Dagur - 22.07.1995, Side 7
Laugardagur 22. júlí 1995 - DAGUR - 7
Julian Duranona Larduet heitir maður
nokkur, kúbverskur að ætt og uppruna, sem
ákveðið hefur að leika handknattleik með
KA-Iiðinu næsta vetur. Þessi ákvörðun hef-
ur vakið töluverða athygli enda enginn
meðaljón þar á ferðinni. Duranona er nefni-
lega einn af snjallari handknattleiksmönn-
um heims og er þetta í fyrsta skipti sem
hann leikur með liði utan heimalands síns.
Þoli ekki
að tapa
Það gerir hann þó í óþökk hand-
knattleikssambands lands síns því
Duranona ákvaö að verða eftir í
Argentínu síðastliðið haust er
landsliðshópurinn var þar staddur
í æfingaferð. „Auövitað var þetta
erfið ákvörðun því ég vissi að þar
með væri ég bæði aó kasta frá mér
landsliðssæti og búseturétti á
Kúbu í óákveðinn tíma. Hins veg-
ar var þetta að hrökkva eða
stökkva því efnahagsástandið er
mjög slæmt í heimalandi mínu og
framtíðin ekki björt fyrir mig sem
íþróttamann."
Lét ekki eiginkonuna
vita af flótta sínum
Julian Duranona Larduet fæddist
28. desember 1965 í borginni Gu-
antanamo á Kúbu og er því 29 ára
gamall. Hann er næst elstur fimm
systkina og býr fjölskyldar. öll á
Kúbu. Duranona er giftur en er
barnlaus. Ekki er laust við aó
trega gæti í rödd Kúbverjans er
rætt er um fjölskyldu hans enda að
verða ár síðan hann sá hana síóast.
Duranona kveðst einungis hafa
rætt flótta sinn við eldri bróður
sinn en ekki foreldra né eigin-
konu. „Ef ég hefði rætt vió þau
hefði ég sjálfsagt guggnaó á því
að fara en bróðir minn taldi í mig
kjark og því lét ég því slag standa.
Eg veit að föður mínum sámaði
þetta mjög og þetta var mikió áfall
fyrir eiginkonu mína. En ég komst
fljótlega í samband við hana og þá
gat ég útskýrt ákvörðun mína. Eg
er að vinna í hennar málum og ef
guð og gæfan lofa þá kemur hún
hingaó til Islands síðar í sumar
eða í haust.“
Julian sló fyrst í gegn á hcims-
meistaramótinu í handknattleik í
Sviss árið 1986, þá einungis 21
árs gamall. Þá varð hann næst
markahæsti leikmaður keppninnar
á eftir Kóreumanninum Kang.
Ekki stóð Kúbumaðurinn sig síður
vel á HM í Tékkóslóvakíu árið
1990. Þar fór hann fremstur í
flokki í landsliði Kúbu og skoraði
manna mest á mótinu.
Frekar hljótt hefur verið um
þennan snjalla leikmann á al-
þjóóavettvangi síðan þá enda lenti
hann í deilum við íþróttaforystuna
í sínu heimalandi árið 1991. Þá
reyndu yfirvöld að stemma stigu
við flótta íþróttamanna frá landinu
meó því að láta þá skrifa undir 10
ára samning við viðkomandi sér-
samband. Duranona neitaði að
skrifa undir slíkan samning en
komst upp með það því hann var
fyrirliði landsliðsins og einn af
lykilmönnum liðsins. Nú er hins
vegar svo komiö að allir landsliðs-
menn eru á 10 ára samningi hjá
kúbverska handknattleikssam-
bandinu og er það aðalástæðan
fyrir því að enginn leikmaður
stökk frá borði á meðan á HM á
Islandi stóð.
Kúba er og verður
mitt heimaland
Á Kúbu, eins og mörgum öðrum
miðstjómarríkjum, er landsliðið
þungamiðjan í íþróttastarfsemi
Iandsins. Félagsliðin eru algjört
aukaatriði og í handboltanum til
dæmis fer einungis fram 2 vikna
keppni milli héraðsliða einu sinni
á ári. Landsliðið æfir hins vegar
allt árið um kring, tvisvar á dag 4-
6 daga vikunnar. „Eftir aö hafa
verið í landsliðinu í 10 ár og fyrir-
liði undanfarin 8 ár var komin viss
stöðnun hjá mér,“ segir Duranona.
