskálans Vínar: Flugfarseðlar í verðlaun í páskaeggjaleit Næstkomandi laugardag stendur Blómaskálinn Vín við Hrafnagil fyrir páskagöngu fjölskyldunnar. Gengið verður frá gömlu brún- um sunnan við Akureyrarflugvöll og sem leið liggur fram að Blóma- skálanum Vín. Lagt verður af stað kl. 11 að morgni laugardags og þar fá þátttakendur afhenta boli og kort. Klukkan 13 tekur göngufólk svo þátt í páskaeggjaleit en páska- eggin innihalda vinninga. Aðal- vinningurinn í leiknum verður flugfarseóill fyrir tvo frá Flugfé- lagi Norðurlands og gildir hann á öllum flugleiðum félagsins. (Tilkynning) Munið söfnun Lions fyrir endurhæftngarlaug í Kristnesi Söfnunarreikningur í Sparisjóði Glcesibcejarhrepps á Akureyri nr. 1170-05-4018 98

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.