Dagur - 22.07.1995, Page 12

Dagur - 22.07.1995, Page 12
12- DAGUR - Laugardagur 22. júlí 1995 DÝRARÍKI ÍSLANÞS Fuglar 63. þáttur HAFSÚLA SR. SICURÐUR ÆCISSON (Sula bassana) Hafsúlan (oft Iíka bara nefnd súla) er af ættbálki pelíkanfugla (ár- fætla), en þeim ættbálki tilheyra ýmsir stórvaxnir fuglar víða um heim, er lifa á fiski. Eitt sérkenni þeirra er, að sundfitin liggja á milli allra táa fótanna, þ.e.a.s. þriggja framtáa auk afíurtáar (en hjá öðrum sundfuglum er fit að- eins á milli framtáa), sem gerir það að verkum, að fuglarnir eru yfirleitt mjög góðir að synda og kafa. Annað, sem heyrir bara ár- fætlum til, er gerð eggsins, en þar er ysta lagið úr mjúku kalki, sem eyðist, er líður á útungunartímann. Nú á tímum er pelíkanættbálk- inum skipt niður í 6 ættir: skutla eða slönguhálsfugla (2 tegundir), súlur (9 tegundir), freigátufugla (5 tegundir), tópíkana (3 tegundir), pelíkana (8 tegundir) og loks skarfa (um 30 tegundir). Súlnategundir heimsins eru (að þeirri frátalinni, sem hér er um fjallað): höfðasúla eða Afríkusúla (Sula capensis; í S-Afríku og An- góla), tannsúla eða Ástralíusúla (Sula serrator; á suðurströnd Ástralíu, Tasmaníu, og Nýja- Sjá- landi), jólasúla (Sula abbotti; á Jólaeyju í Indlandshafi), þernusúla (Sula variegata; út af ströndum Chile og Perú og þaðan norður að Kyrrahafsströnd Mexíkó og Kali- fomíu), blásúla (Sula nebouxii; sama útbreiðsla), grímusúla eða bláhöfðasúla (Sula dactylatra; á Atlantshafi, í V-Indíum og við Kyrrahafsströnd Mexíkó, en þó aðallega á Hawaii), rauðfótasúla (Sula sula; við strönd Perú, f V- Indíum, Indónesíu og víðsvegar um Kyrrahafseyjar) og loks brún- súla (Sula leucogaster; sama út- breiðsla). Hafsúlu er að finna í N-Atl- antshafi, frá íslandi og þaðan suð- ur að vesturstönd Evrópu, að Kan- aneyjum og vesturströnd Afríku og svo yfir á austurströnd N- Am- eríku og Kanada. Varpheimkynn- in eru á íslandi, í Noregi, í Fær- eyjum, á Bretlandseyjum, á Erma- sundseyjum, á Bretaníuskaga, á Nýfundnalandi og á St. Lawrence- flóa. Þetta er tignarlegur fugl og stærst allra tegunda súluættarinn- ar, 87-100 sm á lengd, 2,5-3,5 kg á þyngd, og með 165-180 sm vænghaf. Karlfuglar eru að jafnaði ívið stærri en kvenfuglar. í fullorðinsbúningi er hafsúlan auðþekkt. Mjósleginn búkurinn er hvítur að mestu, yfir og um, en andlitið svart (fiðurlaust, húð- þykkildi, sem myndar einskonar grímu) og langir og mjóir væng- irnir bera þann sama lit í oddinn. Auk þess er höfuð klætt gulleitri slikju og ofanverður, langur háls- inn sömuleiðis. Nefið er langt, sterklegt og oddhvasst, blágrátt að lit. Stélið odddregið. Augu, staðsett framan- til á höfðinu (eins og á uglu) ljós- grá eða fölgul. Fætur dökkgráir. Bæði kyn eru eins á lit og eng- inn munur á búningi eftir árstíðurm Hafsúlan er farfugl að mestu. I janúar er hún komin og þegar far- in að setjast upp á varpstöðvun- um, ofan á eða utan í berum, sæ- bröttum og illkleifum úteyjum, eða björgum á annesjum eða út- kjálkum, en eggjatíminn er þó ekki fyrr en í apríl og maí. Ástarleikirnir eru töluvert flóknir, en samanstanda að mestu af