Dagur - 22.07.1995, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 22. júlí 1995
Ein stutt, ein löng -
Mundu, sjö stafa símanúmer
- gamli og nýi tíminn á Pósti og síma
Fáu tökum við sem sjálfsagóari hlut en aó geta lyft tólinu af
símanum og hringt heiminn á enda, og að fá póstinn okkar inn
um bréfalúguna. Sjaldan leiöum vió hugann að því sem gerist
innan fyrirtækisins, en í Noróurlandsumdæmi einu vinna hátt í
tvö hundruð manns; vió afgreiðslu, útburð, flokkun, viðgerðir
og hvaó sem nöfnum tjáir að nefna.
Arió 1906 urðu tímamót í sögu samskipta á Islandi, en þá
voru fyrstu símstöðvamar settar upp, meðal annars á Akureyri.
Þriðja júní 1950 urðu aftur stór tímamót, þegar sjálfvirk sím-
stöð var tekin í notkun á Akureyri en hún hefur þjónaó símnot-
endum allar götur síðan þá. Nákvæmlega 45 árum seinna, upp á
dag, uróu öll símanúmer sjö stafa og enn ein tímamót veróa í
næstu viku, þegar síóustu tvö þúsund símanúmerin í umdæm-
inu veróa stafræn.
Gott að vinna hjá Póstí og síma
Fjöldi fólks hefur unnió hjá Pósti
og síma um áratuga skeið. Gísli J.
Eyland stöóvarstjóri hefur þó trú-
lega hæsta starfsaldurinn innan
fyrirtækisins en hann hefur unnió
þar síðan 1942, þá sextán ára
gamall. Umdæmisstjórinn á Norð-
urlandi, Arsæll Magnússon, fylgir
fast á hæla honum en hann hóf
störf 1947. Gísli hefur unnið sam-
fleytt hjá fyrirtækinu síðan, en Ár-
sæll sveik lit í eitt ár, þegar hann
gegndi starfi verslunarstjóra í
Reykjavík.
Þeir hafa starfað á tveimur
sviðum, Gísli í póstinum og Ár-
sæll hjá símanum, en þó í dag sé
þetta eitt og sama fyrirtækið og
sviðin hafi haft starfsemi á sama
stað síóan 1923, voru þau aðskilin
til ársins 1978.
Gísli byrjaði sem bréfberi, fyrst
sem nokkurs konar verktaki hjá
Guðmundi B. Ámasyni sem sá um
útburð fyrir allan bæinn, en síðan
formlega hjá Póstinum. Á þessum
tíma var Guðmundur orðinn gam-
all maóur og þurfti aðstoð, enda
bar hann út á tveimur jafnfljótum.
„Guðmundur fékk 250 krónur fyr-
ir útburðinn og ég fékk 75 krónur
af þeirri upphæð fyrir að aðstoóa
hann. Þetta þóttu alveg gríðarlega
miklir peningar á þessum tíma.“
Þegar Gísli hætti í bréfberastarf-
inu fór hann að vinna í afgreiðsl-
unni á pósthúsinu og svo lá leiðin
smá saman upp mctorðastigann,
þangaó til hann varð stöðvarstjóri
árið 1980. Gísla hefur alltaf þótt
gott að vinna hjá Pósti og síma, og
segir það að hann er búinn að vera
hjá fyrirtækinu í 53 ár allt sem
segja þarf.
Ársæll var lengst af hjá tækni-
deild Pósts og síma í Reykjavík,
síðast sem yfirdeildarstjóri línu-
framkvæmda. Hann var orðinn vel
kunnugur Akureyri og Norður-
Reglur fyrir notk-
un talfæranna
(frá 1906)
1. Komið jafnskjótt að talfær-
inu og hringt er.
2. Talið greinilega og hæfilega
nærri inn í talopið, hagið
röddinni eptir þeirri fjar-
lægð, sem talað er í.
3. Haldió hlustaropi máltólsins
fast aó eyranu, meöan á
samtalinu stendur. Þegar
tækið er eigi notað, skal það
jafnan hanga á sínum stað.
