Dagur - 17.05.1995, Síða 2

Dagur - 17.05.1995, Síða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 17. maí 1995 FRÉTTIR Skútustaðahreppur selur tjaldsvæðið í Reykjahlíð Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur selt einkaaðilum tjaldsvæði hreppsins við Reykjahlíð á 25 milljónir króna. Kaupendur eru Gísli Sverrisson og fleiri heima- menn. Alls eru Qögur tjaldsvæði í sveitinni og verða nú öll rekin af einkaaðilum. Tjaldsvæðið í Reykjahlíð hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarin ár og er tvímælalaust með þeim betri á landinu. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri, segir ástæður þess að hreppurinn selji tjaldsvæðið vera bæði af pólitískum og efnahagsleg- um toga. „Það hefur legió fyrir nokkuð lengi aó hreppurinn vildi Átakiö Stöðvum unglingadrykkju: Ráðuneytið hafi afskipti af að- gerðarleysi iög- regluembætta Átakið Stöðvum unglinga- drykkju, sendi fyrir helgina erindi tU dómsmáiaráðuneyt- isins, þar sem þess er krafist að ráðuneytið hafi afskipti af aðgerðarleysi lögregluemb- ætta og gripið verði tii að- gerða sem duga til að stöðva lögbrot Framkvæmdancfndar HM eða skjólstæðinga henn- ar, eins og það er orðað f bréf- inu. Átakið segir að lögreglu- embættin hafi láúð Fram- kvæmdanefnd HM komast upp með að segja ósatt um að War- steiner - léttöl sé til sölu hér á landi og þess vegna sé verið að auglýsa óáfengan drykk seldan hér. Léttöl með því nafni er hvergi boóiö til sölu hér á landi. Einnig er bent á að allir leik- menn keppninnar séu merktir með áfengisauglýsingum og sumir meó merkjum fleiri áfengisframleiðenda. Átakið mótmælir því að fjárhagslegir hagsmunir svissneska sjón- varpsfyrirtækisins CWL eigi að vega þyngra hér á landi en þeir hagsmunir sem eru í húfi að halda uppi eólilegum forvöm- um gegn ofneyslu áfengis. Lög- in um áfengisauglýsingar fjalla um það atriði. Þetta mál snýst ekki um viöhorf heldur um gildandi reglur, segir einnig i erindi átaksins. KK gjama selja ef sanngjamt verð væri í boði. Fyrst og fremst er erfitt fyrir sveitarfélagió að standa í rekstri við þegnana en samkeppnin í ferðaþjónustunni er að harðna. Síð- an er hin ástæðan að losa fé og nota það í eitthvað annað. Við höf- um rekið tjaldsvæðið á leigulandi og þetta var því raunverulega ekki markaðsvara sem slíkt. Það voru síðan áhugasamir einstaklingar sem tengjast Iandeigendum og eru landeigendur sem gjama vildu spreyta sig í þessum rekstri.“ Hreppurinn hefur lagt umtals- verða fjármuni í uppbyggingu tjaldsvæóisins á liðnum ámm en Sigurður Rúnar segir hana hafa verið fjármagnaða af rekstrartekj- um tjaldsvæðisins. „Þetta hefur staðið vel undir sér og við vorum farin að geta tekið talsverðan arð út úr þessu.“ Hann segir ekki ákveðið í hvað peningamir sem fást fyrir tjaldsvæðió veróa notaðir. „Spum- ingin er kannski hvort þetta verður notaó í nýja atvinnuuppbyggingu eða aukna þjónustu." HA Nyr sjukrabill afhentur til notkunar Akureyrardeild Rauða kross íslands afhenti Slökkvistöðinni á Akureyri nýjan og glæsiiegan sjúkrabíi til notkunar sl. laugardag og hefur stöðin nú yfir þremur sjúkrabílum að ráða. „Það er lágmarkið að hafa þrjá bíla og okkur kemur til með að líða betur, ef einhver bílanna þarf að fara á verkstæði,“ sagði Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðs- stjóri, í samtali við Dag. Nýi sjúkrabíliinn er af gerðinni Volkswagen Syncro, með drifi á öllum hjólum. Hekla hf. í Reykjavík er umboðsaðili Volkswagen á íslandi en umboðsaðili fyrirtækisins á Akureyri er Höldur hf. Bílinn var innréttaður í Reykjavík, hann er með hefðbundinn búnað og verður auk þess með hjartastuðtæki. Sjúkrabílarnir þrír eru allir í eigu Akureyrardeildar Rauða krossins en Slökkvistöðin sér um daglegan rekstur þeirra. Á myndinni er Jón Kr. Sólnes, formaður Akureyrardeildar, að athenda Tómasi Búa, slökkviliðsstjóra, lykla að nýja bílnum. T.h. stendur