því, að hálsar eru reygðir og teygðir og nef hreyfð taktfast upp og niður, með tilheyrandi gargi. Hafsúlan er félagslynd og varp- byggðirnar oft geysistórar, og þar af leiðandi getur orðið æði þröngt um fuglana. Er því töluvert um róstur yfir háannatímann og nefj- unum oftar en ekki beitt af fullum þunga og miskunnarleysi. Hreiðrið er mikil smíð, 40-50 sm að þvermáli neðst, og yfirleitt 30-40 sm á hæð (en getur þó orðið mun hærra, eftir áralanga notkun stæðisins), að mestu gert úr þara og öðru, sem tiltækt er. Drit notar fugiinn svo til að líma efnin sam- an. Hafsúlan verpir yfirleitt aðeins 1 eggi (stundum þó 2), tiltölulega litlu, miðað við stærð fuglsins. Það er fölgrænt eða ljósblátt að lit, en með hvítri, grófkenndri kalk- húð og þannig dæmigert fyrir ætt- bálkinn (sbr. áðurnefnt). Með tím- anum verður það svo oftar en ekki brúnleitt, af litarefnum þeim, sem úr hreiðrinu koma. Útungun tekur 39-45 daga og sjá báðir foreldr- arnir um ásetuna. Varpblettur er ekki notaður, heldur sundfit. Ung- inn kemur í þennan heim blindur og fiðurlaus og er þá allur blá- svartur að lit, en klæðist fljótlega hvítum dúnbúningi. Hann er um kyrrt í hreiðrinu 8-11 vikur og líkt og var með ásetuna sjá báðir fugl- arnir um að afla honum þar matar. Um síðir er hann látinn fasta og eftir á.a.g. 10 matarlausa daga stekkur hann loks fram af og á sjóinn og með því rofna öll tengsl foreldra og afkvæmis. Og þarna verður hann einn og óstuddur að annast um sig, verja og fæða. Fyrsti ungfuglabúningur er að mestu leyti grábrúnn á að líta úr fjarlægð (að ofanverðu móbrúnn, alsettur þéttum, hvítum dílum; skolhvítur undir), en á næstu árum taka við ýmsar gerðir, hver ann- arri ljósari, uns fullorðinsbúningi er náð, að 4-6 árum liðnum. Hafsúlan er vel þekkt fyrir ákveðið atferli sitt við fæðuöflun, þ.e.a.s. að láta sig falla úr mikilli hæð (10-40 m) lóðrétt í djúpið og taka þar uppsjávarfiska, eins og t.d. smásíld og loðnu. Er fuglinn sérstaklega vel byggður og styrkt- ur til þessarar iðju, og getur m.a. lokað hlustum sínum og nösum. Annað þykkildi, en nefnt var hér að framan, er hafsúlan með á neðra skolti og þaðan niður á kverk. Það getur hún þanið út og Súla á hreiöri ásamt unga sínum. (Alan Richards: Seabirds of the Northem Hemisphere. 1990.) gerir, ef svo ber undir, t.d. ef inn- byrða þarf óvenju stóran fisk. Yfirleitt er bráðin gripin, þegar súlan er á leið úr kafi. Eins veiðir hún syndandi og á það jafnvel til að ræna aðra fugla. Aðrar súluteg- undir leita hins vegar mjög í flug- fisk, makríl og allskyns blekfiska. Hafsúlubyggðir jarðar eru í dag taldar vera alls 34. Á síðustu öld var sú mesta á Bird Rock á St. Lawrenceflóa í Kanada; árið 1833 var talið að yrpu þar 125.000 pör, en undir lok síðustu aldar var sú tala komin niður í 1.000. Ástæðan fyrir þessu hrapi var gegndarlaus skotveiði. Nú verpa þarna 5.000 pör. Langstærsta varpstöðin í heim- inum á okkar tímum (eftir því sem ég kemst næst) er á St. Kilda (Bretlandseyjar), þar sem verpa um og yfir 60.000 pör. Næstar eru Ailsa Craig, Grassholm og Little Skellig (Bretlandseyjar), og svo