Dagur - 22.07.1995, Page 10

Dagur - 22.07.1995, Page 10
10 - DAGUR - Laugardagur 22. júlí 1995 Bæjar- skiltið! Lifandi auglýsing sem hittir beint í mark. Ódýrari en þig grunar. Uppl. í símum 462 1848 og 461 2080 EKKJA Draupnisgötu 5,603 Akureyri Si'mi 462 3002, fax 462 4581 Bænduri Verktakari Við eigum til á lager úrval búvéla- og vinnuvéla- dekkja ó hagstæðu verði, beint frá framleiðanda. (ISO 9002 gæðastaSall) ZSALUANŒ Ærmm JO+ÍckJt*Zt AJcurtfjyrJ Munið söfnun Lions fyrir endurhœfmgarlaug í Kristnesi Söfnunarreikningur í Sparisjóði Glœsibœjarhrepps á Akureyri nr. 1170-05-4018 98 ORÐ DAGSINS 462 1840 Kajakmót Flólu Vd- serðarsonar um verslunarmannahelgma Sveitahótelið Flókalundi í Vatns- firði í samvinnu við þrjá einstak- linga, sem eru reyndir í siglingum og ferðalögum á sjókajökum, efna til kajakmóts Flóka Vilgerðarson- ar um verslunarmannahelgina, dagana 4.-7. ágúst nk. Þetta er í fyrsta skipti sem efnt er til sjókajakmóts á íslandi. Þeim sem ekki geta komið með eigin sjókajak gefst kostur á að leigja eins og tveggja manna báta og er þá allur aukabúnaður innifalinn, leigugjald er kr. 500 fyrir eina klukkustun og kr. 1500 fyrir dags- ferð. Hótel Flókalundur býður mótsgestum 20% afslátt af gist- ingu í þrjár nætur og verður einnig boðið upp á sérstakan kajakmat- seðil í tilefni helgarinnar. Tjald- svæðið í Vatnsfirði er einnig opið meðan á mótinu stendur. Vestur í Vatnsfjörð er hægt að komast ak- andi landleiðina eða með Breiða- fjarðarferjunni Baldri sem leggur upp frá Stykkishólmi í Brjánslæk með viðkomu í Flatey. Dagskrá kajakmótsins er eftir- farandi: Föstudagur 4. ágúst Kl. 19.30 - Flókalaug - öryggi á sjókajak. Stuttnámskeið í félaga- björgun fyrir byrjendur sem lengra komna. Farið yfir nokkur öryggisatriði og björgun á sjó. Umsjón hefur Óttar Kjartansson kajakleiðbeinandi hjá Ferðamönn- um. Verð kr. 500. Kl. 23.30 Flókalundur - mótssetn- ing. Laugardagur 5. ágúst Kl. 9 - Róið í úteyjar og sker. Dagsferð um Vatnsfjörð um eyjar og sker Breiðafjarðar. Gott tæki- færi til ljósmyndunar enda mikið dýralíf, selir og fuglar og mikil náttúrufegurð. Ferðin er opin öll- um 12 ára og eldri (sundkunnátta nauðsynleg). Þátttökugjald er kr. 2000 - með léttum veitingum í út- eyjum. Bátaleiga er möguleg. KI. 23 - Varðeldur í fjörunni við Flókalund. Kajakmót Flóka Vilgeröarsonar um verslunarmannahelgina er fyrsta sjó- kajakmótið sem efnt er til hér á landi. Sunnudagur 6.ágúst Kl. 13 - Kappleikar. Keppt í ýms- um greinum á sjókajak með gott grín og keppnisskapið að leiðar- ljósi. Góð tilþrif í hávegum höfð enda hafa áhorfendur úrslitavaldið í einkunnagjöf. Þátttökugjald kr. 1000. Bátaleiga möguleg. Kl. 21.30 - Á sjókajak með strönd- um íslands. Erindi um sjókajak- ferðir og skemmtileg svæði til ferðalaga. Baldvin Kristjánsson hjá Ferðamönnum kynnir nokkrar ferðir og sýnir myndir. Kl. 22.30 - Rabbstund og móts- iok. Tækifæri til að setjast niður og fara yfir mótið, verðlaun veitt fyrir kappleika og að lokum móts- slit. Mánudagur 7. ágúst Opin dagskrá. Bátaleiga og stutt- ferðir. óþh Fjölbreytt dagskrá á Vopna- Qarðardögum 29. júIí-6. ágúst Hinn 29. júlí næstkomandi hefjast Vopnafjarðardagar og munu þeir standa til 6. ágúst. Að vanda verð- ur boðið upp á fjölbreytta dagskrá í tali og tónum auk ýmiskonar skemmtana og dægradvalar við flestra hæfi og fyrir alla fjölskyld- una. Dagskráin hefst 29. júlí kl. 16.30 með opnun sýningar á verk- um Sigfúsar Halldórssonar list- málara og tónskálds. Listamaður- inn mun leika frumsamin lög við opnunina, en einnig mun Frið- björn Jónsson syngja nokkur lög eftir Sigfús. Sýningin verður opin til 6. ágústfrá lOtil 12 og 16-19. Um kvöldið verður Sagna- meistarakvöld í félagsheimilunu Miðgarði. Þar munu nokkrir kunn- ir sagnamenn segja skemmtisögur af sér og öðrum. Deginum lýkur síðan með sveitaballi í Syðri-Vík. Þann 30. júlí verður haldin há- tíð í tilefni 150 ára afmælis Skeggjastaðakirkju í Bakkafirði. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá frá kl. 10 til 22. Mánudaginn 31. júlí verður far- ið í gönguferð á sjónvarpshæð í fylgd leiðsögumanns, en af hæð- inni er einstakt útsýni yfir þorpið og nágrenni þess. Einnig er hægt að komast í hestaferð undir leið- sögn frá Syðri-Vík. Þriðjudaginn 1. ágúst verður boðið upp á gönguferð meðfram Gljúfursá undir Ieiðsögn. Auk þess er hægt að komast í hestaferð undir leiðsögn frá Syðri-Vík. Miðvikudaginn 2. ágúst verður farið í siglingu í Fuglabjargarnes og Skjólfjörur. Þá er hægt að komast í hestaferð undir leiðsögn frá Syðri-Vík. Fimmtudaginn 3. ágúst. „Með íslenskuna að vopni“. Hagyrð- ingamót undir stjórn Ómars Ragn- arssonar. Þátttakendur eru allir helstu hagyrðingar landsins, svo sem Hákon Aðalsteinsson, Elías Kjaran og Jón í Skollagróf. Þann 4. ágúst hefst Vopnaskak með fjölskylduhátíð í Hafnar- byggð og þar verður fjölbreytt dagskrá. Um kvöldið verður ung- lingadansleikur í Miklagarði og loks almennur dansleikur á sama stað. Hljómsveitirnar Sixties og Bananas leika á unglingadans- leiknum en Sixties á almenna dansleiknum. 5. ágúst verður Burstafellsdag- ur með lifandi safni frá kl. 14 til 17. Gestum er gefinn kostur á að skyggnast til fortíðar og kynnast gömlum vinnubrögðum og heimil- isstörfum svona eins og þegar amma var ung. Þá verða fjöl- skyldutónleikar með Stjórninni í Miklagarði og loks dansleikur þar sem Stjórnin leikur fyrir dansi. 6. ágúst fer fram hið áriega opna sjóstangveiðimót Hótels Tanga. Síðar um daginn fer fram lokahátíð Vopnaskaks á fjörunni í Sandvík. Endahnúturinn verður síðan hnýttur á dansleik í Mikla- garði með Páli Óskari og Millj- ónamæringunum. Forsala á dansleikinn veðrur í söluskálum Esso og Shell. Einnig er hægt að kaupa miða á öll 3 böllin um verslunarmannahelgina. Gjafír í orgelsjóð Akureyrarkírkju HLAÐBORÐSKAFFI Við höfum heitt á könnunni á sunnudaginn frá kl. 14.30 Allt heimabakað á fjölbreyttu hlaðborði Verið velkominn! Gistiheimilið Engimýri öxnadal, sími 462 6838 30. mars 1995 Margrét Bóasdóttir 5.000 Verkfræðistofa Norðurlands 10.000 Til minningar um Jón Þórarinsson Arkitekta- og verkfræðistofa Bjöm Rögnvaldsson - 10.000 Hauks hf. 40.000 tannlæknastofa 10.000 15. maí 1995 Máni hf. trésmiðja 5.000 Sigríður Olgeirsdóttir 5.000 N.N. 5.000 Ásprent hf. 5.000 14. júlí 1995 Fyrirtæki Lögmannastofan hf. 5.000 Lúðvík Jónsson 60.000 Útgerðarfélag Akureyringa 1.500.000 Café Karolína 3.000 Sala á gömlum orgelpípum íslandsbanki 300.000 Guðmundur Heiðar Frímannsson 3.000 Matthias Gut 3.000 Ragnheiður Torfadóttir 2.500 N.N. 1.400 Fjáröflun Kórs Akureyrarkirkju Sigurlaug Vigfúsdóttir 2.500 Elías Óskarsson 5.000 Höldur hf. 25.000 Hrefna Jóhannesdóttir 2.500 Haraldur H. Thorlacíus 4.000 Tölvutæki-Bókval 20.000 Magnús Aðalbjömsson 2.500 Laufey Júlíusdóttir 2.000 Endurskoðun Akureyrar 10.000 Hannyrðaverslunin Hnotan 2.500 Jón Þórarinsson 3.000 Fasteignasalan hf. 10.000 Fríður Leósdóttir 2.500 Panschow 2.000 Viking hf. 10.000 Blómabúðin Laufás 2.500 Elvar Þrastarson 1.000 Höndin hf. 10.000 Sápubúðin Akureyri 2.000 Ragnhildur Hallgrímsdóttir 3.000 Alprent hf. 10.000 Helga Vilborg Pétursdóttir 2.000 Elisabeth Meier - Myder 2.000 Greifinn hf. 10.000 Hárgreiðslustofan Ena 1.000 Birgir Andrésson 1.500 Fatahreinsun Vigfúsar og Árna 10.000 Gluggatjaldaþjónustan 2.000 Göta Ehlich 2.000 Tryggingamiðstöðin hf. 10.000 Hárgreiðslustofan Snyrtihúsið 2.000 Páll Sólnes 1.500 Straumrás hf. 10.000 Per Jessen 1.000 Sandblástur og málmhúðun sf. 10.000 3.033.399 Fiðlarinn á þakinu 20.000 Bílasalan Stórholt 10.000 James Artur Feberg 500 Strýta hf. 10.000 Hér birtist í annað skipti í Degi skrá yfir gefendur í orgelsjóð Ak- ureyrarkirkju. Þeirra gefenda sem áður hefur verið greint frá í blað- inu er ekki getið hér. Rétt er að geta þess að í orgeli Akureyrarkirkju hafa verið 3100 pípur. Skipta þurfti um 200 pípur. Við viðamiklar endurbætur fjölgar röddum orgelsins um 4 og verða pípumar þegar upp verður staðið 3394 talsins. Akureyrarkirkja færir öllum gefendum innilegar þakkir og bið- ur blessunar Guðs.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.