Dagur - 19.05.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 19.05.1995, Blaðsíða 11
Föstudagur 19. maí 1995 - DAGUR -11 Akureyrarbær: Abyrgðir vegna lána námu 538 milljónum um síðustu áramót Upphæó uppreiknaðra eftirstöðva bæjarábyrgða Akureyrarbæjar vegna lána ýmissa fyrirtækja og stofnana á Akureyri námu kr. 537.515.163 um síóustu áramót. Fjölmargar ábyrgðir hafa verið veittar án þess að teknar hafi verið baktryggingar, en í nokkrum til- fellum á það sér eðlilegar skýring- ar eins og t.d. varðandi þau lán sem Krossanesverksmiðjan tók á sínum tíma meðan verksmiðjan var bæjarfyrirtæki. Abyrgðir án baktryggingar hafa fyrst og fremst verió veittar kirkjusóknunum á Akureyri, og nam upphæö eftir- stöðva þeirra lána um síðustu ára- mót 87,2 milljónum króna. Baldur Dýrfjörð bæjarlögmað- ur segir í skýrslu til bæjarráðs 24. mars sl. að samkvæmt núgildandi sveitarstjómarlögum nr. 8/1986 ber sveitarstjóm aó taka trygging- ar fyrir þeim ábyrgðum sem hún veitir auk þess sem slíkt verður að teljast samræmast viðteknum við- skiptasjónarmiðum. A árinu 1993 voru Náttúru- lækningafélaginu veittar nýjar ábyrgðir fyrir samtals kr. 4.000.000 í samræmi við fyrri samþykktir bæjarráós þar um. Við þetta tilefni setti félagið tryggingu fyrir öllum ábyrgóum sem bærinn hefur veitt. A árinu 1994 voru Lögmannshlíðarsókn veittar ábyrgðir fyrir samtals kr. 30.000.000 og setti til tryggingar veð í sóknargjöldum sem sam- þykkt var af kirkjumálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Akureyrarsókn fékk á árunum 1988 til 1992 alls níu lán frá Líf- eyrissjóðnum Sameining og eitt frá Lífeyrissjóði trésmiða, alls að upphæð 30,5 milljónir króna en uppreiknaðar eftirstöðvar þeirra voru 31. desember sl. kr. 17.780.371. Félagsstofnun stúdenta á Akur- eyri fékk á árinu 1990 bæjar- ábyrgð fyrir þremur lánum frá SS- Byggi hf. á Akureyri og tveimur lánum frá Möl og sandi hf., alls að upphæð 10 milljónir króna. Eftir- stöðvar um sl. áramót námu kr. 6.205.872 en engar baktryggingar eru fyrir þessum lánum. Halldór Jóhannsson fékk bæj- arábyrgð á sl. ári vegna sölusamn- ings vegna aðgöngumiða á HM- 95, upphaflega að fjárhæð 30 milljónir króna, en um síóustu áramót námu eftirstöðvar 20 millj- ónum króna. Abyrgðin er bak- tryggó með sjálfskuldarábyrgð Halldórs Jóhannssonar og ferða- skrifstofunnar Ratvís hf. Knattspymufélag Akureyrar (KA) fékk á árinu 1992 bæjar- ábyrgð fyrir láni frá Ferðamála- sjóði að upphæð 361.076.01 Bandaríkjadollarar en lánið er baktryggt með 2. veðrétti í KA- húsinu. Eftirstöðvar um sl. áramót voru kr. 23.013.953. Krossanes hf. er með bæjar- ábyrgð á 10 lánum í ýmsum gjald- miðlum og eru bæjarábyrgðimar veittar á árunum 1989 til 1992, þ.e. nokkur lán^nna eru frá þeim tíma er Krossanesverksmiðjan var bæjarfyrirtæki. Lánveitendur Krossaness hf. eru Fiskveiðasjóður Islands, Landsbanki Islands og Akureyrarbær, upphaflega Bank of Japan, en um er að ræða lán sem Akureyrarbær tók í eigin nafni en endurlánaði síðan Krossanesi meðan það var enn bæjarfyrirtæki. Þar sem Krossanes er nú hlutafélag er talið rétt að líta á lánveitinguna sem bæjarábyrgð. Lánið hefur lækkaó um 100 millj- ónir króna frá fyrra ári sem er til- komið vegna hlutafjáraukningar sem gekk til lækkunar á láninu. Uppreiknaðar eftirstöðvar bæjar- ábyrgða til Krossanes hf. námu um. sl. áramót kr. 279.774.827. Leikfélag Akureyrar fékk bæj- arábyrgð fyrir láni frá Lífeyris- sjóði Félags íslenskra leikara á ár- inu 1986 aö upphæð 1 milljón króna og eru eftirstöðvar þess kr. 488.520. Engar baktryggingar eru fyrir láninu. Lögmannshlíðarsókn hefur fengió samþykktar bæjarábyrgðir fyrir 20 lánum frá Lífeyrissjóðn- um Sameiningu, Lífeyrissjóði tré- smióa og Sparisjóði Glæsibæjar- hrepps, alls að upphæð 99 millj- ónir króna á árunum 1985 til 1994. Uppreiknaðar eftirstöðvar lánanna námu 31. desember sl. kr. 99.507.856. Hluti lánanna er bak- tryggður með veði í sóknargjöld- um eins og áður er getiö. Náttúrulækningafélag Akureyr- ar hefur fengið bæjarábyrgð fyrir sex lánum frá Lífeyrissjóðnum Sameiningu að upphæö 10 millj- ónir króna á árunum 1991 til 1993. Eftirstöðvar nema kr. 9.776.510. Baktrygging fyrir öll- um lánunum er 1. veðréttur í Nátt- úrurlækningahúsinu í Kjama- skógi. Skautafélag Akureyrar fékk 3,7 milljón króna lán frá Landsbanka Islands árió 1992 og eru