Dagur - 13.07.1995, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 13. júlí 1995
FRETTIR
13.-17. JÚLÍ
Bacon búðingur
kr. 198,- kg
iSjfcí
Létt popp kr. 29,- stk.
Ópal kossar 6 stk. la. 99,-
Wasa stick’s kr. 110,-
Bláber 453 gr. kr. 139,-
Jarðarberjaskyr 500 gr. kr. 98,-
Mysingur 250 gr. kr. 65,-
Afli norðlenskra frystitogara
fyrstu fjóra mánuði ársins:
Málmey SK með mestan
afla en Arnar HU með
mesta aflaverðmætið
Afli norðlenskra frystitogara
fyrstu fjóra mánuði ársins var
misjafn, allt frá 2.103 tonnum
hjá Málmey SK-1 niður í 267
tonn hjá Akureyrinni EA-110,
en þess ber að geta að stóran
hluta umrædds tíma var skipið í
lengingu og öðrum breytingum í
Póllandi.
Meðalafli á úthaldsdag er
einnig mestur hjá Málmey SK,
eða 18,94 tonn, en meðalskipta-
verðmæti á úthaldsdag er mest hjá
Arnari HU-1, eða 1478 þús. kr.,
og Arnar HU er einnig með mest
aflaverðmæti, 222,1 milljón króna
sem jafnframt er það mesta á
landinu. Nokkrir fyrstitogaranna
voru á sl. vetri á loðnufrystingu,
Stakfell ÞH-360 lengst þeirra eða í
25 daga og var aflaverðmæti þess
21,8 milljón króna en einnig voru
Arnar HU-1 (6 daga), Örvar HU-
21 (7 daga) og Siglfirðingur SI-
150 <11 daga) og Málmey SK-1
(10 daga) á loðnufrystingu.
A meðfylgjandi töflu er í
fremsta dálki úthaldsdagar, síðan
afli í tonnum og aflaverðmæti í
milljónum króna. GG
Úthalds- Afli í Aflaverð
dagar tonnum mæti í millj. kr.
Akureyrin EA-110 30 267 57,9
Arnar HU-1 112 1.653 222,1
Baldvin Þorsteinss. EA-10 113 1.743 203,4
Björgvin EA-311 101 756 147,7
Hjalteyrin EA-310 96 655 122,7
Júlíus Havsteen ÞH-1 90 397 67,8
Margrét EA-710 96 1.043 138,2
Mánaberg ÓF-42 108 1.209 161,1
Oddeyrin EA-210 106 800 88,9
Siglfírðingur SI-150 95 520 78,9
Sigurbjörg ÓF-1 89 1.080 131,9
Málmey SK-1 111 2.103 141,9
Sléttbakur EA-304 92 789 140,9
Sólbakur EA-307 112 939 122,3
Stakfell ÞH-360 81 325 54,1
Svalbakur EA-2 83 594 121,1
Víðir EA-910 105 1.237 160,7
Örvar HU-21 55 612 75,1
Nýjar línur hf.
gjaldþrota
Með úrskurði héraðsdóms
Norðurlands eystra, sem kveð-
inn var upp 31. maí sl, var bú
Nýrra lína hf., Hafnarstræti 88
á Akureyri, tekið til gjaldþrota-
skipta. Benedikt Ólafsson, hér-
aðsdómslögmaður á Akureyri,
er skiptastjóri í þrotabúinu.
Fyrsti skiptafundur verður
haldinn 22. ágúst nk.
ÁTVR á Akureyri
í fimmta sæti
Af áfengisútsölum ÁTVR á
Norðurlandi er „Ríkið“ á Ak-
ureyri að vonum með lang-
mestu söluna, þar var selt
fyrstu sex mánuði ársins fyrir
265 milljónir króna, sem er
7,25% allrar áfengissölu í
landinu á þessu tímabili.
Aðeins í fjórum áfengisút-
sölum í Reyícjavík var meiri
sala fyrstu sex mánuði ársins, í
söludeildinni Stuðlahálsi,
Holtagörðum, Kringlunni og
Heiðrúnu.
Á Sauðárkróki nam áfengis-
salan fyrstu sex mánuði ársins
45,7 milljónum króna (1,25%),
á Húsavík 36,5 milljónum
króna (1,0%), á Blönduósi 25,1
milljónum króna (0,69%) og
Siglufirði 19,3 milljónum
króna (0,53%).
Færri kaupa
sterku vinin
Af sölutölum fyrir fyrstu sex
mánuði ársins í samanburði við
sömu mánuði í fyrra má ráða
að aukning í sölu á rauð- og
hvítvínum nemur 7-8%. Einnig
er töluverð aukning f sölu á
freyðivínum og líkjörum. Hins
vegar hefur sala á sterkum
drykkjum dregist umtalsvert
saman. Mestur er samdráttur-
inn í sölu á apertífum, brenni-
víni, séneveri og rommi.
McWitie’s súkkulaðikex
200 gr. kr. 78,-
Ýsu sítrónustautar 398 kr. kg
Frönsk smábrauð 95 kr. polcinn
Þú sparar 15-25%
t KEA Nettó
Þegar þú verslar ódýrt
Opið
Mánudaga-föstudaga kl. 12-18.30
Laugardaga kl. 10-16 • Sunnudaga ld. 13-17
íslandsmótib 2. deiíd
Akureyrarvöllu
fimmtudaginn
13. júlí kl. 20.
adidas^
Jrv
'.Cv. '/•••* 1 m