4. Ef ekki er hægt að talast við
vegna annmarka á samband-
inu skal strax hringt af og
stöðinni skýrt frá því.
5. Munið eptir að hringja af
(hringt stutt og snöggt) þeg-
ar samtali er lokið, því ann-
ars er svo álitið, sem samtal-
ið haldi áfram.
6. Notið helst ekki talsímann í
þrumuveðri.
Arsæll Magnússon og Gísli J. Eyland.
landi löngu áður en hann flutti til
Akureyrar til að taka við starfi
umdæmisstjóra 1977, því sumrin
1948-’50 gisti hann í tjaldi nálægt
þar sem Hagkaup stendur núna og
vann við jarósímatengingar og
-lagnir. Ársæll á góðar minningar
frá þessum ferðum noróur. Flokk-
urinn hans var á Akureyri frá júní
fram í október, og kom fyrir að
vatnið í vaskafatinu fraus á nótt;
unni, þegar líða tók á haustið. í
minningunni er þessi tími sveip-
aóur dýrðarljóma, ekki síst vegna
þess að hér kynntist Ársæll eigin-
konu sinni.
Síúnaskrááá...
Margir hafa hringt 103 og fengið
rödd í eyrað sem auðvelt var aó
þekkja frá öllum öðrum, enda
gekk hún undir nafninu „Konan
á símanum" í vinahóp blaða-
manns. Röddina á Jóhanna El-
íasdóttir sem aldrei hefur verið
kölluð annað en Lilla á Pósti og
síma og fólk þar þarf aó hugsa
sig um ef spurt er eftir Jóhönnu.
Lilla hóf störf á símanum í
byrjun ágúst 1947 og á því 48
ára starfsafmæli eftir nokkra
daga; er ein af þeim elstu í starfí
eins og Ársæll og Gísli. Hún læt-
ur af störfum 1. september og
verður þá örugglega skarð fyrir
skildi.
„Það er búió að vera gott aó
vinna héma, annars hefði ég ekki
verið svona lengi. Starfsandinn
hefur alltaf verið alveg sérstakur
og yfírmennimir góðir. Mér
finnst þetta vera eins og fjöl-
skyldan mín.“
Lilla segir að hún hafi eignast
marga víni í gegnum símann áð-
ur fyrr þegar þjónustan var pcr-
sónulegri, stundum án þess einu
sinni að vita hvað þeir hétu eða
hvemig þeir litu út. Þetta vom
fastakúnnar sem hringdu oft til
að spjalla eða fá góð ráð. „Fólk
hringdi oft ef það var í vandræð-
um, og bar sig upp við okkur um
allt mögulegt Maður var bara
orðinn hálfgerður sálusorgari."
I frétt sem birtist í Degi 6.
ágúst 1981 segir í fyrirsögn:
„Póstur og sími tölvuvæðist -
Hætta að veita upplýsingar um
veðurfar og kökugerð“ og lýsir
þessi fyrirsögn vel upplýsinga-
deildinni fyrir tölvuvæóinguna.
Lilla við símann. Hún iætur af störfum innan skamms og verður þá ör-
ugglcga skarð fyrir skildi.
Eftirsjá að
sveitasúnanum
Margar sögur eru til um gömlu
sveitasímana og hversu vinsælt
var að vera „inná“. Ekki er
mjög Iangt síðan síðustu
sveitasímunum var lagt, þeir
síðustu duttu út fyrir um tíu ár-
um og söknuðu þeirra margir.
Sérstaklega kvörtuðu menn
undan því að geta ekki haft
margra manna fund í síma, en
með tilkomu stafræna kerfisins
fá þeir nokkra sárabót, þar sem
er þriggja manna tal.