eftir- stöðvar þess um sl. áramót kr. 2.365.551. Engar baktryggingar eru fyrir láninu. Súlan hf. fékk 90,5 milljón króna lán frá handhafa sem sam- þykkt var að veita bæjarábyrgð fyrir á árinu 1988. Baktrygging lánsins er 4. veðréttur í loðnuskip- inu Súlunni EA-300 en eftirstöðv- ar þess voru 31. desember sl. kr. 78.868.705. Slippstöðin-Oddi hf. fékk bæj- arábyrgð fyrir 4,8 milljón króna láni frá Framkvæmdasjóði íslands árið 1985 og er baktrygging þess 1. veðréttur í vélum og tækjum. Lánið var upphaflega veitt til Bæj- arsjóðs Akureyrar vegna Hafnar- sjóðs en hefur nú að nafni til verið yfirtekió af Slippstöðinni-Odda hf., þ.e. veriö greitt af þeim, en skuldari hjá Framkvæmdasjóði Is- lands er eftir sem áður Akureyrar- bær. Lánið var tekið til byggingar á s.n. hliðarfærslugöróum við dráttarbrautina en á þeim tíma lá fyrir verkefni fyrir þessa garöa. Akureyrarhöfn var ekki í stakk búin á þeim tíma aó fara í þessa framkvæmd en til þess að koma til móts við beiðnina var ákveðið að óska eftir ríkisstyrk og fjárveit- ingu frá Framkvæmdasjóði til verksins. Ábyrgð þessi féll við gerð nauöasamninga Slippstöðv- arinnar-Odda hf. á Akureyrarbæ, samtals kr. 4.046.398, en 30% af þeirri fjárhæð eiga að fást greiddar gegnum nauðasamninginn í sam- ræmi við skilmála hans. GG Rafstuðstœki gefið til Dalvíkur Heilsugæslustöðin á Dalvík fékk nýlega veglega gjöf frá Hjarta- og æðaverndarfélagi Akureyrar og nágrennis. Tækið sem er frá Physio Control og heitir LIFEPAK 9B, hefur fengið íslenska heitið; raf- stuðstæki og er notað við endurlífgun og til að rétta af óreglulegan hjartslátt. Sambyggður er hjarta- rafriti. Á myndinni eru f.v. Kristín Sigfúsdóttir, Gunnlaugur Fr. Jóhannsson, Skúli Flosason og Bragi Stefánsson, frá Heilsugæslustöðinni á Dalvík. Mynd: Robyn Blikksmiður! Óskum að ráða blikksmið eða iðnaðarmann vanan blikksmíóavinnu sem fyrst. Um framtíðarstarf getur verið að ræða. Kælismiðjan Frost, Draupnisgötu 3. Au Pair í Austurríki Ertu búin(n) að fá leið á hversdagslífinu og ert að leita nýrra ævintýra? Hvernig hljómar aó fara til smábæjar í Austurríki og passa fjögur börn hluta úr degi og aðstoða við heimilis- störf? Ef þú ert eldri en 18 ára, reykir ekki og hefur áhuga á svona tækifæri, skaltu hafa samband við SUNNU í síma 00 43 3682 23383 eða á Akureyri í síma 96- 25338. Aðalfundur Skátafélagsins Klakks verður haldinn laugard. 27. maí kl. 17 í Hvammi. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir skátar 15 ára og eldri eru hvattir til aó mæta Stjórn Skátafélagsins Klakks. Njóttu ferðarinnar! Aktu eins og þú vilt að aðrir aki Góðaferð! ||^ð IFERÐAR Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra Starfið felst í að vinna að atvinnuþróun við Eyjafjörð, t.d. með leit að nýjum valkostum í atvinnumálum, mati á framtíðarmöguleikum atvinnugreina og einstakra fyr- irtækja og kynningu á svæðinu. Einnig að veita ráðgjöf við stofnun og rekstur fyrirtækja. Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur félagsins og kemur fram fyrir hönd þess út á við. í boði er fjölbreytt en um leið krefjandi starf. Við mat á umsóknum verður lögð áhersla á starfs- reynslu og þekkingu á rekstri og rekstrarumhverfi fyrir- tækja. Gerð er krafa um háskólamenntun. Leitað er að duglegum og traustum framkvæmdastjóra sem getur haft frumkvæði að verkefnum og á auðvelt með að umgangast fólk. Með tilvísan til 5. greinar jafnréttislaga eru konur hvattar til að sækja um starfið. Skriflegar umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf berist stjórnarformanni, Daníel Árnasyni, Stapa- síðu 15a, 603 Akureyri. Hann veitir jafnframt nánari upplýsingar í síma 96- 23948 milli kl. 20 og 22. lónþróunarfélag Eyjafjarðar er hlutafélag í eigu sveitar- félaga við Eyjafjörð, Byggðastofnunar, Kaupfélags Ey- firðinga og nokkurra stéttarfélaga. Tilgangur félagsins er að stuðla að og efla þróun atvinnulífs í Eyjafirði. Því markmiði hyggst félagió ná með leit að hagkvæmum fjárfestingum á sviói iðnaðar, ráðgjöf og aðstoð við ein- staklinga og fyrirtæki sem hyggja á nýjungar í at- vinnurekstri og með þátttöku í stofnun nýrra fyrirtækja. Starfsemin fer fram í nánu samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu og aðrar stofnanir sem vinna aó uppbygg- ingu atvinnulífs á landsbyggðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.