Bonaventura-eyjar við Quebec (Kanada), hver um sig með um 20.000 verpandi pör. Þá kemur Bass Rock (Bretlandseyjar), með um 18.000 pör, og sjöunda í röð- inni Eldey, með um 14.500 pör (árið 1985; var með 18.000 pör ár- ið 1961). Aðrir staðir hér við land (og þar helstir Súlnasker, Geld- ungur, Hellisey, Brandur (allt saman úteyjar í Vestmannaeyj- um), Mávadrangur hjá Dyrhólaey, Rauðinúpur á Melrakkasléttu, Skoruvíkurbjarg á Langanesi og Skrúður út af Fáskrúðsfirði) eru mun fáliðaðri. Auk þess verpti hafsúla áður fyrr bæði í Grímsey (til 1946) og Drangey, í Geir- fuglaskerjum og Geirfugladrangi suðvestur af Eldey (fram til 1830, er jarðskjálfti grandaði þeim), og í Súlnastapa við Hælavíkurbjarg. Og eins vita menn um nokkra set- staði fuglsins, eins og t.d. kletta í Ingólfshöfða og Svörtuloft á Snæ- fellsnesi, en hafa ekki fundið þar hreiður enn sem komið er. Alheimsstofn hafsúlu er talinn á.a.g. 275.000 verpandi pör, og af þeim munu íslenskir fuglar vera um 23.000 pör. Algengasta hljóð fuglsins er urrandi runa. Hafsúluegg virðast ekki hafa verið tekin hér fyrr á öldum til matar, e.t.v. vegna þess hversu snemma árs fuglinn verpir og að í útsker fyrir opnu hafí þurfti að fara. Ungarnir voru hins vegar nýttir, enda þar um gríðarmikla búbót að ræða (hver fugl gat orðið allt að 5 kg að þyngd). Og allt frá því Hjalti Jónsson kleif Eldey við þriðja mann, árið 1894, var t.d. farið þangað nokkuð reglulega til ungadráps (oftast seinni part ágústmánaðar, og teknir að meðal- tali 3.000 fuglar (400-5.000)), og allt til þess tíma, að eyjan var frið- lýst, árið 1940. íslenskar hafsúlur leita á vet- urna einkum suður á bóginn, eftir ströndum Evrópu og allt suður til NV-Afríku, og eru þá dreifðar. Elsti merkti fugl, sem ég á heimildir um, var a.m.k. 21 árs gamall, er hann náðist. Sá var breskur, ættaður frá Bass Rock. Gluggað í ómissandi bók fyrir allar konur „Aðlaðandi er konan ánægð“: 67 mínútur í morgunverkin Konur eru þess fullkomlega meðvitaðar að það er ekkert smámál að standa undir þeirri ábyrgð að vera kona. En sé það mikið mál I dag, þá var það ekkert smámál hér fyrr á öldinni, ef marb má bók sem blaða- maður las á dögunum. Bókin heitir „Aðlaðandi er konan ánaegð" með undirtitilinn „leið- beiningar um snyrungu og klaeðnað kvenna“. Útgáfuár er 1945 og höfundurinn Joan Bennet- Þórunn Hafstein íslensbði. I fyrsta bfla bóbrinnar gefur Joan Bennet tóninn þegar hún segir: „( gamla daga fannst sumum það ein af dyggðum konunnar, ef hún var IjóL Nú á dögum er það játað af þeim, sem vinna að velferð líkama og sálar, að það sé vart heilbrigð kona, sem hefur ekki rxnu á að hugsa um útlit sitt, vilja vera aðlaðandi." Bóbrhöfundur fer með ólíkindum nákvæmlega yfir allt það sem máli skiptir í úditi konunnar. Tökum sem dæmi eftírfarandi lýsingu á þeirri athöfn konunnar að varalita sig: Mikilvægt að kunna að varalita sig „Hafið spegilinn fyrir framan yður og haldið á burstanum eins og málarapensli, takið vel af litnum á burstann og byrjið á því að draga upp hina eðlilegu ytri línu efri varar með mjóu, flötu striki. Styðjið olnboganum