„Eg vissi aó ég þyrfti að skipta um
umhverfi en því miður gat ég þaó
ekki eftir löglegum leiðum. Því
þurfti ég að taka þessa afdrifaríku
ákvörðun og vonandi gerði ég rétt
í því,“ bætti hann við.
Það er greinilegt að Kúbverjinn
er frekar tregur að ræða stöðu
mála í heimalandi sínu. „Kúba er
mitt heimaland og þar vil ég eiga
heima. Hins vegar hefur hrun
Sovétríkjanna verið Kúbu mjög
dýrt og meðan Bandaríkjamenn
halda landinu enn í viðskiptabanni
er framtíðin ekki björt á eyjunni
minni.“
Aö sögn Duranona er hand-
knattleikur ekkert sérstaklega vin-
sæll á Kúbu. Horúabolti á hug og
hjörtu landsmanna en einnig eru
box og blak vinsælar íþróttir. Aðr-
ar íþróttir sem eiga vinsældum að
fagna eru fjölbragðaglíma, júdó
og körfubolti. Á úrslitaleik í kúb-
verska handboltanum mæta e.t.v.
2-3 þúsund manns á meóan homa-
boltaleikur dregur að sér fleiri tugi
þúsunda manna. Yfirvöld hafa
hins vegar viljað veg handboltans
sem mestan því þar hafa landslið
Kúbu verið í fremstu röð í álfunni.
segir KA-
maðurinn
Julian
Duranona
Larduet
Er ekki júní síðasti
mánuður vetrar hér landi?!
Sú spurning hefur brunnið á vör-
um handknattleiksunnenda hvers
vegna Duranona ákvað að koma
til Islands og leika með KA-lið-
inu. „Það er von að þú spyrjir,“
sagði þessi geðþekki íþróttamaður
hlæjandi. „Eg verð að viðurkenna
að ég vissi ekki mikið um land og
þjóð áður en ég kom hingað.
Ástæðan fyrir því að ég kom hing-
að er sú að ég kynntist Andrési
Péturssyni, þáverandi íþrótta-
fréttamanni Dags, á meóan á
Heimsmeistarakeppninni í Tékkó-
slóvakíu stóö. Þá tókst með okkur
ágætis kunningsskapur og höfum
við haldið sambandi síðan. Þegar
ég fór síðan til Argentínu stakk
hann upp á því að ég kæmi til Is-
lands að leika. Hann mælti meö
KA sem góðu handknattleiksliði
og ég ákvað að koma og skoða
aðstæður hjá félaginu. Mér leist
vel á aðstæður hér á Akureyri og
við KA-menn gerðum eins árs
samning sem verður vonandi báö-
um aðilum til hagsbóta.“
Duranona segir að hann hafi
einungis mætt vinsemd hér á Ak-
ureyri. „Það eru allir boónir og
búnir að aðstoða mig. Því miður
tala ég nánast eingöngu spænsku
en vonandi kemst ég eitthvað inn í
íslenskuna áður en langt um líður.
Það bjargar miklu að Alfreð
Gíslason þjálfari talar spænsku
þannig að í handboltanum verða
varla miklir tungumálaerfióleikar.
Annars er ég farinn að læra ensku
og ætli það verði ekki samskipta-
málið mitt hér. Islenska er nefni-
lega svo hræðilega erfitt mál!“
Veðráttan er það sem erfiðast
hefur verið fyrir Duranona að að-
lagast. Á Kúbu er meðalhitinn yfir
árið um 25 gráður þannig að
sveiflumar í veðrinu eiga ekki vel
við Kúbverjann. „Þið Islendingar
eruð ótrúlega rólegir yfir veðr-
inu,“ segir hann og dæsir. „Er
ekki júní annars síðasti mánuður
vetrarins hér á landi?,“ bætir hann
kankvís við.
Leikur með með
Minnesota í NBA
Þótt ótrúlegt megi virðast þá hafði
Duranona einungis æft handbolta í
tæp þrjú ár þegar hann hrelldi
markverði á HM í Sviss árið 1986.
