Dagur - 17.05.1995, Side 1

Dagur - 17.05.1995, Side 1
Skandia Ætk Iifandi samkepp W Geislagötu 12 • Sími 12222 m - lœgri idgjöld Frakkar fögnuðu sigri Frakkar fögnuðu sigri á Spánverjum í 16 liða úrslitum heimsmeistaramótsins í íþróttahöllinni á Akureyri í gær. Sigur Frakka kom nokkuð á óvart, en þeir voru miklu betri og Spánvcrjar áttu aldrei möguleika. Nánar um heims- meistarakeppnina á bls. 8, 9 og 10. Mynd: Robyn. Snjóalög tefja vorverk hjá bændum: Sennilega seinkar slætti - segir Stefán Skaftason, ráöunautur Heimsmeistaramótið í handbolta: Lögreglan fékk að taka þátt í leiknum Enn er svo mikill snjór á tún- um og í kríngum hús að menn koma ekki fé sínu út. Það verður þröngt ef menn koma fénu ekkert út úr húsi á sauð- burðinum og að öðru jöfnu getur það aukið smithættu, þó að oft sé minni hætta á veikindum þegar kalt er en þegar hlýtt er í veðri,“ sagði Stefán Skaftason, ráðunautur í Straumnesi, að- spurður um áhrif tíðarfars og snjóalaga á vorverkin hjá bænd- um. „Menn horfa ekki fram á að nein hlýindi séu á Ieiðinni svo það má búast við að slegið verði í seinna lagi. Hinsvegar er jörðin þíð undir og ef hlýnar er þetta töluvert fljótt að koma. Þó er mik- ill snjór víða svo það þarf talsvert mikið til. Menn eru orðnir þreyttir Sigríður Stefánsdóttir, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins og fulltrúi í menningarmála- nefnd, talaði fyrir því á fundi bæjarstjómar Akureyrar í gær að Akureyrarbær setji íjármuni, ca. 3 milljónir króna, til lág- marksendurbóta á Ketilhúsinu svokallaða í Grófargili til þess að nýta það á Listasumri 1995. Á fundi menningarmálanefndar 2. maí sl. var tekið fyrir erindi frá Gilfélaginu varðandi notkun og endurbætur á Ketilhúsinu og þar var bókuð sú eindregna ósk menn- ingarmálanefndar að Akureyrar- á þessu,“ sagði Stefán. Stefán sagði að menn hefðu ekki orðið varir við mikið kal í vor, en það gæti orðið enn ef næt- urfrost yrðu þegar snjóa leysti og tún væru mjög blaut. Slíkar að- stæður gætu farið illa með gróður. Venja er að sláttur hefjist um mánaðamót júní-júlí eða fyrstu viku í júlí, og það gæti enn náðst ef hlýnaði verulega. Hins vegar sér ekki fyrir endann á vetrinum og hætt er við að slætti seinki. Bændur hafa borið á tún frá því seinast í maí fram í miðjan júní en Stefán býst ekki við að borið verði á túnin á næstunni. „Þetta er hálf- gert vetrarástand ennþá og svo er spáð hríð um helgina svo það er ekki mikið vor í honum,“ sagði Stefán. „Menn eru yfirleitt vel birgir af heyjum hér svo þeir þola þetta vel bær veiti fé til lágmarkslagfæringa á Ketilhúsinu þannig að unnt verði að nýta það til þess að koma upp í sumar einskonar höggmyndalist- arsmiðju, en hugmyndin er að allt að fimmtán myndhöggvarar setji upp vinnustofu í Ketilhúsinu og almenningi gefist kostur á að fylgjast með vinnu þeirra. í bókun menningarmálanefndar 2. maí er bent á að þessar endurbætur muni einnig nýtast tijl áframhaldandi notkunar Ketilhússins. Sigríður Stefánsdóttir tók fram á bæjarstjórnarfundinum í gær að algjör einhugur hafi verið um það og geta miðlað til þeirra sem á þurfa að halda. Það er ekki vanda- málið. Menn eru önnum kafnir við sauðburðinn, frjósemin er í besta lagi og þetta gengur áfallalítið," sagði Stefán. IM Ingi Björnsson, framkvæmda- stjóri Mecklenburger Hochseefischerei í Rostock í Þýskalandi, dótturfyrirtækis Út- í menningarmálanefnd að óska eftir að veitt verði fé til lágmark- sendurbóta á Ketilhúsinu. Þórarinn E. Sveinsson, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokks, sagði að við gerð fjárhagsáætlunar hafi ekki verið veitt fjármunum í Ketil- húsið og þeir fjármunir væru ekki frekar til nú. Það væri Sigríði Stefánsdóttir vel kunnugt um. Þetta mál var til umræðu á síð- asta bæjanráðsfundi og þá var af- greiðslu þess frestað, en bæjar- stjóra og menningarfulltrúa falið að leggja fram frekari upplýsing- ar. óþh Lögreglumenn á Akureyri, fengu að taka þátt í leiknum, þegar Frakkar og Spánverjar mættust í 16 liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í hand- bolta í fþróttahöllinni í gær. Þegar fáar sekúndur lifðu af leiknum og sigur Frakka í höfn, varð smá uppþot