td. á stólbrík, til þess að höndin verði stöðugri. Ég hef líb litía fingur sem mína „stoð“, með því að styðja honum á hökuna um leið. Byrjið nú að „mála“, og strjúkið burstanum frá vinstra munnviki efri varar, fram á miðja vör. Önnur „strobn" verður frá miðri efri vör, að hægra munnviki. Og þriðja strokan eftír neðri vörinni, frá vinstri til hægri. Siðan fyllið þér upp með burstanum, það sem enn er ólitað. Leyndardómurinn við hina síðustu sléttu línu er æfing - og snör handtök. Æf- ing, unz handtakið er bein og örugg lína, en ekki fálmandi tilraun tíl þess að reyna að draga línu. Eftír 15 til 20 mlnútna æfingu eruð þér útfarin í þessari list með varapensilinn, og það er list, sem borgar sig, því að þá er úr sögunni hálfbkið við snyrtingu varanna, öfgarnar við að smyrja of þykku lagi á þær og hin sífellda endur- tekning á „málningunni“. Liturinn situr slétt og fallega á vörunum og tollir á miklu lengur en ella.“ Tíminn sem fer í útlitið Svo það sé alveg á hreinu, þá gefur Joan Bennet nákvæmlega upp hversu mikill tími fari í útlit konunnar. Hún segir að á morgnana fari tíu mlnútur í að hreinsa og snyrta andlit og háls. Eftír hádegi sé rétt að gera ráð fyrir tveim mínútum í að lagfæra og bæta útlitið og á kvöldin sé eðlilegt að ætía fimm mínútur til þess að hirða og ræsta andlit og hendur. Samtals gerir þetta rúman stundarfjórðung. Baðferð Sú einfalda athöfn að bregða sér I bað er ekki svo einföld eftír að hafa lesið .Aðlaðandi er konan ánægð“. Bóbrhöfundur gefur eftirfarandi leiðbeiningar um baðferð: 1. Látið þægilega heitt vatn renna í baðkerið, meðan þér burstið tennurnar yfir vaskinum. (Vatnið ætti helzt að ná yður upp að mitti, er þér sitjið í kerinu). Nælið hárinu upp. 2. Þvoið yður vel um andliL háls og eyru, áður en þér farið upp í baðkerið. Munið vel eft- ir hálsinum að aftan, niður við hársrætur og fram undir kjálkann. Skolið sápuna vel af, þurrkið andlitið og berið svolítið nxrandi smyrsl á andlit og háls. Stígið siðan upp i baðkerið. 3. Sápið og burstið handleggina og bringuna með mjúkum baðbursta. Eyðið nokkrum aubsekúndum í olnbogana. Skolið sápuna af. 4. Sápið og burstið bakið með mjúkum bursta (helzt með löngu sbfti). Skolið sápuna af. 5. Sápið og þvoið það sem eftír er líkamans niður að hnjám. Skolið sápuna af. 6. Sápið og burstið fótíeggina með mjúkum baðbursta. Skolið sápuna af. 7. Burstið hælana, ökkiana tærnar, iljarnar með naglabursta. Skolið sápuna af. 8. Ef þér eigið kost á nægilega miklu vatni og hafið tíma til þess, skulið þér tæma baðker- ið og skola yður undir sturtunni.“ Morgunstund gefur... (þessari stórmerku bók, sem allar nútímakonur ættu að kynna sér vel, er gefin nákvæm tímatafla um morg- unverk konunnar. Skoðum þetta nánar. (tennurnar telur bókarhöfundur að sé eðlilegt að xtía 3 mínútur, 8 mínútur i bað, 30 mínútur I að klxða sig og snyrta, 15 mlnútur i morgunmaL 10 mínútur í salerni og slðan aftur I mínútu í tennur. Samtals eru þetta 67 mínútur. Og þá er bara um að gera fyrir konur að verða sér útí um skeiðklukku! óþh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.