„Satt að segja var ég ekki mikill
íþróttaáhugamaður á mínum yngri
árum,“ sagði Kúbverjinn hálf-
feimnislega. „Eg var alltaf stór
eftir aldri og faðir minn reyndi
mikið að fá mig til að stunda ein-
hverjar íþróttir. Áhuginn var hins
vegar takmarkaður og það var
ekki fyrr en ég var 16 ára gamall
að íþróttakennarinn minn fékk
mig til að byrja að æfa körfubolta.
Ég var nú ósköp stirður og það
vantaði alla boltatækni í mig en
fannst gaman að þessari íþrótt.“
í körfuboltanum eignaóist Dur-
anona marga vini, meðal annars
Andrés Jivel, sem nú leikur í
NBA-deildinni með Minnesota
Timberwolfs. Andrés flúði eftir
Ameríkuleikana sem haldnir voru
á Puerto Rico árið 1993 og er ekki
ólíklegt að þessi ákvörðun körfu-
boltamannsins hafi haft einhver
áhrif á Duranona.
En vendipunktur í lífi Duran-
ona var árið 1983 er þjálfari ungl-
ingalandsliðs Kúbu í handknatt-
leik sá til drengsins í körfuknatt-
leiksleik. Hann fékk Duranona til
að mæta á æfrngu hjá sér og eftir
það var ekki aftur snúið. Rúmum
sex mánuðum síðar var hann val-
inn til aó leika með unglinga-
landsliðinu og ári síðar var hann
kominn í A-lið Kúbu.
Fyrirliði landsliðsins í 8 ár
Fljótlega varð Duranona einn af
lykilmönnum liðsins og var hann
fyrirliði liðsins í átta ár, eða allt
þar til hann yfirgaf skútuna.
Landslið Kúbu hefur allan síðasta
áratug verið það sterkasta í Amer-
íku. Liðið hefur sigrað á öllum
síðustu Ameríkuleikjum og yfir-
leitt verið fulltrúi þessara tveggja
heimsálfa á heimsmeistarakeppn-
um og Ólympíuleikum. Jafnan
hefur Duranona verið meðal
markahæstu manna í þessum
keppnum enda viðurkennir hann
það fúslega að vera mjög marka-
gráðugur.
En hefur Kúbverjinn sett sér
markmið með KA-liðinu. Nú hlær
hann og segir að hann setji sér
alltaf það markmið að sigra. „Ég
hef séð myndbönd af KA-liðinu
síðastliðið keppnistímabil og líst
vel á strákana í liðinu. Þama eru
margir ungir og efnilegir leik-
menn í bland meó reyndari refum.
Vonandi fell ég vel inn í leik liðs-
ins þannig að KA taki bæði bikar-
inn og Islandsmeistaratitilinn. Satt
að segja þoli ég ekki aó tapa þann-
ig aó markmiðió hjá mér meó KA
hlýtur að vera að hirða þá titla
sem í boði eru!“
Julian Duranona er rúmlega 2
metrar á hæð en það sem hefur
vakið meiri athygli eru hinar gríð-
arlega stóru hendur hans. „Og ég
sem hélt aó ég hefði stórar hend-
ur,“ sagði Alfreð Gíslason þjálfari
KA-manna eftir aó hann hafði
heilsaó Kúbverjanum í fyrsta
skipti. Fætumir eru einnig engin
smásmíði og þarf Duranona að
nota skó nr. 51. En hvað segir
hann sjálfur um sig sem hand-
knattleiksmann. „Ég er mjög
marksækinn og get hvort sem er
leikið hægri handar skyttu, verið
leikstjómandi eða spilað inni á
línu. Hins vegar mætti vamarleik-
urinn vera betri hjá mér og hver
veit nema Alfreó geti kennt mér
eitthvað í þeirn efnum næsta vet-
ur,“ segir hann með stríðnis-
glampa í augum.
Duranona er lærður íþrótta-
kennari en er einnig með gráðu í
verslunar- og viðskiptafræðum.
En hvar sér hann sjálfan sig eftir
10 ár? Nú dæsir Kúbverjinn og
sagði að erfitt væri að spá um
framtíðina: „Ég hef nú látið
hverjum degi nægja sína þjáningu
undanfama mánuði. Hins vegar er
því ekki að leyna að ég hef metn-
að til að stunda þjálfun í framtíð-
inni. Hver veit nema ég verði orð-
inn landsliðsþjálfari Kúbu eftir 10
ár,“ bætir þessi geðugi kúbverski
íþróttamaður við hlæjandi. AP