við varamanna- bekk Spánverja og þurfti lögregla og fleiri starfsmenn að skakka leikinn. Einn Ieikmanna Frakka datt á varamannabekk Spánverja og á svipstundu ætlaði allt um koll að keyra, leikmenn liðanna hlupu saman en fljótlega tókst að koma á ró aftur. Franskir áhorfendur hlupu þá inn á völlinn, til að hjálpa félögum sínum og þurfti lögregla og aðrir starfsmenn að stöðva för þeirra. Eftir leikinn þurfti lögreglan líka að hafa af- skipti af leikmanni Frakka á áhorfendapöllunum. Hann var ekki í leikmannahópnnum að þessu sinni en vildi vera með lið- inu við myndatöku. „Hann vildi fara inn á völlinn en var ekki með passa og því var ekki hægt að hleypa honum inná, þótt margir hafi staðfest að hann væri í leikmannahópnum. Ég hef grun um að hann hafi lánað pass- ann sinn en það breytti engu, hann vildi inná og var mjög ókurteis. Hins vegar báðust forráðamenn gerðarfélags Akureyringa hf., hefúr sagt upp störfum. Ekki fengust í gær skýringar á því af hverju Ingi segir nú upp, en ljóst er að uppsögnin kom skyndi- lega til, þótt jafnframt að hún hafi haft einhvern aðdraganda. Ingi mun hafa afhent Gunnari Ragnars uppsagnarbréf seinnipart síðustu viku, en eftir því sem blaðið kemst næst var ekki vitað um þessa uppsögn á stjórnarfundi Mecklenburger úti í Þýskalandi í síðustu viku. Ingi Bjömsson kom heim til Akureyrar í kjölfar uppsagnarinn- ar, en í gær, þegar Dagur reyndi að ná tali af honum, var hann á leið til Þýskalands. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er við það miðað að Ingi stýri fyrirtækinu út þennan mánuð. Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri ÚA og stjómarformaður Mecklenburger Hochseefischerei, vildi ekki tjá sig um þetta mál þegar Dagur hafði samband við hann í gær. óþh franska liðsins afsökunar á hegð- un hans og það verða engir eftir- málar vegna atviksins,“ sagði Ól- afur Ásgeirsson, yfirlögreglu- þjónn, í samtali við Dag. KK Síldin aftur á leiö í Síldarsmuguna: Júpíter ÞH með fullfermi til Vopnafjarðar -10 bátar í gær á leiö til Norðausturlandshafna ræm síldveiði var í fyrrinótt en var heldur að glæðast eftir því sem leið á gærdaginn. Fá íslensk skip eru á miðunum í færeysku lögsögunni, mörg þeirra ýmist á landleið til lönd- unar eða á leið aftur á miðin eft- ir löndun. Síldin er mjög dreifð og á stóru svæði í færeysku lög- sögunni og hefúr verið að færa sig í norður og norðausturátt og fjarlægist því íslensku lögsöguna frekar en að nálgast hana en stefnir að nýju í Síldarsmuguna. Síldin er ennfremur nokkur stygg og á það til að stinga sér þegar kastað er á hana. A.m.k. 350 sjómílna sigling er á miðin sem tekur á annan sólar- hring. Júpíter ÞH-61 kom f gær til Vopnafjarðar með fullfermi, 1.250 tonn, og sagði Lárus Grímsson skipstjóri að síldin stæði yfirleitt mjög djúpt og síldin væri á hreyf- ingu norður eftir austan megin við köldu tunguna í stað suðvesturátt- ar, sem hefur verið hennar stefna undanfama sólarhringa. „Síldin er því ekki að nálgast íslensku lögsöguna en við urðum hins vegar varir við lóðningar á heimstíminu. Þetta er hins vegar alveg ofboðslega stórt svæði, éin- ar fjórar breiddargráður í norður sem veiðisvæðið getur verið eða á þriðja hundrað mílur og það væri alveg gífurlegt magn ef síld væri til staðar á öllu því svæði. Um blandaða síld er að ræða, ekki bara „royal“ stærð, en enn er mikil áta í henni en minni en áður en fit- an er komin upp í ein 10%,“ sagði Lárus Grímsson. Albert GK, Gígja VE og JÚIIi Dan GK voru í gær á leið til Þórs- hafnar og Bjarni Ólafsson AK og Gullberg VE til Raufarhafnar. Um 10 bátar voru í gær á leið norður með Austfjörðum og því líkur á að einhverjir bátar fari til Siglu- fjarðar og jafnvel til Krossaness ef enn frekar þrengist um þróarrými á Austfjörðum en orðið er. M.a. er farið að rotverja síld sem komin er til Neskaupstaðar og bíður þar bræðslu. GG Umræöur um Ketilhúsið á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær: Hugmyndir um lágmarksendurbætur - þannig að húsið nýtist fyrir Listasumar 1995 Ingi segir upp hjá Mecklenburger - miðað við hann stýri fyrirtækinu út mánuðinn

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.