Fræg er sagan af konu
nokkurri sem var þekkt fyrir
að vera „inná“. Eitt sinn voru
tvö að tala saman og má vel
gera sér í hugarlund aó eitt-
hvað sem ekki var ætlað allra
eyrum hafi farið þar á milli; í
það minnsta sagði annað þeirra
skyndilega: „Heyrðu, við skul-
um ekki segja of mikið, þú
veist að kerlingin hangir alltaf
inná.“ Mikið hneykslunarhljóð
heyrðist á línunni og var hróp-
að: „Þaó er ansvítans lygi, ég
er ekkert inná!!!“
Texti: Svanhildur
Hóim Valsdóttir
Myndir: Björn Gíslason
Fröken
sjálívirknin
Það þótti mikill viðburður þeg-
ar sjálfvirka símstöðin var tek-
in í gagnið á Akureyri, laugar-
daginn 3. júní 1950. í Degi var
sagt frá nýju símstöðinni og
vinkonu hennar, „fröken
klukku", sem varð feikilega
vinsæl.
í Fokdreifum, sem var
spjalldálkur blaðsins, sagði um
fröken klukku: „Síödegis á
sunnudag hafði „frökenin"
fengið 1640 upphringingar og
munu fáar dömur eftirspurðari.
Sumir segja: „Þakka yöur fyrir,
fröken“ og hneigja sig, er þeir
hafa fengið aó vita hvað klukk-
an er, en vafasamt er að frök-
enin heyri það.“
Fröken klukka hætti störfum
fyrir nokkrum áruni, og er nú
til húsa ofan í kassa í kjallara
símstöövarinnar.
„Halló, halló“
Ýmsir áttu erfitt með að átta
sig á nýjá sjálfvirka kerfinu og
man Ársæll Magnússon um-
dæmisstjóri vel eftir vandræö-
um þeirra. „Þegar handvirka
kerfinu var skipt út fyrir það
sjálfvirka lentu sumir í vand-
ræðum. Yfirleitt var það eldra
fólk sem var útlært í gömlu að-
ferðinni; að snúa fyrst sveifinni
til að fá samband við miöstöó,
lyfta sióan tólinu, og biðja um
númer. Þetta fólk reyndi að
beita gömlu aðferöinni á nýju
símana, sneri fyrst skífunni til
aó velja símanúmer, lyfti síðan
af og sagði „Halló, halló“ og
skildi hreint ekkert í því hvers
vegna það fékk ekki samband.
Símamenn uróu að fylgjast
vandlega með þessu fólki og
kenna því nýju aðferðina og
meðal annars voru leióbeining-
ar látnar fylgja símunum, þar
sem rakið var skref fyrir skref
hvemig hringja átti úr þessum
nýtísku apparötum!
Egill Egiisson, starfsmaður í „bilun“. Hann hefur unnið hjá Pósti og síma
síðan 1967.
Bilun
Margt breytist með tilkomu staf-
ræna kerfisins og meðal annars
starf bilanadeildar. Þar er tekið
við kvörtunum og bilanatilkynn-
ingum og hingað til hefur starfið
þar verió handvirkt. Ef kvörtun
kom vegna ákveðins síma var far-
ið inn á línu, og mælt. Línunni var
beinlínis stungið í samband við
mælitæki, en með stafræna kerf-
inu er starfiö oróið einfaldara og
fljótlegra. Símanúmerið er slegið
inn í tölvu og þar getur starfsmað-
ur um leið séð ástandið á línunni,
teljarastöðu og þá þjónustu sem er
í notkun.
Á bilun á Akureyri er svarað
frá kl. 8-6 en eftir það í Reykja-
vík, þannig að hægt er að koma
kvörtunum áleiðis allan sólar-
hringinn. Kvartanir sem berast til
Reykjavíkur eru myndsendar jafn-
óðum til Akureyrar og kannaðar
strax næsta morgun.
Nú er heldur ekki lengur hægt
að fara inn á línu og hlusta en það
var nú hvort sem er stranglega
bannað og allir þeir sem vinna í
bilanadeildinni hafa undirritað
skriflegan þagnareið. Auóvelt er
þó að gera sér í hugarlund að
áköfustu kjaftakerlingar bæjarins
hefðu viljað gefa mikiö til að
komast í vinnu á bilun, en hver fer
nú að verða síðastur til þess þar
sem allt verður orðið lokað og
læst í næstu viku, þegar síðustu
símanúmerin verða stafræn.