Eyjólfur Ágústsson, sölustjóri Höldurs, en t.v. Finnbogi Eyjólfsson, blaðafulltrúi Heklu. KK/Mynd: Robyn Könnun á atvinnuástandi í apríl 1995: Atvinnurekendur töldu æski legt að fjolga starfsfolki - sem eru mikil umskipti frá sama tíma í fyrra I atvinnukönnun Þjóðhagsstofn- unar sem gerð var í apríl sl., kemur fram að atvinnurekendur töldu æskilegt að fjölga um 145 manns á landinu öllu í mánuð- inum, sem er um 0,2% af áætl- uðum mannafla. Þetta eru veru- leg umskipti frá sama tíma fyrir ári þegar atvinnurekendur vildu fækka um 365 manns. Áhrifin ganga í þessa átt í nær öllum greinum. Á höfuðborgarsvæðinu vildu atvinnurekendur fækka um 110 manns, sem er um 0,2% af áætl- uóum mannafla. Mest var talin þörf á fækkun í iðnaði og í þjón- ustugreinum en hins vegar vildu atvinnurekendur fjölga nokkuð í byggingastarfsemi. Atvinnurekendur á lands- byggðinni vildu fjölga um 255 manns, eða um 0,9 af áætluðum mannafla. Munar þar mest um æskilega fjölgun í fiskiónaði og í byggingastarfsemi. Af einstökum atvinnugreinum var sem fyrr segir, talin mest þörf á fjölgun í byggingastarfsemi, um 135 manns, sem er 1,6% af áætl- uóum mannafla í greininni og í fiskiðnaði á landsbyggðinni, um 125 manns, sem er um 2,0% af áætluðum mannafla í greininni á landsbyggðinni. Hins vegar var talin mest þörf á fækkun í iðnaði, um 85 manns, eingöngu á höfuðborgarsvæðinu, sem er 1,2% af áætluðum mann- afla í greininni á höfuðborgar- svæðinu. Fækkunin kemur nær eingöngu fram í málm- og skipa- smíðaiðnaði. Framboð sumarstarfa sam- kvæmt könnuninni er um 14.300 í sumar. Þetta eru heldur fleiri sumarstörf en mældust á sama tíma í fyrra. Skráð atvinnuleysi var svipað fjóra fyrstu mánuði árs- ins og sömu mánuði í fyrra. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði heldur minna að meðaltali á þessu ári en það var aó meðaltali í fyrra. Könnun sem þessi er gerð þrisvar á ári, í janúar, apríl og september. Fjöldi fyrirtækja í könnuninni eru um 240 og eru þau í öllum atvinnugreinum néma landbúnaði, fiskveiðum og opin- berri þjónustu. Sjúkrahús eru þó með í könnuninni. Svör bárust frá 214 fyrirtækjum og 207 fyrirtæki eru í pöruðum niðurstöðum. Um- svif þessara fyrirtækja eru um 35% af þeirri atvinnustarfsemi sem könnunin nær til en hún spannar um 75% af allri atvinnu- starfsemi í landinu. KK Isinn þokast nær landinu - vitavörður Hornbjargsvita gegnir mikilvægu hlutverki Málverkauppboð á Akureyri næstkomandi sunnudag Verkin sýnd í Sjallanum, Mánasal, laugardag og sunnudag kl. 14.00 til 18.00. Þeir sem vilja koma verkum á uppboðið eru beðnir að hafa samband við Þórhall í síma 96-24668 og 96-22770 eða Gallerí Borg í síma 91-24211. Landhelgisgæslan fór í ískönn- unarflug sl. Iaugardag á miðin norðvestur af Vestfjörðum. Næst landi er ísbrúnin nú 20 sjó- mfiur NNV af Kögri og hefúr því þokast eilítið nær landinu sl. vikur. Þéttleiki hafísjaðarins var víðast 7-9/10 en víða lágu gisnar ísdreifar út frá megin ísjaðrin- um. Þór Jakobsson, veðurfræðingur hjá hafísdeild Veðurstofunnar, segir hafísinn hafa færst norðar og einnig austur á bóginn og því valdi stöðug hægviðri á þessum slóðum að undanfömu. Þegar dregur úr kraftinum á norðaustan- áttinni eftir veturinn fer ísinn að dreifa sér og ganga í austurátt. Þór segir að reikna megi meó norð- vestanátt á þessum slóðum fram eftir vikunni og því sé full ástæða til að vara við ís á siglingarleið fyrir Hom, sérstaklega í mykri. Þór segist vona að starf vita- varöar á Hombjargsvita verói ekki lagt niður, en núverandi vitavörð- ákvörðun Vita- og hafnamála- stofnunar. Vitavörður í Hom- bjargsvita hefur gegnt mikilvægu hlutverki að leiðbeina skipum gegnum ís fyrir Hom þegar hann togara að hafa áhuga á því að starf vitavarðar á Homi leggist ekki af þrátt fyrir stöðugt meiri tækni og nánast alsjálfvirkar veóurstöðvar. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.